Þjóðviljinn - 22.02.1953, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.02.1953, Blaðsíða 1
Ásmundur Sigurðsson írambjóðandi Sósíalista- ílokksins í Austur-Skafía- fellssýslu' Snnnudagur 22. febrúar 1953 — 18. árgangur — 44. tölublað í ríkir ógnaröld Fyrrverandi ráðherra í Bretlandi lýsir kynnum sínum af McCartkyismanum í Bandaríkjunum ríkir nú hrein og bein ógnaröld, segir Harold Wilson, fyrrverandi viðskiptamálaráðherra Bretlands, sem er nýkominn heim úr ferð vestur um haf. Þannig var líka farið að 1933: Lögreglulið hleypir upp iundi í Munchen Wilson var viðskiptamálaráð- herra í stjórr.um Verkamanna- flokksins eftir striðið en sagði af sér ráðherraembætti samtím- is Aneurin Bevan. McCarthy ríður húsum. Wilson hefur vikið að reynslu sinni í Bandaríkjunum í ræðu á brezka þinginu, Komst hann svo að orði að Joseph McCarthy öldungadeildarmanni og hjálpar kokkum hans hefði tekizt að .koma svo ár ;inni fyrir borð ið ekki einung- s opinberir tarfsmenn held xr næstum hver únasti banda- •ískur borgari, xem eitthvað hugsar um al- þjóðamál, þyrði ékki a'ð láta uppi skoðanir sínar á þeim nema undir fjögur augu. Menn lifa í stöðugum ótta við að segja eða rita eitthvað, sem spæjarar leynilögreglunnar kynnu að tú’ka sem merki um vafasama þjóðhollustu. Slíkt myndi þýða starfs- eða stöðu- missi. Ekki fasismi enn. Wilson kvaðst ekki vilja taka svo djúpt í árinni að í Banda- ríkjunum stefndi til fasisma. Hitt gæti hann fullyrt að öld- ungadeildarmennirnir McCarthy og McCarran og aðrir slíkir kepptust við að brjóta niður WILSON Viðrœður um Súessefulið Stevenson, sendiherra Bret- lands í Kairó, gekk í gær á fund Naguibs forsætisráðherra Egyptalands. Talið er að þeir hafi rætt um kröfu Egypta um brottflutning brezka setuliðs- ins af Súeseiði. Nasser ofursti, einn af nán- ustu samstarfsmönnum Na- guibs, réð Egyptum í gær til að búast ekki við fyrirhafnar- lausum sigri yfir Bretum. Þeir hefðu ekki einu sinnj feng izt til að tiltaka, hvenær þeir gætu hafið viðræður unvbrotý- flutning setuliðsins. MacCarran McCarthv allar siðlegar hömlur, sem hing- að til hefðu verið á vopnaburði í stjórnmálabaráttunni. Bohlen verður sendiherra í Moskva iFréttaritarar í Washington segja að sovétstjómin hafi fall- izt á að. veita Charles Bohlen viðtöku í sendiherraembætti Bandaríkj-anna í Moskva. Enginn 'bandarískur sendiherra hefur verið í Moskva síðan í haust, er sovétstjórnin afsagði George Kennan. í gær var 600 manna lögregluliö í Munchen í Vestur- Þýzkalandi látið ryðja fundarsal, þar sem 6000 manns voru á stjórnmálafundi. Kommúnistaflokfcur Vestur- Þýzkalands hélt fundinn og aðal- ræðumaður var Max Reimann, foringi flokksins. Er Reimann sagði að stjórnin í Bajem, fylki því sem Munchen tilheyrir, bryti stjómarskrána með^því að banma fundi kommúnista eftir geðþótta, Islenzkri konu vísað af fundi Norður- Iandaráðsins Frá því var skýrt í gær í frétt frá fréttaritara Ríkisútvarpsins í Kaup- mannahöfn að íslenzkri konu hefði verið vísað burt af áheyrendapöllum á fundi Norðurlandaráðs- ins í Iíauþmannahöfn í fyrradag. Mótmælti kon- an því að íslenzka skyldi ekki hafa verið viður- kennd eitt af málum ráðs- ins. , Ekki var skýrt frá nafní konnnnar. Norðurlandaráðið sam- þykkti að mál ráðsins sltyldu vera danska, norska og sænska. Vildu íslenzldr fulltrúar tala á íslenzku væri þeim skylt að kosta þýðingar á ræð- um sínum. Intii í blaðinu: 6. síða: Því 'jafnvel úr prentvillum sjóða má sverð 7. síða: Andlit Chaplins FRUMSÝND KL 3,00 i STJÖRNUBÍÓI Athugið að kvikmyndin er sýnd í hiéinu, sem er á útvarpinu af umræðun- um á stúdentaíundinum ki. 3 til 4.30 nú er undirbúningurinn að hefjast undir þátttöku íslenzkrar æsku í hinu stór kostlega æskulýðsmóti í Búkarest í sumar. Á fundi sem verður í Stjömu- bíói í dag kl. 3.00 veröur skýrt frá ferðaáætluninni, ferðakostnaði og tilhögun. Á Berlínarmótið fór héð- an 44 manna hópur, þ. á. m. Gunnar Huseby og Finn- björn Þorvaldsson og vakti sú för mikla athygli. Mjög glæsileg kvikmynd í agfa- litum vpr tekin af Berlínar- mótinu og verður hún sýnd á fundinum í Stjörnubíó. íslenzka sendinefndin kemur fram í Berlínarkvikmyndinni. — Affgöngumiðar við Þcssi mynd er af ítölskum piltum og hollenzkum stúlkum innganginn að dansa á götum Berlínar.' Allt æskufólk velkomið reyndu tveir fundarmanna *að þrífa hljóðnemann, sem Reimann taiaði í. Þeim var vísað út af fund'inum, >en lögreghistjóm Munchen hafði uppsteiit þeirra að yfirviarpi til að senda 600 manna lögreglulið .inn í fundar- salinn. Kom til átaka milli þess og fundarmanna og voru nokkr- ir menn meiddir og handteknir. Eftir stundarlangt þóf tókst lög- reglunni að hrekja fundarmenn út úr fundarsalnum. Skorað á Morgunblaðið að svara: Hverjum keimdi Morg-i iunblaðið íkveikjuna í Ríkisþingshúsinu þýzka í íebrúar 1933? Asmundur Sigurðsson, bóndi á Reyðará, verður í framboð* fyrir Sósíalistaflokkinn í Austur- Skaftafellssýslu við alþingis- kosningarnar í sumar. Á'smundur heíur setið á Al- þingi nær óslitið síðan 1944, oft komið fram fyrir hönd Sósíal- istaflokksins við útvarpsumræð- ur frá Alþingi og gegnt .mörgumi trúnaðarstöðum utan þings og innan. Síðan 1946 hefur hanni átt isæti í fjárveitinganefnd AJ- þingis. Hiann átti mikinn þátt í' undirbúningi og setningu lagai um landnám og nýbygigðir og endurbyggin'gu í sveitum og á sæti í mýbýlastjóm ríkisins. Ásmundur er ritstjóri Nýja Timans. Sambúð Frakklands og V.- Þýzkalands hríðversnar Evrópuherinn og Oradourmálið valda ýfingum og segir fréttaritari brezka útvarpsins Fréttaritari brezka útvarpsins í Bonn, höfuðborg Vest- ur-Þýzkal'ands, sagði í gær aö sambúð Frakklands og Vestur-Þýzkalands hefði hríöversnað undanfárna viku. Fréttaritarinn sagði að til- lögur frönsku stjórnarinnar um viðauka við samninginn um Vestur-Evrópuher og meðferð franskra yfirvalda á máli SS- mannanna, sem eyddu þorpið Oradour árið 1944, mæltust mjög illa fyrir í Vestur-Þýzka- landi. Kaþólskir, flokkur Adenau- ers forsætisráðherra, hefur lýst því yfir að úr því að SS-mönn- unum frá franska héraðinu Álsace háfa verið gefnar upp sakir hljóti Þjóðverjunum einnig að verða sleppt. Blöð í Vestur-Þýzkalandi eru ævareið í garð Frakka, segja þá vilja láta líta svo út að engir aðrir en menn af þýzku þjóðerni geti framið stríðsglæpi. Franska þjóðin sundruð. Fréttaritari brezka útvarps- ins í París segir að meðferð Oradourmálsins hafi sundrað frönsku þjóðinni. Allt ætlaði af göflunum að ganga í Alsace þegar menn þaðan voru settir á sakamannabekk við hliðina á Þjóðverjum. Borgaraflokkarnir frönsku settu þá lög um að gefa mönnunum, sem tóku þátt í morði yfir 600 óbreyttra borg- ara, upp sakir. Nú boða sam- tök manna, sem börðust í mót- spyrnuhreyfingunui, mótmæla- fundi gegn 'þeirri lagasetningu. Enginn árangur. Franskir og þýzkir embættis- menn ræða nú í París um við- auka Frakka við samninginn um Vestur-Evrópuher. Frétta- ritarar þar hafa það eftir. kusinugustu mönnum, að öðru' sé nær en horfurnar á stofnun hersins hafi vænkazt við þenn- an fund. Þjóðverjar telja að Frakkar sóu að reyna að tryggja sér sérréttindi innan hersins. Varð minna úr Eisenhower Bandaríkjafor- seti hefur við nánari atliugun heykzt á yfirlýstri fyrirætlunJ sinni að segja upp Jaltasamn- ingnum og öðrum samningum stríðsáranna við Sovétstjórnina. Efndirnar á öllum stóru orð- unum eru þáer að í gær bað hann báðar deildir þings að lýsa yfir að Bandaríkin myndu aldrei fallast á neina þá „túlk- un eða beitingu“ samninganna, sem notuð væri til að „undir- oka frjálsar þjóðii'“. 24 daziskk hermenn handteknir Danska herstjórnin hefur nú látið hneppa 24 hermenn í varðhald og ver'ða þeir dregnir fyrir rétt sakaðir um uppreisn. Stafa handtökurnar af mótmæl- um hermanna gegn lengingu herskyldunnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.