Þjóðviljinn - 06.02.1953, Page 7
Föstudagur ö. febrúar 1953 — ÞJÓÐVILJINN —(7
í áliti hinnar dönsku hand-
ritan^ndar, sem út kom fyrir
jólin í fyrra, viðurkenndu allir
nefndarmenn nokkur meginat-
riði úr röksemdum íslendinga í
handritamálinu. Helzt þeirra ,
eru þessi:
1. Nefndarmenn telja það sjón-
armið ,,mjög þungt á met-
unum“ að handritin séu þjóð-
ardýrgripir íslendinga.
2. Öll íslenzk skjðl í_ víðasta
skilningi eru bezt komin á ís-
landi, bæði af því að þar
verða þau bezt hagnýtt og
engu síður samkvæmt venju-
legum grundvallarreglum
skjalasafna.
3. Sama gildir að mestu um ís-
lenzk pappírshandrit frá síð-
ari öldum, svo og önnur hand-
rit sem snúast eingöngu um
íálenzk efni. Þessi handrit
hafa framar öllu gildi fyrir
íslendinga og verða naumast
notuð neitt að ráði af öðrum
en þeim, og Dönum er lítill
akkur í að halda þeim í Dan-
-mörku.
Þessar niðurstöður er rétt að
hafa í huga þegar litið.er á þá
mótmælaoldu gc-gn afhendingu
handritanna sem risið hefur í
Danmörku síðustu mánuðina.
Beint tilefni hennar voru fregn-
ir um að danska stjórnin myndi
þá og þegar leggja fram frum-
varp um lausn handritamálsins.
Þetta frumvarp er ókomið enn,
og skal engum getum að því
leitt hvort það er að kenna mót-
mælum þessum eða öðrum or-
sökum.
Einn þeirra manna sem sæti
áttu í handritanefndinni, pró-
fessor Carsten H0eg, reið á vað-
ið í kjallaragrein í Berlingske
Aftenavis 26. 11. sl. Hann gerði’
þar skilmerkilega grein fyrir
mótbárum þeirra nefndarmanna
sem andsnúnir voru afhendingu
handritanna, dró saman rök-
semdir þeirra úr nefndarálitinu,
án þess að bæta neinu verulegu
við. Grein hans er að því leyti
frábrugðin flestum þeim grein-
um sem á eftir komu að hún er
skrifuð æsingalaust. Meginrök-
semdirnar eru tvenns konar:
Annars vegar er vitnað til al-
þjóðlegs eðlis vísinda og þeirrar
reglu að söfn eigi að vera þar
.. sem-þau eru komin; fræðimenn
geti notað handritin engu síður
í Höfn en á íslandi, islenzkum
lesendum megi á sama standa
hvar handritin séu, þar sem þeir
hafi þeirra engin bein not, held-
ur fái efni þeirra í útgáfum.
Hins vegar er haldið fram eign-
arrétti Dana á handritunum og
talið óréttmætt að hrófla við
erfðaskrá Árna Magnússonar.
Þessar röksemdir eru ekki
nýjar og þarflaust að ræða þær
frekara hér; m. a. má vísa til
greinar Jóns prófessors Helga-
sonar um Árnasafn og vísindin,
sem birtist í Politiken haustið
1950, og á íslenzku í Tímariti
Máls og menningar 1950. Sumt
í þeim stangast auk þess bein-
línis við það sem handritanefnd-
in varð sammála um, eins og
áður var sagt.
En nú kom hver greinin af
annarri í dönskum blöðum, og
ýmsir menn létu til sín heyra
sem ekki er vitað að hafi látið
sig þessi mál miklu skipta áður
fyrr. Hér er þess enginn kostur
að rekja þessar gi-einar í ein-
stökum atriðum, enda hef ég
ekki séð þær aílar. Eitt er þó
sameiginlegt með flestum þeim
sem mér er kunnugt um. Reynt
er að færa rök að því að hand-
ritin séu engu síður þjóðardýr-
gripir Dana en ísléndinga,
að gildi þeirra fyrir þjóðlega
danska menningu, tungu þeirra
og bókmenrrtir, sé svo stórköst-
legt að ekki komi til mála að
láta þau af hendi. Sumir grein-
arhöfundar jreyna að .gera sem
Ný s/ónnrmiö
í hnndritomóliou
EFTIR JAKOB BENEDIKTSSON
minnst úr íslenzkum uppruna
handritanna, eru margorðir um
„samnorrænan menningararf “
sem varðveittur sé í þeim; enn
fremur sé þarna um að ræða
fjöregg danskra vísinda í húm-
anistiskum fræðum, sem Hafn-
arháskóli eigi að þakka forustu-
aðstöðu í norrænum rannsókn-
um.
Til frekari áréttingar þessum
skoðunum hefur svo verið efnt
ing hjá 'prófessor í samanburð-
armálfræði. Nokkur>huggun má
það vera okkur íslendingum að
próféssorinn bætir við: „Áhug-
inn á fornnorrænum handritum
er engan veginn sérstakur fyrir
Dani. Sé um þetta spurt verður
svarið/að Noregur og ísland eru
í nánari andlegum tengslum við
sum, en önnur eru nátengdari
sögu Svíþjóðar og Danmerkur.“
Niðurstaðan er þessi: „Hand-
Jakob Benediktsson vann árum saman í Árnasafni að
rannsókn og útgáfu handrita. Myndin er tekin af hon-
nm við skrifborð hans í safninu.
ritin og efni þeirra eru samnor-
ræn andleg eign, og Kaup-
mannahöfn getur verið hreykin
af því að hafa verið valin til
heimilis þessara norrænu dýr-
gripa.“
Einna dýpst tekur prófessor
Paul V. Rubow í árinni (Berl.
Aftenavis 3. 1.). Hann skrifar
grein með fyrirsögninni: ,,Vor
stþrste nationale Skat“ (Mestu
þjóðardýrgripir vorir) og frem-
ur þar það afrek að skrifa heila
grein um handiútamálið án þess
að orðin ísland eða íslenzkur
komi þar nokkurs staðar fyrir;
handritin eru ,,vor“ (þ. e.
dönsk) eða (aðeins einu sinni)
,,oldnordisk“. Hins vsgar full-
yrðir prófessorinn að Árnasafn
sé það bezta sem Danir eigi,
fyllilega eins mikils virði og
Glyptotekið, Listasafn ' ríkisins
og Þjóðminjasafn Dana saman-
lögð. Því miður virðast dönsk
stjórnarvöld ekki vera né hafa
verið á sömu skoðun, a. m. k.
er smávegis munur á þeim f j’ár-
framlögum sem þessar stofnanir
hafa fengið og því fé sem varið
hefur verið til Árnasafns og út-
gáfu handrita þaðan. Sam-
kvæmt kenningu prófessorsins
„óx lífs- og skilningstré vort
upp af hinum arnamagnæönsku
fræjum“. Hitt gleymist í grein-
inni að sé þetta rétt um menn-
ingu þjóðar sem aldrei hefur
haft nein veruleg ,not handrit-
anna nema í þýðingum, hvað
mætti þá segja um gildi þessara
bókmennta fyrir íslendinga, sem
enn lesa þær óþýddar? Rétt er
að geta þess að þessi grein hefur
þótt með slíkum ágætum að hún
er prentuð upp óbreytt í sýn-
ingarskránni sem áður getur
um.
í svipuðum tón skrifar dr.
Vilh. la Cour (Berl. Tid. 18.1.).-
Hann nefnir að vísu íslenzk
handrit, en talar um að á sýn-
ingunni sé úrval „hinrva dönsku
bókadýrgripa sem íslendingar
heimti að sé skilað". Kenningin
um samnorrænt eðli handrit-
anna er uppistaðan í greininni,
ritin kölluð „fornnorræn verk
á íslenzku" og ,,norrænar arf-
sagnir í íslenzkum gerðum.“
í sýningarskránni skrifar próf.
Paul Diderichsen um gildi ís-
lenzku handritanna fyrir
vísindi og gildi danskra vísinda
fyrir íslenzku handritin. Sú
grein er rituð af meiri hógværð
og sannsýni en obbinn af því
sem hér hefur verið rætt um. Þó
er reyndin sú að þar ber lítið á
hlutdeild íslendinga í útgáfu-
starfsemi, en hlutur danskra
fræðamanna stundum
frekara fram en góðu hófi gegn-
ir. Það er t. d. hæpið orðalag
þegar sagt er um fyrstu dönsku
til sýningar á íslenzkum hand-
ritum 1 Þjóðminjasafninu
danska, og standa að sýningunni
háskólinn, konungíega bóka-
safnið og Þjóðminjasafnið. í
sýningarskrána skrifa þrír pró-
fessorar og fyrrverandi ríkis-
bókavörður Dana inngangsorð,
sem síðar verður lítillega vikið
að. Sýningin var opnuð 17. jan.
og stendur enn. Hefur íslenzk-
um handritum ekki í annan tíma
verið sýnd slík virðing í Kaup-
mannahöfn.
Lítum nú snöggvast á nokkur
dæmi um þennan nýja málflutn-
ing danskra fræðimanna. Pró-
fessor Kaare Grþnbech (Berl.
Aftenavis 3. 12.) heldur því
fram að tilviljun hafi ráðið því
að vitneskjan um fornsögu
Norðurlandaþjóða hafi varð-
veitzt bezt í uppskrjftum í af-
skekktum sveitum Noregs og ís-
lands, og að tilviljun hafi enn
fremur ráðið þvr að handritun-
um var safnað í höfuðborgum
Danmerkur og Svíþjóðar þar
sem menn voru glöggskyggnast-
ir á gildi þeirra og höfðu bezt
tök á að rannsaka þau; handrit-
in séu eins mikils virði fyrir
þjóðlegan söguskilning Dana og
annarra Norðurlandaþjóða. Má
þetta heita einkennilegur sögu-
skilningur.
Prófessor Louis Hjelmslev
(Politiken 8. 12.) segir m. a.
að handritin séu skrifuð
„áður en íbúar Norðurlanda
skiptust í þjóðir, og þau eru Meðal þeirra handrita sem Danir halda sérstaka sýningu á er
skrifuð á vestrænum mállýzkum fomt brot úr Sturlungu, og hefur það verið klippt í fatasnið.
tungumáls sem samtímamenn
kölluðu danska tungu, og síðar
var með góðu og réttu heiti
nefnd’ fornnorræna (oldriord-
isk)“. Þetta er býsna hörð kenn-
Social-Demokraten komst svo að orði um brot þetta 19. jan. s.i.
að það sýndi „hversu illa mörg hinna dýrmætu fomu rita hafa
verið leikin, áður en þeim var safnað saraan um gervalla
Evrópu“(!)
fræðimennina sem íslenzkum
handritum sinntu að þeir hafi
,,fyrstir ráðið frarii úr óljósri
skrift hinna dökku skinnbóka
með aðstoð íslenzkra stúdenta,"
þár sem vitað er að þessi sömu
fræðimenn kunnu sama sem
ekkert í íslenzku og voru tæp-
lega stautfærir á íslenzk hand-
rit.
Tilgangurinn með öllum þess-
um skrifum og fleiri slíkum er
auðsær. Andstæðingar íslend-
inga í handritamálinu treysta
því ekki að mótbárur þær sem
komu fram í áliti handrita-
nefndarinnar muni duga til þess
að ráða úrslitum, og þeir treysta
sér ekki til að andmæla þeim
röksemdum ísl. sem handrita-
nefndin féllst á. Þeir reyna því
að æsa upp almenningsálit gegn
afhendingu handritanna á þeim
grundvelli að hér sé um að
ræða danska þjóðardýrgripi,
sem hafi ómetanlegt gildi fyrir
danska menningu, og að heiður
danskra vísinda sé undir því
kominn að handritin verði kyrr
þar sem þau eru. Þess vegna er
ekki reynt að ræða málið með
hógværð og skynsemi, heldur
slegið fram staðhæfingum eins
og þeim sem tilfærðar hafa ver-
ið hér að framan. Þær eru þess
eðlis að ekki er ástæða til að
*ræða þær frekara í íslenzku
blaði. Hins vegar má fyllilega
búast við að þær geti haft áhrif
á danskan almenning, sem á
þess engan kost að meta sann-
leiksgildi þeirra eða gera sér
ljóst að þegar tilfinningarnar
ráða, geta kunnir fræðimenn
engu síður en aðrir sett fram
fullyrðingar sem þeim myndi
veitast erfitt að standa við á
fræðilegum vettvangi.
Jakob Benediktsson.
Skriíið sjálí í blaðið
ykkar!
100 kr. vikuSeg
verðldun fyrir
beztu greinina
★ Þegar Þjóðviljinn stækk-
aði úr fjórum sáðum í átta
hófst þáttur í blaðinu sem al-
þýðufólk um land allt skrifaði.
Greinar þessar urðu afburða-
rinsælar og voru margar prýði-
lega skrifaðar.
★ Þjóðviljinn tekur nú
þennan þátt upp að nýju, verð-
launagreinar um efni úr lífi al-
þýðunnar. Efnisvalið er frjálst
en áherzla lögð á að menn
skrifi um það er þeir sjálfir
hafa lifað, og mætti þá reyna
gamla efnið: Dagur á vinnti-
stað. önnur nærtæk efni: At-
vik úr verkalýðshreyfingunni,
verkföll, félagslíf. Atrinnuleys-
ið, húsnæðismál, heimilisstofn-
un, börnin, svo nokkur dæmi
séu nefnd. En skrifið ekki al-
mennar, pólitískar hugleiðing-
ar um þessi mál, heldur um
það hvernig þau hafa gripið inn
í og mótað líf ykkar sjálfra.
Skrifið persónulega, um ákveð-
in, tiltekin dæmi, um lífið
sjálft. Sé til þess ætlazt að
greinar birtist undir nafni er
höfundur beðinn að senda með
nokkur hclzlu æriatriði. Nafn
Og heimllisfang höfundar verð-
ur að fylgja þó greinin eigi að
biríast undir dulnefni.
★ Veitt verða 100 kr. verð-
laun fyrir beztu greinina hverja
viku. Greinar sendist Ritstjórn
Þjóðviljans, SkólavÖrðustíg 19,
Reykjavík. Umslagið -merkt:
„Verðlaunagr?iin“. ....