Þjóðviljinn - 28.03.1953, Side 8

Þjóðviljinn - 28.03.1953, Side 8
3) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 28. marz 1953 Tilkynning um þátttöku í Búkarestmótinu Nafn Heimili \ Fæðingardagur og ár ..................... (Sendist til Eiðs Bergmanns, Skólavörðustíg 19, Rvík)' Málverka- og listmimasýning Gréiu Bjömsson í Listamannaskálanum er opin kl. 13—22. Næst síðasti diagur AlÆgstakmörkun dagana 29. marz-ll.apríi Irá kl. 10.4S-12.30: Sunnudag 29. marz ......4. hverfi. Mánudag 30. marz........ 5. hverfi. Þriöjudag 31. marz...... 1. hverfi. Miövikudag 1. apríl ... 2. hverfi. Fimmtudag 2. apríl.......3. hverfi. Fcstudag 3. apríl....... 4. hverfi. Laugardag 4. apríl..... 5. hverfi. Sunnudag 5. apríl ..... 1. hverfi. Mánudag 6. apríl ...... 2. hverfi. Þriöjudag 7. apríl .....3. hverfi. Miövikudag 8. apríl.... 4. hverfi. Fimmtudag 9. apríl..... 5. hverfi. Föstudag 10. apríl .... 1. hverfi. Laugardag 11. apríl.... 2. hverfi. Straumurinn verður roíinn skv. þessu þegar og að svo miklu leyti sem þörf krefur. Sogsvirkjunin Páskavikona á Akureyri Vegna mikillar þátttöku er nauðsyn- legt að tryggja sér far og gistingu sem fyrst. Aliaf upplýsingai í Feiðaskriistofunni Hafnarstræti 21, sími 82265 KAUPDM NOTUÐ Buick-viðtœki mega vera biluð RADIÓ, Veltusund 1. Sími 80300 Fyrir stuttu síðan átti stjórn K.S.Í. viðtal við blaðamenn og skýrði hún frá hvað framundan væri í málum knattspyrnu- manna hvað snertir heimsókn- ir og utanfarir. Eftir þeim upp 1 lýsingum að dæma verður mik- ,, ið um að vera. Hingað til lands koma þrjú lið frá Irlandi, Aust- urríki og Danmörku. Auk þessa er ákveðið að" ís- lenzka landsliðið fari til Dan- t merkur og Noregs og keppi þar 2 landsleiki. Allt eru þetta góðar fréttir A fyrir knattspymumennina sjálfa og áhorfendur. Hvernig erum við 'undir þetta búnir? Margir munu þeir vera sem telja fullsnemmt að slá nokkru föstu um það, þeir munu tclja tímann nógan til stefnu, og má sjá þess merki hjá rnörgum, og þó er komið að april. í dag er röskur mánuður þar til leik ir fólaganna hér hefjast og tæpir tveir mánuðir þar til knattspymumenn okkar eiga að mæta fyrstu útlendingunum. Eftir æfingasókn iþeirra yfir- leitt fram að þessu verður ekíri séð að þeir hafi gert sér grein fyrir því hve tíminn er stuttur til stefnu. Landsliðsnefnd K.S.I. virðist þó hafa gert sér grein fyrir hvað framundan var. Þeg- ar kunnugt var um landsleiit- ina var valið lið til æfinga sem léki saman sérstaklega. Mun sú æfing hafa átt að koma sem viðbót við æfingar hjá félög- um bæði sem kynning og ein3 til að fá, sem úrvalsmenn, nokkra aukaþjálfun. Æfingar þessa liðs hafa til þessa verið yfirleitt mjög illa \ sóttar, oftast um eða undir helmingur þeirra sem valdir voru og æfingar geta sótt (15 úr Reykjavík) og lieyrst hefur að fæstir hafi iþeir orðið 3! 1 félögueum er sagan svipuð. Virðast litlar sem engar æf- ingar fram að þessu. Þetta þýð- ir að knattspyrnumenn olckar hlaupa yfir sjálfa undirbúnings þjálfunina, sern ná má innan 4 veggja, og nokkuð út á víðavangi. Á þessu verður séð að menn okkar geta tæpast komið til keppai í vor hvorki í leikjum félaganna eða við út- lenda menn í beztu þjálfun, auk annarrar áhættu sem þessi vanþjálfun býður lieim. Þessi lágmarksvitneskja um þjálfun v ætti að vera öllum meistara- flokksmönnum kunn, og ætti því ekki að þurfa að marg í- treka það við slíka menn. Það er aðeins spurning um vilja og áhuga. Landsliðsnefnd hefur fyrir löngu sett fraín ákveðnar kröf- ur til landliðsmanna sem stjórn K.S.I. hefur samþykkt. Á sl. ári ákvað landsliðs- nefnd að setja upp kröfur, sem gera verði til. þeirra manna, sem teljast eiga hærir til að skipa landslið ísletidinga í knattspyrnu á hverjum tíma. Þessar kröfur til landsliðs- manna voru samþykktar af stjórn K.S.Í. á sl. hausti og hef ur núverandi landsliðsnefnd á- kveðið að fylgja þeim svo sem frekast er unnt. Af væntanlegum landsliðs- mönnum verður því krafizt: Ótvíræðrar knattspyrnugetu (tenik og taktik). Fullkomins úthalds í erfiðum leik með framlengingu. Samvizkusemi í lreppni og þjálfnn. Hlýðni við fyrirliða á leik- velli. Hlýðni við þjálfara. Hlýðni við fararstjórn á ferðalögum. Keglnsemi á aðalþjálfunar- og keppnistíniabili, sem og ferðalögum liðsins. Prúðmannlegrar framkoniu. Landsliðsnefnd vill bendá þeim kaiattspyrnumönnum, sem teljast vilja liðgengir í lands- lið á, að þeim mun betur sem þeir uppfylla þessar kröfur, þeim mun líklegri eru þeir til að komast í liðið. Uppfylli þeir hins vegar ekki einhver þessarra atriða geta þeir tæp- lega talizt hlutgengir. Meist- araleg knattmeðferð er t.d. ekki fullnægjandi, ef leikmaður virðir ekki fyrirmæli fyrirliða á leikvelli, eða sýnir skeytingar leysi í æfingu og keppni. Slík- um manni verður ekki treyst í jafn áríðandi leik og landsleik. I latidslið verður ekki valið eftir framistöðu leikmanns í einu móti eða einhverjum leik, heldur eftir því, .hvernig geta hans og hegðun hefur verið allt æfinga- og keppnistímabilið samanlagt. Þetta vill nefndiu gera jöil- um sem hlut eiga að máli ljóst, svo þeir viti þegar í upphaíi æfingatímabilsins, hvers þeir mega vænta. Reykjavík, 13. jan. 1953 Landsliðsnefnd K.S.I.“ Af þessum kröfum má ráða að landsliðsnefnd veit livað við liggur og allir 'þeir sem vilja taka þessi mál alvarlega munu vera sammála nefndinni. Knattspymumenn sem hafa verið valdir og aðrir sem mögu- leika hafa til að komast í landslið eða félagslið og þeir aðrir sem vilja ná árangri geta bætt þetta nckkuð upp ef þeir hefjast þcgar handa um æfing- ar. Á þeim öllum hvílir krafa fólksins sem horfir á knatt- spyrnu, þjóðarinnar allrar þeg- ar um er að ræða að verja heið ur landsins eins og það er orð- að við landskeppni. Hiriir útvö'du. Kér -fara á eftir nöfn þeirra sem váldir vorp til æfinga í vetur og líklegir voru þá til að komast í lands- og úrvalslið þó etiigan veginn sóu þeir sjálf- sagðir. Það fer eftir því hvort nýir menn hafa vilja, áhuga og kunnáttu þegar fram á sumar- ið kemur. Helgi Daníelsson, Val; Magn ús Jónsson, Fram; Karl Guð- mundsson, Fram; Guðbjörn Jónsson, KR; Háukur 'Bjarna- son, Fram; Einar Halldórsson, Val; Steinn Steinsson, KR; Steinar Þorsteinsson, KR; Hall- dór -Halldórsson, Val; Sveinn Helgason, Val; Bjarni Guðna- son, Víking; Reynir Þórðarson, Víking; Guanar Sigurjónsson, Val; Gunnar Gunnars, Vál. Frá Akranesi voru tilnefndir: Þórður Þórðarson, Ríkharður Jónsson, Guðjón Finnbogason, Sveinn Teitsson, Dagbjartur Hannesson og Halldór Sigur- björnsson. Þegar heimsmeistaramót kvenna í skautahlaupi fór fram í Lillé- hammer í Noregi í vetur bjuggust flestir við að Rimma Sjúkova frá Sovétríkjunum, sem hér sést á sprettinum, yrði hlutskörp- ust. Það varð þó ekki, hún varð önnur en ein landa hennar efst.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.