Þjóðviljinn - 11.03.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagu.r 11. marz 1953
Hér eru tvær flíkur með nýju pokalínunni. Til vinstrl er kjóll, sem
hefði vel getað verið snotur, ef hann væri þröngur í mlttið. Háls-
málið er viðkunnanlegt en mittislínan eyðiléggur allt. Jakkinn til
hægri er litlu betri. Hann er saumaður úr hárauðu flaueli og spæli-
inn er fimm sentímetrum of neðarlega. Það er allsendis ómögulegt að
segja að þetta sé fallegt.
' elmlltsþssitMi*
Nei, þetta er ekki hœgf
Tízkukóngarnir taka hinar
undarlegustu dýfur til að
foreyta tízkunni. Fyrir nokkr-
on árum mátti sjá „new
look“', síðu og efnismiklu kjól-
ana, um alían heim, og al-
menningur í flestum löndum lét
þá tízku eiga sig. Það tókst
ekki að neyffa kvenþjóðina tii
að ganga í pilsum niður á
ökla. Nú er hafin 'álíka her-
ferð til þess að toga mittið á
kjólunum niður á mjaðmir eða
lyfta því uppundir brjóst.
Ástæðan er í bá’um tilfell-
um hin 'sama. Fólk kaupir
ekki nóg af fötum, tízkufröm-
uðurnir mega ekki vera a'ð því
að bíða, meðan verið er að
slíta fötunum út, og vilja því
að fötunum frá því í fyrra sé
fleygt, vegna þess að þau séu
ekki lengur í tízku.
En gagnger tízkubreyting
getur ekki orffið á örstuttum
tíma, og það vita tízkukóngarn-
ir, og þegar þeim liggur eitt-
hvað sérstakt á hjarta, sýna
þeir það með hógværð í fyrstu,
láta því skjóta upp öðru
hverju, áðilr en sjálf herferðin
'hefst. Þannig gekk það fyrir
sig með síðu kjólana. Tízku-
húsin í Paris dekruðu við hug-
Grænkálsmjólkursúpa — Kjöt-
bollur, kartöflur.
★
Kjötbollunum er haldið heit-
um yfir gufu, en út í bollu-
soðið (rúml. 1 1) er hellt %
1 af mjólk, og V2 bt. af smátt
söxuðu grænmeti. Suðan er
látin koma upp og seinast lát-
in 15 g af smjörlíki út í súp-
una. Gætið þess, að grænkálið
ofsoðni ekki, ef súpan þarf að
bíða. Heilhveitibrauð með osti
er borðað með súpunni.
Út á bollurnar er haft brætt
smjörlíki. Þegar smjörlíkið er
sett heitt, eru 1—2 msk. tóm-
atþykkni úr flösku eða 1—2
tesk. krafti úr dós hrært út
í og framreitt strax.
myndina í tvö ár, áður en
þau komu henni á framfæri
fyrír alvöru. Sama er að segja
um síða mittið. Þessá kjðla
mátti sjá í fyrrahaust, að
vísu aðeins einn og einn, en
þó var farið að bera á þeim. f
vor sem leið var þegar komið
meira af þeim og í haust er
mikil áherzla lög'ð á þá. Þessir
kjólar eru mjög ólánlegir og
mjög fátt gott um þessa tízku
að segja. Hvers vegna rejoia
tízkufrömuðurnir að koma
þessari tízku á framfæri ? í
fljótu bragði virðist hún enga
kosti hafa og auk þess er nær
ómögulegt að breyta venjuleg-
um kjól með mittið á réttum
stað, í svona pokaflík. Það er
augljóst, áð tízkukóngarnir
miða að því að fólk neyðist til
að leggja niður öll gömlu föt-
in sín til þess að verða ekki
að viðundri.
Og af þessum sökum er full
ástæða til að sinna alls ekki
þessari ófögru tízku. Þótt tízku
flíkumar séu misljótar, þá er
samt rétt að virða tízkuna að
vettugi. Pokalínan mætir mik-
illi mótspyrnu, ekki sízt í
sjálfri París, og það eru litl-
ar líkur til þess að hún nái
vinsældum. Við ættum að fara
að dæmi Parisarmeyja, herða
beltið enn fastar í mittið, og
gefa þessari heimskulegu tízku,
sem ætlar að gera okkur að
pokadýrum, ærlega langt nef.
Rafmagnstakmörkun
Miðvikudajíur 11. marz.
KI. 10.45-12.30:
Hafnarfj. og nágrenni, Reykjanes.
Og. ef þörf krefur
Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarár-
holtið, Túnin, Teigarnir, íbúðar-
iiverfi við Laugarnesv. að Klepps-
vegi og svæSið þar norðaustur æf.
•
Kl. 18.15-19.15:
Austurbærinn og miðbærinn milli
Snorrabr. og Aðalstrætis, Tjarnar-
götu, Bjarkargötu að vestan og
Hringbrautar að sunnan.
Nevil Shute:
Hlióðpípusmiðurlnn
59.
Rósu. „Nei, við viljum hvorki þennan kött né
neinn annan kött. Þú verður að skilja hann etft-
ir á næstu stöð.“
Það kom skeifa á litla munninn og hún
greip fastar um kettlinginn. Howard sagði:
„„Það væri óráðlegt. Hann gæti týnzt."
Ronni sagði: „Hún gæti týnzt. Rósa segir að
þetta sé kvenköttur. Hvernig veiztu það, Rósa“.
Nicole sagði: „En monsieur Howard. Eitthvert
annað fólk á þennan kött. Við eigum hann ekki“.
Hann sagði rólega: „Við eigum hann núna.“
Hún opnaði munninn til að bera fram mót-
mæli, hugsaði sig betur um og þagði. Howard
sagði: „Þetta er svo smávægilegt, ungfrú. Okk-
ur munar ekkert um hann, en þau hafa mjög
mikla ánægju af honum.“
Hann reyndist hafa rétt fyrir sér. Bömin
þyrptust kringum kettlinginn, sem var að þvo
sér í framan í kjöltu Rósu. Villem sneri sér að
Nicole, fagnandi á svip og sagði eitthvað ó-
skiljanlegt. Svo sneri hann sér aftur að kett-
inum og horfði hrifinn á hann.
Nicole sagði þreytulega: ,,Það verður svo að
vera. Hvemig ér það í Englandi, tekur fólk
ketti sem það sér á götunni og fer burt með þá?“
Hann brosti: „Nei, ungfrú," sagði hann. ,,Að-
eins fólk sem sefur á hálmi í kvikmyndahúsum
gerir það.“
Hún hló. „Þjófar og flækingar," sagði hún.
„Já, það er víst.“
Hún sneri sér að Rósu. „Hvað heitir hún?“
spurði hún.
Telpan svaraði: ,,Jó-jó.“
Bömin þyrptust kringum köttinn, kölluðu
hann nýja nafninu og reyndu að fá svar. Kett-
lingurinn lét ekkert á sig fá, þvoði sér í fram-
an með loppunni. Nicole virti hann fyrir sér
stundarkorn.
Svo sagði hún: „Hann er eins og ljónin í
Vincennes dýragarðinum. Þau gera þetta líka.“
Howard hafði aldrei komið í dýragarðinn í
París. Hann sagði:: „Eru mörg ljón og tígris-
dýr þar?“
Hún yppti öxlum. „Eg veit ekki hve mörg
þau eru — ég hef ékki komið þangað nema
einu simii.“ Og honum til undrúnar leit hún á
hann brosandi augum. „Eg fór þangað með
John,“ sagði hún. „Áuðvitað man ég ekki hversu
mörg ljónin og tígrisdýrin voru.“
Hann hrökk við; svo brosti hann með sjálfhm
sér. „Nei, auðvitað ekki,“ sagði hann. „En
fóruð þér þangað aldrei sem bam?“
Hún hristi höfuðið. „Fólk fer aðallega á
þessa staði, þegar það er áð sýna vinrnn sín-
um París,“ sagði hún. „Þess vegna kom John
til Parísar, hann hafði aldrei séð hana. Og ég
lofaði r ð sýna honum París. Þannig stóð á
því.“
Hann kinkaði kolii. „Þótti honum gaman i
dýragarðinum ?“ spurði hann.
Hún sagði: „Það var mjög skemmtilegur
dagur. Það var franskur dagur.“ Hún sneri
sér að honurn dálítið feimnisleg. „Við höfðum
gert áæflun að gamni okkar — annan dagicin
ætluðum við að tala frönsku en ensku þann
næsta. Við sögðum ekki margt enska daginn,“
sagði hán dreymandi. „Það var of erfitt; við
vorum vön að segja að enski dagurinn væri
búinn eftir te. ...“
Hann spurði dálítið undrandi: „Talaði hann
frönsku vel?“ Því að það hefði verið ólíkt John.
Hún skellti uppúr. „Nei, — það var nú eitt-
hvað annað. Hann talaði frönsku afar illa. En
þennan dag á leiðinni til Vincennes, talaði bíl-
stjórinn ensku við John. Það koma svo marg-
ir ferðamenn til Parísar og sumir bílstjórarn-
ir tala ensku. Og John tálaði ensku við hann.
Eg var með nýjan sumarhatt, stráhatt — ekki
neitt glæsilegan en barðastóran. Og John bað
bílstjórann að segja sér hvernig hann atti að
segja á frönsku að —“ Hún hikaði andartak
og hélt síðan áfram — „að ég liti mjög vel
út. Og maðurinn skellihló og sagði honum það
°g þá gat Johm sagt það við mig sjálfur. Og
hann gaf bílstjóranum tuttugu franka.“
Gamli maðurinn sagði: „Það hefur áreiðan-
lega vcrið þess virði.“
Hún sagði: „Hann skrifaði það hjá sér. Og
þegar hann vildi koma mér til að hlæja, þá
tók hann upp vasabókina sína og las það upp
fyrir mig.“
Hún f.neri sér undan og leit út um gluggann.
Garnli maðurinn spurði einskis; hann vissi ekki
hvað segja skyldi. Hann tók upp sígarettu-
pakkann og bauð Nicole að reykja, en hún af-
þakkaði.
„Það er ekki viðeigandi, monpieur," sagði
hún lágt. „Ekki í þessum fötum.“
Hann kkikaði kolli. Franskar alþýðukonur
reykja ekki sígarettur á almannafæri. Hann
kveikti sjálfur í sígarettu og blés frá sér
römmu reykskýi. Það var orðið heitt í klefan-
um, þótt glugginn væri opinn. Yngri börnin,
Pótur og Sheila, voru orðin þreytt ög úrill.
Állan daginn mjakaðist lestin áfram í bremn-
andi sólarhitanum. Það var ekki mjög margt
fólk í henni og þáu voru að jafnaði éin í klef-
anum og það var mikil bót. Eins og daginn
áður voru þýzku hermennimir í sínum hluta
lestarinnar. Mikið bar á þeim á öllum viðkomu-
stöðum. Þó virtust þeir lítið skipta sér af þeim
farþegum sem fóru úr lestinni.
Nicole vakti athygli Howards á þessu.
„Þetta er ágætt,“ sagði hún. „I Landemeau
ættum við að komast út úr lestinni vandræða-
laust. C>g þótt við verðum stöðvuð þá liöfum
við ágæta sögu á tákteinum.“
Hann sagði: „Hvert förum við í kvöld, ung-
frú? Eg er alveg í yðar höndurn."
Hún sagði: „Fimm mílur fyrir sunnan Land-
emeau er bóndabær. Frú Guninevec, kona Jóns
Hinriks átti heima þar áður en hún giftíst.
'Ég hef ícómið þangáð með föður mínum.“
„Einr.iitt það,“ sagði hann. „Hvað heitir fólk-
ið þar?
„Arvers,“ sagði hún. „Aristide Arvers er
faðir Maríu. Þau eru í sæmilegum efnum.
Pabbi sagði að Aristide væri varfærinn maður,-
Hann hefur talsverða hrossarækt. María var
einu sinni kosin fegurðardrottming í Land-
erneau. Þá sá Jón Hinrik hana í fyrsta skipti.“
Hann sagði: „Hún hlýtur að hafa verið fal-
leg stúlka,“
Gltllf OC CAMN4 :
Þau sátu saman tvö og ein. Myrkrið var skoll-
ið á, og það loguðu ljós i herberginu. Þá segir
hann:
Má ég draga gardínuna fyrir?
Já, gjörðu svo vel,. svara.r hún.
Má. ég slökkva loftljósið?
Já já.
En á sta.ndlampanum þarna?
Ja .... já.
Þax5 er orðið aldimmt í herberginu, og stúlkan
situr eins og á nálum: Ætlar hann nú ...........?
Þá snýr hann sér að henni, ýtir jakkaerminni
ofurlitið upp og segir: Hefurðu nokkurntíma
séð svona skært sjálflýsandi úr?
■
Það var hringt hjá lækninum. Starfsbróðir
hans var í símanum og spurði hvort hann vildi
koma og spila við sig og tvo aðra lækna. Hann
sagði já, vék sér síðan að konu sinni og sagði:
Eg verða að skreppa út, og verð kannski
nokkuð lengi.
Er það eitthvað alvarlegt? spurði konan.
Svo virðist vera, svaraði doksi, það eru þrír
læknar þar fyrir.