Þjóðviljinn - 20.03.1953, Síða 6
8) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 20. marz 1953
jUÓÐVIUINN
lutgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjóri: Jón Bjarnason.
BlaÖamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson,
Guðmundur Vigfússon.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg.
19. — Sími 7500 (3 línur). '
Áakriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljaiie h.f.
V_________________________1-----------------------J
Hin ,einarða barátta"
Sigurður Bjar'nason frá Vigur fræðir lésendur Morgun-
blaðsins á því í ,,Staksteinum“ sínum í gær, að það sé
nú eitt imesta áhyggjuefni stjórnarandstöðunnar „að segja
má að nokkurn veginn hafi verið næg atvinna í Reykja-
vík og nágrenni í vetur“. Og Sigurður heldur áfram; „Þetta
finnst krötum og kommum afleitt. Þeir höfðu sagt þjóð-
inni að stefna núverandi ríkisstjórnar hefði leitt hallæri
yfir hana. En fólkið sér að þetta er ósatt. Margir erfiðleik-
ar hafa að vísu steðjað að undanfarin ár. En með einarðri
baráttu hefur tekizt að komast yfir 'þá án stóráfalla".
Þetta- eru sem sagt ummæli alþingismannsins frá Vigur.
Og í framhaldi af þessari spéki ' kemst hann að þeirri
skemmtilegu niðurstöðu fyrir stjórnarflokkana, flokkana
sem tekizt hefur að komast yfir erfiðleikana með „einarðri
baráttu11 „án stóráfalla11, að af þessuim ástæðum sé stjórn-
arandstaðan „dauðhrædd við kosningarnar á komandi
sumri“. Samkvæmt þessum vísdómsorðum: Sigurðar þarf
því stjórnarfylkingin engu að kvíða. Hún hefur leyst vanda-
mál atvinnulífsins af slíkum myndarbrag með sinni J;ein-
örðu baráttu" að tekizt hefur að forða stóráföllum og á
því traust þjóðarinnar skilið að launum, og mun uppskera
það í kosningunum í vor samkvæmt spásögn þessa að-
stoðarritstjóra Morgunblaðsins.
Af eðlilegum ástæðum. forðast höfundur þessarar Morg-
unblaðsspeki að skýra málið nánar fyrir lesendum sínum.
Honurr) kemur t. d. ekki til hugar að rekja í hverju hin
„einarða barátta“ stjórnarflokkanna gegn atvinnuleysi í
landinu birtist. Og því síður hvarflar að honum að drepa
á staðreyndir eins og þær að mikill hluti sjávarafla lands-
manna liggur óseldur í frystihúsum og fiskgeymslum víðs-
vegar um landið. Þá er ekkert á það minnst að iðnaður
landsmianna, þar með talinn býggingariðnaðurinn, liggur í
dróma fjárskorts af völdum lánsfjárbannsins og haftanna,
sem ríkisstjórnin hefur lagt á hverskonar sjálfsbjargarvið-
leitni landsmanna, að ógleyn.dri þeirri vizku ríkisstjórnar-
innar að hrúga inn í landið fullunnum iðnaðarvörum af
sömu gerð og íslenzkar verksmiðjur hafa sýnt sig fullfærar
um að framleiða, san.keppnishæfar að verði og gæðum.
En ríkisstjóminni hefur tekizt að forða stóráföllum, segir.
Sigurður frá Vigur og hvað er um það að segja? Er þessum
vikapilti íhaldsins ókunnugt um þá staðreynd að fjöldi
fólks, ihæði hér í Reykjavík og út um allt land, býr við
atvinnuleysið og afleiðingar þess, fátæktina og skortinn,
langtínum saman ár hvert síðan marsjallstefnan fór að
sýna endanlegan árangur sinn. Verulegan hluta þessa fólks
hefur atvinnuleysisstefna ríkisstjórnarinnar hrakið frá heim
ilum sínum og fjölskyldum suður á auðnir Reykjanesskaga
i vinnu á vegum ameríska hernámsliðsins, seni þar hefur
sezt að í umboði þríflokkaforingjanna en algjörri óþökk
hvers frjálsborins íslendings. Það mun láta nærri að þarna
suður frá starfi nú í einskonar þrælavinnu yfir þrjú þús-
und verkfærir íslendingar, sem meinað er að vinna lað þjóð-
nýtum; framkvæmdum og framleiðslu,' vegna öngþveitisins
sem marsjallstefnan hefur skapað.
Vafalaust hefur Sigurður frá Vigur hernám landsins og
arásarundirbúning Bandaríkjanna í huga þegar hann flyt-
ur ríkisstjórn íhalds og Framsóknar þakkirnar fyrir hina
„eínörðu baráttu" gegn atvinnuleysinu. í því einu hefur sú
barátta birzt. En jafn víst er hitt að þ.eir íslendingar verða
teljandi sem þakka ríkisstjórninni og floíkkum hennar það
fnumkvæði. Vinnan á Keflavíkurflugvelli er hverjum ær-
legum Islendingi neyðarúrræði og skapraun og hún er tal-
andi tákn um þá eymd og niðurlægingu sem hernámsflokk-
arnir eru að leiða yfir íslenzkt atvinnulíf og sjálfstæði
landsins.
Zn þessari þróun fagnar Sigurður frá Vigur. Það talar
sínu um stoltið og reisnina í hugxnyndaheimi iþeirra manna
sem telja sig vaxtarbrodd Sjálfstæðisfloikksins.
Jóhann J. E. Kúld:
Huileiðingar um flskf ramleiðsluna
i.
Þegar fréttir berast hingað
af því, að aðalkeppinautar okk-
ar á fiskmörkuðunum, Norð-
menn, seldu alla framleiðslu
sína á s. 1. ári fyrir gott vérð
að þeir telja og gátu varla
staðið við allar sínar skuld-
bindingar á -því sviði, og að
fiskverð í Noregi á frjálsum
markaði fiskkaupmanna er nú
þrjátíu og sjö aurum hærra
á ferskum þorski heldur en
hér, miðað við íslenzka pen-
inga, þá ætti að vera tímabært
fyrir okkur íslendinga að
staldra við og hugleiða þessi
mál í fullri alvöru. Þess er þá
einnig rétt að geta, að nú þeg-
ar kreppir að freðfiskfram-
leiðslunni hér og frystihúsin
eru hálffull af fiski frá s. 1.
ári, þá eru Norðmenn að auka
hefur verið stigið heillavænlegt
skref tiT varðveizlu þess úr-
vals fiskistofns og má þar í
engu á slaka. Með friðun þýð-
ingarmikilla uppeldisstöðva fyr
ir botnsköfuveiðarfærum er
verið að búa í haginn fyrir
framtíðina. Við slík skilyrði
sem að framan er lýst, ættum
við íslendingar að standa svo
vel að vigi með fiskframleiðslu
okkar, að markaðir heimsins
ættu að standa okkur opnir,
;svo framarlega sem meðferð
öll á þessari framleiðslu er
góð, og rétt er upp byggt og
að unnið. Hvað er þá nð, hvers
vegna eru nú fiskhús hér öll
hálffull af framleiðslu frá s. 1.
ári? Erum við ekki samkeppn-
isfærir á mörkuðunum? Það er
lífsnauðsyn að kryfja þessi mál
til mergjar, því aðeins er von
að nota alla nútímatækni við
vinnuna með góðum árangri.
Fiskhúsin eiga að standa í sjó
fram svo að fiskiskipin getf
iagzt utan á húshliðamar og
tekið aflann á land með raf-
magnsvindum og færslubönd-
um. Markaðsvörunum á svo að
skipa um borð á sama hátt.
Aðeins þann fisk sem hertur
er eða sólþurrkaður, sé um salt
fisk að ræða, ætti að flytja
til stöðva utan við borgina sé
miðað við Reykjavík. Ef ekki
verður undinn að því bráður
bugur að byggja upp hér fiski-
skipahöfn i samræmi við kröf-
ur tímans, þar sem fiskvinnslu-
stöðvunum er ætlaður staður.
þá er hætt við að Reykjavík
dagi uppi sem fiskiðnaðarborg,
og hver annar sá staður sem
lætur það ógert að skapa fisk-
(y
þá framleiðslu einnig í stórum
stíl. Eitt alstærsta og fullkomn-
asta frystihús heimsins er nú
að hefja framleiðslu í Björg-
vin. Það á að geta tekið í frysti
klefa tólf þúsund smálestir af
fiski. Og af staðsetningu þessa
fyrirtækis geta allir séð sem
kunnugir eru staðháttum, að
þetta fyys.tihús er eingöngu
miðað við úthafsveiði.
Norðmenn telja í sínum út-
gerðar- og fiskframleiðslumál-
gögnum að árið 1952 hafi verið
eitt aibezta og hagkvæmastá
ár fyrir útgerð og fiskfram-
leiðslu í Noregi. Saltfiskmark-
að sinn í S-Ameríku hafa þeir
aukið á því ári og selja nú
saltfisk til allra S-Ameríku-
ríkja, þar á meðal var salan
til Brasilíu einnar fjögur þús-
und smálestir á s. 1. ári. Fisk-
sala okkar íslendinga til Brasi-
líu á s. 1. ári vaTT hinsvegar
engin, þrátt fyrir verzlunar-
samninga á milli landanna. Það
er fyrst nú sem verið er að
ferma tólf hundruð smálestir
af fiski til Bnasilíu frá fyrra
ári. Þar að auki hafa verið
sendir til Kúbu öðru hvoru
smá slattar af fiski, en til
annarra S-Ameríkurikja ekk-
ert.
II.
Við í.slendingar erum þannig
staðsettir á hnettinum að við
búum við ein allr.á auðugustu
fiskimið heimsins, en þar með
er sagan ekki nema hálfsögð.
Hitt e.r ekki síður þýðingar-
mikið, að gæði fisksins á þessu
svæði eru .betri en nokkurs
staðar annars staðar í norð-
lægum höfum. Þessu veldur að
sjálfsögðu botnlagið, straumar
hafsins og skilyrði til átu, og
er eitt út af fyrir sig ærið
rannsóknarefni fyrir fiskifræð-
inga.
Með útfærslu landhelginnar
„Við sem vinmim“
að úr verði bætt, ef öll al-
þýða manna sem hér á hags-
• muna að gæta geri sér full-
komlega ljóst hvar við stönd-
um í þessu efni. Orsakir þessa
vandræðaástands sem nú ríkir
á sviði fiskframleiðslunnar eru
margar, og mun ég nú rekja
þær helztu og veigamestu.
III.
Fiskframleiðsla okkar er á
flestum sviðum illa uppbyggð,
ekki aðeins af hendi þeirra
manna sem stjórna þessum mál-
um, heldur líka jafnframt í
flestum tilfellum frá hendi þess
opinbera sem á að veita fram-
leiðslunni aðsTöðu í landi, þeg-
,ar skipin koma með aflann í
höfn. Yfirleitt eru framleiðslu-
fyrirtækin í landi sem vinna
úr aflanum alltof lítil og illa
staðsett. Ef við lítum t. d. á
Reykjavík sem er til orðin fyr-
ir gróða af sjávaírafla sem
settur hefur verið hér á land
og unninn á undangengnum
áratugum, þá sjáum við spegil-
mynd ,af ástandinu, en sú mynd
er neikvæð. Fiskframleiðslu-
stöðvunum er dreift um stórt
svæði, mörgum langt frá höfn-
inni. Fiskinum er kastað á bíla
sem flytia hann oft langar leið-
ir til vinnslustöðvanna. Þetta
skapár óþarfa framleiðslukostn-
að og hráefnið er stórskemmt
á þessari meðferð þó það hafi
verið sæmilegt þegar að landi
var komið. Ef við eigum .að
verða samkeppnisfærir á mörk-
uðunum í .framtíðinni, þá er
ekki seinna vænna að farið
sé að byggja upp þessa höfuð-
framleiðslu okkar íslendinga
eftir kröfum tímans.
Fiskvinnslustöðvamar á skil-
yrðislaust að flytja að höfnun-
um, og þær þurfa að stækka
frá því sem nú er svo hægt sé
framleiðslustörfin ’
vinnslustöðvunum nútíma að-
stöðu..
Aðal keppinautar okkar á
fiskmörkuðunum, Norðmenn,
hafa frá öndverðu staðsett
fiskvinnslustöðvar sínar svo til
fyrirmyndar er. Og nú eftir
siðustu heimsstyrjöld hafa þeir
lagt á það ofurkapp að stækka
þessar framleiðslustöðvar, og
búa þær nútíma tækni í sam-
ræmi við kröfur tímans. Við
megum því búast við harðri og
vaxandi samkeppni frá þeirra
hendi í náinni framtíð á fisk-
mörkuðum heimsins.
Eg skal segja hér frá þeirri
staðreynd að norskur freðfisk-
ur sem seldur v,ar í Tékkósló-
vakíu 1951 talsvert fyrir neðan
það verð sem íslendingar fengu
fyrir sinn fisk þar á sama
tíma, gaf norskum framleið-
endum góðan hagnað að þeirra
eigin sögn, þrátt fyrir miklu
glæsilegri og dýrari umbúðir
norska fisksins.
Amerískur fiskiðnaðarsér-
fræðingur sem hér var á ferð
á vegum íslenzku rikisstjórnar-
innar fyrir nokkrum árum,
taldi það leik fyrir okkur áð
keppa við allar þjóðir á fisk-
mörkuðum heimsins sökum
hinna óviðjafnanlegu 'gæða ís-
lenzka fisksins, aðeins ef rétt
væri að unnið og fiskistöðv-
arnar betur staðsettar, jafn-
hliða því sem þær væru hafð-
ar stærri og gætu þar af leið-
andi tileinkað sér meiri nútíma-
tækni og betur skipulagða
vinnu sem þýddi minni fram-
leiðslukostnað. ÞeSsi sérfræð-
ingur tók það sérstaklega fr.am
í álitsgerð sinni til ríkisstjórn-
arinnar að kaupgjald hér væri
alls ekki of hátt við þessa fram
leiðslu og á því sviði gætum
við boðið byrginn. En síðan
Framhald á 11. síðu.