Þjóðviljinn - 12.02.1953, Side 6
£) — ÞJÓÐVILJINN -— Fimmtudagur 12. febrúar 1953
|I1Ó«IVIUINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sosíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
Biaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson,
Guðmundur Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig.
19. — Simi 7500 (3 línur).
Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavik og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviijanc h.f.
Ekki alveg harðánægður — og þó!
Ungur fræöimaður, Gunnlaugur Þórðarson, hefur vak-
iö á sér athygli fyrir skrif um landhelgismál íslendinga
og doktorsritgerö um þaö efni, er hann varöi sl. vor og
hefur veriö útgefin á ísl. ÞaÖ er leitt þegar menn sem
sýnilega geta unnið jafngott starf hætta sér út á þann
flughála ís aö ætla aö sanna aö Afþýöuflokkurinn á ís-
landi sé hin eini sanni flokkur alþýðu og lýöræöishug-
sjóna hérlendis! Ein aöalrök doktorsins eru þau að vond-
ir flokkar þar meö talinn Sósíalistaflokkurinn hugsi um
það eitt aö hafna öllum lýðræðisreglum og láta einskis
tækifæris ófreistaö til aö skapa sér forréttindi, en það
sé nú eitthvað annað með AlþýÖuflokkinn.
Hver sem þekkir sögu Aljþýöuflokksins síðustu áratugi
hlýtur aö taka slík rök sem dulbúið skop. En þetta virðist
flutt í heilagri alvöru af doktornum, svo rétt er aö rifja
upp fyrir hor.um eitt lítiö dæmi.
Alþýðuflokkurinn hefur haft völd og sýnt hvernig
hann beitir völdum. Hér er ekki átt-við „stjórn Stefáns
Jóhanns“. þegar flokkurinn var innlimaður í svartasta
afturhald landsins, heldur dæmi um raunveruleg völd.
Alþýðuflokkurinn var einráöur í Alþýðusambandi Íslands
fyrstu áratugina. Þegar hann tók aö óttast um þau völd
1930, þá lét hann samþykkja á Aliþýðusambandsþingi al-
ger forréttindi AlþýÖuflokksins í þessum heildarsamtök-
um íslenzkrar alþýöu. Enginn maður úr öðrum stjórn-
málaflokki skyldi fá sæti á þingum Alþýðusambandsins,
enda þótt verkalýösfélag þaö sem sendi hann hefði, kos-
ið fulltrúa sinn samkvæmt lögum sínum og fyllstu lýö-
ræöisreglum. Þaö mun algert einsdæmi á íslandi að
stjórnmálaflokkur hafi beitt svo ólýöræöislegum bola-
fcrögðum til útilokunar öörum flokkum frá stjórn sam-
taka sem að sjálfsögðu áttu þá eins og nú aö vera opin
öllum verkamönnum án tillits til stjórnmálaskoöana. En
það er eftirtektarvert að það skuli einmitt vera fyrir-
myndarflokkur dr.. Gunnlaugs sem á slíkan blett á sögu
sinni.
Og þetta er engin hrösun, ekkert einsdæmi. Hvaö eft-
ir annað hafa einmitt forsprakkar Alþýðuflokksins stuöl-
að aö og framkvæmt klofning i verkalýðsfélögum, ef þeir
urðu þar í minnihluta, allra manna verst .þola þeir leik-
reglur lýðræðisins. Það eru ekki nema nokkrir dagar
síðan þeir gengu til samninga við afturhaldið í landinu
til að hindra að Sósíalistaflokkurinn fengi fulltrúa kjörna
á Alþingi, sem hann samkvæmt fyllstu lýðræðisreglum
átti rétt til vegna kjörfylgis. í staðinn fékk Aiþýðuflokkur
inn aö lafa msö án þess að eiga til þess nægilegt þing-
íylgi eðá fylgi með þjóðinni. Þannig starfar Aiþýðuflokk-
urnn í reynd, og er enginn flokkur landsins honum
fremri um hverskonar forréttindapot. Kannski heldur dr.
Gunnlaugur að allir núverandi þingmenn Alþýðuflokks-
ins hafi komizt í hinar viröulegu stööur sínar. vegna af-
burðahæfileika?
Doktorinn ymprar á að hann hafi „ekki alltaf verið
harðánægður með stefnu Alþýöuflokksins, einkum að
því er tekur til utanríkismála“, og afsakar það með því
aö „sjónarmiðin eru ekki öll eins enda þótt lífsskoðanirn-
ar séu svipaðar, og ræður það úrslitum.“
Ekki er þetta sterklega að orði komizt. Sízt ef þess er
gætt að ummælin eru um flokk, sem hefur legiö hund-
flatur fyrir erlendu ásælninni undanfarinn ái'atug,
flokkinn sem gekk meö ólund að lýðveldisstofnuninni,
svo ekki sé meira sagt, flokkinn sem jafnt í stjómarað-
stöðu og stjórnarandstöðu hefur keppzt viö aö fá aö sam-
þykkja allt þaö landsréttindafsal sem afturhaldið hefur
framið síðustu árin, átt fúslega hlut aö því að ofurselja
landið bandarískum her, fjötra efnhagslíf íslendinga í
marsjallfjötra og ölmusupólitík. Margir hafa haft það á-
lit á dr. Gunnlaugi Þóröarsyni að hann fyndi heitar til í
þessum málum en skilja má af ummælunum „ekki alltaf
harðánægður“ með stefnu Alþýðuflokksins í utanríkis-
málum. Svo gæti farið að dr. Gunnlaugur yrði að taka
betur upp í sig um fyrirmyndarflokkinn sinn ef hann
athugar málið betur.
Hótanir í stað vinmæla
Nýr tónn i skiptum Bandarik]ast]órnar viS
Á-bandalagsriki i Evrópu.
M^RAKKAR hafa löngum ver-
ið viðkvæmir fyrir árásum
á þjóðarheiður sinn og það var
því ekki furða þótt úlfaþjúur
yrði í Frakklandi út af rit-
stjómargrein, sem brtist i
bandaríska tímaritinu Life um
síðustu mánaðamót. 1 grein
þessari er frönskum stjómmál-
um líkt við „svefnherbergis-
skopleik" og frönsku þjóðinni
sjálfri v.ið hóru, sem hefur á-
huga á þvi einu að troða mill-
jarð dollara seðlum niður með
fitinni á sokkunum sínum. Það
var eins og við manninn mælt,
nýbakaða nóbelsverðlaunaskáld-
ið Francois Mauriac svaraði af
beizkju í dálki sínum í íhalds-
blaðinu Figaro, varla nokkurt
franskt blað lét hjá líða að
benda á, hvílík svívirða Frökk-
um hefði verið gerð og Roger
Seydoux, sendifulltrúi frönsku
stjómarinnar í Washington,
lagði leið sína í bandaríska
utanríkisráðuneytið með form-
leg mótmæli frönsku ríkisstjórn
arinnar við móðguninni. -
•
/MTBURÐUR þessi er tákn-
rænt dæmi um það, hvemig
nú er komið sambúð Bandaríkj-
anna og flestra bandamanna-
rikja þeirra í Vestur-Evrópu.
Life er eitt helzt.a málgagn þess
arms republikanaflokksins, sem
stóð að framboði Eisenhowers
forseta, John Foster Dulles, nú-
verandi utanríkisráðherra, hef-
ur ritað í það greinar xun utan-
ríkisstefnu þá, sem hann telur
Bandaríkin eigi að fylgja og
frú Clare Boot’he Luce, nýskip-
aður sendiherra Bandaríkjanna
í Rómaborg, er eiginkona
Henry Luce, aðaleiganda og
útgefanda blaðsins. —- Við-
brögð franskra stjómarvalda
sýna líka að þeim er ljóst
að hér er ekki um að ræða
ómerk sorpskrif í áhrifalausu
málgagni, Life er eitt uppá-
halds tæki stjórnenda Banda-
ríkjanna til að móta skoðanir
bandarísku þjóðarinnar í sam
ræmi við vilja sinn.
•
,AÐ sem síðan hefur gerzt
sýnir líka, að götustráks-
orðbragö Life er í bezta sam-
ræmi við þær hugmyndir, sem
bandarískir ráðamenn gera sér
um árangursríkan rekstur milli-
ríkjamála. Ekki liðu nema fáir
dagar frá útkomu hórugrein-
arinnar til þess er John Fost-
er Dulles flutti í sjónvarp
fyrstu ræðu sína um utanríkis-
mál eftir að hann tók við stjórn
þeirra. Þar lýsti hann því yfir,
að ef Vestur-Evrópuríkin sam-
einuðust ekki þegar í stað
myndi Bandaríkjastjórn endur-
skoða stefnu sína gagnvart
þeim. Harold Callender, frétta-
ritari New York Times í París,
segir að ræða Dulles hafi vak-
ið undrun og gremju Frakka.
Franska íhaldsblaðinu Le
Monde farast þannig orð: —
„Heldu" kannske hr. Dulles að
við glúpnum fyrir ruddaskap
hans, sem bætist ofan á móðg-
animar í Life?“
•
JOHN FOSTER ÐULLES er
enginn viðvaningur á vett-
vangi alþjóðamála. Frá blautu
bamsbeini hefur hann búið sig
undir að verða utanríkisráð-
herra Bandarikjanna eins og
afi hans, John W. Dulles, sem
gengdi því embætti í átta mán-
uði ;á forsetaárum Benjamíns
Harrisons um 1890. Nítján ára
gamall vár John yngri ritari
Erlend
tíðindi
afa síns á alþjóðaráðstefnu í
Haag. Árin milli heimsstyrjald-
anna var hann fulltrúi Banda-
rík'janna við ýmsa milliríkja-
samninga og síðan heimsstyrj-
öldinni síðari lauk hefur hann
verið helzti tengiliðurinn milli
republikanaflokksins og utan-
ríkisráðuneytisins í stjóm
demókrata, setið þing SÞ fyrir
hönd Bandaríkjanna og komið
á sérfriðnum ríð Japan svo
aðeins nokkuð sé nefnt. Það
er þva' deginum ■! jósara að
asnaspörkin < í bandamenn
Bandaríkjanna stafa ekki af
klaufaskap viðvanings, þau eru
látin í té að vel yfiriögðu ráði
og eiga að vera ein af þeim
nýjungum í rekstri utanríkis-
málanna, sem Eisenhower og
Dulles lofuðu í kosningabar
áttunni. Þeir eru sannfærði;
um að Vestur-Evrópuríkin eigi
einskis annars kost ef á herðit
en að sitja og standa eins og
Bandaríkjastjóm skipar þeim,
JOHN FOSTER DULLES
og því fyrr sem stjórnmála-
mönnum Evrópu sé gert þetta
ljóst því betra.
MMÍKISSTJÓRN Frakklands
er fyrst að kynnast þessu
nú en Bretar voru áður búnir
að fá smjörþefinn af Dulles og
vinnubrögðum hans. „Hyorki
í’ikisstjórn íha'dsmanna hér né
stjómarandstaða Verkamanna-
flokksins hafa neitt dálæti á
hr. Dulles“, aegir Rajnnond
Danie’l i skeyti frá London ti!
Nevv York Times 30. f. m. I
Lóndon er Dulles kennt um
það öðrum fremur að Bretlandi
hefur verið meinað að ganga
í Kyrrahafsbandalag Banda •
r.'kjanna við brezku samveldis-
löndin. Ástralíu og Nýja-Sjá-
land og því er ekki gleymt
hvernig hann hét Morrison
fyrrverandi utanríkisráðherra
þvi að Bandaríkin myndu láta
það algerlega afskiptalaust
■m
hvort Japansstjóm byði Kína-
stjórn eða klíku Sjang Kaiséks
friðarsamninga en skrifaði jafn-
framt Joshida, forsætisráðherra
Japans, að Bandaríkjaþing
myndi ekkj samþykkja friðar-
samninginn nema hann gengi
til samninga við Sjang. Banda-
ríst- blöð kvarta yfir því að
Dulles hafi verið sýnd lítils-
virðing við komu hans til Lon-
don en skýra jafnframt frá því
að hann hafi haft meðferðis
sérstaka þumalskrúfu á Breta.
Harold Stassen, förunautuv
Dulles og yfirmaður aðstoðar
Bandaríkjanna við önnur lönd.
kvað hafa látið orð liggja að
því í London að framvegis verði
dollarastraumnum frá Banda-
rikjunum fyrst og fremst beint
til þeirra Evrópuríkja, sem gér-
ist aðilar að fyrirhuguðum
Vestur-Evrópuher. Bretar hafa
liingað til þvemeitáð þátttöku
í því fyrirtæki vegna þess að
þá myndi brezka samveldio
leysast upp. Bandaríkjarnenn
eru 'ninsvegar staðráðnir í að
koma Bretum með einhverium
ráðum inn í Vestur-Evrópuher-
inn. Upplausn brezka samveid-
isins yrði grátin þurrum tár-
um ' Washington.
MMULLES var óspar á áð til-
kynna það á yfirreið sirmi
um Vestur-Evrópu að ef ekki
hefði verið gengið tryggilega
frá stofnun Vestur-Evrópuhers
fyrir apríllok myndi dollara-
áveitan vestan um hafa þorna
upp. Cal.lender minnir á það í
skeyti frá París til New York
Times, að Bandaríkjastjórn
hafi í fyrravor knúið stjórnir
Evrópulandanna til að undirrita
Evrópuherssamningana án til-
lits til þingvilja og þjóðarvilja.
Afleiðingin hefur orðið sú að
ekkert aðdldarríki hefur fengizt
til að staðfesta samningana og
kröfur um endurskoðun þsirra
verða æ háværari. Vaxandi
gengi nazista í Vestur-Þýzka-
landi og réttarhöld yfir Gesta-
póböðlum úr síðasta stríði hafa
orðið til þess að magna enn
andstöðuna gegn hervæðingu
Vestur-Þýzkalands, en hún átti
að vera hornsteinn Vestur-Evr-
ópuhersins. „Það eru Banda-
ríkjamenn en ekki Frakkar sem
vilja láta vopna Þjóðverja“,
segir Le Monde. Þegar þannig
er í pottinn búið kemur Dulles
og-'hyggst hafa sitt fram með
hótunum: Þið skuluð hafa
verra af ef þið hlýðið mér ekki!
x •
MSEIT DULLES um „öfluga“
utanríkisstefnu Bandaríkj-
anna ef republikanar kæmust
til valda hafa verið efnd til
fulls. Theodore gamli Roose-
velt kom á forsetaárum sínum
orðum að því, sem lengi var
meginregla republikana í skipt-
um þeirra við umheiminn:
„Forðastu stór orð en haltu á
vænum lurk“. Dulles virðist
hafa sett sér það að endurbæta
þennan orðskvið, hann lætur
sér ekki nægja þögla vitneskju
um kjamorkulurkinn í vopna-
búri Bandaríkjanna heldur bæt-
ir stóryrðum og. heitingum við.
Þær virðast ekki æt'a að fa'la
í góðan-jarðveg. „Leikinn dipló-
mat segir ekki „annaðhvort — ,
eða“ þegar hann getur ekki -
framkvæmt þetta „eða-‘ —- .
niðurksurð bandarískrar að-
stoðar við Evrópu —- án þess
að kippa fótunum undan sinni
eigin utanríkisstefnu," segir
Framhald á 11. síðu