Þjóðviljinn - 31.05.1953, Blaðsíða 4
4 )— ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 31. maí 1953
HIÐ DULAHFULLA X
-♦—♦—♦—♦-
->--♦---o—
Þjóðareining gegn her í Iandi
Kveðjur frá tveimur skáldum
Það má öllum vera ljóst,
að styrkur okkar í andspyrnu-
hreyfingunni gegn her í landi
liggur í sameinuðu átaki al-
þýðufólksins, hinna mörgu
ónafngreindu, sem leggja okk-
ur lið. Ég byggi miklar vonir
á skilningi þess ó hlutverki
okkar í þágu frelsunar lands-
ins. Það er mikið gleðiefni að
finna og sjá hinn mikla fjölda
æskufólks, sem glatt og á-
hugasamt gengur til verks
með okkur og ómetanlegur
styrkur er í öruggu fylgi
kvenna, en konur settu með
þátttöku sinni glæsibrag á
þjóðarráðstefnuna.
í hinum mörgu ágætu bréf-
um, sem mér berast, er óræk
sönnun þess, að hreyfing okk-
ar mun vaxa landi og lýð til
blessunar. Ég hef naumast
tíma nú um sinn til þess að
svara toré^riturum persónu-
lega, en þakka af alúð ágætan
skilning, örvun og varmar
kveðjur, og óska eftir sem
flestum bréfum, því að vitn-
eskjan sem með þeim berst
veitir ómetanlegan stuðning í
starfinu. Og síðast en ekki
síst þakka ég ungu listamanna
kynslóðinni, hljómlistarmönn-
um, skáldum, leikurum, mál-
urum og öðrum listamönnum
fyrir frábæran stuðning við
málstað íslands. Nálega 50
skáid og listamenn hafa nú
tjáð mér stuðning við and-
spyrnuhreyfinguna. Nqfn
þeirra munu skráð verða, svo
að alþýða manna styðji þá
og veiti brautargengi við hvert
tækifæri sem gefst. Með úr-
valsfólki göngum við því fram
til sigurs, sífellt styrkari með
hverjum degi sem líður.
Síðastliðna viku bárust mér
4 ný kvæði, auk einnar gam-
anvísu. Kvæðin bera þessi
heiti: Á fundi með Þveræing-
um; Vaknaðu þjóð; Vorljóð;
Leysins. En gamanvísan er
undir laginu Hvað er svo glatt
og nefnist: Ami go home!
Að þessu sinni ætla ég að
birta kveðjur frá tveimur
skáldum. Annað er Ijóð Hall-
dóru B. Björnsson, er hún orti
á þjóðarráðstefnunni o,g lesið
var síðasta fundarkvöldið. Áð-
ur hafði skáldkonan gefið and-
spyrnuhreyfingunni kvæðið:
Synir okkar, — herinn. Var
það einnig íesið upp á ráð-
stefnunni. — Hina kveðjuna
sendir ungt skáld, Thor Vil-
hjálrpsson, sem nú dvelur er-
lendis og íylgist með starfi
okkar eftir blaðafregnum, en
er brennandi í andanum að
leggja okkur lið.
ÞVE-RÆINGUR
Vopnið góða eltt cg á,
efst er það á barnii mínum;
líka sé ég það á þínum
og þcss er gekk hér áðan hjá.
Ef að mætlr einhver þér
innvígður £ þjóðsvikonum,
s<-rðu ótta í augum honiun
Þveræinginn þegar sér.
Pverælngur, þitt og mitt
það er merki, tslendingur.—
Rarnið, sem við blómið syngur,
krækir því í kotið sitt.
Halldóra B. Björnsson.
Og hér er niðurlag á bréfi,
sem ég fékk í gær:
...„í dag fékk ég nokkur
Þjóðviljablöð léð og las þar
um þjóðarráðstefnuna gegn
amerískum ágangi og ofbeldi.
f grein, er þér ritið um hana
er getið um undirskriftaskjal
listamanna um stuðning við
andspyrnuhreyfinguna gegn
hemáminu. Þar * segir, að
um 25 hafi þegar skrifað und-
ir, en fleiri væntanlegir. Ef
það er ekki um seinan langar
milg til að mælast til þess við
yður að þér setjið nafn mitt á
þennan lista, því ég er ein-
dreginn stuðningsmaður þess-
arar viðleitni, sem hér er haf-
in svo skörulega til að sam-
eina þjóðina gegn þeim ófögn-
uði og vágesti, sem erlendi
herinn í landinu er.
Með beztu kveðjum og heilla-
óskum til andspyrnuhreyfing-
arinnar.
Virðingarfyllst
Thor Vilhjálmsson."
Nokkrir íslendingar erlendis
hafa nú fengið silfurmerkið
Þveræing og bera það sem
frelsistákn þjóðarinnar. Sam-
herjunum fjölgar með degi
hverjum og.minnumst þess, að
sameinuð sigrum við.
G.M.M.
Ómenning í útliti veitingastaða og skortur
á veitingahúsum
,REYKVÍKINGUR“ skrifar: —
„I sumar má búast við fleiri
gestum hingað til landsins frá
útlöndum en flest undanfarin
sumur, samkvæmt því sem
heyrzt hcfur. En það er kunn
ara en frá þurfi að segja,
að hér er mörgu ábótavant
með tilliti til móttöku útlend-
inga, og eru gistihúsavand-
,ræðin þar alvarlegust. Hér
vantar gott og stórt hótel,
vandað í rekstri og fyrirkomu
lagi. Það er með öllu óhæft,
áð gestum sé yfirleitt boðið
upp á prívatstofur út um all-
an bæ, hversu ágætar sem
þær annars kunna að vera í
ítrustu neyðl En mjög margir
hafa „atvimnu" af því að
leigja herbergi sín ferðamönn
um í stað þeirra gistihúsa,
sem ekki eru fyrir hendi. Ó-
trúlegt en satt. —• Annars
var tilgangur minn með þess-
um þætti ekki fyrst og
fremst sá að tala um vöntun
gistihúsa, heldur að ræða um
ómenningu þá, sem ríkir í
rekstri þeirra gisti- og veit-
ingahúsa, sem fyrir eru í höf-
uðborginni. — Hér eru fáein
hús, sem bera hið virðulega
heiti ,,hótel“. Fátt hafa þau
sér til ágætis, og standa
mörgum „sjoppunum“ áðbaki
hvað snertir hreinlæti og að-
búnað allan. En vegna þess
þau leigja út herbergi þiykja
þau víst fínni staðir en önn-
ur veitingahús — að ástæðu-
lausu þó. Mér dettur fyrst og
fremst í hug innrétting iþess-
ara húsa. Hún er undantekn-
ingarlaust með slíkum ómenn-
ingarbrag. að engu tali tekur.
Tilraun til að gera gömul,
virðuleg hús að nýtízku veit-
ingasölum er með öllu út í
bláinn og iber vott um slæm-
an smekk og sleikjuhátt við
erlenda tízku, sem þó er varla
hægt að kalla tizku. Sem
dæmi vil ég nefna Hressingar-
skálann í Austurstræti og Hó-
tel Skjaldbreið. Bæði þessi
hús eru gömul, einkum þó
hið fyrrnefnda. Þau geta
aldrei orðið með öllu nýtízku-
hús, hvað sem við þau er gert.
En búið er að svipta þau
flestu því gamla, skemmtilega
og sérkennilega, scm veitti
þeim einhvern tilverurétt og
sögulegan blæ. Stá'borð. dúk-
laus og köld, stálstólar og
ljósir veggir, smekkleysislega
málaðir, það er ekki menning.
Það er ósjálfstæði og lág-
kúruleg eftiröpunarstefna og
engum gesti tii yndis. Eg þyk
ist vita. að eigendur þessara
veit.ingahúsa séu sigldir meun,
sem scð hafa sambærileg veit-
mgahús erlendis. Virðist yfir-
leitt gerð tilraun til að breyta
gömlum veitingahúsum á
þennan hátt? Fannst þeim út-
lendingurinn skammast sín
fyrir að hafa gömul veitinga-
hús í gömlum upprunalegum
stíl? Nei, og aftur nei. Það er
nefnilega djúpstæð ómenning
falin i því að móderniséra út
í hött. Þess vegna ætti að
breyta aftur til gamals horfs
þeim fáu hótelum, sem hér
eru. Þau geta verið fullkomin,
'hreinleg og vistleg fyrir það.
Öll hótelin í Reykjavík eiga
hér skildan hlut, Hótel Borg
ekki sízt, en þar er útgang-
ur þjónanna, borðbúnaður og
annað svo langt fyrir neðan
allt, sem heitir fyrsta flokks,
að engu tali tekur. Svo er
þetta kallað fínasta hótel
landsins! Sú var tíðin, að hó-
tel þetta var reist til þess að
sýna oss sjálfum og öðrum,
að við gætum rekið sambæri-
legt hótel við góð erlend veit-
inga- og gistihús. En nú höf-
um við fyrir löngu afsannað,
að við gætum það, og þar við-
situr, svo lengi sem ekki verð
ur breyting til batnáðar. —-
Annað mál er það, að þau
veitingahús eru til hér, sem á
allan hátt hafa menningar-
legan hátt til að vera nýtízku.
Eg nefni sem dæmi Höll í
Austurstræti, Adlon-barina,
Miðgarð og Matstofu Austur-
bæjar. Væntanlega bætast við
sem fyrst öruiur og fullkomn-
ari nýtízku veitingahús og hó-
tel. En það haggar ekki þeirri
staðreynd, að gömlu veitinga-
húsunum hefði ekki átt að
breyta. — Reykvíkingur."
Bskur British
Museums skráðar
I síðustu 22 ár hafa átta
lærdómsmenn unnið að því að
búa til skrá yfir bækur British
Museum, sem eru 5,000,000 að
tölu.og fylla hillur, sem sam-
anlagt eru að lengd 96 km.
Þeir hafa nú lokið við fyrstu
þrjá stafi stafrofsins og eru
hálfnaðir með þann fjórða. Með
sama vinnuhraða verður verk-
inu ekki lokið fyrr en eftir
83 ár, eða árið 2036. Þá má
búast við áð skráin verði orðin
æði mikið úr sér gengin. Sú
sem nú er notuð, var tekin í
notkun 1880 og fylla bókaheit-
in 100 bindi. Skráin sem nú er
verið að gera mun verða í
300 bindum, hvert þeirra 500
síður.
Framh. af 8 síðu.
hliðarframverðirnir Mc Illvenny
frá Machester Uaited og W.
Barry sem hefur oft leikið í
landsliði Ira.
Innherjinn hægri og vinstri
útherji voru líka góðix’.
I KR-liðinu var Höxður Ósk-
ars ágætur vann mikið og not-
aði tækifærin vel, sem mörkin
sýna. Guðbjörn lék einn sinn
allra bezta leik og var bezti
maður varaarinnar. Gunnar
Guðmannsson var oft góður og
sama er að segja um Ólaf
Hannesson. I hálfleik létu KR-
ingar sinn gamla góða mark-
mann Berg Bergsson fara í
markið en véku Guðmundi frá.
Einkeonileg ráðstöfun þar sem
:a