Þjóðviljinn - 11.03.1953, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.03.1953, Blaðsíða 12
Ástamál á Keflavikurflugvelil Máfti ekki giifast Kana, haiði verið trúloiuð ..komznúnista" Fyrir nokkru gerðust þau tíðindi á Kefla- víkurflugvelli að bandarískir ráðamenn stíuðu sundur bandarískum yfirmanni á vellinum og íslenzkri stúlku sem fellt höfðu hugi saman — vegna þess að stúlkan hafði áður verið trúlof- uð íslenzkum ,,kommúnista“. Þessi íslenzka stúlka starfaði á Keflavíkurflugvelli. Hún kynnt ist þar bandarískum yfirmanni í he'rnum. jFór vel á með þeim og felldu þau senn hugi saman. Kom þar að þau heitbundust og tóku til að undirbúa hjúskap. Undirróðursmið- stöðíírak Iranstjórn hefur í orðsend- ingu til stjórnarinnar í írak kvai’tað yfir því, að þar hafi Bretar haft miðstöð fyrir und- •irróður sinn í Iran síðán stjórn- análasambandi Bretlands og Irans var slitið. Segir í orð- isendingunni, að Iransstjórn hafi sannanir fyrir að starfsmaður í utanríkisþjónustunni brezku, Jackson að nafni, sem áður starfaði við sendiráðið í Teher- an hafi veitt undirróðursmið- stöðinni í Irak forstöðu. Dregur að úrslitum í bridgekeppni Þróttar Á sunnudaginn hófst úrslita- keppnin í bridgekeppni knatt- spyrnufélagsins Þróttar. Úrslit í þeirri umferð voru sem hér segir: Jón B. vann Ingólf; Jón Guðmundsson og Guðm. R. Guðm. jafnt. Næst verður- spilað í kvöld (miðvikud.) og hefst keppnin kl.8. Þá eigast við Jón B. gegn Guðm. R. og Jón Guðnason gegn Ingólfi. Fiskibátar kyrrsettir 6 danskir fiskibátar, sem leituðu landvars í Gdanskflóa rundan ofviðri á Eystrasalti hafa verið kyrrsettir af pólskum yf- irvöldum og sömuleiðis áhafnir þeirra, 23 menn. Bátarnir voru upphaflega sjö, en einum var leyft að si-gla til Borgundar- hólms með allan afla bátanna. Pólska stjórnin hefur enn krafizt þess, að danska stjórnin afhendi þegar í stað pólsku or- ustuflugvélina af gerðinni MIG- 15 og framselji flugmanninn sem lenti henni á Borgundarhólmi í síðustu viku. Talsmaður danska utanríkisráðuneytisins sagði í 'gaer, að tilmælum pólsku stjórn- arinnar mundi ekki svarað fyrst um sinn, málið væri enn í rannsókn. Þetta er fyrsta flug- vélin af þessari gerð, sem kemst óskemmd í hendur Bandaríkja- manna eða bandamanna þeirra. Sésíalistar IlaínsfirfiréS! Muuið leshringlnn í kvöld. Stjórnin. Beðinn að fresta fram- kvæmdum. Þegar að því kom að þau ætluðu að 'gifta sig fór Banda- ríkjamaðurinn til ráðamanna á vellinum til þess að fá nauðsyn- leg skilríki og ganga frá öðrum formsatriðum. Var.hann þá beð- inn að fresta framkvæmdum um sinn meðan bandaríska leyni- þjónustan rannsakaði málið, og féllst hann á það. Áttu hvorki hann né stúlkan von á því að nokkrar torfærur . hlytust • af slíkri. rannsókn. Yrði stíað sundur. • Nokkru síðar var Bandaríkja- •maðurinn kallaður til yfirboðara sinna. Þar var honum tilkynnt að hann væri sjálfráður um það hvort hann giftist stúlkunni. Gerði hann það yrði hann hins vegar umsvifalaust • sendur til Bandaríkjanna aftur, en stúlkan myndi aldrei fá leyfi til að fara til Bandaríkjanna! Þegar Banda- ríkjamaðurinn bað um skýringu var honum sagt að rannsókn hefði leitt í Ijós að stúlkan hefði fyrir nokkrum árum verið trú- lofuð íslenzkum „kommúnista11! Allt kom fyrir ekki. Bandaríkjamanninum fannst nú óvænlega horfa. Ekki aðeins yrði hjúskapurinn athöfnin ein saman, heldur myndi hann ef- laust komast á svartan lista ef hann giftist stúlku'með svo öm- urlegri fortíð í trássi við vilja yfirboðaranna á vellinum. Eitt- hvað var reynt að hnekkja nið- urstöðum rannsóknarinnar; m. a. skýrði stúlkan svo frá að hun hefði ekki haft hugmynd um stjórnmálaskoðanir ^fslendings þess sem hún var trúlofuð, enda hefði hún aldrei haft minnsta áhuga á stjórnmálum, allra sízt „kommúnisma“, en allt kom fyr- ir ekki. Valdamennimir sögðust hafa spjaldskrána í la-gi, og nið- urstaðan varð sú að Bandaríkja- maðurinri og íslenzka stúlkan slitu samvistir sínar og þekkj- ast nú ekkí meir. flðalfundur Félags flugvailastaris- manna ríkisins Aðalfundur Félags flugvalla- starfsmanna ríkisins var hald- inn 8, þ. m. Stjórnarkjör fór fram og hlutu, eftirtaldir menn kosningu: Formaður, Friðrik Diego, vara- formaður, Eyþór Jónsson, ritari, Jóhann Guðmundsson, bréfrit- ari, Margrét Jóhannsdóttir og gjaldkeri, Gústav Si.gvaldason. Varamenn í stjórn voru kosnir þeir Bergur Jónsson og Snorri 'Laxdal. Endurskoðendur: Sig- mundur Jónsson og Henrik Biering. Fundurinn var mjög f.iölsóttur. HióÐviumN Miðvikudagur 11. marz 1953 — 18. árgangur — 58. tölublað Árekstur á Keflaríkurvegi í gærmorgun um kl. 10.40 varð árekstur á Keflavíkurveginum milli Straums og Hvassahrauns. Óku þar saman fólksbíllmn R-271 og vörubíllinn G-1498. Vörubíllinn var með sand á norðurleið, én fólksbíllinn með farþega á suðurleið. Skarst far- Snoddas syngur hér á vegum SÍBS Á sunnudaginn kemur hihgað til lands „Snoddas" Nordgren sem er tvímælalaust frægasti dægurlagasöngvari Norðurlanda þessa stundina. Heldur hann hér f jórar söngskemmtanir á veg- um og tfl ágóða fyrir SÍBS. , Snoddas, sem réttu nafni heitir Gösta Nordgren, Var ó- þekktur fiskimaður í Norður- Svíþjóð, þar til fyrir rúmlega ári síðan, er ritstjóri einn, Tor- sten Adenby að nafni, heyrði hann raula vísu á skemmtun í Haparanda, smábæ í Norður- Sviþjóð. Adenby varð strax hrifinn af söng Gösta og fékk hann til að koma með sér til Stoklc- hólms og syngja þar í þætti áhugamanna í sænska' útvahp- inu. Gösta Nordgren varð þó að bíða í sex vikur áður en hann fékk að syngja í útvarp- ið og mun tilviljun ein hafa ráðið því, þar sem harm var látinn hlaupa í skarðið fyrir annan, sem forfallaðist. Söng Gösta eitt lag í útvarpið, lagið Flottarkárlek, sem heyrzt hefur í ísl. útvarpinu nokkrum sinn- um. Á þessari stund varð Gösta Nordgren frægur um alla Sví- þjóð og hefur síðan gengið undir gælunafninu Snoddas. iBárust honum strax allskonar tilboð og hann hefur síðan ferð- ast um Svíþjóð þvera og endi- langa og haldið söngskemmt- anir, auk þess sem hann hefur súngið í Noregi. Adenby rit- stjóri hefur jafnan verið ráð- gjarfi Snoddas og samninga- maður og mun hann einnig koma til íslands að þessú slnni, en þeir félagar ikoma frá Stavanger í Noregi. Einnig verður með í förinni harmonikuleikarinn John Formell. Snoddas hefur mjög stuíta viðdvöl hér að sinni, en hann fer utan á þriðjudaginn. Er ráð- gert að hann haldi fjórar söng- skemmtanir, á sunnudag og mánudag klukkan 7 og 11.15 Framhald á 3. síðu. Verður séra Jóhann Hannes son formaður nýs flokks? Unnið er nú af kappi að því að koma hér upp nýjum stjóm- málaflokki, og er undirbúningi það Iangt komið að uppkast að Iögum mun vera í prentun. Að flokki þessum standa þeir aðilar sem gefið hafa út Varðberg undanfarið, en þar eru fremstir í flokki Gunnar Hall, Óskar Norðmann, Baldvin Elharsson, Gúnnar í ísafold og fleiri kaup- sýslumenn í Reykjavík. Jónas Þórbergsson, fyrrverandi út- vai-psstjóri, liefur einnig \erið athafnasamur við blaðið síðan liann 3iætti útvarpsstörfiMia. Að þessum ný’ja flokki 'mus' einn- ig standa Stjórnafskrárfélagið, en það samþykkti á aðalfundi sinimi fyrir noltkrum dögum „að athuga, hvort aðstæður eru fyrir hendi til þess að koinið verði á fót virkum stjórnmála- samtökum.“ Af forus)tumöim- uni þess félags má nefna Jónas Jónsson, Ilelga Lárusson, Jónas Guðmundsson, Svein Sigurðs- son og Jón Eyþórsson. Ýmsar fleiri stoðir renna undir hina fyrirhuguðu flokksstofnun; m. a. inun Tryggvi Ófeigsson bafa áhuga á henni og ýmsir iðn- rékendur. Áliugamenn flokks- ins íelja sig ekki aðeins hafa fylgi í Reykjavík, heldur viða úti um land, meðal fylgismanna Stjórnarskrárfélagsins og Jón- asar frá Hriflu. Mestar áhyggjur hafa að- standendur hins nýja flokks liaft af því að þá skorti for- ustumann sem líklegur væri til að vekja almenna. atliygli. Nú seinast hefur verið leitað til séra Jóhanns Hanncssonar kristniboða og lionum boðið að taká að sér fonnennsku flokks- ins og væntanlega einnig efsta sæti á listamnn í Iteykjavík. Miuiu þeir sanmingar enn standa yíir. þeginn allmikið á enni, þvi að hann skall á framrúðuna og braut hana. Var hann fluttur í St. Jósepsspítala og þar gert áð sarum hans. — Fólksbíllinn skemmdist nokkuð að framan hægra megin, og vörubíllinn stakkst út af veginum, én hvolfdi þó ekki. í fólksbílnum var auk bílstjórans kona hans og barn, en þeim varð ekkert meint af árekstrinum. Mikil um- ferð var um veginn þegar þetta gerðist og biðu tugir bíla eftir því að komast fram hjá. Samb. ísl. karla- kóra 30 ára Samband ísl. karlakóra er þrjátíu ára um þessar mundir. Það var stofnað 10. marz 1928 af fulltrúum þriggja karlakóra, en nú eru í sambandinu 17 kór- ar með samtals 500 félögum. . í tilefni afmælisins efnir SIK til afmælissamsöngs og fagnaðar á sunnudaginn kemur. Samsöng- urinn verður haldinn í Gamla bíói kl. 15 og koma þar fram fjórir kórar og 5 söngstjórar. Kórarnir erm: Ipóstbræður, Karlakór Reykjavíkur, Svanir á Altranesi og Þrestir í Hafnar- firði, en söngstjórarnir þeir Geirlaugur Ámason, Ingimund- ur Ámason, Jón Þórarinsson, Páll Kr. Pálsson og Sigurður Þórðarson. Auk þess koma fram einsöngvarar með kórun- um. Kórarnir syngja hver, fyrir 'sig nokkur lög og siðan allir sameiginlega, en alls munu um 140 menn vera í þessum fjóiv um kórum. Á sunnudagskvöldið heldur Samband ísl. karlakóra afmælis- fagnað í Sjálfstæðishúsinu í ■Revkjavík. I. sésíalfsia he'dur félagsfund a5 Þórs- getu 1 í kvöld kl. 8.30. Fundarefni: 1 Félagsmál 2 Önnur mál 3 Sagt frá Kínaför: \ Islei.fur Högnason \ 4 Kaffidrykkja ) Félagskonur eru beðnai- a3 \ greiða árgjald á fundinum. J Stjórnin. ' \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.