Þjóðviljinn - 11.04.1953, Qupperneq 8
8)' — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 11. apríl 1953
þsmmumm
Undirrit. . . . óska að gerast áskrifandi að Þjóðviijanuni
Nafn
Heimili
Skólavörðustíg 19 — Sími 7500
Fizmlcmdsferð
Hér með tilkynnist heiðruðum viðskiptavinum
vorum, að ráögert er, ef nægur flutningur fæst,
að m.s. Reykjafoss fex*mi timbur í Kotka í Finn-
landi 10.—15. maí n.k.
Tilkynningar um flutning óskast sendar aðal-
skrifstofu vorri (sími 82460) eigi síðar en fimmtu-
daginn 16. apríl n.k.
Hi. Eimskipafélag Islands
Ibúð með húsgögnum
óskast nú þegar.
Leigutími til 1. september.
Tilboð sendist William N. Hynes,
pósthólf 1099, Reykjavík.
ákgsiðkmörkun daganá 32. til 19. apríl
fzá kl. 10.45—Í2.30:
Sunnudag 12. apríl ...... 3. hverfi.
Mánudag 13. apríl..... 4. hverfi.
Þriðjudag 14. apríl ... 5. hverfi.
Miðvikudag 15. apríl.. 1. hverfi.
Fimmtudag 16. apríl... 2. hverfi.
Fösludag 17. api’íl .. 3. hverfi.
Laugardag 18. api'íl.. 4. hverfi.
Straumuriim verður rofiim skv. þessu þegar
og að svo znikiu leyii sem þör! krefur.
Sogsvirkjunin
Lögregluþjónsstöður
Tvrær lögregluþjónsstöður á Keflavíkurflugvelli eru
lausar til umsóknar nú þegar. Laun samkvæmt launa-
iögum.
Umsóknir sendist til Jóns Finnssonar, fulltrúa, Kefla-
víkurflugvelli, fyrír 25. þ.m., og veitir hann jafnframt
allar nánari uppiýsingar.
Eyðublöð undir umsóknir fást hjá lögreglustjórum.
Hafnarfirði, 10. apríl 1953.
Sýsiumaðurinn í Gullbringu- og
Kjósarsýslu.
Snndmót iþréttafélags Heykjavikur
Helga Haraldsdóttir setti íslandsmet í 50 m skrið-
sundi — Utanbæjarmenn í sókn — Hljómlist í
„Höllinni" og tilkynningar í hátalara — Þátttaka
setuliðsmanna misheppnuð „vakning”
Sundmót þetta var svipað og
sundmótin undanfarið. Þátttaka
og árangur utanbæjarfólksins
er það sem athygli vekur, er
það sérstaklega í yngri aldurs-
flokkunum og lætur það líka
til sín talca í þeim eldri, . eins
og t.d. í 50 m baksundi karla,
sem Jón Helgason frá Akranesi
vann og í 200 m bringusundi,
þar sem þeir þrír sem syntu
þe3sa vegalengd voru utan-
bæjarmenn, þó voru 8 skráðir
en aðeins einn úr Reykjavík.
Úr Reykjavík höfum við að
vísu fólk sem aldrei bregst
eins og Pétur Kristjánsson og
Helgu Haraldsdóttur, sem setti
met í 50 m skriðsundi kvenna
og skemmtileg var keppni.hinn-
ar stóru Helgu og litlu Ingu
Árna, sem enn er telpa, en
Helga fullorðin.
Helga vann líka 100 m
bi-ingusund kvenna. Og svo
höfum við okkar gömlu góðu
nöfn eins og Sigurð Jónsson
KR og Ara Guðm. Ungir menn
lcoma lítið fram og virðast a.m.
k. sýna hægfara þroska.
Það er skemmtilegt að sjá
hve Guðmundi Ingólfssyni
verður ágengt í Keflavík og
þann áhuga sem hann hefur
kveikt kringum sig þar.
1 Reykjavík virðast sund-
félögin og kennarar þeirra
meira og minna halda að sér
höndum. Sú nýbreytni var upp-
tekin í Sundhöllinni að tilkynna
gegnum hátalara, og brá nú
svo við að gestir heyrðu allar
tilkynningar og er að þessu
mikill fengur. Auk þess voru
Ieikin létt lög til skemmtunar
áður en sundið hófst.
Grínsirlcus eða —?
Auglýst hafði verið að sund-
meein úr setuliðinu ættu að
keppa á mótinu og þess getið
og látið í það skína að hér
væri um að fæða kappa úr
faandarískum háskólum sem al-
þekktir væru fyrir sína ágætu
íþróttamenn.
Mun þetta hafa átt að
,,punta“ upp á mótið, og ef til
vill átak sundmanna til að
lyfta sundinu uppúr þeim
öldudal sem það er nú í hér i
höfuðstaðnum. Þetta byrjaði nú
elcki vel; „gestirnii-“ komu 20
mín. of seint og urðu áhorfend-
ur sem sjálfsagt hafa beðið í
ofvæni að sjá viöbrögð þessara
kappa að bíða allan tímann. En
íslendingar eru þolinmóð þjóð,
— og vorkunsöm, það var
greinilegt, og samúð mátti
merkja er þessum háskóla-
mönnum, að því er virtist — lá
við að sökkva er líða tók á
sundin!
Þá vakti það vorkunsemi að
elcki virtust þeir kunna snún-
inga, eða reglur .sem giltu og
voru flest sund þeirra ólögleg.
Fyrsti keppandinn F Brambilla
synti 100 m skriðsund og höfðu
bejztu drengirnir nokkuð betri
tíma á baksundi! Næsti maður
hét Dunn og keppti í 50 m bak-
sundi og var hana 48,6 sek, en
lakasti íslendingurinn á 39,0.
Síðan hættu þeir að keppa sem
skráðir voru í 200 m bringu-
sund og 50 m flugsund. Annar
hljóp þó í skarðið í 50 m flug-
sundi og var sá eini sem svo-
lítið gat synt, en kunni þó elcki
keppnisreglur þgð vel að hann
mun hafa verið dæmdur úr
leik. Síðast tóku þeir þátt í
boðsundi (þrísundi). Þegar
sveitir Akraness (sem vann rið.
ilinn) og Suðurnes höfðu lok-
ið sínum þrem sundum höfðu
,,háskólaborgararnir“ lokið
tveim yegalengdum!
Unglingum þótti þetta
skemmtilegt og mikil tilbreyt-
ing frá því sem verið hefur á
sundmótum að hafa svona
,,grín“ með, þetta væri eins og
,,sirkus!“
Ekki munu forustumenn
sundsins hafa heillast af sund-
stíl „gestanna," og varia munu
sundkennarar legga til við
nemendur sína að talca hann
upp! Hér hefur því orðið
„moralskt“ íþróttalegt tap,
sem eru þó smámunir í saman-
burði við það þjóðemislega tap
sem samneyti við herinn er og
eins og hér var um stuðlað að
gjörsamlega að ástæðulausu
nema ef vera kynni til að
bleklcja áhorfendur og á þann
hátt að græða nokkrar krónur.
Sá gróði tapast margfalt í
vantrausti á auglýsingar og
sannleiksgildi þeirra. Þar er
sundinu illur greiði gerður, og
má það engu tapa. Sundmenn
verða því að fara aðrar leiðir
en í hóp hermanna til að hressa
uppá siindið.
■ Á eftir sundið afhenti for-
maður ÍR Gunnar Steindórsson
setuliðs-sundmönnunum og
„gestum“ mótsins minningar-
peninga.
Úrslit í einstökum greinum.
100 m skriðsund karla:
1. Pétur Kristjánsson Á. 1.00,9
2. Theodór Diðriksson ÍR 1.06,0
3. Gylfi Guðmundss. IR 1.06,8
50 m baksund karla:
1. Jón Helga IA 33,9
2. Guðjón Þóarinsson Á 35,0
3. Óli H. Ólafsson Á 36,8
50 m skriðsund fcvenna:
1. Helga Haraldsd., KR 33,0
2. Inga Ámadóttir ÍS 33,7
3. Bára Jóhannsd. ÍS 39,4
200 m bringusund karla:
1. Þorsteinn Löve IS 3.00,6
2. Magnús Guðmundss IS'3.03,7
3. Sverrir Jónss., Loftur 3.07,1
100 m baksund drengja:
1. Sigurður Friðrikss., ÍS 1,24,0
2. Örn Ingólfsson ÍR 1.24,8
3. Pétur Hansson IS 1.27,1
50 m baksund karla:
1. Pétur Kristjánsson Á 34,4
2. Ari Guðmundsson Æ 35,0
3. Sig, Jónsson KR 35,9
100 m bringusund kvenna:
1. Helga Haraldsd., KR 1.35,4
2. Guðný Árnadóttir IS 1.40,7
3. Báfa Jóhannsd. IS 1.43,6
50 m skriðsund drengja:
1. .Steinþór Júlíusson IS 29,8
2. Ólafur Guðmiindss., Á 30,8
3. Jörgen Bemdsen Æ 31,3
50 m skriðsund telpna:
1. Inga Árnadóttir LS 44,2
2. Guðný Árnadóttir IS 45,3
3. Hildur Þorsteinsd., Á 45,4
3X100 m þrísund karla:
3.47,9
3.52.2
3.54,0
3.50.6
3.55.6
5.51.3
1. Sveit Ármanns
2. Sveit ÍR
3. Sveit Ægis
4. Sveit IA
5. Sveit ÍS
6. Sveit setuliðsmanna
Skíðamót íslands
1 dag, páskadag, byrjaði
lceppni með svigi karla kl. 11.
Fór það fram á sáma stað og
flokkakeppnin daginn áður. -—
Brautin sem Einar Södrin lagði
var 850 m löng, fall og 45 hlið.
Úrdráttur var þannig hafður
að keppendum var raðað í
, grúppur" eftir. styrkleika, t.
d. þeir sem taldir eru tíu beztu
menn fá rásnúmer 1 upp í 10.
Veður var mjög gott, sólskin
og bliða. Færi var laust og
grófst brautin því mikið. I
fyrstu umferð fékk heztan
tímann Jón K. Sigurðsson 65,3
og annan beztan bróðir hans
Haukur Ó. Þriðja bezta hafði
hinn ungi og efnilegi Magnús
Guðmundsson frá Alcureyri,
Var sjáanlegt að þessir þrír
mundu berjast um sigurinn.
I síðari umferð náði Magn-
ús Guðmundsson, sem var
ræstur nr. 4 bezta brautartím-
anum 64,8 sek og um leið sigr-
inum. Jón og Haukur fengu
örlítið lakari tíma. Mag.nús er
aðeins 19 ára hár og myndar-
legur náungi. Hann hefur mikla
tækni og fer oft með ótrúleg-
um hraða gegnum brautirnar,
líka er hann frægur fyrir a’ð
komast sjaldan gegnum þær.
Bræðurnir Haukur og Jón frá
Isafirði vöktu athygli fyrir
skemmtilegan og mjúlcan stíl.
Framhald á 11. aíðu.