Þjóðviljinn - 01.04.1953, Blaðsíða 10
10) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 1. apríl 1853
2$
eiisftllisþMfM'r
Þar eru nœgar vöggusfofur
og leikskólar
Vöggustofur Sovétríkjanna geta tekið um 3 milljónir
barna í einu. — Þar eru börn innan 3 ára aldurs.
Og í leikskó’unum er rúm fyrir meira en 4 milljónir
barna og stöðugt bætast ný barnalieimili við.
MATUR.INN
Á
MORGUN
Blómkálsmjólkursúpa.
Kótelettur, kartöflur, grænmetl
Blómkálssúpur fást í pökkum
og er pakkinn ætlaður 4, en
sé notuð mjólk til helminga
við vatnið, nægir pakkinn
handa 6.
I staðinn fyrir kótelettur, sem
oft eru rýrar, má nota sneiðar
úr læri eða sneiðar úr fram-
hryggnum, sem seldur er í
súpu, en biðja verður aí-
greiðslumanninn að saga
hrygginn í sneiðar með tilliti
til þess.
Þurrkaðar snittubaunir eru
mjög ijúfengt grænmeti, 50 g
á kr. 5.00, og er það varla
handa 4.
Árið 1913 voru í öllu Rúss-
landi Zarsins aðeins rúm fyrir
500 börn á vöggustofum. Nú er
rúm fyrir meira en milljón börn
á vöggustofum í Ráðstjórnar-
ríkjtmum. Á sumrin eru auk
þess opnar vöggustofur fyrir
fjórar milljónir barna. I iðn-
fyrirtækjum, sem unnið er í
vöktum, eru vöggustofur opnar
allan sólarhringinn. Vöggu-
stofurnar taka við börnum til
þriggja ára aldurs.
Fyrir böm á aldrinum
þriggja til sjö ára er aragrúi
Framhald á 11. síðu
Rafmagnstakmörkun
Miðvlkudagur 1. apríl.
Kl. 10.45-12.30:
Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi
Elliðaánna vestur að markalínu
frá Flugskálavegi við Viðeyjar-
sund, vestur að Hliðarfæti og það-
an til sjávar við Nauthóisvík S
Fossvogi. Laugames, meðfram
Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal-
ames, Áraes- og Rangárvallasýslur.
Nevil Shute:
Hljóðpípusmiðurinn I
• .... ...........5 77-
„Eigið þér við „Silungakrána" í Godstow ?“
„Já — „S51unginn“. Kannist þér við hana?“
„Já, ég htld það. Ég kom þar oft fyrir
fjörutíu ámm“.
„Farið þangað og drekkið bjórkoilu fyrir
mig“ sagði ungi maðurinn. „Sitjið á veggnum
og horfið á fiskana í tjörninni á heitum sum-
ardegi".
Howard sagði: „Ef ég kemst til Englands,
skal ég gera það“. Hann leit í kringum sig í
óvistlegu herberginu. ,,En get ég ekki tekið
nein skilaboð?"
Charenton hristi höfuðið. „Engin skilaboð“,
sagði hann. ,.Og þó svo væri, myndi ég ekki
biðja yður fyrir þau. Það er áreiðanlega hljóð-
nemi í þessu herbergi og Diessen hlustar á allt
sem við segjum. Þess vegna hafa þeir látið
okkur hittast hér“. Hann leit í kringum sig.
„Hann er sennilega bakvið eitthvert olíumál-
verkið“.
,,Eruð þér viss um það?“
„Alveg handviss.“
Hann hækkaði röddina og sagði á þýzku:
„Þetta er tilgangslaust, Diessen majór. Þessi
maður er alveg ókunnugur mínum málum.“
Hann þagnaði og hélt síðan áfram: „En eitt
skal ég segja yður. Fyrr en varir verða Emg-
lendingar og Ameríkumenn búnir að sigra
ykkur. Þeir verða ekkert mildir við ykkur. Og
ef þér látið drepa þennan gamla mann, verðið
þér hengdur öðrum til viðvörunar."
Hann sneri sér að Howard. „Nú koma þeir
sjálfsagt," sagði hann rólegur á ensku.
Gamli maðurinn var áhyggjufullur. „Mér
þykir leitt að þér skylduð segja þetta,“ sagði
hann. ,,Þér verðið látin gjalda þess.“
„Það skiptir engu,“ sagði ungi maðurinn.
„Það er úti um mig hvort eð er.“
Eitthvað í rödd hans fyllti Howard angist.
„Iðrist þér?“ spurði hann.
„Nei, það er öðru nær,“ sagði Charenton og
hló dreagilega. „Okkur tókst ekki að kála
Adolf en við gerðum hann skelkaðan."
? Dyrnar'opnuðust að baki þeirra. Þeir sneru
sér við; þar stóð varðstjórinn og með bonum
hermaður. Hermaðurinn gekk í herbergið og
nam staðar hjá Howard. Varðstjórinn sagði
hörkulega: „Komið.“
Charenton brosti um leið og Howard reis á
fætur. ,,Þetta sagði ég,“ sagði hann. „Verið þér
sælir. Gangi yður vel.“
„Verið þér sælir,“ sagði gamli maðurinn.
Honum var ýtt út úr herberginu, áður en hon-
um gafst tími til að segja meira. Um leið og
hann gekk eftir ganginum sá hann gegnum
opnar dyr í svartklædda Gestapóforingjansi og
andlit hans var dökkt af reiði. Þungum skref-
um gekk Howard milli varðmanna sinna út á
sólbakað torgið.
Þeir fóru aftur með hann til Nicole og barn-
anna. Ronni kom þjótandi til hans. „Marjan
var að kenna okkur að standa á höfði,“ sagði
hann óðamála. „Eg get það og Pétur líka. Vill-
em getur það ekki og stelpurnar elcki heldur.
Sjáðu bara. Horfðu á mig!“
Meðan bömin kepptust við að standa á
höfði, horfði Nicole kvíðafull á hann. „Gerðu
þeir ekkert,“ spurði hún.
Gamli maðuriem hristi liöfuðið. „Þeir notuðu
mig til þess að reyna að fá ungan mann að
nafni Charenton til að tala,“ sagði hann. Hann
sagði henni lauslega frá því sem gerzt hafði.
„Þetta er þeirra aðferð,“ sagði hún. „Eg
heyrði talað um það í Chartres. Þeir notfæra
sér andlegar þjáningar.“
Löturhægt drattaðist dagurinn áfram og
varð að kvöldi. Það var erfitt að hafa ofanaf
fyrir bömunum í hitanum og þrengslunum í
herberginu. Þau höfðu ekkert að gera, gátu
ekki horft á neitt og ekki var hægt að lesa
fyrir þau. Nicole og Howard urðu að taka á
öllu sem þau áttu til þess að koma í veg fyrir
rifrildi og slagsmál, og fyrir bragðið höfðu
þau minni tíma til að hugsa um vandræði sín.
Loks kom vörðurinn með aðra máltíð til
þeirra, ’rammt kaffi og stóra brauðhleifa. Börn-
in voru fegin tilbreytingunni; af reynslu vissi
Howard og Nicole að börnin færu að verða
syfjuð. Þegar vörðurinn sótti mataráhöldin
báðu þau um svefnstæði.
Hann kom með bedda til þeirra, grófa kodda
og ábreiður. Það tók sinn tíma að koma þessu
fyrir og þegar því var lokið, voru börnin reiðu-
búin að leggjast út af.
Kvöldstundimar liðu í þögn og aðgerða-
leysi. Nicole og Howard sátú á beddunum og
brutu heilann; stöku sinnum yrtu þau hvort
á annað og þögðu þess á milli. Um tíuleytið
fóru þau að hátta, fóru aðeins úr ytri fötunum,
lögðust fyrir og breiddu teppin yfir sig.
Howard svaf allvel um nóttina, stúlkan ver.
Eldsnemma um morguninn, í afturelding, var
hurðinni hrundið upp. Varðstjórinn stóð í dyr
unum, alklæddur, með byssusting við belti sér
og stálhjálm á höfði.
Hann hristi'Howard. „Á fætur," sagði hann.
Hann benti honum að klæða sig.
Nicole reis upp við dogg með hræðslusvip.
„VOja þeir tala við mig?“ spurði hún á
frönsku. Maðurinn hristi höfuðið.
Howard sneri sér að henni í daufri skím
unni. „Þetta verður sjálfsagt önnur yfir-
heyrsla." sagði hann. „Vertu róleg. Eg kem
bráðum aftur.“
Hún var mjög döpur. „Eg og börnin bíðum
eftir þér,“ sagði hún. „Þeim er óhætt lijá
mér.“
„Eg veit það,“ sagði hann. „Vertu sæl á
rneðan."
1 morgunkulinu var farið með hann út á
torgið og að stóra húsinu með hakakrossfán-
anum hjá kirkjunni, þar sem hann hafði fyrst
verið yfirheyrður. Það var ekki farið með
hann í sama herbergið, heldur í herbergi uppi
á lofti sem sneri út að húsagarðinum. Ein-
hvern tíma hafði það verið svefnherbergi og
enn var eitthvað inni af svefnherbergishús-
gögnum, en rúmið hafði verið fjarlægt og nú
var þetta einhvers konar skrifstofa.
Svartklæddi Gestapóforinginn, Diessen
majór, stóð við gluggann. „Jæja,“ sagði hann.
„Þá kemur Englendingurinn aftur.“
Hov/ard þagði. Þjóðverjinn talaði nokkur
orð á móðurmáli sínu við varðstjórann og her-
manninn, sem hafði fylgt Howard. Varðstjór-
tltllf OC CftMWH
Hann laut niður að henni og kyssti hana af
þvílíkri ástríðu að það vai- eins og þau hefðu
aldrei kysstst áður. Engum hefði komið til
hugar að þau væru gift.
Þau voru það heldur ekki.
Hann: Ég vona þú dansir við mig i kvöld.
Hún: Sannarlega, ég kom hingað ekki ein-
göngu til að skemmta mér.
Gerðu ekki öðrum það sem þú villt að aðrir
geri þér. Smekkur manna er svo misjafn.
Hversvegna giftistu Maríu, vinur Daddi?
Jæja, ert þú að verða hissa á því — líka?
Það er hryllilegt að sjá fólk sóa peningum og
geta alls ekki hjálpað því.