Þjóðviljinn - 12.02.1953, Síða 1

Þjóðviljinn - 12.02.1953, Síða 1
Fimmtudagiir 12. febrúar 1053 — 18. árgangur — 35. tölublaí st^Íuibúans'á' -Xífsnauðsyn a3 Dagsbrúnar- Dfundinum:’ ! stjórnin fái færri atkvæði" Svar Dags- * Stiórn Sigurðar Guðnasonar skal fá fleiri bránarmanna: ; afkvœSi en nokkru sinni fyrr! Sveinn Sveinsson reif grímuna algerlega af B-listanum á síðasta Dagsbrúnarfundi. Hann hélt þar ræðu, sem sannaði afdrátt- arlaust, að forysta Sjálfstæðisflokksins styð- ur B-listann í Dagsbrúnarkosningunum. Kjarninn í áróðursræðu Sveins fyrir B-Iist- anum var yfirlýsing hans um það, að „það væri lífsnauðsyn að Dagsbrúnarstjórnin fengi færri atkvæði“ nú við kosningarnar en endranær! Með þessari hreinskilnislegu yfirlýsingu hefur það verið staðfest, að ÍB-listinn nýtur fullrar samúðar og stuðnings ríkisstjómarinnar. En hverjum er það lifsnauð- syn, að stjórn Sigurðar Guðna- sonar fái færri atkvæði? Ekki verkamönnum, heldur ríkisstjórninni og þeim stórat- vinnurekendum, sem stóðu með henni í verkfallinu gegn Dags- brúnarmönnum og öðrum verkalýð. Einmitt ríkisstjórnarflokk- unum er það lífsnauðsyn, að Dagsbrún, brjóstfylking verka- lýðsins, verði veikt með lægri atkvæðatölu Sigurðar Guðna- sonar. Það er óþarfi að spyrja um afstöðu Framsóknarflokksfor- ustunnar til B-listans. Hún mun gera allt hvað hún megn- ar til þess að afla honum at- kvæða. Þar með getur B-listinn hrósað sér af því að vera studdur af Hermanni Jónassyni manninum sem heimtar stéttar- her gega verkalýð landsins og þá fyrst og fremst gegn Dags- brúnarmönnum. Sveinn Sveinsson gerði Dags- brúnarmönnum mikinn greiða með ræðu sinni. Hann fletti ofan af því, sem Alþýðuflok'kurinn er að reyna að fela: að stjórnarflokkarnir telja það ,,lífsnauðsyn“ að stjórn Sigurðar Guðnasonar tapi atkvæðum. Iðnaðarkankinn: 5 umsækjendur Fimm menn sóttu um stöðu bankastjóra Iðnbankans, en umsóknarfrestur rann út í fyrrakvöld. Bankaráð Iðnbankans heldur fund í dag, þar sem umsókn- irnar verða teknar til meðferð- ar. Reynt verður eftir megni að hraða því að bankinn taki til starfa, en hann hefur fengið húsnæði í Lækjargötu (þar sem Loftleiðir voru)-; en það mun þó alltaf taka nokkurn tíma að koma honum á laggimar. Hverjir hinir fimm umsækj- endur um bankastjórastöðuna eru er ekki látið uppi, annað en það að tveir era verkfræð- ingar, 2 hagfræðingar, 1 þjóð- réttarfræðingur og einn efna- fræðingur. Á undanförnum árum hefur stjórn Sigurðar Guðnasonar notið trausts bæði Sjálfstæð- isverkamanna sem og verka- manna í öðrum flokkum og verðskuldað traust. Verkamenn úr öllum flokkum hafa í rauci og veru myudað samfylkingu um stjórn hans. Þeir hafa ekki hlýtt kalli, þótt á þá væri skorað að segja skiiið við þessa samfylkingu. Þeir gera það ekki heldur nú. Boðskapur Sveins Sveinsson- ar er hvatning til allra Dags- brúoarmanna um það, að vera á verði sem aldrei fyrr um stjórn Sigurðar Guðnasonar. Eftir boðskap hans, sem er sérstaklega lærdómsríkur fyrir Alþýðuflokksmenn, er aðeins eitt verkefni fyrir hendi fram á næstu helgi: Að tryggja Sigurði Gtiðna- syni og stjórn hans hærri at- kvæðatölu, en hann hefur nokkru sinni hlotið I Dagsbrún- arkosningum. Það er lífsnauð- syn fyrir verkalýðsstéttina. Það er hin æðsta skylda dagsins fyrir alla Dagsbrúnarmenn, eldri sem yngri. Báðir togararnir bundnir í höfn Siglufirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans, Báðir togararnir liggja nú bundnir hér, annar hefur legið á þriðja mánuð, en hinn nokkru styttra. — Er þetta mjög alvarlegt ástand, þar sem atvinna er af þeim sökum engin hér, utan livað (52 menn hafa vinnu ;í tunnu- verksmiðji'.nni, og nokkrir opnir smábátar róa þegar gefur, og er þó ekki glæsilegt að sækja hér út á opið haf á þessum árstíma. FlóSti úr bæmim vegna atvinnuleysis Efni er komið til hraðLysti-' húss S.R., en vinna á ekki að hefjast við að koma því upp fyrr en í marz! Hafa þö Sigl- firðingar beðið eftir fram- kvæmdum i hraðfrystihússmál. inu á annað ár! Fólkið streymir burtu úr bænum. Við síðasta manntal var 100 mönnum færra hér en í fyrra, en raunverulega mun þetta vera of lág tala., og marg- ir hafa flutt burtu síðan, skráningin fór fram. Veðurfar hefur yfirleitt ver- ið gott hér í vetur, en þrátt fyrir það ógæftasamt fyrir smábáta. í fyrradag var hríð, en ágætt veður í gær og er næstum snjólaust hér nú. Baráttan fyrir náðun Rósenbergshjónanna Á fjöldafundi sem haldinn var nýlega í París til að krefjast náðunar Rósenbergshjónanna, var þessi mynd tekin af hinum íieimskunna listanianni, Pablo Picasso, í ræðustólnum. Að baki honum er risastór Ijósmynd af Rósenbergshjónunum í faðmlög- um. Sú mynd var tekin af þeim skömmu eftir að dauðadómur- inn hafði verið kveðinn upp. Frakklands Franska stjórnin lagði í gær uppkast að þeim ákvæð- um, sem hún vill ibæta við samningana um Evrópuher fyrir fulltrúa hinna 5 ríkj- anna, sem eru iaðilar að þeim. í þessum viðbótarákvæð- ium er m. a. rætt samband Bretlands við Evrópuherinn, reglur um atkvæðagreiðslu í æðstu stjórn hans, laun franskra liðsforingja í Ev- rópuhernum og samband franska nýlendu'hersins við hann. Mayer, forsætisráðherra og Bidault utanríkisráðherra fara til London í da^ til við- ræðna við brezku stjórnina. Mikil frost og fannkynngi í Norður álfu, — fjöldi skipa situr fastur í ís Ausían sformur á NorSursjó Mikil írost og fannkynngi eru nú um mestalla Norður- álfu, vegir og jámbrautir hafa lokazt og skip sitja föst í ísum. Ofaná þetta bætist, aS mikill stormur hefur geisað á Norðursjó. Frosthörkurnar eru mestar á Norðurlöndum, og er Eyrar- sund að mestu ísi lagt. Kyrjála- botn er allur frosinn og flestar siglingaleiðir lokaðar á Eystra- salti. Fjöldi skipa situr fastur í ísnum, og hafa ísbrjótar jafn- vel ekki komizt leiðar sinnar. í fyrradag komust 13 skip til Helsingfors með aðstoð ís- brjóta, en í gær urðu 18 skip á leið þangað að leita inn til eynnar Hanko og bíða þess að ísbrjótar kæmu þeim til að- stoðar. Strandferðaskip festust í ísnum fyrir vesturströnd Slés- víkur í gær, og var ísbrjótur á leið frá Helgolandi til að- stoðar við það, þegar síðast fréttist. 4 m djúpir skaflar. í Danmörku hefur fannkynng- ið verið svo mikið að fjöldi þjóðvega og járbrautaleiða hef- ur lokazt, skaflarair eru viða 2-3 metra djúpir og ráða snjó- plógar ekki við þá. í Belgíu eru skaflarnir víða um 4 metra djúpir, og þar eins- og í Ðanmörku hafa vegir lok- azt. Mörg þorp í Ardennafjöll- um eru einangruð með öllu frá umheiminum. Mesta fannkynngi í mörg ár. Þrettán aðalvegir í Suður- Englandi og Wales hafa lokazt vegna snjókomu. Þaðan er sömu söguna að segja, saijór- inn er víða 3 metra djúpur, þorp eru einangruð frá um- heiminum, bændur hafa gert út leiðangra til að leita uppi fjár- hjarðir sínar, símalínur hafa slitnað, haglól hafa víða valdið tjóni o. s. frv. Sagt er að fannkynngi hafi ekki verið svo mikið í Englandi í mörg ár. Viðgerðir torveldast. Hætta er á því, að allt þetta verði til að seinka viðgerðum á varnargörðum á austurströnd Englands. Vörubilar, sem flytja grjót í garðana innan úr landi, sitja fastir á vegunum og hæp- ið að vegirnir verði ruddir fyrir þá í tæka tíð fyrir stórstraums- flóðið um helgina. Miklir stormar hafa geisað á Norðursjó undanfarið og hef- ur það truflað skipaferðir með- fram austurströnd Englands og átt sinn þátt í að seinka við- gerðum á varnargörðunum. Norskur tundurspillir leitaði inn. til hafnar í Noregi í gær og hafði orðið fyrir töluverð- um skemmdum í hafróti á Norð- ursjó. Framhald á 3. síðu. MÍR HAFNAKFIEÐI Pundur i kvöld kl. 9 í Góð- templarahúsinu. — Zóphonías Jónsson flytur erindi. Sýnd verður mjög góð söngva- og þjóðdansamynd frá Sovétríkj- unum; ennfremur fréttamynd- ir. — Félagar, fjölmcnnið og takið með ykkur gcsti.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.