Þjóðviljinn - 12.04.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.04.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 12. apríl 1953 Einhver kunningi minn gatl það, eins og þeir segja í útvarp.- þess við mig fyrir nokkrum dög-J inu. — Þessi fátæklegu orð mín wm, iað Kristófer Grímsson yrði eru laðeins hugleiðingar um isextugur þann 12. þ. m. Eg bar. Kristófer e'ins og ég hef kynnzt brigður á orð hans og sagði iað, eftir útliti hans að dæma mundij skakka um fullan ánatug hjáj þessum kunningja mínum. En! honium um nokkuð lang.an tíma, þar sem hann hefur komið fram sem hinn trausti maður, sem óhætt var að fela hvers kyns miannitialið og kirkjubækur segja trúnaðarstörf. Það var trygging að þetta sé rétt, þá þýðir víst eklti ,að deila . meira um .það. Krislófier ier jháötn' moldarinn- ar; haam' •hefur tekið -ástfóstri við islenzka' imold og holgað henni knaft-a sína. Þær eru orðisn lar æðimia|rgiar (mýrarnar, sem hann hefur ræst fram og þurrk- að cg gert hæfar til ,að breytast! í töðuvelli. Þær eru líka ótaldar þúfurnar, sem hann hefur bylt við og igert að sléttu itúni. Fúa- mýxarnar og igrjótholtin hér í nági'enni bæjarins, sem ,nú eru grænir vellir tala sínu þögla. máli þar um. Margir hafa .að vísu lagt þar hönd að, en óhætt mun að fullyrða, iað fáir hafi þar unnið meir.a að en Kristófer, hans hugsjón v.ar að láta tvö strá spretta þar sem áður óx eitt, og honum hefur tekizt .að gera þá hugsjón .að veruleifca. Kristófer hefur um langt skeið verið forustumiaður um ræktun- Brframkvæmdir hér í Reykja- vík og nágren.ni og farizt það prýðiletga úr he.ndi. Hann skilur manna bezt þýð- lingu samtaka og samvinnu jafnt í búnaði sem annars staðar. í lalmennum félagsmálum hefur Kristófer einniig reynst liðtækur maður. Hann hefur frá fyrstu rtíð stutt verkalýðshreyfinguna lað málum, og jiafn.an reynzt þar góður Hðsmaður, og því betri Bem meira á r.eyndi. Hann hef- iur igegnt mörgum trúnaðarstörf- lum fyrir samtökin með hinni mestu prýði og hvergi hvikað frá xéttu máli, en varið sín mál með festu og prúðmennsk.u, hver sem í Mut hefur átt. Ekki er mér k.unnugt um ætt Kristófers, enda var það ekki ætlunin að fiara ,að irekj.a hana hér. En ég •ætla þó ,að hann muni vera kom- ■inn af góðum bændaættum eins og flestir íslendingar, með jriokkiru íyiafi |af prestum og kennimönnum. En ekki meir um Kristófer Grímsson fyrir því a.ð þau voru í góðum höndum. Eg þakka Kristófer Grímssyni fyrir mai’gra ára starf í ísenzkri verkalýðshreyf- ingu. Jafnframt því óska ég honum langra og hamingjuríkra lífdaga, að h;ann eigi en.n eftir að vinna mörg verk fyrir ís- lenzka mold. Heill þér sextugum, KrMófer! Z. Jónsson. verður í Góðtemplarahúsinu (uppi) mánudaginn 13. apríl kl. 2. Allt gagnlegir munir á vsegu verði. Menningar og fr'iðar- sanitök kvenna v______________;___________y DEILDARFUNDIR Fun.dir veirða í öltum deild- um Sósíalistaféliags Reykjavíkur la’nnað kvöld (mánudag) ssxtisgur s dag Frtmerki 1 dag segjum við frá nokkr- um nýútkomnum og væntan- legum frímerkjum. Danir gáfu út í febrúar 30 aura frímerki með Friðrik IX. og er það yfirprentað með ,,NL+10“, það er til ágóða fyr- ir Hollandshjálpina. Merkið er rautt. 23. marz kom annað danskt frímerki út. Er það 30 aura +5 aurar rautt. , — 4r — í marz s.l. komu út í Tékkó- slóvakíu 4 minningarsett. Þann 5. komu 2 merki til minningar um 10 ára dánar- dægur skáldsins Bedrich Vacla- vecs (1 og 3 kcs). 8. marz komu 2 merki í tilefni af al- 1 þjóðakvennadeginum, 1.50 og 2 kcs. 20. marz 2 frímerki í til- efni af stofnun visindaakadem- íunnar (1.50 og 4 ksc.). 30. marz komu svo 3 áróðursfrí- merki fyrir hinni sósíalistísku uppbýggingu í Tékkóslóvakíu: 1.50, 2 og 3 kcs. — * — Hugur Bretans snýst nú ekki um annað meira en krýningu Elísabetar drottningar 2. júní n. k. Og auðvitað hafa þeir ekki gleymt frímerkjunum í sambandi við þann stóra at- burð. Verðgildi merkjanna verður: 2% penny, 4 penny og 1 shillingur og 6 penny (2 merki). Litur merkjanna ver'ð- ur: rautt, blátt, ljósgrænt og gráblátt. -— ★ — íraksmenn ætla einnig að krýna hjá sér á næstunni, 2. maí n.k. munu þeir krýna hinn unga kóng sinn Feisal II. Þeir gefa út í því tilefni 3 frímerki: 3 f. rauð-brún, 14 f. ljósgrænt brúnt og 28. f. blátt. — ★ — 1. apríl s.l. áttu að koma út i Luxemburg 6 frímerki í til- efni af væntanlegu brauðkaupi stórhertogans Jeans og hinn- ar belgísku prinsessu, Josep- hine-Charlotte. Frímerkin bera auðvitað mynd hjónamia til- vonandi og gildi merkjanna er: 80c.„ 1.20, 2, 3. 4 og 9 fr. Sú ólíklega fregn hefur flog- ið fyrir að Sigurður úrsmiour Tómasson sé sextugur í dag. Einhvern veginn sýnist þessi árafjöldi hafa látið hann ósnort- inn að mörgu leyti. Maðurinn er alltaf jafn bjartsýnri, jáfn heillaður af verkefnum fram- tíðarinnar, óspilltur af fjár- hyggju auðvaldsins eða yfir- bo'rðsmennsku samtírnaris. Sig'- urður er einn shjállasti hug,- vitsmaður stéttar sinnar, mað- ur sem gefur sér tóm til aci vinna hvert einasta yerk . af svo mikilli alúð, natni og smekkvísi að viðskiptavinurinn hefur ekki hugboð um annað Sigurður Tómasson eri að þetta sé eina starfið sem skipti máli, að -aíl't sé undir því komið að það takist vel. Slíkir menn eru Iiiriir einu sönnu máttarstólpar 'samfélags- irts. Slík rækt 'við sjálfan sig og hag meðborgara sinna er hln æðsta manndygð. Þesskon- ar menn eiga heimtingu á þjóð- skipulagi þar sem kostir af þessu tagi fá að njóta sín. Hið sairivirka þjóðfélag sósíal- ismans er óskaland slíkra hæfi- leikamanna, þar sem sú fremd er mest að hciid veiti hendi Frímerkjasafnarar, sendið fri- merkjaþættinum linur um á- hugamál ykkar. Utanáskriftin er: Þjóðviljinh, box 57, Rvík. „Frímérkja]>áttur“. J. og hugur huga og hvert verk er mótað af ást og list. Þrátt fyrir eril og önn daganna held ég að Sigurður láti fá tæki- færi ónotuð til að þoka þeirn hugsjón nær veruleikanum aó íslenzka þjóðin eignist sem fyrst hið samvirka þjóðfélag sósialismáns. Þessi fjölmennt- aði maður, sem getur vcl dregio f' • r ái yktanir af bók- um, lét sig ekki muna um að fara sjálfur til Ráðstjórnarríkj- auna til þess að. afla sé sönn- unargagna á „vettvangi fyrir -yfirburðurn skipulagsins. Þeir sem hlustuðu á fyrirlestur hans þá voru ekki í vafa um niðúrstöðu hans. Ég vildi að- eins óska að hann ætti sem fyrst afturkvæmt til Ráðstjórn- arríkjanna að sjá allar þær mörgu framfarir sem orðið hafa síðan hann var þar á ferð, ekki sízt í hans eigin starfsgrein og á sviði Ijós- mynda og kvikmyndalistarinn- ar. En eins og allir vita hefur Sigurður lengi verið á meðal snjöllustu og smekklegustu á- hugamanna um Ijósmynda og kvikmyndagerð hér á landi. Ég veit honum fellur vel að vita Ráðstjórnarríkin með vissu vera áratug og meir á nndan’ auðvaldsheiminum í flestum verklegum og tæknilegum efn- um, a.m.lt. á sviðum friðsam- legrar vinnu, en þó maður viti eitthvað upp á sína tíu fingur er sjón jafnan sögu ríkari. Mér varð bugsað til Sigurðar í fyrra, þegar ég var að skoða hina sjálfvirku armbandsúra- verksmiðju í Moskvu og þegar ég sat í hinu heimsfræga Stereókínó við Ahotnijrjad horfandi á hina þrívíðu kvik- mynd um Róbínson Krúsó og Frjádag, allt í einu orðinn beinn þátttaka.ndi í æfintýrum þeirra vegna þessarar dásam- legu nýjungar í kvikmyndagerð. Gaman væri ef kvikmynda- hús okkar tækju sig nú til og færu að nota hina snjöllu og hándhægu aðferð sem Sigurður fann upp til að sýna íslenzkan texta með útlendum myndum. Það væri bjóðlegt nytjastarf Framh. á 9. síðu. Smámynd úr kafíihúsalííinu — pVesalingarnir" í Iðnó Þ. S. skrifar: „Hefur Bæjar- pósturinn nokkuð á móti því að fá lítilfjörlega smámynd úr bæjarlífinu? — Það var eitt kvöld, nokkrir dagar siðan. Eg sat ásamt fleira fólki á veit- ingahúsi einu hér í bæ. Þetta var eitt af skárri veitingahús- unhm, og þangað safnast á kvöldin allmargt skólafólk og listamenn. Þetta kvöld var Iivert sæti skipað, eins og reyndar oftast er; og það var reykur í loftinu, og stormhljóð Iieyðist utan úr kuldanum. Fólk kom og fór. Þegar bíó- sýningum var lokið, þyrptist fjöldinn inn, en flestir urðu frá að hverfa án þess að fá nokkurt borð. Hinir gæfusömu sátu sem fastast. Svo var orðið nokkuð áliðið, ikomið nærri lokunartíma. En rétt áður en dyrum var læst, slapp inn drukkinn maður. Hrinsa var mjög lítið drukkinn, eiginlega ekki nema kenndur. En það sást, ef maður veitti honum athygli. Hann ranglaði þarna inn, og vafamál, hvort hann hefur ætlað sér að fá sæti. Hann var vimnuklæddur, Á að gizka þrítugur. ★ ÞEGAR hann er kominn innar eftir gólfinu, gellur við hæðn- ishlátur nokkurra Verzlunar- skólanemenda og Heimdell- inga, sem sátu þar í einum bás. Hláturinn snögghætti, þegar maðurinn leit við. Byrj- aði svo aftur ,þegar maður- inn hélt áfram inn í salinu. Vesálings maðurinn vafið nökk uð vandræðalegur, sem ekki er kannske furða, því hann var einmitt á því stigi þegar drukknir menti vita, að þeim er veitt athygli, en kæra sig þó kollótta um það svo lengi sem þeir eru látnir í friði. Eng. in orðaskipti áttu sér stað, en unglingur við áðurnefnt borð gat ekki stillt sig um að hálf- hrópa með fyrirlitaingarsvip: ,,Sjáið hann þennan.'“ — Þetta var þó gjörsamlega óþörf at- hugasemd, því maðurinn var alls ekki það sérkennilegur, ó- •þægilegur eða hið minnsta sér til skammar, þótt hann ransl- aði þarna inn í eriadisleysu. En þá kom fyrir skemmtilegt atvik, sem er hinn ljósi punkt- ur sögunna-r og í rauninni það, sem olli því, að ég skrifaði þetta at-vik hjá mér. — ,Sem nú maðurinn stendur þarna ackkuð ráðleysislegur og tví- stígiu', sennilega að hugsa um að fara úí, því hann hefur fundið, að honum var ofaukið, þá cr það sem ung og fögur stúlka úr Verzhmnrskólan- um geí'iu- honum merki um að koraa. Haun gengur til henu ar, og hún brosir til hans ósköp s’. ilckanlega og fallega og býður honum sígarettu úr ••pakka. Ekki vérður séð, að þau þekkist, cg þéim fer ekki orð á ra'lli, nema hann þakkar fvrir s'g ireð kurteisislegri hneigingu .Svo gefur hún hca- um eld í sígarettuna, og hann hneigir sig áftur ,fer að svo búnu út úr veitingastofunni. .— Finnst ykknr þetta ekki ósköp ómerkilegt atvik ? Ég býst við því. Mér finnst það svosern ekki merkilegt heldur. En fallegt þótti mér það. Bg hefði gjarnan viljað vera í sporum mannsing, þegar hann fór. — Þ. S.“ Á EINS OG KUNNUGT ER er verið að sýna „Vesalingana“ cftir Ilugo (leikritun Gunnars Hansen) í Iðnó um þessar mundir. Leikhúsgestur kom að rháli við Bæjarpóstinn í gær og kvaðst eklti nógsamlega geta lýst hrifningu sinni á leik. ritinu og meðferð leikaraona á því. Hánri mæltjst til þess, áð Pósturinn vekti athygli bæjarbúa á „Vesalingunum“ í þessum nýja búnirigi, og er honum ánægjá að gera það hérmeð, einkum þar sem telja ma víst, áð langflestir sem séð háfa le'.kritið, séu á sama riiáli'og þessi maður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.