Þjóðviljinn - 08.04.1953, Síða 8

Þjóðviljinn - 08.04.1953, Síða 8
. g) _ t>JÓÐVILJINN — Miðvikudagur 8. apríl 1953 Bðnmvmaiélagsms Sumasgíöi V'erður haldinn að LAUFÁSBORG föstudaginn 10. þ. m. Fundurinn hefst.kl. 20.30. — Venjuleg að- alfundarstörf. Stjómin SKfÐAMÓT ÍSLANDS 1953 frá Verkstj órasaiiibaedinu: Verkstjóranámskeiðið verður sett fimmtudaginn 9. apríl kl. 6 síðdegis 1 kvikmyndasal Austur- bæjarskólans (gengið inn frá leikvelhnum). Verður jþá skýrt frá tilhögun kennslunnar. Allir verkstjórar velkomnir. Stjómin. AÐEINS KR. 80.00 kostar árgangurinn af SPEGLINUM í á- skrift, en kr. 87.00 í lausasölu. Árang- urinn er að efnismagni eins óg 450 bls. bók í Skírnisbroti, en myndir hátt á annað hundrað'. Og svo fá nýir áskrif- endur á þessu ári allan árgangínn 1951 í kaupbæti. APBÍLBU9IÐ KEMUB 0T I DfiG Spegillinn Áskriítasimi 2702 fást nú aftur í Tóbakseinkasölu ríkisins. 15 km ganga — Þing- eyingar í sérflokki Miðvikudaginn 1. april hófst Skíðamót íslands með 15 km göngu. Veður mjög slæmt til keppni, stormur og skafrenn- ingur. Var nokkur ágreiningur um það hvort ætti að ganga eða ekki, voru Isfirðingar aðallega á .móti. Sló mótstjómin þá upp fundi með fararstjórum kepp- enda, og, var atkvæðagreiðsla um málið og. var samþykkt að fresta ekki. Göngubrautin var lögð þannig að fylgjast mátti með kepp- endum eftir 5 og 10 km. Var mikill spenningur um úrslitin. Eru göngumennirnir það jafn ir að ómögulegt er að spá um úrslit, eins og kom á daginn. Þeir sem taldir yoru hafa mest- ar líkur til vinnings voru m.a. Oddur, Gunnar, ívar og Eben- eser. > Fyrstur lagði af stað Ebenes- er frá ísafirði. Og svo hver af öðrum, voru keppendur 14 tals- ins. Eftir 5 km sást næst til þeirra og sást þá strax hverjir mundu verða líklegir til sig- urs. Má þar nefna Finnboga Stefánsson HSÞ sem dregið liafði mjög á, einnig Oddur P. . og Stefáfn Þórarinsson. Því mið- ur var ekki hægt að taka neina millitíma. En sást þó að Finn- bogi hafði lang beztan tímann. Næst sást til þeirra eftir 10 km; var þá Finnbogi sem lagt hafði af stað nr. 6. kominn á hæla Ebenesers sem lagði af stað fyrstur. Einnig höfðu gengið mjög rösklega Oddur, Stefán Þ. Sigurjón Hallgrímsson, ívar o.fl. Skömmu eftir 10 km liætti Gunnar Péturs og var þar með úr sögunni sem sigurvegari. í mark kom fyrstur Finnbogi og strax á liæla hang Ebeneser og svo hver af öðrum. Fkmbogi hafði sigrað með yfirburðum, næst beztan tíma hafði Oddur, svo þar næst Stefán Þórarinsson. IJrslit: íslandsmeistari Finnbogi Stef- ánsson HSÞ '1.18,24 klst. 2. Öddur Pétursson Isafirði 1.20.37 klst. 3. Stefán Þórarinsson HSÞ 1.21,29 klst. 4. Ebeneser Þórarinsson ísaf. 1.23,25 klst. 5. ívar Stefánssca HSÞ 1.24,24 klst. 6. Sigurjón Hallgrímsson Flj. 1.24,55 klst. 7. Sigurkarl Magnússon Flj. 1.26.38 klst. 8. Guðm. Guðmundsson AK 1. 31,19 klst. 10. Sigurjón Halldórsson ísaf. 1.33,15 iklst. Veður var mjög vont til keppni eins og fyrr var sagt, og var komið framm í myrkur þegar síðustu menn komu í mark. Þegar 10 km voru búnir af göngu eldri flokksins þá voru „ræstir“ af stað keppendur í yiigri flokki, voru aðeins 3 keppendur í þeim flokki. Var lítið fylgst með þeim .þar sem allir höfðu hugann að eldri flokknum. Það kom strax í Ijós að Illugi Þórarins myndi vera í sérflokki enda kom hann rúmu „korteri“ á undan þeim næsta í mark. Illugi gengur mjög skemmtilega, er léttur og fjaður magnaður. Á hann áreiðanlega mikla framtíð fyrir sér sem göngumaður. Úrslit: 1. Hlugi Þórarinsson HSÞ 1.28, 31. 2. Sveinn Kristinsson Flj. 1.46, 05. 3. Sig'urður Sigurðsson ísaf. 1.48,11. Drengirnir gengu 15 km. 4x10 km hoðganga Á skírdag var keppt í einni grein 4 X10 km boðgöngu. Fresta varð svigi vegna veðurs. Kl. 2 ^tundvísjega hófst svo boðganga, tvær sveitir kepptu, sveit Þingeyinga og ísfirðinga. Var áður, -sem fyrr í göngu, tvísýnt um úrslit. Fyrsta sprett gengur Ivar fyrir Þingeyinga og Sigurður Jónsson fyrir Isfj. Voru gengnir tveir 5 km hring- ir. Eftir fyrri liriaiginn hafði ívar unnið rúma mínútu af Sig- urði, en eftir 10 km var for- skotið rúmar þrjár mín. Nú tók við af Ivarí, hinn ungi og efni- legi Illugi, en á móti honum gekk Oddur Pétursson. Héldu nú margir að Oddi myndi takast að vinna á og jafna forskotið. En Illugi var einn á annarri skoðun, eftir 5 km hafði hann unnið eina mín. af Oddi og tæp- lega tvær þegar í mark kom. Nú voru Þingeyingar komnir um 5 mín. á undan þegar Stefán Þ. tók við en á móti honum gekk Gunnar Pétursson. Eftir 5 km hafði Gunnar dregið um 40 sek. á Stefán og rúrpa mín- útu eftir .10 km, vfar nú auðséð að Þingeyingar væru ósigrandi, þegar hér var komið, nema eitt- hvað sérstakt kæmi fyrir. Síðasta sprettinn gengu þeir Finnbogi meistarinn frá degin- um áður og Ebeaeser Þ. Finnbogi saanaði aftur að hann er ekkert lamb á stuttum vegalengdum. Gekk hann geysivel og eftir fyrri hring hafði hann enn lengt forskotið um mín. og einni bet- ur í seinni hring. Gekk hann á lang bezta tíma. tírslit: 1. Sveit HSÞ 3.05,16 klst. 2. Sveit ísfirðinga 3.10,43 klst. Millitímar í boðgöngunni á 10 km: 1. Finnbogi Stefánsson 43,46 2. Gunnar Pétursson 45,05 3. Ebeneser Þórarinsson 45,32 4. Stefán Þórarínsson 46,11 5. Illugi Þórarinsson 47,05. H. England gegn öðfum löndum Evrépu FIFA Alþjóðasamband knatt- spyrnumanna með forseta þess, franskmanninn Jules Rinet, sat fund í Kaupmannahöfn, og ræddu ýms alþjóðleg mál. Þar var gengið frá hinum löngu fyrírhugaða leik Eaglands gegn úrvali úr öðrum löndum Evrópu. Er leikurinn áform- aður í tilefni af 90 ára afmæli Enska Knattspyrnusambands- ins. (Footbal Associaticn) en það var stofnað 26. okt. 1863. Dagsetning leiksins er ákveðin 21. okt. og fer hann fram á Wembley í London. Þeir sem yeija í liðið gegn Englandi eru Lotzy frá Hollandi, Tbommen frá Sviss, Capero frá Spáni og Gassmann frá Sviss. Samþykkt var að leikmenn sem leika í evrópeískum liðurh en eru af þjóðerni utan Evrópu megi keppa í hinu blaadaða liði. Á fundi þessum var rætt um það og samþykk-t að eitthvert landið tæki að sér að standa fyrir keppni milli liðs frá Evrópu og annars frá Suður- Ameríku í-tilefni af 50 ára af- mæli FIFA næsta ár. Spánn sótti um að sjá um leikinn en á- kvörðun var ekki tekin um það á fundinum. I liggur leiðin Happdrœtfi Háskóla Islands

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.