Þjóðviljinn - 26.04.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.04.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 26. apríl 1953 HvaS á að gera v/ð gaml- ar sklnnpjöflur? Leifarnar af göml- um pels, slitnum skinnkraga eða mölétnu hand- skjóli má nota til ýmislegs, því að ögn af skinni á viðeigandi stað getur sett ótrú- lega mikinn svip á flík. Stundum er heegt að fá ódýra skinnbúta í búð- um, en hvort sem raaður á bútinn til sjálfur eða verður sér úti um hann á einhvern hátt, þá eru hérna nokkur heilrœði í sam- bandi við nýtingu á skinnpjötlum. — Sem hálslíning á sléttum kjól eða látlausri peysu er skinn skemmtileg tilbreyting frá hvita kraganum. Skinnrönd fram- '.n á litlu tauhúfunni getur verið skemmtileg. Erún flókakolla með skinnkanti úr brúnu kaninuskinni getur verið mjög snotur. Svört húfa með leóparða- eða selskinni er einnig faileg. Meira skinn þajf Til að brydda stóran vasa, en stundum er gott að geta hulið slitnu brúnirnar. Ef rifnað hefur útfrá vasa er einnig hœgt að hylja það með skinni. Sama er að segja um ermarnar á gamla vetrarfrakkan- um og göngubúningnum. Ef maður á nóg til að brydda húfu með um leið og maður setur uppslög á yfirhöfnina verður heildarsvipur- inn skemmtilegur. Einnig er alltaf hœgt að nota skinn í hálsinn á kápu eða dragt. Enn fremur getur verið fallegt að setja skinnlíningu i hálsinn á peysunni sem notuð er við göngubúninginn með skinn- uppslögunum. mSji-nf ; Skemisalilegt hálsmál Hringlaga hálsmálið hefur ieiigi verið í tízku, og hér er nýtt afbrigði af því. Litla rauf in gerir hálsmlálið enn, flegnara og þetta er fallegt ef kjóllinn er að öðru leyti látlaus í snið- inu. Og þetta þarf að sauma é réttan hátt. Hálsmálið þarf Bafmagistakmöfkun Kl. 10.45-12.30 Sunnudagur 26. apríl. 'íágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna vestur að markalinu frá Flugskálavegi við Viðeyjar- sund, vestur að Hlíðarfæti og það- sn til sjávar við Nauthólsvík i Fossvogi. Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjal- arnes, Árnes-og Rangárvaliasýsiur. Múnudagur 27. apríl. Hlíðarnar, Norðurmyri, Rauðarár- hoitið, Túnin, Teigarnir, íbúðar- hverfi við Laugarnesv. að Klepps- vegi og sva-í'iið þar norðaustur af, að vera alveg mátulegt og þajð er bryddað með stinnum renn- ingi svo að- það aflagist ekki, því að þá eyðileggst allur svip- urinn. Að öðru leyti er þessi kjó’l mjög frumlegur, því að A. J. CRONIN e. i MATURINN Á MORGUN Lauksúpa m/ osti — Soðinn fiskur, kartöflur ( * \ SÚPAN; 3—4 laukar eru skorn- ir í þunnar sneiðar. Hitað, í 50 g af smjörlíki. Hellið 1 tú 1 af soði eða’vatni á og sjóð- ið í 20—30 mín. Gott er að sjóða súpujurtir eða þurrkaðar gulrætur í súpunni. Látið nýtt grænkál, steinselju eða njóla smátt saxað í súpuna um leið >g henni er ausið upp Glóoið i þykkar heilhveitibrauðsneið- U', smyrjið með smjörlíki og látið 1 sneið í hvern súpudisk >g 1 msk. af rifnum osti á iverja sneið. Kryddið súpuna tg ausið yfir ost og brauð. Jsturinn bráðnar og jafnar y sífpuna. efnið sem kjóllinn er saumaður úr er allt stungið bísalekum. Það er óvenjulegt en dýrt spaug, og það má fá alveg eins góffan heildarsvip á einfaldari hátt. Kjóllinn er gott dæmi um hvermg góðar og slæmar tízkuhugmynd;r geta mætzt í sömu flíkiani, og þá verðum við áð vinza út góðu hugmynd- irnar og láta þær slæmu eiga sig. östi gstuz geft bom Kíkhósti getur haft áhrif á heilann, sem verða til þess að börnin breytast smátt og smátt. Þau verða erfið viður- eignar óstýrílát í skólanum, æst í skapi og þegar verst gegn ir hættír þeim við undirferli og verða jafnvel ófróm. Kvenlæknir í Uppsölum, dr. Anna-Lise Anneil hefur kom- izt að þessari fnrðulegu niður- stöðu með þvi að rannsaka fjölda bama. Nánari atriði eru ekki kutin. Sumir læknar halda Framhaid á 11. síðu. Á SMflllS&riegS*! gÉFÍBMél Mamma Hemmingway gapti; hún starði á Róbert; svo fór hún állt í einu að hlæja. Hún hló svo innilega að feit.ur skrokkurinn hristist og engdist — eins og búðingur í jarðskjálfta. Loks kom hún upp orði: ,,Þetta er svei mér fyndið. Mucho richo, sen- jór. Þakka fyrir áminninguna. Hver er sjálf- um sér næstur. Ójá,“ hún sló á brjóst sér sem enn titraði. „Ég stúta rejmdar hundrað vindlum á mánuði — minni eigin tegund — Perfecto Hemmingway — gerðir sérstaklega handa mér í Las Palmas. Ég gæti eins hætt að spila vist. Nei, piltur minn, ég myndi ekki hætta við sígarillana mína þótt þér byðuð mér sáluhjálp á gulldiski." Róbert eldroðnaði, en áður en hann gat svar- að, tók Súsanna til máls: „Þetta býðir ekkert Robbi,“ sagði hún lágt. „Láttu hana eiga sig. Þetta fer einhvem veg- inn.“ Mamma Hemmingway heyrði hvað liún sagði. „Auðvitað fer það einhvem veginn. Við verð- um orðnar óaðskiljaniegar þegar skipið kemur til Santa.“ Hún skotraði augunum útundan sér á Róbert. „Þér eruð býsna ásjálegur, drengur mirm En þér þurfið að læra að hlæja. Hlátur- inn lengir iífið.“ Aftur var Tranter að því kominn að segja eitthvað en hann leit á hana og hætti við það. í staðinn sneri hann sér að Súsönnu og sagði rjóður í framan: ,,Ég ætla að fara inn til mín. Ég get lesið stundarkom áður en við borðum." Hún kinkaði kolli ,þrýsti hönd hans með skilningi um leið og hann opnaði klefadymar og gekk hnakkakertur út. Á þilfarinu var kalt og snörp gola blés þægi- lega um heitar kinnar hans. Ármynnið var að baki, landið eins og óljós blámi aftan við skip- ið Honum var strax orðið rórra — hann var svo ör í lund að hann kólnaði jafnfljótt og hann hitnaði — og skref hans voru aftur fjað- urmögnuð .þegar hann gekk í áttina til klefa síns. Um ieið kom frú Beynham á móti honum eftir ganginum, golan lagði fötin þétt að spengilegum líkama hennar og hún var rjóð í kinnum. Hann st.eig til hliðar með liattinn í hendinni til að hleypa hcnni framhjá og um leið og hún sigldi framhjá honum sagði hann alúðlega: „Góðan daginn." Hann vissi að þetta var ekki annað en kurt- eisi; og kurteisi var kristileg dyggð. En hún leit ekki einu sinni á hann. Stór ó- lundarleg augu hennar horfðu út í óendan- leikann. Svo beygðí liún fyrir horíiið og var horfin en skildi eftir vandræðasvip á andliti hans og daufan ilm sem hvarf samstundis með golunni. Hann stóð kyrr, óvenju sneyptur eftir þennan löðrung ofaná hinn fyrri; svo gekk hann hægt af stað. Það var svo livasst, hugsaði hann niðurlútur, hún hafði sennilega ekki heyrt til hans. En hann var aoeins sannfærður að hálfu leyti þegar hann hugsaði um svip henn- ar. og hann var fremur dapur í bragði þegar hann kom inn í klefa sinn. V. Skipið var farið að velta á írlandshafi, búið var að hringja og með einni undantekningu hittust farþegarnir í borðsalnum og settust til borðs með skipstjóranum. í rauninni var Aure- ola flutningaskip: oft var nafnið „banana dall- ur“ notað um hana; en Renton skipstjóri mátti ekki heyra það nefnt. 1 augum hans var Aure- ola hafskip, fyrirmyndarskip og hann fyrir- myndarskipstjóri. Hann gprþekkti úthafið og hann gat haft kynlegan virðuleik til að bera. Forfeður hans höfðu siglt um höfin mann fram af manni, hann þe'kkti sögu þeirra og annarra enn merkari manna. Hann hafði farið viða og kynnzt ýmsu. I bókasafni hans voru bækur um fræga sægarpa og um Nelson sem hann dýrk- aði mjög. Og þégar andinn kom yfir hann tal- aði hann með glampa í augum um þessi mikil- menni og tengsli þeirra við eyjarnar sem hann sigldi til: um Columbus sem sigldi frá Gomera til að finna Ameríku handa Spánverjum, um komu Drakes og Hawkins til Las Palmas, um Nelson sem missti handlegg við Santa Cruz, og Trowbridge sem ruddi braut gegnum Plaza de la Iglesia, þegar allt virtist tapað — og spænski fjársjóðurinn líka. Þetta var maðurinn og þetta aðferð hans: með augum og tungu einvaldsins hélt hann öllu í horfinu, stjómaði jafnvel samræðunum við borðið — og gætti þess að þær væru heiðurs- manni samboðnar. Á borðinu vildi hann hafa allt lýtalaust: dúkana mjallhvíta, glösin spegil- fægð, mataráhöldin ljómandi og jurt I blóma sér til augnayndis. Og þótt yfirmennirnir á skip inu mötuðust annars staðar, þá lét hann aldrei af þeirri venju að snæða með farþegunum. „Skipstjóri er einmana maður,“ sagði hami oft, „og þetta er umbun hans.“ Og hann sagði líka: „Að vissu leyti eru allir farþegar mínir um leið gestir mínir.“ Þessa stundina tuggði hann eggjaköku með liægð og virti borðfélaga sína rannsakandi fyr- ir sér. Við hægri hönd hans var frú Fielding; Næstur henni sat Daines-Dibdin, teinréttur, og hann var þegar orðinn þess fullviss að hami væri fífl. Þá kom frú Baynham; stórglæsileg kona, fannst honum, en ekkert lamb að leika sér við; síðan Tranter, trúboðinn, heimskur og ör — honum hafði aldrei geðjast að Amerikön- um: afi hans hafði verið skotinn í umsátinni um S.S.Alabama — en þó virtist hann ein- lægur í trú sinni. Við vinstri hlið hans sat Súsanna Tranter, sem honum geðjaðist þrátt fyrir allt sæmilega að; hún var notalega heið- arleg og opinská á svip. Við hlið hennar var auð ur stóll og hann hleypti brúnum. Síðan kom Corcoran, sem liann hafði hitt í landi — í sam- bandi við dálítið fjárhagsatriði — og honum hlaut að geðjast að honum. Og að io'kum, eins langt á hléborða og hægt var — hún hafði siglt með honum áður — var mamma Hemm- ingway, digur og dyrgjuleg. Og nú var rannsókninni lokið og hann lagði eyrun við. Dibdin liafði orðið, teygði úr hálsinum og sauðarlegur forvitnissvipur var á löngu, mögru andlitinu. „Skipstjóri, livaða skrýtni kassi er þarna yf- ir frá? Þetta er undarlegt apparat.“ „Þetta er harmoníum, herra minn,“ svaraði Renton stuttur í spuna. „Einn farþeganna á það.“ „Eg ætla a3 vera hreinskilinn", sag-ði ungi mað- urinn eftir kossinn. „Þú ert eklci sú fyrsta, sem ég hef lcysst.“ „Og ég ætla að vera hreinskilin líka“, sagði hún. ,,Þú átt margt eftir ólært". * * * * Hann: „Heldurðu'að það sé óhollt að kyssast?" Hún: „Það veit ég ekki. — Eg hef aldrei ........“ Hann: „Hefurðu aldrei verið kysst?" Hún: „Eg hef aldrei veikzt". Kennarinn: „Það eru til beinir og óbeinir skatt- ar. Viljið þér nefna mér dæmi um óbeinan skatt.“ Nemandinn: „Hundaskatturinn." Kennarinn: „Hvernig fær það staðizt?" Nemánditin: „Húndurinn þarf ekki að greiða - skattinn."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.