Þjóðviljinn - 28.03.1953, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 28.03.1953, Qupperneq 10
2>0) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 28. marz 1953 Sparíkfóli handa frú Ásu Frú Ásu vantar sparikjó!. Hún saumar sjálf á sig, og nú sem stendur er hún lá kvöld- aámskeiði að læra meira. Á aámskeiðinu saumar hún meðal annars föt á sjálfa sig, og nú vill hún gjarnan byrja á sjaldhafnarkjól, sem hún ætl- ar að nota næsta haust, þegar 'döttir hennar verður fermd. Hún vill helzt svartan kjól gjaman tvískiptan, svo að auð- velt sé áð breyta honum eftir á. Frú Ása er lágvaxin og dá- lítið feitlagin og það verður að taka tillit til þess þegar snið er valið á nýja kjólinn. Kjóll- inn á ekki að vera alltof síður, og hann á að vera nógu fínn ifyrir fermingarveizluna en þó ekki svo skrautlegur, að hún geti ekki notað hann á eftir. Vissulega er það rétt hjá frú Ásu, að tvískiptir kjó'.ar eru mjög heppilegir. Tilvalið er að sauma pils úr svörtu efni. sem er dálítið þungt í sér. Það er mjög fallegt að hafa pilsið fellt eða plíserað allt í kring. Prfonasvuntur Konur sem prjóna mikið ættu að sauma sér prjóna- svuntu. 1 fyrsta lagl hlífir hún íötunum, og al’ar konur sem prjóna vita hversu mikil ló og Og svo er blússan saumuð með sérstöku tilliti til veizlunnar. Piisið má nota sérstakt, og blússan getu.r verið með eins miklum glæsibrag og hverjum sýnist. Aðalskrautið er perlu- saumur með svörtum perlum. Það má skreyta hann með pall- íettum og bæta mislitum perl- um inn á milli. Gylltar perlur og blágrænar perlur fara vel við svartar perlur, og ef perl- urnar eru saumaíar þannig á, að hægt sé að spretta mislitu perlunum af eftir samkvæmið, er blússan strax orðin látlaus- ari. Ef til vill getur frú Ása fengið fyrirmynd að perlusaum á saumanámskeiðinu. Líka er hægt að nota m.ynstrið á teikn- ingunni til fyriz-myndar. kusk kemur úr prjógadótinu. Auk þess er stóri vasinn fram- aná maganum prýðilegur undir hnykilinn. Ef maður þarf svo að fara að ’heiman, er hægt að ,-tinga öllu prjónadótinu í vasann og vefja svuntunni saman. Þáð er áfar þægi’egt, einkum ef maður er vanur að bera handavirmuna í innkaupa neti, því að prjónar sem stang- ast út um götin á netinu eru heklur óskemmtilegir. — Ef prjónadótinu er vafið innan í svuntuna, hlifir hún því og um leið eru prjónarnir hættulausir fyrir náungann. Ef einhverjum finnst það bruðl að eiga svuntu sem eingöngu er notuð við prjónaskap, er hægt að sauma sér svuntu eins og sýnd er á myndinni. Það er slétt svunta, jafnsíð venjulegri svuntu. 30— cm. stykki á svuntunni er brot- ið upp og fest í hliðarnar með litlum slaufum. Og ef smellur eru festar í hliðarnar er óhætt að stinga hnykli i þennan vasa án þess að eiga á hættu að har.n velti út. Þetta er fyrir- taks prjónasvunta. og þegar slatifurnar eru leystar óg smellurnar opnaðar er þetta venjuleg svunta, sem nota má í eldhúsinu. Rafmagnstakmörkun Laugardagur 28. marz Kl. 10.45-12.30: Hlíðarnar, Norðurmýri, RauSarár- hoitið, Túnin, Teigarnir, íbúðar- hverfi við Laugarnesv. að Klepps- vegi og sva^'ð þar norðaustur af. MATURINN Á MCfRGUN , Kjötliringur, hvítkál í jafningi, ] kartöflur — Ávaxtagrautur, rjómabland. ★ ' NÚ er það kalt í veðri, að1 kjötdeig frá laugardegi geym- I ist til sunnudags. Ef deigið er ' i búið til heima, ætti að búa til . i það mikið, að hægt sé að hafa | l steiktar bollur á laugardags- 1 kvöid. I ★ l ÞURRKAÐ hvítkál er ágætt í ! i mjólkurjafningi. Fyrst er þáð j ' lagt í bleyti í 5—10 mín. hitað ( 1 að suðu, mjólkinni hellt út í( 1 og soðið. Jafnað með smjör- 1 bollu. Nevil Sbute: HijóSpípusmiðurinR | - 74. Howard sagði lágt: „Hvað viljið þér vita?“ „Eg vil fá að vita með hverjum hætti þér fenguð hana til að aðstoða yður.“ Einhver togaði í sífellu í ermi gamla manns- ins. Hann leit niður og það var Sheila. í vandræð- um. „Rétt bráðum," sagði hann blíðlega. „Þú verður að bíða dálitla stund.“ „Eg get ekki beðið,“ sagði hún. „Mér er svo má}.“ Gamii maðurinn sneri sér að Gestapoforingj- anum. „Telpan þarf á dálítilli aðstoð að halda,“ sagði hann. Hann benti á Rósu. „Má hún fara með litlu telpuna út fyrir andartak ? Þær koma strax aftur.“ Ungi liðsforinginn brosti; Gestapoforinginn varð mannlegri ásýndum. Vörðurinn fylgdi telpunum út úr herberginu. Howard sagði: „Eg skal svara spurningu yð- ar að svo miklu leyti sem mér er unnt. Eg hef ekkert verk að vinna í Frakklandi, en ég var að reyna að komast til Englands með þessi börn. Og þessi stúlka var góð vinkona sonar míns, sem ciú er dáinn. Við höfum þekkzt um alllangt skeið.“ Nieole sagði: „Þetta er alveg satt. Monsieur Howard lieimsótti okkur í Chartres eftir að all- arf ferðir til Englands höfðu stöðvazt. jí!g hef þekkt Focquet síðan ég var lítil. Við ætluðum að reyna að fá hann til þess að flytja monsieur og börnin til Englands á bátnum sínum, en hann var ófús til þess vegna bannsins." Gamli maðurinn þagði og dáðist að stúlkunni með sjálfum sér. Ef þetta yrði tekið trúanlegt væri Focquet laus allra mála. Það komu hæðnisdrættir um munn foringj- ans. „Eg efast ekki um, að lieri'a Howard hafi haft hug á að komast til Englands,“ sagði hann þurrlega. „Mönnum af hans tagi er orðið þröcigt fyrir dyrum.“ Svo bætti liann við hvassri röddu: „Við erum búmr að ná í Charenton. Það á að taka hann af lífi á morgun." Það varð eftirvæntingarfull þögn. Þjóðverj- inn virti þau rannsakaadi fyrir sér. Stúlkan hrúkkaði ennið undrandi á svip. Ungi liðsfor- inginn sat grafkyrr og teiknaði eitthvert mynst- ur á þerripappírinn á borðinu. Loks sagði Howard: „Ég er hræddur um að ég skilji yður ekki til fulls. Eg þekkí engan að nafni Charenton.“ „Nei,“ sagði Þjóðverjinn. „Og þér þekkið ekki heldur Cochrane majór, eða herbergi númer 212 á annari hæð hermálaráðuneytisins í Whitehall." Gamli maðurinn fann að allir viðstaddir horfðu á hann. ,,Eg hef aldrei komið inn á skrifstofu hermálaráðuneytisins," sagði hann „og ég veit ekkert um herbergin þai’. Einu sinni 'þekkti ég majór að nafni Cochrane, sem átti heima í Totnes, en hann dó 1924. Eg hef aldrei þekkt annan Cochrane." Gestapóforinginn brosti dauflega. „Og þér ætlizt til að ég trúi þvi ?“ „Já,“ sagði gamli maðurinn. „Af því að þetta er satt.“ Nicole greip fram í á frönsku. „Má ég skjóta nokkrum orðum inn í. Þetta er áre’ðanlega ein- hver misskilningur. Monsieur Howard kom hingað beint frá Júrafjöllunum og stanzaði að- eins hjá okkur í Chartres. Hann getur sagt ykkur það sjálfur.“ Howard sagði: „Þetta er alveg satt. Viljið þér- heyra hyerinig á ferðum mínum stendur?" Þýzki foringinn leit á armbandsúr sitt og hailaði sér aftur á bak í stólnúm eins og hon- um leiddist. „Ef þér viljið það endilega," sagði hann kæruleysislega. „Eg gef yður þrjár mínút- ur til umráða." Nicole togaði í ermi lians. „Segið honum einn- ig hver börnin eru og livaðan þaú komu,“ sagði hún áköf. Gamli maðurkm hugsaði sig um. Hann gat ekki þjappað sögu sinni saman undirbúnings- laust, liann var of seinn að hugsa. „Eg kom til Fr-akklands frá Englandi um miðjan apríl,“ sagði hann. „Eg var einn eða tvo daga í París, svo héJt ég áfram og gisti nótt í Dijotn. Ferð- inni var heitið til Cidoton í Júrafjöllunum og þar ætlaði ég að veiða.“ Gestapóforinginn rétti skjmdilega úr sér. „Hvaða fisk?“ hreytti hann út úr sér. „Svar- ið mér — strax.“ Howard starði á hann. „Silung," sagðl hann. „Það er sjaldan um aðra fiska að ræða um þetta leyti." „Og hvernig er hana veiddur — fljótt!" Gamli maðurinn stai'ði á hann vandræðalegur og vissi ekki hvernig hann átti að byrja. „Jú”, sagði hann. „Maður þarf níu feta línu, en það er yfirleitt straumhart og 3X er ágæt." Þjóðverjinn hallaði sér aftur á bak. „Og hvaða flugur notið þér?“ Gamli maðurina varð ánægjulegur á svip. „Það má nota Dark Olive eða stóra Blue Dun. Eg veiddi einn eða tvo á Jungle Cock, en —“ Þjóðverjinn greip fram í fyrir honum. „Hald- ið sögu yðar áfram," sagði hann hranalega. „Eg hef engan tíma til að hlusta á veiðisögur yðar.“ Howard hélt sögunni áfram og reyndi að stjúta frásögnina eins og hann gat. Þýzku liðs- foringjarnir hlustuðu á hann með vaxandi at- hygli og vaxandi vantrú. Eftir tíu mínútur var gamli maðurinn búinn að ljúka frásögninni. Majór Diessen leit hæðnislega á hann. „Og ef þér hefðuð komizt til Englands, hvað liefð- uð þér þá gert við öll þessi börn?“ Howard sagði: „Eg ætla'ði að senda þau til Ameríku." „Hvers vegna?" „Þar væru þau óhult. Börn og styrjaldir eiga elcki sarnan." ■ Þjóðverjinn starði á hann. ,,Þetta hljómar fallega. En hver ætlaði að borga ferð þeirra til Ameríku, ef mér leyfist að spyrja?" „Gamli maðurinn sagði: „Eg ætlaði að gera það.“ Hinn maðurinn brosti tvíræðu forosti. „Og hvað áttu þáu að gerá í Ameríku? Svelta?" „Nei, nei. Eg á gifta dóttur þar. Hún hefði tekið þau að sér, þangað til stríðinu lyki." „Þetta er tímasóun," sagði Þjóðverjinn. „Þér hljótið að halda mig fávita, ef þér ætlizt til þess að ég trúi þessari sögu.“ t>að var dánaratriöi í leiknum. Aðalleikai’inn var að deyja í rúmi sínu á sviðinu. En leik- stjórinn var engan veginn ánæg-ður með leik hans, svo honum varð að lirópa upp: Þetta er ekki grott, geturðu ekki reynt að blása meira lifi í þetta! Mér er allta f hálfóg'att daginn áður en ég fer í 1». rðnlag. Hversvegna ferðu þá ekki degi fyrr? Svo þú kemst ekki til Parísar i ár? Nei, )>að var í fyrra sem ég komst ekki til Parísar. Það er til London sem ég kemst ekki í ár. Var það gkki í Tóledó spm við hittumst? Nei, cg hef a'drei verið þar. Eg ekki heldui’, það hljóta að hufa verið einhverjir aðrir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.