Þjóðviljinn - 21.05.1953, Side 12

Þjóðviljinn - 21.05.1953, Side 12
&nmun\®m til mð siá mf séðustu hröfum sínum TII.KAUNIR Bandaríkjamanna til að koraa í veg fyrir samkomu-- la? í Kóreu, sem síðustu tillösur þeirra í Panmunjom l>ái-u giegrgst vitni um, hafa vakið svro voldug mótmæii um ailan heim, að þeim þykir nú hyggilegast að láta undan síga. Fréttaritarar teja fullvíst, að bandarísku samningamönnunum muni fyrirskipað að slá af lcröfum sínum, þegar samninganefndirnar koma aftur saman á fund í Pan- munjom á mánudaginn. Fulltrúar þeirra ríkja SÞ sem eiga herlið í Kóreu sátu á ráð- stefnu í Washington í gær, og hefur Bandaríkjamönnum eflaust verið gert þar ijóst, að í framtið- inni verði þau að fara hægar í sakirnar, ef þau ætla að gera sér von um áframhaldandi stuðn- ing. Fréttaritari brezka blaðsins Tbnes sagði, að í aðalbækistöðv- um SÞ, þar sem Kóreumálið og framkoma Bandaríkjamanna hef- ur einnig verið til umræðu milli fulltrúa, sé talið fullVístí, íað Með Ferðafélag- inu á Snæfells- jökul Ferðaföag íslands fer sína ár- Jegu Snæfellsnesferí um hvíta- sunnuna og verði áfram bjart- viðri eins og nú, er liér óvenju- gott tækifæri til þeirrar hress- andi skemmtunar að ganga á Snæfellsjökul. Lagt verður af stað héðan á laugardaginn og þá ekið vestur að Hamraendum eða Arnarstapa og gist þar um nóttina. Þaðan verður-gengið á Snæfellsjökul — og mun skíðafólkið áreiðanlega ekki gleyma skíðunum heima. — Auk þess verður farið í Sönghelii og út að Lóndröngum. — Allar upplýsingar um ferðina eru enn 5.em fyrr veittar í skrifstofunni á Túngötu 5, sími 3647. Byggiugarlóðum. garasi ut- hlutað Á fundi bæjarráðs í fyrradag var samþykkt tillaga lóðanefnd- ar um úthlutun byggingalóða í Laugarási. Úthlutað var 23 lóðum eða öllum þeim lóðum sem unnt er að úthluta á þessu svæði í ár. Umsækjendur sem höfðu fjár- festingarleyfi voru 52. Girðing meðfram götum í Bustaða- liverfi Bæjarráð hefur að undan- förn haft til athugunar ai láta girða í einu lagi meðfram göt- um í Bústaðahverfinu, en það var sem kunnugt er hyggt af bænum og íbúðirnar síðan seld- ar einstaklingum. Á bæjarráðsfundi í fyrradag var samþykkt að bærinn gæfi eigendum íbúðanna kost á að annast þessa frgjtnkvæmd og veitti lán til nokkurra ára í því skyni. Áætlaður kostnaður við girðinguna er um 300 kr. á lengd armetra og myndi þá girðingin öll kosta tæplega 1 millj. kr. íbúðirnar eru um 200 og yrði því kostnaður á íbúð ca. 2500 kr. Bandarikjamenn muni fella burt úr tillögum sínum þau ákvæði, sem mest brjóta i bága við ind- versku tiilögurnar, sem samþylikt- ar voru á aiishei jarþingi SÞ í des- ember sl. Fréttaritarinn bætti við, að Bandaríkjamönnum hefði ver- ið gert ljóst, að þeir yrðu að breyta tillögum sínum þannig, að „kommúnistum" yrði ekki gert of hægt um vik að sýna alheimi fram á óheilindi þeirra. Fyrirlesari brezka útvarpsins til Evrópu benti á i gær sem dæmi um almenningsálitið í Bretlandi, að í skoðanakönnun, sem brezka borgarablaðið News Chronicle hefði látið fara fram, hefði mikill meirihluti aðspurðra iátið í ljós óánægju með framkomu Banda- ríkjamanna í Panmunjom og enn fleiri krafizt þess, að Bandaríkja- menn yrðu ekki látnir einir um að semja við norðanmenn. Þessi þróun má’a hefur komið stjórninni í Washington á óvart, hún treysti um of á undirlægju- hátt bandamanna sinna. Henni er orðið ljóst, að hún hefur gert skyssu, sem getur orðið afdrifa- rík. Eisenhower forseti aflýsti í gær fundi þeim, sem hann átti að halda með blaðamönnum i dag, en slíkir fundir eru haldnir viku- lega. Það er skiljanlegt, að forset- inn vilji, eins og málin standa nú, forðast nærgöngular spurningar blaðamanna. Áskorun skógrækíax stjóra: Brennið ekki landið Farið gætilega með e!d á víðavangi! Skógræktarstjóri ríkisins og unxsjónarmaður Þingvai'la beina þeirri eindregnu áskorun til al- mennings að fara varlega með eld á víðavangi. Skógræktarstjóri hefur tjáð blaðinu að umsjónarmaður Þing- valla hafi fyrir nokkru vakið athygli sína á því að jarðvegur sé nú mjög þurr og eldhætta því mikil, einkum ef þurrkar haldast áfram. Úndanfarin ár hafa miklir mosa- og kjarrbrunar orðið, bæði á Þingvöllum og annars staðar. Hafa þeir bæði skemmt mikinn gróður og auk þess kostað mikla fyrirhöfn við slökkvistarf. Ennfremur eru dæmi þess að sinubrunar hafi skenunt mikinn verðmætan ný græðing. Hjá öllu þessu hefði verið hægt að komast, ef menn hefðu ekki farið gálauslega með eld. Helgafell endurvakið leftlð helgað Ásmimái Sveinssyni sextugnm —■ Ragnar lénsson tekinn við ritstjóm þess Mörgum mun þykja það gleðitíðindi að tímaritáð Helgafell hefur göngu sína á ný. Er þetta nýja hefti hið glæsilegasta og kemur víða við í menningarmálum, en er þó fyrst og fremst helgað Ásunindi Sveinssyni mjTidhöggvara sextugum. Framvegis mun sá háttur á að greinar í Helgafelii verði nafnlausar og er þannig fjöldi ritdóma í nýja heftinu, en auk nafnlausu greinanna skrifa þeir Björn Th. Björnsson listfræð- ingur, Jón Þorleifssofí listmál- ari, Þorkell Jóhannesson próf. og Ragnar Jónsson í heftið. Ragnar Jónsson hefur nú sjálfur tekið við ritstjórn Helgafells ásamt Tómasi Guð- mundssyni og hefur fullan hug á að láta það lifa — og lifa vel. í tilefni útkomu Helgafells sagði hann blaðamönnum í gær eftirfarandi: Þrjú hefti á þessu árj Síðan við gáfumst upp við gamla Helgafell fyrir 8 ár- um, hef ég á hverju ári reynt að tryggja mér nægilega góð- an lióp aðstandenda, sem gæti tryggt því lífvænlegt efni. — iEnda þótt þörfin hafi alltaf kallað á, hefur mér ekki fyrr en nú tekizt að ná saman slíku mannvali, og vonast ég nú til þess að geta lofað fastri út.komu tímaritsins, að minnsta kosti um hrið. Ákveð- ið er að tvö hefti komi síð- ar á þessu lári. Til að endurvelcja vorhug lýðveldisstofnunarinnar Tímaritið Helgafell náði á sínum tíma óvenjulegum vin- sældum og furðulegri útbreiðsiu, enda var það borið uppi af þeim vorhug, sem einkenndi ár- in fyrir lýðveidisstofnunina. — Skarðið, sem ritið skildi eftir er mjög tilfinnanlegt, því þau málefni, sem það lét mest til sín taka, hafa síðan átt fáa formælendur. Þó eru það ekki fyrst og fremst málefnin sjálf, heidur sá andi, sem það flutti, sem mér virðist nú helzt borinn fyrir borð og nauðsynlegt er að hasla nýjan völl. Þrátt fyrir Fimmtudagur 21. maí 1953 — 18. árgangur — 112. tö tölublað HoIsýruhleðsÍan og leiksvæðið við Seljaveg: bæjarráði felldu tillögn GDðnundar Vigfússonar Á bæjarráðsfundi í fyrradag fór fram atkvæðagreiðsla um til- lögu Guðmundar Vigfússonar um að afturkalla lóðaúthlutun við Seijaveg til Kolsýruhleðslunnar en fela lóðanefnd að benda á lóð annars staðar til þessarar verksmiðjubyggingar. Við atkvæðagreiðsluna sátu allir bæjarráðsmenn íhaldsins og fulltrúi AB-flokksins meo headur í skauti og ýék-k an því aðeins. 1 atkv. (Q.V.’). Þessi afgreiðsla heitir á máli Ihaldsins að tillaga fái ekki í Skaptafel Issýsl u með Páli Arasyni Páll Arason fer um hvítasunn- una austur í SkaftaXelssýslu. Verður farið á laugardaginn austur að Kirkjubæjarklaustri, á Hvítasunnudag að Núpsstað en síðan haldið heimleiðis og komið í Vík og að Dyrhólaey á mánu- daginn. Tekur ferðin þannig 3 daga. — Allar upplýsingar um ferðiria eru veittar í Ferðaskrif- stofu ríkisins. Um síðustu helgi fór Páll aust- ur undir Eyjafjöll og gengu þátt-' takendur á Eyjafjallajökul, var sá yngsti í hópnum, Björn Stef- ánsson' nýorðinn 13 ára, en fór þó alla leið upp á jökulinn. N orðurlandaf er ð 6. júní Ferðaskrifstofa ríkisins og Skipaútgerð ríkisins efna til 3 vikna ferðalags til Norðurland- anna þ. 6. júní n. k.' með m. s. Heklu. Verður dvalið meðal ann- ars í Bergen í 2 daga og farið inn i Harðangursfjörð, síðan siglt meðfram ströndinni innan skerja, og til Osló, þar dvalið í 3 daga. Þaða verður farið til Gautaborg- ar og dválið þar í 2 daga og síð- an faríð til Kaupmannahafnar, en þar verður dvlið í 4 daga. Á leiðinni heim verður komið við í Þórshöfn í Færeyjum og dval- ið þar einn dag. Á þessu ferða- lagi verður fólki sýnt það mark- verðasta og farið verður i smá- ferðalög í nágrenni borganna sem Framh. á 11. síðu. komið verður til. Vátryggjendur framselja ríkissjóíi eignarréttinn ú jáminu Hæsiiréttut staðlesiir að mestu leyii niðurstöðu héraðsdóms í járnmálinu Hæstiréttur kvað í fyrradag upp dóm i þeini tveim málum, sem risu vegna deilu um björgunar- og eignarrétt að hrájámi því sem varpað var fyrir borð úr e.s. Persier á Mýrdalssandi árið 1941. Staðfesti IíaBstiréttur í dóml sínum þá niðnrstöðti héraðsdóms að riðurkenna eignarrétt vátrjggjanda farmsins á járninu, þó svo að ríkissjóði var dæmdur eignarréttur að því, þar eð hann hafði eftir uppkvaðningu héraðsdóms 25.11 1952 fengið framseldau rétt vátryggjenda. — Verður nánar sagt frá Jómínura síðar. stuðning. Þykir Ihaldinu og að- stoðaríhaldinu þetta viðkunnan- legra en að drepa tillögur hreim lega með þátttöku í atkvæða- greiðslu! Fyrir fundinum lá umsögn bæjarverkfræðings og formánns leikvallanefndar. Töldu þeir ekkert við það að athuga þótt verksmiðjan yrði byggð á leik- svæði barnanna, en leggja tii að þeim verði ætlað leiksvæði á örmjóum gangstíg sem ligg- ur milli Seljavegs og Framnes- vegs! Málið var ekki endanlega af- greitt í bæjarráði og mun koma til umræðu á fundi bæjarstjórn- ar í dag. Fara á afmæli Eins og blaðið skýrði frá fyrir nokkru bauð bæjarstjórn Stokkhólms bæjarstjórn Reykja víkur að senda 3 fulltrúa til að vera viðstadda hátíðahöld í til- efni af 700 ára afmæli Stokk- hólms er haldin verða 16.-18. júní n.k. Á fundi bæjarráðs í fyrra- dag var samþj'kkt að þau Auður Auðuns, 1. varaforseti bæjar- stjórnar og Tómas Jónsson borgarritari færu til þessara hátíðahalda í umboði bæjarins. Ensku jazzistarn- ir Enska jazzhljómsveitin kom hing'að tii lands í fyrradag og hélt sína fyrstu tórteika í Aust- urbæjarbíói í gærkvöld. í hljómsveitinni eru 5 menn: hljómsveitai’stjórinn Vic Ash sem leikur á klarinett, Harry Klein (baryton), Dill Jones (píanó), Leon Roy (trommur) og Stan Wasser (bassa). Allt eru þetta ungir menn og taldir góðir jazz- leikarar í Englandi. Einnig er með í förinni negrasöngkonan Judy Johnson, sem getið hefur sér góðan orðstír víða um lönd og syngur með hljómsveitinni. Þrír af jazzleikurunum hafa að staðaldri leikið saman í hljóm- sveitum, en tveir hafa sérstak- leg.a verið fengnir til fararinnar. Blaðamenn áttu tal við hljóm- sveitarmenn og söngkonu í gser og gafst þá tækifæri að heyra leik þeirra. Leikur hijómsveitin riær eingöngu nútíma jazz. Hún mun dveljast hér á landi í um 10 daga og leika á tónleikum og skemmtunum hér í bænum og úti um land. f kvöld verða aðrir tónleikarnir í Austurbæjarb.iói og mun Haukur Morthens þá syngja með hljómsveitinni nokk- ur lög og að sjálfsögðu einnig Judy Johnson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.