Þjóðviljinn - 07.06.1953, Page 4

Þjóðviljinn - 07.06.1953, Page 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 7. júní 1953 Til míhm§mmmr á sjómannadaginn Tveir ráðherrar, eirni emhæffismaður og brír aðrir fefja réffSæfismál i Til eru þeir stjórnmálamenn, sem halda að sjómenn og vandamenn 'þeirra taki meira mark á dísætu lofi um ,,hetjur hafsins" einn dag á ári, en afstöðu sömu stjómmálamanna til þeirra réttlætismála er sjó- menn berjast fyrir, og varða ekki eimmgis efnahagslega af- ikomu þeirra, heldur einnig líf þeirra. Ekki sízt vegna þess, að hætt er við að önnur b’öð gleymi þessu í dag, þó margt verði skrifáð um sjómenn, þykir rétt að rifja upp afstöðu alþingis- manna og ráðherra til máls, sem hefur verið og er ofarlega á baugi hjá íslenzkum sjómönn- um. Það mál er: Hvernig er hægt að draga úr slysahætt- unnr á sjónum? í þrjú ár flutti Steingrímur 'Aðalsteinsson tillögu á Alþieigi um rannsókn hinna ískyggilega tíðu slysa á togurunum. Af hálfu þingmanna Sjálfstæðis- flQkksins, Framsóknar og Al- þýðuflokksins mætti tillaga þessi ýmist algeru tómlæti eða andstððu. Á þinginu 1951 flutti Steingrímur framsögu xun mál- ið, svo rökstudda og þungorða, að ’svo var sem þingmenn meyddust til að leggja við hlust- irnar. Og nú dug'ði ekki þó Gísli Jónsson þyti upp í vonzku nú komst tillaga Steingríms í gegn, dálítið breytt. Það sem eamþykkt var, sem einróma á- iyktun Alþingis, var þetta: „Alþingr ályktar að skora á ríkisstjómina að Iáta fram fara ýtarlega rannsókn á slysum þeim, sem orðið hafa á íslenzk- um togurum og öðrum yeiðlskíþ- um frá ársbyrjun 1948, og hverjar liöfuðorsakir megi telj- ?,st til slysanna. Á grundvelli þessarar rann- sóknar og með hliðsjón af lög- gjöf annarra þjóða um öryggis- ráðstafanir á skipum skal ríkis- stjórnin undirbúa og fá Iögfest svo fljótt sem verða má ákvæði sem tryggi svo sem auðið er Óryggi skipverja gegn slysum“. ’★ Um leið og flutningsmaður tillögunnar fagnaði því, að hún skyldi verða yfirlýstur vilji Al- þingis, lagði hann þunga á- herzlu á, að ekki væri nóg að samþykkja slíka tillögu, framkvæmd hennar væri að sjálfsögðu aða’atriðið. Svo heyrðist lítið um iriálið alllengi. Framkvæmd hins ein- dregna vilja Alþingis var eitt af skyldustörfum Ólafs Thórs, sem auk þess a9 vera ráðherra fæst nokkuð við togaraútgerð. Og þar sem sjómenn voru orðn- ir óþolinmóðir að hafizt yrði handa, spurði Steingrímur Að- alsteinsson um það á A'þingi í fyrra, hvað liði framkvæmd þingviljans. Sjómönnum mun þykja þáð lærdómsríkt að rifj- uð séu upp, einmitt í dag, svör ráðherrans og togaraeigandans Óíafs Tryggvasonar Thórs. Hann var til andsvara. En það var eins og þessi talsmað- ur togaraeigenda væri aldrei þessu vant svolítið feiminn, þegar hann skýrði frá röggsemi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknarflokksins við framkvæmd þingviljans í þessu máli: „í tilefni ,af þingsályktunar- tillögunni“ sagði ráðherrann, „var skipaskoðunarstjóri beð- inn um að semja skýrslu úr sjóferðaprófum um Þau slys, sem orðið hafa á íslenzkum tog- urum og öðrum veiðiskipum frá ársbyrjun 1948 og hverjar höf- uðorsaki.r megi telia til slys- anna. Þetta var gert í samráði við dómsmálaráðuneytið. Jafn- framt óskaði samgöngumála- ráðuneytið eftir að Farmanna- og fiskimannasamband íslands, Sjómannafélag Reykjavíkur og Slysavarnafélag Islands til- nefndu hvert sinn mann til að fýlgjast með skýrslugdrðinni, athuga sjóprófin og gera siðan .athugasemdir eftir óskum“. Síðan skýríi ráðherrann frá áð skipaskoðunarstjóri og þre- metnningarnir hefðu sent álit, skýrslu og tillögur í sept. og okt. 1952. „Öll þessi skjöl voru svo send dómsmálaráðuneytinu. Samgöngumálaráðuneytinu barst umsögn dómsmálaráðu- neytisins með bréfi 21 .þ. m.“ Svo lesandinn ölvist ekki al- veg af þessum fínu orðum, er rétt að minna á, að sam- göngumálaráðherra er Ólafur Thórs en dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson. ★ lEn hVernig var hægt að komast sæmilega frá þessu, án þess að gera neitt? Togara- burgeisinn og ráðherrann Ólaf Tryggvason Thórs vantaði skjöld að bera fyrir sig. En hann fannst. Ólafur heldur á- fram: „Hver hefur orðið niðurstaða þessarar rannsóknar? Niður- stöður framangreindra •- rann- sókna má segja að lýsi sér í tillögunum, sem fulltrúar Far- manna- og fiskimannasambands ins, Sjómannafélags Reykjavik- ur cg Slysavamafélags íslands hafa borið fram. Þeir koma sér allir saman um tillögumar, en mennirnir eru Guðbjartur Ól- afsson, Garðar Jónsson og Lúther Grímsson. Umsögn þeirra og tillögur eru á þessa leið: „Eftir beiðni samgöngu- málaráðuneytisins vorum við undirritaðir tilnefndir til að rannsaka sjópróf út af sjóslys- um og gera athuganir við þau. Við yfirlestur og athugun á réttarskjölum þeim, sem við höfum fengið hjá skipaskoðun- arstjóra út af slysförum á fiski- skipum vildum við taka eftir- farandi fram og gera að tií- lögum okkar: í fyrsta lagi, að í hvert sinn, sem slys skeður um borð í skipi sé skipstjóra skylt ,að láta fara fram rétt- arrannsóknir strax þegar skip- ið kemur í höfn, jafnt erlend- is sem hérlendis, og vitni þau sem kölluð eru fyrir séu ekki valin af skipstjóra, heldur þeim sem rétti' hefur stjórnað, í samráði við stjórn stéttarfé- lags þess manns, sem fyrir slysinu varð. í öðru lagi, að ekki sé látið hiá líða :að leita læknishjálpar, strax og menn verða fyrir meiðslum, svo full vissa fáist fyrir því, hve al- varleg þau eru. í þriðja lagi, að réttarrannsóknir vegna sjó- slysa séu fullkomlega fram- kvæmdar á sambærilegan hátt og slys þau sem verða í landi, t. d. bifreiðaslys. í fjórða lagi, þegar slys ber að höndum á hafi úti og orsakir eru taldar vindur og sjólag, sé ávallt leit- að umsagnar skipshafna á ná- lægum skipum til samanburð- ar á vinnuskilyrðum, þegar slysið skeður. f fimmta lagi, að í hvívetna, sem sannast að ef slys orsakast af vangá eða vanrækslu skipstjórnarmanna eða annarra skipsmanna, séu þau þá látin ganga til dómsúr- skurðar". ★ Og nú strax getur togarabur- geisinn Ólafur Thórs andað léttar. Hann undirbýr fram- haldið á listrænan hátt með því að gera þremermingunum sem allra hæst undir höfði: „Þetta eru tillögur þær sem þessir fulltrúar sjómannastétt- arinnar og öryggisins á hafinu hafa nú borið fram í málinu“. En Ólafi Thórs nægir ekki einn skjöJdur. Hann er orðinn svo þaulleikinn stjórnmálalodd- ari, að hann telur sér heppi- legast að leika tveim skjöld- um. Nú þarf hann enn að ráðg- ast við sérfræðing sinn og vin, Bjarna Benediktsscn: „Eftir að þessar tillögur voru komnar fram, þá ráð- færði samgöngumálaráðuneyt- ið (!) sig við dómsmálaráðu- neytið (!) að nýju um málið. Og ég hygg, að varðandi þriðju fyrirspurnina, hvaða ráðstafan- ir hyggst ríkisstjórnin að gera í þessum efnum, þá komi hin rétta mynd gleggst fram með því að ég lesi hér upp at- hugasemdir dómsmálaráðuneyt- isins í sambandi við tillögurn- ar, eða út af tillögum þessara þriggja umboósmanna sjó- mannastéttarinnar og öryggis- ins á hafinu. sem ég álit að þurf i“. ★ Og Bjarni Benediktsson læt- ur ekki flokksbróður sinn, tog- araburgeisinn, vera lengi í vandræðum! Ólafur brýndi nú raustina: „Varðand; fvrstu tillöguna segir dómsmálaráðuneytið á þessa leið: „Öll sjópróf fara fram að hætti sakamála, skv. 50 gr. 1. nr. 68 1947. í því felst, að þau ber að halda svo fljótt sem unnt er, og ákveður dóm- urinn að sjálfsögðu, hvaða vitni eru yfirheyrð, þó á skip- stjóra hvíli sú skylda að gefa upplýsingar um þá menn, sem ætla má að skýrt geti málið, sbr. 45. gr. 1 nr. 56 1914“. Og dómsmálaráðuneytið heldur áfram: „Það er því misskiln- ingur, sem fram kemur í til- lögunni og bréfi skipaskoðun- arstjóra, að vitni séu valin af skipstjóra . Eg held svo áfram með um- sögn dómsmálai'áðuneytisins: „Skv. 2. málsgr. sbr. 29. gr. 1. nr. 68 1947 geta stéttarfélög eða félög sjómanr.a krafizt sjó- prófs og munu því fremur geta beint þeim tilmælum til sjó- dóms, að ákveðin vitni verði yfirheyrð við rannsókn ein- stakra sjóslysa“. Þetta. er um- sögn dómsmátaráðuneytisins um fyrstu tillöguna“. Bjarni kaan sína lagapara- graffa, hvað sem frarnkvæmd þairra lfður! Ó'afur er sjálfur að hverfa í reykský „dóms- málaráðuneytisins“. „Um aðr.a tillöguna segir dómsmálaráðuneytið: „Um þetta eru ákvæð: í sjómanna- lögunum nr. 41 1930, í 2. kafla 4, einkum 27. gr“. Um þriðju tillöguna segir dómsmálaráðuneytið: „Bifreiða- slys og önnur slík slys á landi eru rannsökuð af héraðsdóm-. urum, hverjum á sínum stað, en sjóslys af fjölskipuðum dóm- um, sjódómum og siglingadómi. Tilgangurinn með því að láta fjölskipaða dóma rannsaka sjó- slys er sá, að gera rannsókn þeirra sem öruggasta, og’ gerir ráðuneytið ekki ráð fyrir, að það sé meining með tillögu þessari að sleppa því öryggi sem felst í þvi, að láta fleiri en einn mann framkvæma rann sókn sjóslysa". Um fjórðu tillöguna segir dómsmálaráðuneytið: „Þessari ábendingu mun þetta ráðuneyti koma á framfæri við þá dóm- endur, sem rannsaka sjóslys". . Og svo loks um fimmtu til- löguna: „Um þett.a eru laga- fyrirmæli í siglingalögum, sjó- mannalögum og almennum hegningarlögum“. ★ Og nú er Ólafur Thórs kom- inn að því sem sanna átti! Báðum skjöldunum leikið af prýði: „Eg vænti, að af þessari um- sögn liæstvirts dómsmálaráðu- neytís sé ljóst, að allt það sem fram á er farið í tillögum uin- boðsmanna Sjómannafélagsiris, Slysavarnafélagsins og Far- manna- og fiskimannasam- bandsins er ýmist nú þegar í lögum eða verður tekið til greina á annan hátt. Og með skírskotun til framangreinds frá dómsmálaráðuneytinu þá var ekki talið nauðsynlegt að breyta gildandi lögum eða reglugerðum um eftirlit með skipum, vegna umræddra tU- lagna fulltrúa Farmannasam- bandsins, Slysavarnarfélagsins og Sjómannafélags Reykjavík- ur. Og þetta er einnig í sam- ræmi við það álit, sem skipa- skoðimarstjór) ríkisins hefur ,gefið ráðuneytinu um þetta mál“. Það nægðu ekki tveir skild- ir, togaraburgeisinn fann þann þriðja, skipaskoðunarstjóra rík- isins! ★ Umræðutími er nær enginn í fyrirspurnatíma. Á þeim fáu mínútum sem til svara voru átaldi Steingrímur Aðalsteins- son harðlega þessa meðferð, og lauk máli sínu: „Eins og ég hef rakið ýtar- lega í umræðum um þetta mál á fyrrí þingum, þá er nú á- standið í þessum málum samt sem áður þannig, að ég tel alveg óhjákvæmilegt að það séu gerðar sérstakar ráðstafanir tl að reyna að draga úr þessum tíðu slysum, og fyrst svo virð- ist vera, að ríkisstjórnin ætli ekki að gera neinar slikar ráð- stafanir, þá geri ég ráð fyrir því, að það verði að gera til- raun til þess á einhverjum öðrum vettvangi“. Blöð Sjálfstæðisflokksins voru einkennilega þýgul um af- rek Öiafs Thórs og Bjarna Benediktssonar. Það hafði þó tekizt með samspili tveggja ráðuneyta, eins embættismanns og þriggja manna sem ekki reyndust verki vaxoir, að kom- ast frá tillögu, sem þingmenn liöfðu samþykkt einróma og við voru tengdar sterkar vonir sjó- mann og vandamanna þeirra. Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.