Þjóðviljinn - 21.05.1953, Blaðsíða 6
6) —r- ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 21. maí 1953
þJÓOVIUINN
Útgefandi: Sacieiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjórl: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson,
Ritstjórn, aígreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg.
1». — Sími 7600 (3 línur).
Askriftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrennt; kr. 17
annarB staðar á iandinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljanr h.f.
______________I_________________________✓
Sókn til sigurs
Fyrir nokkri’ birti Þjóöviljinn ávarp Sósíalistaflokksins
tíl þjóðai’innar. í þvi var mörkuð skýrt sú yfirlýsta stefna
rlokksins að sameina í eina órjúfandi heild öll heilbrigð
öfl meö þjóöinni, fylkja öllum þeim saman til baráttunnar
sem framundan cr sem vilja berjast gegn hemámi ís-
iands og' stofnun íslenzks hers. Sósíalistaflokkurinn lýsti
vfir þeim fasta ás'etningi .sínum aö láta öll þrengri sjónar-
mið og allan smávægilegri ágreining víkja fyrir þeh-ri
höfuðnauösyn að mynduö veröi þjóðfylking íslendinga,
er starfi að lausn þeirra mála er varða verndun íslenzkr-
er menningar og þjóðararfleifðar, sjálfstæði landsins og
iilvem iþjóðarinnar sem frjálsrar menningarþjóðar.
Ávarp Sósíalistaflokksins og sú stefna sem flokkurinn
hefur markað varðandi þetta höfuömál hefur hlotið djúp-
an hljómgrunn í hugum íslenzkrar alþýöu og annarra þjóð
hollra íslendinga. Þeim mikla fjölda sem vill berjast gegn
ner í landi og hei’væðingn íslenzku þjóðarinnar sjálfrar en
hefur staöiö sundraöur vegna ólíkra stjórnmálaskoöana,
er nú að veröa ljóst að sundrungin er bezti bandamaöur
iiins bandaríska kúgunarvalds og þeirra stjórnmálafor-
ingja íslenzkra sem gengið hafa í þjónustu þess. Þess
vegna þurfa allir heiðarlegir og þjóðhollir íslendingar að
sameinast, þjóöfyiking íslendinga er leiðin til sóknar og
sigurs í hinni nýju sjálfstæöisbaráttu.
Við ákvörun sína um framboö viö þær Alþingiskosning-
ar sem háöar verða 28. júní hafði Sósíalistaflokkurinn
þetta meginsjónarmið efst í huga. Þróunin hefur ekk:
eiin náð því stigi að sú þjóðfylking gegn her og hervæð-
ingu sem skapast verður og skapast mun í allra nánustu
framtíð geti verið formlegtn’ aöili aö framboöum og kosn-
ingabaráttu á þessu sumri. Til þessara kosninga gengur
því Sósíalistaflolckurinn enn sem fyrr sem sú forustusveit
íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni, sem hann hefur reynst
þjóðinni frá upphafi hinnar erlendu ásælni og svika her-
námsflokkanna þriggja. En meö honum standa nú fleiri
en nokkru sinni áöur, hann hefur aflaö sér bandamanna
’angt út fyrir raðir hins raunverulega flokksfylgis.
Auk framboðs Finnboga Rúts Valdimarssonar í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu er framboöslistinn í Reykjavík ó-
ræk sönnun þessarar staðreyndar. Lista Sósíalistaflokksins
og bandamanna hans í höfuöstaö landsins skipa auk for-
ustumanna Sósíalistaflokksins og verkalýðshreyfingarinn-
ar, ágætir forvígism. úr hinní glæsil. andspyrnuhreyfingu
íólksins gegn her í landi. Baráttusæti listans skipar Gunn-
ar M. Magnúss. forustum. andspymuhreyfingarinnar og
aðalfrumkvöðull að þeirri ágætlega heppnuöu þjóðarráð-
stefnu seon nýlega er lokið. Er það öllum þjóðhollum og
heiðarlegum Reykvíkingum mikið fagnaðarefni að eiga
þess kost með atkvæðum sínum og atfylgi í kosningabar-
áttunni aö tryggja honum sæti á Alþingi íslendinga.
Sósíalistar og bandamenn þeirra um allt land ganga til
bessara kosninga bjartsýnii' og sigurvissir, þeir vita að
málstaður þeirra er um leið málstaður alls þess sem er
heilbrigt, ungt og framsækið með þjóðinni. Þeir vita að
ibjóðin er aö vakna til vitundar um hættuna sean yfir
henni vofir, verði ekki snúið af ógæfubraut hemámsins
og hins efnahagslega ófrelsis sem fylgt hefur í kjölfar
þess.
Á grundvelii þess öfluga viönáms sem Sósíalistaflokk-
urínn hefur skipulagt og stjórnaö innan þings og utan
í frelsisbaráttu íslenzku þjóðarinnar verður nú sóknin
hafin á hendur hinu erlenda kúgunarvaldi og hemáms-
ílokkum þess. Alþýða Reykjavíkur hefur verið forustu-
sveit viðnámsbaráttunnar á undanfömum árum. Nú þeg-
ar varnartímabilinu er lokiö og tímabil sóknarinnar hafið,
eins og Einar Olgeirsson, formaður Sósíalistaflokksins,
komst aö orði í fyrrakvöld, er það hlutverk reykvískrar
alþýðu og millistétta, allra frjálslyndra og þjóöhollra
manna sem höfuðstaðinn byggja. að ganga fram fyrir
skjöldu 1 kosningabaráttunni, stjóma sókninni fyrir frelsi
Xslands úr hinum bandarisku hemámsklóm — og sigra
Aemálmsflokkana með því að, tryggja fjórum mönnum af
Jista Sósíalistaflokksins og bandamanna hans í Reykjavík
sæti á Alþingi. „ .
,,Jæja strákar, við skulum.
íara að skoða’nn“. Eg og 5 aðr-
ir hásetar á netabát í Grinda-
vík, sem allir sofum í sama
herberginu, losum svefninn,
nuggum stýrurnar úr augunum
með sárum höndum, vindum
okkur fram á kojustokkinn og
byrjum að klæða okkur. Skip-
stjórinn stendur í dyrunum,
fjödegur, vingjarnlegur en á-
kveðipn. Hann brosir eins og
hálf afsakandi urh leið og hann
litur frá einum til annars. Við
drekkum kaffið í skyndi og
borðum hið ljúffenga brauð og
kökur sem blessuð ráðskonan
okkar hefur bakað og undir-
búið til snæðings með sinni dá-
samlegu, kvenlegu umhyggju,
sem margoft hefur orsakað há-
tíðleg loforð okkar strákanna
um að auðsýna henni þakklæti
okkar, virðingu og traust með
milljónum unaðsríkra kossa á
hennar fögru, blómlegu varir.
En auðvitað, — því miður fyrir
okkur — hafa öll þau fögru
loforð verið svikin, líkt og tíðk-
standa sjö sjókiæddir menn á
dekkinu, tilbúnir að hefja starf
dagsins. Skipstjófinn stýrir að
fyrstu „baujunni". Hún er tek-
in inn á dekk, komið fyrir á
sinn staið og færið er dregið
inn á spilinu. Það er um 75
faðma langt, og við neðri enda
þess er fastur þungur stjóri og
netin, sem eiga að dragast. í
hverri „trossu" eru venjulegast
15 net, sem bundin eru hvert
við endann á öðru, og eitt faeri
á hvorum enda „trossunnar".
Hvert net er um 30 faðma langt,
svo að öll lengd trossunnar er
samanlagt um 450 faðmar. Þeg-
ar búið er að draga færið og
innbyrða stjórann er byrjað að
draga netin. Hver maður fer á
sinn stað. Einn er við „rúlluna“,
lyftir undir fiskinn innfyrir
Fiskibátar í suð'urneskri höfn
ast hjá frambjóðendum krat- og greiðir fyrir kúlum og stein-
anna eftir kosningar. Og auð- um, sem á netinu eru, svo sem
vitað varð árangurinn eftir því. tök eru á. 'Annar stendur við
Hún yfirgaf okkur alla i ver- spilið og dregur netin frá því
tíðarlok. jafnóðum ág það dregur þau
Klukkan er langt gengin 5. inn. Tveir greiða fiskinn úr
Það er fyrsti maí. Morgunsólin netunum á dekkinu. Aðrir tveir
roðar fjarlæga fjallatinda. ,Him greiða netin niður og gera þau
inninn heiður og blár, hafið er tilbúin fyrir næstu lagningu.
skínandi bjart“. Það er stafa- Einn blóðgar fiskinn, kemur
logn. Fyrsti logndagur vertíð- honum fyrir á dekkinu eða í
arinnar. Síkvik hafaldan breið- lestinni, og skipstjórinn er í
ir drifhvít freyðandi löður yíir stýrishúsinu, stjórnar bátnum
yztu sker og steina. Dimmar, og segir fyrir verkum eftir því
þungar. stunur hennar berast út sem með þarf. Við erum átta
yfir dauðkyrra auðnina, er hún samtals. (Á sumum bátum eru
brotnar „við draínarskaut •—• fleiri memj, stúndum tó.lf). Við
og deyr“. Á slíkum töfrastund- drögum 5 trossur. Það. eru sam-
um íslenzkra vormorgna skynj- tals 2250 faðmar af netum, og
ar jafnvel hrjúf og harðgerð um 750. faömar af bólfærum
sjómannslund dásemd og ham- eða alls um 3000 faðmar = 5
ingju tilverunnar í starfinu sem km 652 metrar.
unnið er í þágu lífsins. í und- í dag gengur vinnan vel. Það
irvitundinni rennur haf, him- er logn og sléttur sjór. En
inn og jörð saman í eitt vold- stundum er Ægir gamli úfinn og
ugt fyrirheit um stærri dáðir grettinn og erfitt að fá hann
huga og har.da. Og öll þessi til að skila aftur því sem hon-
óravídd, þessi hreina, mjúka um hefur \Trið fengið til varð-
fegurð, þessi djúpi þungi niður veizlu um. stur.darsakir. Þá ei;
vekur gleymdar þrár um betra hann til með að rifa og slíta
líf, meiri hamingju, og jörðin svo við ekkert verður ráðið,
angar af mildum söknuði. og þá er oft hezt að forða sér
Báturinn rennir sér yfir log- burt úr köldnm faðmlögum
tæran hafflötinn. Við erum hans áður en allt er um sein- ■
bráðum komnir .á ýmiðin", þar an.
sem- „trossumar" voru lagðar- Það er -líf og fjör á dekkinu.
kvöldið áður. Innan stundar Við sendpm hver öðrum tóninn
í tvíræðum setningum og einn-
ig ótvíræðum, en allt í spaugi.
Eg er .hræddur um að hörunds-
ibjartar heildsaladætur og hold-
ugar auðvaldskvinnur mundu
fara hjá sér ef þær væru stadd-
ar svo nærri að þær heyrðú
samtalið. En því miður höfurh
við ekki ánaegju af þvi.
En allt í einu, éiiis og eldingu «
hafi slegið niður, munum við, *
að það er 1. maí í dag, hátíðis-
og baráttudagur alls vinnandi
fólks. Og allt í einu erum við
orðnir þögulir og hugsandi. —
Hvaða tilfinningar hrærðust í
brjóstum ckkar? Vorum við
tengdir hugrænum iböndum
þeim milljónum stéttarsystkina
um viða veröld, sem í dag bera
fram réttlátar kröfur okkar um
réttlátari heim, betra líf, meú'i
hamingju? Minntumst við millj-
ónanna . sem i öruggri trú á
málstað hins góða, lögðu líf
sitt að veði til að tryggja okk-
ur bróðurpartinn af auðæfum
heimsins svo okkur mætti auðn-
ast sú hamingja að lifa sem
frjálsir menn, en ekki kúgaðir,
auðsveipir þrælar fégráðugra
burgeisa? Minntumst við hetj-
anna, sem hrópuðu til okkar
brennandi hvatningarorð,
kenndu okkur að standa saman
í baráttunni, gáfu okkur ráð,
færðu okkur hugrekki, vilja og
þrek, meðan auðvaldið saug
svitann og blóðið úr líkömum
þeirra og toreytti því í gull?
Hugsuðum við um lausnara
okkar sem fórnuðu lífi sinu
o.g hamingju til þess að við
yrðum menn en ekki skríðandi
dýr við fótskör kúgaranna?
Spurðu jörðina og hafið sem
eiga sál okkar pg líkama.
Spurðu framtiðina, bróðir minn,
hún segir þér satt.
„Ætiið þið ekki að draga upp
fánann, það er fyrsti mai í
dag?“ Það er einn hásetanna
sem talar. „Jú, auðvitað“, segir
skipstjórinn. Hann beinir ovðum
sínum til eigenda bátsins, sem
jafnframt er motoristinn. B’ess-
aður dragðu upp fánann maður,
það er fyrsti maí“.
„Það er enginn hátíðisdagur
hjá sjómönnum fyrsta maí“,
svarar eigandinn. „Það er há-
tíðis- og ibaráttúdagur alls
vinnandi fólks í heiminum",
segir einn hásetinn, og hann
bætir við stórkandi: „1. maí á
að vera algjör frídagur allra
vinnaúdj manna, ég vil heldur
róa á föstudaginn langa og á
páskadag en 1. mai“. Hann Ht-
ur-ögrandi til eigandahs. (Eig-
andinn er krati, oghefur stund-
um látið ljós þekkingar sinnar
skína, sérstaklega í sambandi
við Sovétríkin. Þeklcing hans a
i. maí er álíka mikil. 'Hann
kaupir „Vísi‘,‘ og gieypir Mogg-
ann eins og hann kemur fyrir).
Skipstjórinn teygir sig út um
g'ugga á stýrisiiúsinu, horfir
einarðlega á eigandann og seg-
ir: „Þú verður að.athuga að þú
hefur þræla 'hér um borð, sem
eru að. yinna fyrir þig. Það er
siðúr hér, að draga upp fán-
ann ll'.mai". • w -
Og íslenzki fáninn er dreg-
Framhald á 11. síðu.