Þjóðviljinn - 20.02.1953, Síða 6

Þjóðviljinn - 20.02.1953, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 20. febrúar 1953 lllÓÐVIUINN Útgefandi: Sameiningarf’okkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Si'gurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviijanc h.f. Stsfnan er óbreytt Þegar Stefán Jóhann valt úr formannssæti Alþýðu- íJokksins með nokkru brauki og bramli í lok nóvember- mánaðar síðast liðins og Hannibal Valdimarsson var kjörinn í hans staö, litu ýmsir ókunnugir málum þannig á, að með þessu hefðu gerzt merkileg tíðindi sem kynnu að hafa nokkra breytingu í för með sér á stefnu og starfsháttum Alþýðuflokksins. Á því leika engin tvímæli að þessa von ól margt þaö fólk í brjósti, sem fylgt hafði Alþýðuflokknum af gamalli tryggð þrátt fyrir allt. Þessi var von fólksins 1 Alþýðuflokknum. En forsendur hennar voru veikar og í raun og veru á engnm raun- liæfum grundvelli reistar. Hannibal Valdimarsson hafði sjálfur tekið árum saman beinan og virkan þátt í sam- vinnunni við öfl atvinnurekenda og afturhalds um aö hnekkja völdum verkalýösins sjálfs í stéttarsambandi hans, Alþyðusambandi íslands. Hann var, ásamt Helga Hannessyni, aðalskipuleggjari verkfallsbrotanna illræmdu á ísafirði þegar Dagsbrún átti í sínu lengsta og erfiöasta verkfalli sumarið 1947. Og þegar afturhaldið lagöi til sameiginlegrar atlögu gegn einingarstjórn verkalýðsins í Alþýðusambandinu haustiö 1948 valdi svarta samfylk- ingin einmitt Hannibal Valdimarsson til þess að takast á hendur ferðalag til Siglufjaröar f því augnamiði áð Ireista að hnekkja þar yfirrráðum einingaraflanna í hinu reynda og trausta stéttarfélagi siglfirzkra verkamanna. Vikalipui'ð Hannibals brást ekki afturhaldinu en verka- menn á Siglufirði afgreiddu hann á viðeigandi hátt. Aldrei hefur örlað á því síðan þrífylkingin hrifsaði, Al- þýðusambandið úr höndum verkalýðsins að Hannibal Valdimarsson kynni ekki mæta vel því hlutskipti að vera eitt hjólið í vagni afturhaídssamvinnunnar. Og siðustu dagana fyrir flokksjþingiö fræga sat þessi vígreifi „upp- reisnarmaður“ Alþýöusambandsþing og tók þar virkan þátt í að skipuleggja og treysta áframhald þeirrar þrí- .iiokkasamvinnu, sem svift hefur verkalýð landsins heild- arsamtökum sínum og gert stjórn þeirra að auðsveipu verkfæri auðstéttarinnar og stóratvinnurekendavaldsins. Þannig var reynslan af afstööu Hannibals Valdimars- sonar í þýðingarmestu átökunum sem orðið hafa síðustu ár milli hins stéttaiiega þroskaða verkalýðs og auðstétt- araflanna. Og þegar við þetta bættist áð með honum völdust tjl stjórnarstarfa í Alþýöuflokknum launaðir starfsmenn og erindrekar Framsóknarflokksins þurfti varla lengur vitna við um framhaldið. Enda hefur reynslan orðið sú að vonir óbreyttra liðsmanna um ein- hverja raunverulega stefnubreytingu frá dögum Stefáns Jóhanns hafa í engu rætzt. Baráttan gegn verkalýðsein- ingu og sósíalisma skipar enn sama öndvegið eg áður í storfum Alþýöúflokksins og skrifum Alþýðublaðsins. í sambandi við Dagsbrúnarkosningamar er t. d. helzt und- an því kvartað að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekk-i nógu herskár og öflugur bandamaöur í baráttunni gegn ,.kommúnismanum“, þ. e. einingu verkalýðsstéttarinnar og heiðarlegri forustu í samtökunum. Samvinnunni við ríkisstjórnina og atvinnurekendur gegn stéttarlegri einingu verkalýðsins er haldið áfram undir leiösögn hinnar nýju forustu í verkalýðshreyfing- unni um allt land. Nærtækasta sönnunin verður fyr'r allra augum um næstu helgi í einu öflugasta og þýðing- armesta félagi verkalýðshreyfingarinnar. E.'ns og á vel- maktardögum Stefáns Jóhanns ganga liösmenn Alþýðu- ílokksins til stjórnarkjörs í einni fylkingu með útsendur- um atvinnurekenda í Félagi járniðnaðarmanna n.k. laug- 'ardag og sunnudag. Enginn efast um að þetta er gert með fullu samþykki, og vitund Hannibals og stjórnar Al- þýðuflokksins. Það er því svo augljóst sem verða má að hin nýja for- usta Alþýðuflokksins fetar í öllu 1 fótspor Stefáns Jó- hanns og kumpána hans. Þar hefur engin stefnubreyting orði'ð. Nýir menn hafa aðeins tekið við hlutverki gömlu auðstéttarþjónanna og rækja það af sömu trúmennsk- unni og fyrirrennarar þeirra gerðu. Þá fyrst getum við gegnt |>eim skyldum Gunnar Sigurðsson, Selja-. tungu, skrifa-r grein í ísafold ■þann 13. þ. m. er nefnist:. „Byrðir þyngdar á mjólkur- fra.mleiðendum“. Snýst , hún annars ve-gar um óánægju höf- undar yfir því athæfi „bænda- foringjanna" að ileysa verkfall- ið, sem !háð var í desember s. 1., að nokkru leyti á kostnað okkar mjólkurframleiðenda, hins vegar um gremju lians í garð verkalýðshrey f ingarinn ar i sambandi við þetta verkfall, sem ihon:um mun hafa þótt helzt til þróttmikið 'í sjálfu sér — stolt og heilt. Lækkun mjólkurverðsins, er á var komið er að láliiti Gunn- ars „hróplegt misrétti" og h.ann undrast „að nokkur skuli fá sig til þess að vega svo beint“ ,að 'bændum eins og með lækk- uninni hafi verið gert. Virðist höfundur í viliú, sem því mið- ur er mjög útbreidd og al- menn, sérstaklega til sveita, þeirri, að verkalýðurinn og samtök hans geri kaup- og kjarakröfur sínar til .atvinnu- greinanna, eða á þá sjóði, sem eru nauðsynlegir til v.iðhalds og endurnýjunar, vaxtar og við- gangs atvinnuvegunum sjálfum, sem hvorttveggja er fjarstæða, enda búið til igegn betri vitund af andstæðingum verkalýðs- 'hreyfingarinnar er hafa stillt "því upp á móti staðreyndunum í þeim tilgangi einum að viU.a um fyrir almenningi. Þ.að er öllum Ijóst sem nokkuð þekkja til þessara mála að kaup- og kjarabárátta launþegasamtak- anna beinist fyrst og fremst gegn fjárdrætti úr nauðsynlegu rekstrar- og nýbyggingarfé at- vinnuveganna. Kröfunum er ■ ------'-•-“'•"‘“gpw nokkurntíma teygðir suman, þ. e. a. s. að samræmdar yrði kröfur launþega við getu at- vinnurekenda. Kom endia þar að, að forsjón launþegia, — aldrei sliku vant — beiddist aðs.toðar ríkisstjórnarinnar til lausnar dellunnL" Þetta sanriar ein.mitt það sem Gunnar vill afsanna, að kröfum verkaiýðssamtakanna er lalltaf bein.t eða vísað til1 þeirr.a aðila ;sem geta uppfyllt þær og ber iað gera. Nú var .gengið fram hjá atvinnurekend- • um vegna. þess að þeir höíðu ekki siín fyrri tök á fjármagn- inu — skattar, tollar og okur- vextir höfðu séð um það, lagðir á af rikisvaldinu eða í skjóli þess. Ríkisstjómin var þv.í réttur aðili þessa máis, með fyllstu skyldum — og verkalýðssamtökin höguðu sér Bóndi skrifar um desemberverkföllin miklu s_______;___________________________________-z því, að hann hafi varla búizt við þess konar tiiræði frá hendi nokkurs innan mannfélagsins — hvað þá bændaforingjanna. Eftir þessu er hugarfar Gunn- ars á Seljatungu ekki slæmt; samt skyldi hann varast að flíka því mjög fy.rir þekkingu sína og skilning vegna þess að þá verður sannleikanum svo hætt. Forustumenn okkar bænda hafa um langt skeið haft svo til ótakmarkað umboð tií þess að ráða málum okkar, niður- stöðum eða niðurlögum, efitir atvikum og ipersónuleg^ geð- þekkni sinni. Bændasamtökin "hafá enn ekkT náð þeim vexti, sefh Iþaú þurfl fliÚþés?'"áð getá verið nægilegt aðhald fulitrúa sinna og vantar félagslegt vald og vilja til að takmarka um- boð þeirra. Þess vegna leilca þeir flestir lausum hala og lítilsvirða hlutverkið sem þeim v.ar falið og trúað tii að gegna, á þann ihá.tt :að ve.ga opinskát.t í garð bænda eins og þeir gerðu í de-sember s. L og að höfuðsitja með sinum blaða- kos.ti mannvit þeirra og skyn- ' semi í þeim tilgahgi að svipta þá „ráði og rænu“ gagnvart þjóðmálunum yf.irleitt og öðr- um vin.nubrögðum ráðsmennsk- unnar. — Bændur þola ; allt þetta mótmælalítið ■ — otg „borga brúsann“. Þessu óstandi virðíst Gunnar í Seljatungu vera alltof . ánetj,aður. í grein hans segir m. a.: Munu og fái.r í upphafí h-afa gert ráð fyrir því að verkfal! þetta myndi svo lengi vara, því að reynsla undanfarinna ár.a er því miður sú, að. fljótlega hefur .að jafnaði verið látið undan auknum kaupkröfum launþega og ýmsum fríðindum þeim til handa, án nokikurs til- lits .til þess hvort þær -atvinnu- greinar er kröfurnar voru gerð- ar til, þyldu þær eða ekki með öruggri starfrækslu fyrir aug- •um, eftir að fallizt hafði verið á aukin útgjöid.“ Þarna veður beint til þeirra einstaklinga og istétta sem hafa aðstöðu t.il að ástunda þennan fjárdrátt, en það eru eigendur atvinnufyrir- tækjanna og aðrir valdhafar og handh.afar fjármagnsins í land- inu, sem jafnfram,t eru skipta- ráðendur á auði atvinnuveg- anna í þjóðfélaginu. Sultarlaun og atvinnuleysi, samtímis því .að ein,staklingiar og vald.astofn- awir draga að sér> auð fjár*itál ;að safna eða séa, er óræk sönn- un fyrir því að þessi fjáidrátt- ur á sér stað og er ástundað- ur án allrar fyrirhyggju lan.di og þjóð 'tii handa. Þetta hefur því miður oftast farið saman og gegn ’þviT astandi sem það " sfiá'þár ,hófú'’véÆ.aíyðssafrit'öKin' göngu sína og sem betur fer, en ekki því rniður, hefur þeim orðið nokkuð ágengt. Þegar verkfallið í desember s. 1. iskall á til að knýja fram kjarabætur til handa launþeg- unum hafði um dangt skeið annars vegar ver.ið um síminnk .andi fjármagn að ræða til at- vinn.uveganna, samdrátt iðn- greinanna og vaxandi atvinnu- léysi hiá verkalýðnum, hins veg ar hrúgað upp iðjulausu fjár- safn.i, t. d. hjá Eimskip og Landsbankanum og ekki sýni- legt ,að lúxuseyðsla ýfir.stétt- anna hafi neitt látið á sjá. =*- Þessu treystist enginn til að mótmæla nema vafinn sé í heimsku sérgæzku eða annan kjánask.ap og getur reynzt nógu erfitt sam,t, eins og Gunn- ari_. í Seliatunigu, sem fer í „gcgnum sijg“. ‘Hann sqgir á- fram: „Nú virðist þessu annan veg farið, bæð.i vegna þess iað hin lán'ausa forusta launþeganna va.’di heppilegasta tdma.nn fyr- ir atvinnurekendur við sjávar- .síðuna til verkfalls cg sv,o hins sem mangsannað er og áþreifan legt öllum að atvinnuvegirnir þola ekki að boginn sé spennit- ur hærra í auknum út.gjöldum þeim til handa. Virtist þvi nærri égerlegt að endarnir yrðu samkvæmt því. Það er því ástæðulaust fyrir Gunnar að vera að ergjast með „lánlausa forustu" i þessu samhandi. Hit.t er svo alveg sérmál með verkfiallsverðina, sem að sjálf- sögðu vonu á fulium rétti, þó að þá skorti sálfræðilega þekk- ingu og yfirskilivi'tleigan visdóm til að 'þekkja gjafamjólk frá „gjafamjólk". Um þvílíkt er lalveg tómt mál að tala í sam- bandi við þjóðhagslegar lafleið- ingar verkalýðsbaráttunn.ar og eins þó að þar með sé um að ræða áhrif þeirrar baráttu á kjör bændastéttarinnar. Fyrir okfcur bændur skiptir þar máli fyrst og fremst hvort sú bar- at'fá "samrýmist ihagsmunum okkar eða, ekki. Hvort hún báeti.r afkomu okkar eða rýrir, eflir landbúnaðinn eða veikir, beint eða óbeint — burt séð frá vanþekkingu verkfaillsvarð- anna, áföllum gjafmildinnar og smán verkfallsibrjótann.a. Gunnar isegir, ,að forvigis- menn okkar bænda hafi að okkur forspurðum — sem nærri má geta — lækkað kaup okkar um 12 aur.a. á hver.n ■ ,mjólkurl'ítr.a, og þykir honum það 'vera fjandsamlegt .athæfi í okk.ar 'garð, sern hann skr.if- ar gersiamlega á re.ikni'ng þess- ara fofingja, nema aðeins með bamaskap þeirra að fyrirvara. Fig er honum álveg siammála, nem.a þetta með barnaskapinn, þvií að svp meinlaus er rótin. ekk.i — því miður. IJn þessi ráðistöfun á sér enga stoð ré.tt- lætis, vegna þess að báendur voru ekki ’af’ ögufærir — og aðrir voru það, ' en þeim var hlíft —= og má þar enn minna á Eimskip og Landshankann, og að sjálfsögðu bæta við heild söiunum cg SÍS. Hins vegar ér það ekkért til að standa á, að bændum hafi í vcrðlagsgrupd- velli landbúnaðarins verið ætl- að sv.ipað ikaup og D.agsbrún.ar- verkiamanni. Árskaup verka- mannsins er ekki tryggt og ge.t- Frámháld á 11. 6íðú.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.