Þjóðviljinn - 11.04.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.04.1953, Blaðsíða 10
10) — í>JÓÐVILJINN — Laugardagur 11. apríl 1953 'Sftt Iram- stykkf. Breytingar og lagfæring- ar á kjólum eru alltaf í sínu gildi. Það þarf að lappa upp á gömlu kjólana, einkum vegna þess að þeir slitna eða verða fyrir slysum. Nýtt framstykki getur gert kraftaverk, ef kjóll- Bafmagnsiakmözkan Kl. J 0.45-12.30 Kaugardagur 11. apríl. Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjar- sund, vestur að Hlíðarfæti og það- an til sjávar við Nauthólsvík i Fossvogi. La.ugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal- arnes, Árnes- og Rangárvallasýslur. MATURINN Á MORGUN Smásteik, hrærðar kartöflur — Sveskjuterta. ★ I %—1 kg tryppakjöt, 4 kart- > öflur, 1 bolii gr. ertur, 1—-2 * laukar, lárviðarlauf, 4 msk. ' hveiti, 1—2 tesk. salt, 75 g ■ tólg, %—1 1 heitt vatn, sósu- f litur. Kjötið er hreinsað og skorið munnbita stóra teninga. Velt upp úr hveiti blönduðu salti, brúnað í potti eða á pönnu og síðan látið í pott til að sjóða. í Vatninu hellt á. Ef brúnað er •, á pönnu er vatninu .hellt fyrst ) á pönnuna til að fá soðkraft- í inn af henni. Laukurinn er ') skorinn í fernt og' soðinn með } kjötinu frá byrjun ásamt lár- ) viðarlaufinu og gr. ertunum, > sem iegið hafa í bleyti. Kart- > öflurnar flysjaðar og skornar > í tvennt eða fernt eftir stærð * og soðnar með í siðustu 10—20 f mín. Afg. af hveitiblöndunni ' jöfnuð með því. Sósulitur og ' krydd eftir smekk. Borðað með soðnum eða hrærðurn kartöfl- i um. > Sveskjuterta. 150 g tvíböku- t mylsna, 200 g sveskjur, sykur } sitrónusafi, 2 dl rjómi. Ef not- I uð er brauðmylsna í stað tví- } bökumylsnunnai' er betra að J blanda 1 msk. af sykri saman , við og brúna hana í 50 g af i smjörliki. Sveskjurnar eru lagð- ) ar í bleyti og soðnar þangað ) til hægt er að ná steinunum ) úr. Soðnar í mauk og sitrónu- } safi og sykur látinn í eftir * smekk. Tvíbökumylsna og > sveskjuma.uk látið til skiptis í > lög í skál, mylsna efst og * neðst. Hvolft úr skálinni á fat 1 og skreytt með þeyttum rjóma, ' heilum sveskjum eða eplasrffeið- inn er slitinn undir höudunmn eða hálsmálið farið að láta sig. Röndótt efni eru mjög í tízku og á myndinni sést hvern ig hægt er að skinna upp á gamlan einlitan kjól. Á mynd- inni er röndótta efnið sett inn í silkikjól, en að sjálfsögðu er hægt að nota það í ullarkjól með sama árangri. Ef vasar og uppslög eru brydduð sams- konar efni, verður úr þessu allra fallegasti kjóll. Kjólar, scm grenna, eru alltaf eftirsóttir, og hér kem- ur ein slík fyrirmynd, en þær eru því miður alltof sjaldgæf- ar. 1 kjólnum eru línumar langar og beinar, og þær gera það að verkum að konan í kjólnum virðist hærri og grennri. Kjóllinn er hnepptur alla leið niður úr að framan og í pilsinu eru mjúkar fellingar. Hálsmálið er slcemmtilegt og setur frumlegan svip á kjólinn. Fyrirmyndin er afbragð handa lágvöxnum, feitlögnum konum, sem vilja gjarnan virðast hærri en þær eru, og þarna er dæmið leyst á látlausan og smekkleg- an ihátt. Þennan lcjól má sauma úr léttu ullarefni og einnig úr silkiefni. ER KASTAKHOLAN BILIÐ ? ÞAÐ ER hægt að gera við gat á kastarliolunni til bráðabirgða með krít, sem venjulegu kítti er blandað í. Við það inyndast hella sem harðnar við hitann. En ef gatið er mjög lítið er : hallæri hægt oð klessa i það fiskilími. En munið að setja límklessuna innaní skaftpott- inn, þvi að vökvinn kemur í veg fyrir að lími'ð bráðni. Að vísu er ekki heppilegt að sjóða mjólk í pottinum á eftir, en hann er úgætur til að sjóða í 'kartöflui'. Nevil Shute: Hlióðpípusmiðurinn 82. izt til Englatids ? Hvað ætlið þér að senda mörg til Ameríku? Öll?“ Howard hristi höfuðið. ,,Eg efast um það. Þrjú þeirra fara áreiðanlega, en tvö eru ensk og faðir frönsku telpunnar er í London. Eg veit ekki hvort þau fara líka. En hin bömin þrjú sendi ég intian viku. Ef þér leyfið okkur að fara.“ Þjóðverjinn kinkaði kolli. ,,Þér megið ekki draga það lengur. Við verðum komnir til Lon- don eftir sex vikur.“ Það varð þögn. „Þér skuluð ekki halda, að ég efizt um hvemig stríðinu lýkur,“ sagði Diessen. „Við sigmm England eins og við sigruðum Frakkland; þið standist okkur ekki snúning. En stríðið við samveldislöndin getur staðið í mörg ár og á meðan getur orðið mat- arskortur. Það er betra fyrir önnu litlu að vera í hlutlausu landi.“ Howard kinkaði kolli. „Hún má fara með okkur, ef þér viljið senda hana.“ Gestapóforingkm virti hann rannsakandi fyr. . ir sér. „Ehi í’eynið ekki að leika á okkur. Gleymið ekki að ungfrú Rougeron er á okkar valdi. Hún má fara til Chartres á fund móður sinnar, en við höfum vakandi áuga á henni, þangað til ég hef fengið skeyti frá Rupert bróður mínum um að Anna litla sé komin til hans.“ „Sem gísl,“ sagði gamli maðurinn lágt. „Sem gísl.“ Þjóðverjinn var hörkulegur á svip. „Og það er enn eitt. Ef þetta fréttist, þá verður stúlkan send í fangabúðii'. Eg kæri mig ekki um að þér 'breiðið út lygar um mig, eftir að þér koniið til Englands. Munið það.“ Howard var fijótur að hugsa. „Það er önn- ur hlið á málinu," sagði haon. „Ef ungfrú Rougeron kemst í kast við Gestapó og ég frétti um það til Englands, skal þessi saga verða sögð um allt England og birt í þýzku útvarpsfréttunum og nafn yðar nefnt.“ Diessen sagði hranalega: „Vogið þér yður að ógna mór.“ Gamli maðurinn brosti dauflega. ,,Við skul- um sleppa þessu tali um ógsianir,“ sagði hann. „Við erum livor öðrum háðir og ég vil gera samning við yður. Eg skal taka telpuna og koma henni til White Falls hvað sem það kost- ar. En á hinn bóginn eigið þér að líta eftir ungfrú Rougeron og sjá um að lienni verði ekkert mein gert. Þessi samningur er hag- kvæmur okkur báðum og við getum skilið sem vinir.“ Þjóðverjinn starði lengi á hann. „Þér eruð slunginn, Englendingur sæll,“ sagði hann að lokum. „Þér hafið feugið vilja yðar fram- gengt. „Þér líka,“ sagði gamli maðurinn. Þjóðverjinn lagði frá sér byssuna og teygði sig eft;r bréfmiða. „Hvert er heimilisfang yð- ar í Englandi? Eg mun senda eftir yður, þeg- ar við komum til Dondon í ágústmánuði." Þeir fóru að ræða ferðalagið nánar. Eftir stuudarfjórðung reis Þjóðverjinn á fætur. ,,Þér nefnið þetta ekki við neinn,“ sagði hann aftur. „Annað kvöld verðið þið flutt héðan.“ Howard hristi höfuðið. „Eg mun ekkert ‘ segja. En eitt langar mig til að segja yður. Mér hefði aldrei dottið i hug að neita yður um að taka telpuna með mér.“ Þjóðverjinn kinkaði kolli. „Það er ágætt,“ sagði hamn. „Ef þér hefðuð neitað, hefði ég neyðzt til að skjóta yður. Það hefði verið of hættulegt að sleppa yður lifandi út úr þessu herbergi.“ Hann hneigði sig stirðlega. „Auf Wieder- sehn,“ sagði liann liáðslega. Hann ýtti á bjöllu- hnapp á borðinu; dyrnar opnuðust og vörður- inn leiddi Howard eftir mannauðum götunum í tunglsljósinu og inn í fangaklefann aftur. Nicole sat á rúminu og beið hans. Um leið og dymar lokuðust kom hún til lians og sagði: „Hvað var gert? Meiddu þeir þig?“ Hann iklappaði hemni á öxlina. ,,Nei, nei,“ sagði hann. „Þeir gerðu mér ekkert.“ „En hvað vildu þeir þér? Af hverju varstu ®óttur?“ Hann settist á rúmið og hún settist á móti honum. Tunglið varpaði silfruðum bjarma inn um gluggann; í fjarska heyrðist flugvéladyn- ur. „Hlustaðu nú á, Nicole,“ sagði hann. „Eg get ekki sagt þér hvað gerðist. En þetta ætla ég að segja þér og reyndu að gleyma að ég hef sagt þér það. Þetta fer allt vel. Við förum bráðum til Englands, öll börnin og ég líka. Og þú verður frjáls ferða þinna og mátt fara aftur til móður þinnar í Chartres og Gestapó mun ekki angra þig. Allt er klappað og klárt.“ Hún sagði með öndina í hálskium: „En — ég skil þetta ekki. Hvernig liggur í þessu?“ Hann sagði: „Það get ég ekki sagt þér. Eg get ekki sagt þér meira, Nicole. En þetta verð- ur bráðlega." ,,Þú ert ekki þreyttur — eða lasinn? Er þetta allt satt og máttu ekki segja mér hvernig í því liggur?" Hann kinkaði kolli. „Við förum á morgun eða hinn,“ svaraði hami. Það var festa og sannfæring í rödd lians og hún trúði honum. „Mikið er ég glöð,“ sagði hún lágt. Þau þögðu bæði langa stund. Loks sagði hún: „Eg var að hugsa um ýmislegt meðan ég sat hérna ein í myrkrinu." í daufri skímunni sá hann ‘að hún leit undan. „Eg var að hugsa um, hvað yrði um þessi börn, þegar þau yrðu fullorðin. Ronni — hann verður sjálfsagt verk- fræðingur og Marjan hermaður og Villem seunilega lögfræðingur eða læknir. Og Rósa veröur móðir, og Sheila — hún verður ef til vill móðir líka eða einhvcr athafnakvenmaður. Og Pétur litli — veiztu hvað ég held um hann ? Eg held að hann verði einhvers konar lista- maður eða hugsjónamaður.“ „Þetta er mjög sennilegt,“ sagði gamli mað- urinn. Stúlkan hélt áfram. „Eg hef verið örvílnuð síðan John fórst,“ sagði hún lágt. „Mér fannst eins og ekkert gott væri lengur til í lieiminum, allt hefði brjálazt og orðið illt og saurugt — guð hefði dáið eða horfið og skilið heiminn eftir á valdi Hitlers. Bömin áttu jafnvel að halda áfram að þjást." Þögn. Gaml maðurinn sagði ekkert. „Eei nú,“ sagði hún. „Nú er allt að skýrast fyrir mér aftur. Okkur John var aðeins ætluð vika til að njóta hamingju okkar. Við áttum í skólamun: Kennarinn: Nonni, hvort er lengra í burtu, tunglið eðe, VatnajökuU. Nonni: Vatna.jökull. Kennarinn: Hvað áttu við? Nonni: Ekki sjáum við þó Vatnajökul. Stúlkurnar í annarri íbúðarálmu skólans kvörtuðu yfir þvi við umsjónarmanninn að strákarnir hinumegin drægu aldrei niður glug'gatjöldin. Umsjónarmaðurinn leit út um gjuggann, og sagðj: Fg sé ekki að það sjaist neitt inn í herbergið. Stúlkurnar svöruðu: Stig- ið hérna upp á stólinn og sjáiö bara. Skotinn þreifaði í vasa sína áður en hann skyldj skorinn upp. Þér eigið alls ekki að borga fyrirfram, sagði læknirinn. Nei, ég er bara að athuga hvað ég hef mikiö á mér, áður en ég er svæfður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.