Þjóðviljinn - 18.04.1953, Page 6

Þjóðviljinn - 18.04.1953, Page 6
í>) — ÞJÓÐVILjrNN — Laugardagur 18. apríl 1953 þlÓOVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósxalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðtimenn: Ásmundur Sigurjónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Guðmundur Vigfússon. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljane h.f. Fyrir röskum fjórum árum skipaöi bæjarráð Reykja- víkur fimm sérnæðinga í nefnd til aö rannsaka rekstur Hitaveitunnar og gera tillögur um sem bezta nýtingu h i taveit uvatnsin s í nefndina voru skipaðir tveir verkfræðingar, arki- tekt, pípulagningameistari og slökkviliðsstjóri bæjarins, sem einnig er verkfræðingur. Starf nefndarinnar tók langan .tima. enda á ýmsan ’nátt vandasamt en nefndin skilaði áliti sínu í hendur bæjarráðs 27. júlí 1952. Var það hið ýtarlegasta og niðurstaða nefndarinnar hin at- hvglisverðasta. Taldi nefndin í stuttu máli sterk rök hníga að því að með breyttri rekstrartilhögun Hitaveitu Reykjavíkur og vissum umbótum á starfsemi hennar mætti, hagnýta heita vatnið langtum betur en nú er gert og iafnvel að það myndi nægja til að fullnægja upp- hitunarþörf alls bæjarins. Ábendingn sína í þessu efni byggði hitaveá tunefndin á því áliti sínu að hagkvæmast sé fyrir bæjarfélagið og fvrirtækíð sjálft að nota allt hcita vatnið til upphitun- ar rrt:ðað við 0° útihita en nota viðbótarhita frá vara- hitunarstöð þann stutta tíma ársins þegar um frost er að ræða. Samkvæmt niðurstöðu nefndarinnar glatast geisileg verðmæti í heitu vatni sem engum kemur að gagni um eða yíir 300 daga ár hvert. Fer þá um % hluti heita vatnsins foi gcrðum. Taldi nefndin þarna um óverjandi sóun að ræða og að ramisaka bæri hvort ekki væri tiltækilegt og réttlæt- aniegt að stefna að því að fullnýta heita vatnið með því að leggja tvöfalt pípukerfi í a.m.k nokkurn hluta bæjar- ins til þess að unnt yrði að hagnýta að næturlagi þann hitagjafa sem nú fer forgörðum í afrennslisvatni Hita- .eitunnar. Þá taldi nefndin að veruleg verðmæti færu í súginn vegna galla á einangrun leiðslukeríisins. Rökstuddi nefndin þá sknðun sína með ákveðnum dæmum og tölum. Aö sjálfsögöu vakti skýrsla hitaveitunefndar mikla athygli. Sá stóri hluti bæjarbúa sem ekki hefur enn orö- ið þæginda heita vatnsins aðnjótandi eygði nú þann möguleika að að því drægi innan tíðar — yrðu tillögur og ábendingar nefndarinnar teknar föstum og alvarleg- um tökum af forráðamönnum Hitaveitunnar og bæj- arins, — að hiiaveita yrði einnig lögð í þau hverfi er urðu útundan í upphafi. Guömundur Vigfússon, bæjarfulltrúi, Sósíalistallokks- ins tók málið u.pp í bæjarstjórn 6. nóv. sl. og lagði til að hitaveitustjóra yrði faliö að framkvæma nokkra undirbúningsrannsókn í samræmi við álit nefndarinnar Vísaði íhald;ð þeirri tillögu til bæjarráðs, sem á fundi sín- nm 18. nóv. samþykkti aö fela hitaveitustjóra athugun á nokkrum tilteknum atriðum tillögunnar. Síðan hefur ekkert f»-á hitaveitustjóra heyrst, þrátt fyrir ítrekaöan eftirrekstur sósialista í bæjarráði og bæjarstjórn. Á bæjarstjórnarfundi í fyrradag tók Guömundur Vig- fússon málið upp aö nýju í sambandi viö kröfur frá Hlíöabúum um að hitaveita veröi lögð í þetta þéttbyggóa og fjölmenna bæjarhverfi. Flutti hann tillögu um aö bæjarstjómin ákvæði að hefjast handa þegar á næsta sumri um lagningu hitaveitu með tvöföldu leiðslukerfi í Hlíðarnar og að bæjarstjórnin legði jafnframt fyrir hitaveitustjóra að framkvæma þegar ýtarlega athugun á þeim atriðum, er rakin hafa verið hér að framan úr álitsgerð hitaveitunefndar og þannig gengið úr skugga um raungildi þeirra ábendinga er nefndin gerði. En íhaldið í bæjarstjórn var ekki á því að taka slíka ákvörðun. Það eendi málið aö nýju í ruslakistu bæjar- ráðs, þar sern framfaramál bæjarins eru svæfð 'svéfninum ianga. Það er því líklegast að Hlíðabúar og aðrir Sem vænst hafa þess að verða heita vatnsins aðnjótandi megi bíða enn um langa hríð eftir framkvæmdum, nema bæjarbúar verði svo forsjálir aö nota tækifæri bæjarstjórnarkosninganna á næsta vetri til þess að veita íhaldinu lausn í náð frá stjórn bæjarmálefna Rvíkur. ÁRNI OR EYJUM: Nokknr Mtækleg orð um tózilist ©g Sleirci Deilur um Tosca, La Ti-avi- ata, dr. Urbancic etc. Að undanförnu hefur óvenju- mikið sézt á prenti um tón- listarmál og tónlistannenn þjóðarinnar, enda mjög verið deilt á þeim vettvangi. Það 'hefur verið deilt um dr. Ur- bancic, Tosca og La traviata, Jósi * Þórarinsson, Tyrkja- Guddu, Tónlistarfélagið, dr. Pál ísólfsson, tónlistarflutning útvarpsins o.s.frv. —• Um þess- ar deilur má vitanlega margt segja, og sjálfsagt hafa deilu- aðilar flestir nokkuð til síns máls — og í rauninni er allt í lagi að menn greini á um slík mál. Ef í hlut eiga menn, sem eiogöngu miða afstöðu sína við það, sem þeir telja framgangi og þróun menning- arinnar fyrir beztu, þá má allt- af finna úrlausn, sem hægt er að una við. Það skemmir engan mann eða málstað, þótt rifizt sé um, hvort flytja eigi Tosca eða La traviata (En mér er spura, því elrki báðar? Þurfti þær endilega að bera upp á sömu dagana?). Sama, er að segja um deilu Tónskáldafclagsins og útvarpsins. Það aetti engan að saka (og enginn að ganga af göflunum) þó að rætt væri ujrt, hve oft ætti að leika í út- varpið Litlu fluguha eða í dag skein sól. Þetta hefði sem sé allt átt að geta farið fram á kurteisan máta og deiluaðilar samið um málin af skynsam- legu viti. Ofsókn á hendur dr. Páli, Jóni og Tónlistarfélaginu Nú er skemmst frá því ao segja, að þarna gerðist fátt með skynsamlegu viti — og þegar fram í sótti snerust deil- ur þessar upp í hatramlega ofsókn á hendur nokkrum mæt- um mönnum. Helzt hafa orðið fyrir barðinu á ofsóknum þess- um þeir dr. Páll ísólfsson, Jón Þórarinsson og auk þeirra for- ráðamenn Tónlistarfélagsins, einkum Ragnar Jónsson. — Ugglaust má eitthvað finna að störfum þessara manna eins og flestra annarra — en hitt er ég sannfærður um, að þeir hafa orðið fyrir ómaldegum á- rásum, og skal ég reyna að fimaa þeim orðum mínum stað. Meiuiingarstarf, sem allir ættu aA viðurkenna og þakka Sný ég mér fyrst að Tón- listarfél. en það hefur und- ir stjórn Ragnars Jónssonar og félaga hans unnið hér ómetan- legt menningarstarf og átt drjúgan þátt í framgangi tón- listarmála. Nægir að benda á Tónlistarskólann, Tónlistarfé- lagskórinn og alla þá tónlistar- menn, erlenda og innlenda, sem fclagið hefur gefið mönnura kost á að hlýða á. Eg skal engan dóm á það leggja — enda ekki umkominn þe3s — hvort eitthvað mætti betur fara um fyrirkomulag á stjórn félagsins, en hitt held ég allir ættu að geta verið sammála um að viðurkenna og þakka störf þess í þágu tónmennta og tónlistar. — Um dr. _ Pál Isólfsson er það að segja, að hann hefur um áratuga skeið verið ötull forystumaður í tón- listarlífi þjóðariíinar, mikilvirk- ur og snjall hljóðfæraleikari, söngstjóri, frá upphafi leiðtogi útvarpsins í þessari grein, skólastjóri Tónlistarskólans og ágætt tónskáld, :— og eru þá ekki nærri öll störf hans í þágu tónlistarmálanna upptalin. Hverjar sem persónulegar til- finningar maana til dr. Páls kunna að vera, þá má það furðu gegna ef þeir eru slegnir bvílíkri blindu að skilja ekki og viðurkenna, hverja þýðingu slík störf hafa haft fyrir fram- gang íslenzkrar tónmenningar. Jóa Þórarinsson er yngri mað- ur, en þann tíma, sem hans hefur notið við er sama um hann að segja og dr. Pál. Hann virðist hafa unnið mikið og gott starf við útvarpið, gegnt söngstjórn með mikilli prýði, átt drjúgan þátt í 4 stofn- un Sinfóníuhljómsveitarinnar, auk margra annarra starfa, sem hór verða ekki upptalin. Og éinnig hann er gott tón- skáld. Þó að ekki væri anncð ta’ið en störf þessara manna v'S útvarpið, mega allir af þeim sjá, ;hve þýðingarmikil þau eru. Af óþreytandi elju hafa þeir unnið að því að músíkmennta þessa þjóð, sem fyrir 20 árum vissi eldært um músík og hafði enga músík lieyrt — utan ör- fáir menn, Vafalaust má enda- laust deila um val tónverka til flutnings í útvarpinu, en cg sé ekki annað en það hafi í aðalatriðum tekizt vel. Þessir menn hafa sannarlega átt við ramman reip að draga í starfi sínu. Þeir hafa sífellt orðið að lilusta á þá fulltrúa meðal- mecmskunnar, sem alltaf og allsstaðar eru æpandi niður, það sem þeir einu nafni kalla ,,symfóníur“, „fúgur“ o.s.frv. — og eiga þá við alla svo- nefnda æðri tónlist — heimt- andi meiri harmoníkumúsíkk, meira léttmeti. En það má segja þeim í útvarpinu til hróss að þeir hafa sýnt furðulitla undanlátssemi, því að það hlýt- ur að vera erfitt að l;ggja undir stöðugum áróðri varð- andi e:gin störf. Þeir hafa varla hvikað frá þeim kröfum, sem þeir hafa sett sér um tón- listarflutning fyrir fólk, sem komið er af harmóníkustiginu, (mér liggur við að biðja þetta — að ýmsu leyti ágæta hljóð- færi afsökunar á þessari nafn- gift) og má það teljast vel gert. Ar.aað er svo það, að aðdáendur léttrar tónlistar, dægurlaga o.þ.h. þurfa ekki að kvarta undan því, að þeir séu afskiptir í dagskrá útvarpsins — það væru þá helzt jazzunn- endur, sem ástæðu hefðu til að malda í móinn. Otvarpið hefur í ]>jónustu sinni hljóm- sveit, strokkvartett, kór, baraakór, Billich og Bjarna iBöðvarsson — og það þyldi vel að bæta á sig snoturri jazzhljómsveit, til þess að full- nægja öllu réttlæti. íslenzka tónlist verðnr að að meta eftir gæðum, en ekki skv. reikningslist Um íslenzku tónlistina semst vonandi, svo að allir megi vel við una, liana má tvímælalaust auka og væri vel ef svo tæk- ist til, en tillögur (eða kröfur) Tónskáldafélagsins þykja mér furðulega fráleitar. Á ég þar við , ,reiknkigslistarregluna“, þ.e. að hvert lag eða tónverk, sem til er á plötum skuli leikið 52 sinnum, 12 sinnum o.s.frv. — Mér finnst furðulegt, að menn, sem vinna að svo göfugu starfi sem sköpua tónverka skuli detta slíkur mælik.varði í hug. En hvað um gæðin? Skal allt lagt að jöfnu, gott og lé- legt — og mælikvarðinn aðeins vera STEF-gjöldin? Nei, þetta er ekki hægt, eins og unga fólkið segir. Það getur engin menningarstofnun með virð- ingu fyrir sjálfri sér varpað þanciig fyrir borð öllu listrænu mati. Það má kannske segja, að már komi mál þessi eklii við — og satt að segja hef ég verið að búast við, að einhver ábyrgur tónmenntaður tæki þau til rækilegrar meðferðar. Hitt skil ég vel, að þeir sem orðið hafa fyrir þessum árás- um nenni ekki að standa í því að svara geðbilunarskrifum eins og þeim t.ch, sem. birtust í baðstofuhjali Tímans, þar sem m.a. var talið sanngarnt, að þeim Jóni Þórarinssyni og dr. Páli væri drekkt í poka. Menn, sem að slíkum skrifum standa virðast alteknir blindu hatri á þessum margumtöluðu tónlist- arfrömuðum (og sennilega jafnframt á allri nýtilegri tón- list) svo að út af fyrir sig eru þeir varla svaraverðir. Ráðizt á þá, sem vel gera og það, sem vel er gert En skrif þessará maaina eiga sór dýpri rætur en persónu- legt hatur. í þessum ósmekk- legu, gegndarlausu árásum birtist, að ég held; háskaleg veila, sem virðist allrík í þjóð- lífinu. Á ég þar við þá fjand- samlegu afstöðu, sem margir menn taka til alls þess, sem vel er gert og þeirra, sem vel gera. Ég álít, að þetta fyrirbrigði eigi meira en lítinn þátt í hin- um fruntalegu árásum á út- varpið og starfsmenn þess. Páll ísólfsson og Jón Þórar’nsscta hafííi ur.nið mikið og gott menningarstarf — og kannske er það fyrst og fremst þeirra „sök“. Sama er að segja um forráðamenn Tónlistarfélags- ins. Sanngjamt er að vænta þess, að mörgum þyki þessi staðhæf- ing rnín kynleg, og næsta ó- sennilegt, að hún hafi við rök að styðjast. ,,En hún snýst nú samt“ var sagt um jörðina, — Benda mætti á mýmörg dæmi máli mínu til stuðnihgs, Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.