Þjóðviljinn - 27.02.1953, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 27.02.1953, Qupperneq 7
Föstudagur 27. febrúar 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Á rústum þingræðisins Sumarið 1937 lá leíð mín oft til Ríkisþinghússins í Ber- lín. Eg var að snudda þar í bókhlöíu hins gamla ríkis- þings, einhverju ágætasta bókasafni, sem ég hef augum litið. Þegar þinghúsið brann hafði bókasafnið ekki skadd- azt neitt, og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum virt- ist hafa gleymzt að „sótt- hreinsa" þáð, ekkert eftirlit með því, hvaða bækur menn handfjötluðu, svo sem tíðk- aðist á Prússneska ríkisbóka- safninu. I þessu safni var einstök vinnukyrrð, friðaður reitur utan við hávaða og er- il hinnar nazísku höfuðborg- ar þriðja ríkisins. Dag einn í september rakst ég á hóp manna, karla og kvenna, er voru að skoða þinghúsið, og var leiðsögu- maður með þeim. Eg slóst í. f örina. Leiðsögumaðurinn sýndi okkur bygginguna hátt og lágt og túlkaði allt, sem fyrir augu bar. Að lokum 'komum við í sjálfan þingsal- inn, þar sem allt var brunnið, sefn brunnið gat, naktir vegg- ir og stálraftar einir eftir. Þegar við höfðum horft um stund á eyðilegginguna, sneri leiðsögumáðurinn sér að okk- ur með þeim þýzka ræffu- mannshátíðleika nazista, sem minnti mig jafnan á of stór- an fána, sem dreginn er á of lit'a stöng, og sagði þessi orð: Frúr mínar og herrar! Þann ig mundi Þýzkaland líta út í dag ef kommúnisminn hefði komizt til valda. En Foring- inn tók réttstundis í taumana og afstýrði því! Áhorfendurnir virtust flest- ir vera utan af landi, í kynn- isför í höfuðstáðnum, meiri- hlutinn konur. Eg sá hroll- inn hríslast um þetta þjó- mikla kvenfólk, þegar leið- sögumaðurinn mælti þessi orð, og það horfði skelfdum aug- um á ltoiaðar rústir hins þýzka þingræðis. Þá var þess- ari kennslustund í alþýðlegri stjórnmálafræðslu nazismans lokið. Úti var steikiandi sól- arhiti. Þó var hálfgerður hröílur í mér. Eg minntist vetrarmorguns í Kaupmanna- höfn fyrir fjórum árum, er ég las á ,matarseðlum‘ dönsku blaðanna, að eldur væri uppi í ríkisþinghúsinu þýzka. Þá vissi ég. að vargöld var geng- in í garð. Torleiði valdabaráttunnar Lokaskeið Weimarlýðveldis- ins er markáð látlausum kosningum. Frá sept. 1930 til nóv. 1932 voru þýzkir kjós- endur kvaddir 7 sinnum að kosningaborðinu, þrisvar var kosið til ríkisþingsins, tvisvar var kosið um forsetaembættið og einu sinni til Prússneska þingsins. í kosningunum 1930 hlaut nazistaflokkurinn um 6V2 millj. atkv. — 18,3% greiddra atkv. Á öndverðu ári 1932 skyldi kjósa um forseta þýzka ríkisins. Þá voru fjár- mál nazistaflokksins í kalda koli. Göbbels krotaði þessar fjármálahugleiðingar í dagbók sina 5. janúar 1932: „Allstað- ár vantar fé. Þáð er mjög erfitt að komast yfir peninga. SVERRIR KRISTJÁNSSON: • • RIKISÞMGHÖLLM 27. FERRÚAR1933 Enginn vill veita okkur lán. Þegar maður hefur náð völd- um getur maður fengið pen- inga eins og sand, en þá þarf maður þeirra ekki lengur“. En mánuði síðar, 8. febrúar, kveður við annan tón: „Fjár- Sama dag leysti von Papen ríkiskanzlari upp þingið og boðaðd til nýrra kosninga. 1 þiessum nóvemberkosningum kom í ljós, að nazistaflokkur. inn hafði þá þegar komizt eins hátt og unnt var í frjáls- Hitlers þurfti að komast að ríkisjötunni, þar sem hann gæti „fengið peninga eins og sand“, svo sem Goebbels, hinn bæklaði áróðursleiðtogi flokks ins, hafði orðað það. Hið þýzka ríkisvald var farið að Bálköstur og íkveikja 1 málin batna með hverjum degi. Fjárhagurinn er raun- verulega tryggður fyrir kosn- ingabaráttuna“. Hvað hafði skeð á þessum mánuði ? Fritz Thyssen, for- ustumaður þýzku Stálsamsteyp unnar, hafði boðið Hitler að flytja ræðu í Iðjuhöldaklúbbn- um í Dusseldorf, höfuðborg þýzkrar stáliðju. I ræðu þess- ari flutti Hitler stóriðjuhöld- um Þýzkalands efnahagslegan gleðiboðskap nazismans. Hann gyllti fyrir þeim gróðann af stórfelldri hervæðingu ríkis- valdsins. Hann bauð þeim vemd stormsveita sinna, upp- rætingu marxismanS, einlita , ,lífsskoðun“ nazistaflokksins. Iðjuhöldar Þýzkalands, tröll- riðnir efnahagslegri og pó!i- tískri kreppu, opnuðu budd- una og helltu milljónum ríkis- marka í mjóslegna fjárhirzlu nazistaflokksins. Hinn póli- tíski árangur þessarar fjár- veitingar kom fram eftir áðra lotu forsetakosninganna: Hitl- er hlaut IIV2 millj. atkv. eða 36,7% allra greiddra atkv. I jú'ímánuði 1932 voru háð- ar ríkisþingkosningar. Nazista flokkurinn sópaði til sín 13, 700,000 atkv. eða 37,3% af öllum greiddum atkv. Hitler stóð á hátindi kosningasigra. sinna. 230 nazistar höfðu náð setu á ríkisþinginu, naz- istaflokkurinn taldi um 1 milljón félaga, en hálfvopnað- ar Árásarsveitir og Vemd- arsveitir flokksins ■— S. A. og S. S. — voru um 400, 000 talsins. í allri stjórnmála- sögu Þýzka’ands hafðd aldrei verið uppi svo voldugur flokk- ur né flokksleiðtogi sem naz- istaflokkurinn og Adolf Hitl- er. En enn var leiðin löng að algerum meirihluta á þingi og meðal kjósenda. Og reynsl- an sýndi, að sú leið var aldrei gengin á enda. Ofsi nazista gerðist nú • mikill. Hitler krafðist vald- anna fyrir sig og flokk sinn og engar refjar. En hin póli- tíska klíka íhaldssamra aðáls- manna, von Papens og von Schleichers, er héldu vörð um hinn hálf elliæra ríkisforseta, I-Iindenburg, var því' með öllu fráhverf að veita „liðþjálfan- um“ þau völd. er hann krafð- ist. Hann vildi völdin öll — eða ekkert. Hinn 12. sept. 1932 kom Ríkisþingið saman til fundar. um kosningum. Nú tók að síga á ógæfuhlið hjá honum — niður í ö’dudalinn. Hann missti 2 milljónir atkv., en í sama mund greiddu hartnær 6 millj. manna Kommúnista- flokknum atkvæði. Þýzkur almenningur tók nú stefnu í raunverulega byltingarátt, veiklast andspænis hinum miklu félagslegu átökum stétt- anna í kreppu og atvinnu- leysi. Nazistaflokkurinn naut slíks alþýðufylgis, að hann einn gat hresst við hrynjandi stoðir þess. Því verða nú á næstu vikum sviðskipti í sögu Þýzkalands. Leikurinn fer menn tóku að strjúka stjórn- málablekkingu nazismans af augum sér. ,,Þú skreiðst til valda eins og refur“ Fyrirbrigði sögunnar eru oft æði skrýtin. Sigur Ilitlers í sumarkosningunum 1932 færði hann fjær pólitísu markmiði hans. Ósigu- hans í nóvemberkosningunum sama ár gerði valdat.öku hans að knýjandi ■ nauðsyn fyrir yfir- stéttir Þýzka’ands. Flokka- kerfi borgarastéttarinnar var orðið svo riðlað, að viobúið var, að hún mundi missa allt taumhald á þjóðinni í fleiri frjálsum kosningum. Allar lík- ur bentu til þess að atkvæða- missir nazistaflokksins yrði að pólitisku skriðuhlaupi, ef ekki tækist með einhverju móti að koma honum að völd- um. Hið soltna flokksbákn fram að tjaldabaki, pólitískir undirhyggjumenn, slægvitrir samningamenn hefja sína flóknu svikamyllu í þeim til- gangi að lauma Hitier og flokki hans að þeim völdum, sem sýnilegt var, að þeir fengi ekki náð með áhlaupi og beinni sókn. Fjármálamenn og iðjuhöld- ar Þýzkalands sóttu það nú æ fastar, að Hitler yrði feng- in völdin í hendur. Kurt von Schröder, bankastjóri í Köln, einn áhrifaríkasti fjármála- maður vesturþýzk ’ar storiðju átti leynilegan fund með v«n Papen og Hitler, 4. jan. 1933, á heimili sínu í Kö'n. Þar urðu pólitískar sættir með Papen og Hitler, en von Schröder tók að sér að sji um greiðslu á flokksskuldum Hitlers, sem námu milljómun ríkismarka. Hinn 22. janúar hófust samningar milli Hitlers og Hugenbergs foringja Þjóð- ernissinnaflokksins, er var hvorttveggja í senn fuiltrúi stóri&ju og stórbúskapar hins prússneska aðals. Fyrir at- beina Oscars von Hindenburg, sem var sonur forsetans, tókst Hitler að tryggja sér stuðning og samþykki ríkis- hersins. Þá var björninn unn- inn. Hinn 30. janúar sltipaði Hindenburg Adolf Hitler kanzlara Þýzkalands. ,,Þú ríkir eins og ljón“ Fyrir pólit'ska refskák þeirra þriggja máttarvalda, sem drottnað hafa í Þýzka- landi síðan ríkið sameinaðist: stóricju, junkaraaðals og hers, komst Hitler í valda- sessinn. Hinir borgaralegu stjórnmálaleiðtogar, sem höfðu sett upp refskákina, Papen og Hugenberg, þóttust þess fullvissir, að þeir mundu hafa ráð Hitlers í hendi sér í ríkisstjórninni. Ætlun þeirra var að beizla hina pólitísku orku, sem fó’gin var í alþýðu- fylgi nazistaflokksins, hinni fjölmennu þýzku smáborgara- stétt, hástéttum Þýzkalands til framdráttar og tryggja sjálfum sér örugg stjórn- málavöld. Þessum hástéttum brugíust heldur ekki von- ir í þeim efnum. Stóriðjuhö’d- ar, fjármálajöfrar og júnkar- ar láttu á næstu árum eftir að lifa mikla veiz’ugleði. En hið langsoltna foringjalið nazista flokksins, _að meginþorra vax- ið upp í rennusteinunum, var hart á stalli, beit og sló, svo að hinir kynbornu gæðingar fengu vart haldizt við jötuna. Þegar nazistar höfðu loks náð langþráðu marki hugsu&u þeir um það eitt að velta sér í vö’dunum, að skapa sér slíkt flokkseinræði, að þeir gætu skammtað hinum eldri vald- höfum í st.iórnmálum og em- bættum ríkisms fóðrið af nauinleik og náð. Daginn eftir valdatökuna ákvað hin nýja ríkisstjórn að leysa upp ríkisþingið og efna til nýrra kosninga. Nú skyldi berja meirihluta þýzku þjóð- arinnar til ásta við nazism- ann, því að hans var nú bæði mátturinn og dýrðin. Goering sem nú var orðinn innanríkisráðherra Prússlands og stjórnaði því fjölmennasta lögregluliði í’íkisins, baúð iðjuhö’dum Þýzkalands til veizlu í embættishöll sinni í Berlín, 20. febrúar. Þar voru meðal tiginna gesta Krupp von Bohlen, Voegler frá Stál- samsteypunni, Schnitzler og Basch frá I. G. Farben-sam- steypunni. Hinn digri mála- liðsforingi sagði hinum auð- ugu veizlugestum, að nú yrðu þeir að gefa í kosningasjóð- inn, en huggaði þá með því, að sennilega yrðu þetta síð- ustu kosningar, sem háðar yrðu næstu tíu ár að minnsta kosti, sennilega næstu hundr- að ár. Krunp von Boh’en flutti þaklcarræðu og si:an skutu veizlugestirnir saman 3 milljónum marka tll að liosta kosningasigur nazistaflokks- ins. Þann’g var allt reiðubúið af hálfu höfðingjanna og málaUðsins í þjónustu þeirra. Þó skorti enn eitt á. Hinn 31. janúa- skrifaði Goebbels þessi orð í dagbók sína: ,Á ráð- stefnu með' Foringjanum ber- Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.