Þjóðviljinn - 10.06.1953, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 10. juní 1953
þlÓÐVIUINN
Ötgefaudl: Sarnsiningarflokkur aiþýöu — Sósíallstaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson.
Fréttastjórl: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð-
mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðslu, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðustíg.
19. — Sími 7500 (3 línur).
Aakriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17
annai'8 staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið.
Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Þrumuleiðarar hernámsflokkanna
Þegar þfóðin gekk aö kjörboröinu 1949 ríkti almenn og
vaxandi óánægja meðal kjósenda allra afturhaldsflokk-
anna. Stjórn Stefáns Jóhanns haföi setið aö völdum í
landinu frá ársbyrjun 1947 og valdaferill hennar ein-
kennzt af svikum við sjálfstæði landsins og síendurtekn-
um árásum á þau lífskjör sem alþýðusamtökunum og
Sósíalistaflokknum tókst að skapa með valdatöku sam-
einingarmanna í Alþýð'usambandinu og starfi nýsköpun-
arstjórnarinnar. Þjóðinni var ljóst að ábyrgöina á þessu
báru afturhaldsflokkarnir allir.
Afturhaldsflokarnir þurftu því að setja blekkingaleilc
á svið stjórnmálabaráttunnar. Það varð að hindra aö
réttmæt gremja fólksins brytist út á jákvæðan hátt þ. e.
með stórfelldri fylgisaukningu þess flokks, sem veitt hafði
stjómarstefnunni ákveðna og harðvítuga mótspyrnu,
Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistafiokksins. Og ráðið
varö fundið. Tveir þingmenn Alþýðuflokksins, Hannibal
Valdimarsson og Gylfi Þ. Gíslason voru látnir hefja mála-
myndaandstöðu gegn afsali landsréttinda, og Rannveig
Þorsteinsdóttir var íátin hefja háværan söng gegn hvers-
konar gróðabralli og fjárplógsstarfsemi. Þessum þokka-
legu hj úum var ætlaö þaö hlutverk aö verða þrumuleiðar-
ar afturhaldsflokkanna í kosningabaráttunni. Og þetta
tókst að nokkru; einkum reyndust loddarabrögð Rann-
veigar árárangursrík fyrir Framsóknarflokkinn í Reykja-
vík.
En þróunin er ör og hinn bandaríski húsbóndi strangur
við undirsáta sína. Rannveig Þorsteinsdóttir hefur verið
klædd úr lýðskrumsspjörunum og Hannibal og Gylfi
standa nú með sama svikastimpil á enni og aðrir þing-
menn hernámsflokkanna. Það var óhugsandi í þessum
kosningnm aö hafa sömu not af iþessari þrenningu og
afturhaldsflokkarnir höfðu í kosningunum 1949. Og þó
var þörfin vissulega brýnni nú en þá til þess að afvega-
leiða og blekkja þann fjölda sem gramur og vonsvikinn
snýr baki við óheillastefnu Sjálfstæðisflokksins, Fram-
sóknarflokksins og Alþýöuflokksins.
Til þess aö vinna það verk sem Rannveigu, Hannibal
og Gylfa var ætlað í síðustu kosningum, en eru ekki
nýt til lengur, hafa myrkraöfl afturhaldsins og hernáms-
flokkanna stofnað tvo nýja stjórnmálaflokka, sem ætlað
er að taka við hlutverki þrenningarinnar, Lýðveldis-
flokkinn og Þjóðvarnarflokkinn. Þessum flokksnefnum,
og þó einkum þeim síðarnefnda, er ætlað aö ánetja þaö
fólk sem hverfur frá hernámsflokkunum vegna svika
þeirra við sjálfstæði landsins og hrunstefnunnar í atvinnu
málunum. Þessum nýju þrumuleiðurum hernámsflokk-
anna er ætlað að hindra að fjöldinn, sem nú yfirgefur
stjórnarflokkana og dindil þeirra AB-flokkinn, geri sig aö
g.'ldandi afli í íslenzkri stjórnmálabaráttu á þann eina
raunhæfa hátt sem hugsanlegur er; með því að standa
saman í einni voidugri fylkingn með Sósíalistaflokkmun
og bandamönnum hans, í kosningunum.
Þetta herbragð hernámsflokkanna má ekki heppnast
og reynslan af Rannveigu, Hannibal og Gylfa ætti aö
vera öllum heilskyggnum andstæöingum hernámsins og
hinnar efnahagslegu niðurlægingar til alvarlegrar viö-
vörunar. Það sem menn verða aö gera sér ljóst 1 tíma
er þetta: þaö er sama og að kjósa hernámsflokkana
sjálfa aö kasta atkvæðum sínum á þrumuleiöara þeirra.
Hvert atkvæði sem t.d. Þjóðvarnarflokki Bergs og Arnórs
yrði greitt í þessum kosningum feilur dautt og ónýtt aö
öoru leyti en þvi að þáð dregur úr sóknarmætti andstæö-
inga hernámsflokkanna.
Það er nauðynlegt áð allir geri sér þetta ljóst í tíma.
Það er ekki nema ein leið til fyrir þá sem snúa balci við
flokkum hernámsins og hnignunarinnar. Það er aðeins
ein leið sem liggur að þeim sigri sem íslenzk alþýða og ís-
ienzka þjóðin þarf að vinna í kosningunum 28. júní. Leið-
in er sú að fylkja sér um Sósíalistaflokkinn og banda-
menn hans í hverju einasta kjördæmi landsins. Þannig
og aðeins þannig verða sköpuð skilyrði fyrir nýrri sókn í
atvinnumálunum og brottflutningi hins erlenda hers úr
l&ndi.
Lánsf járkreppan er þáttur í
stefnu hernámsflokkanna
Atvinnulífinu verður áfram haldið í fgöfrum
hennar ef þeir fá ekki skell í kosningunum
iHernámsflokkamir þrír, Sjálf
stæðisflokkurinn, Framsókn og
Alþýðuflokkurinn, tóku þvl
sem „kommúnistaáróðri" er
þingmenn Sósíalistaflokksins
réðust á þær ráðstafanir þeirra
sem valdið hafa hinni erfiðu
og óþörfu lánsfjárkreppu, sem
þjóðin stynur nú undir.
En einmitt þarátta Sósíal-
istaflokksins 'gegn þessari láns-
fjárkreppu hefur vakið þjóðina
til skilnings á því, hve alvar-
legt fyrirbæri hún er. I>ess
vegna fór svo, að sjálfir her-
námsflokkamir eru orðnir
hræddir við þennan draug, eru
meira að segja famir að tala
sjálfir um lánsfjárkreppuna og
ráð til að bæta úr henni. Þetta
«r þó eingöngu miðað við
kosningarnar, því lánsfjár-
krepppn er sterkur þáttur í
framkvæmd bandarísku stefn-
unnar, sem hemámsflokkarnir
hafa fylgt frá .1947.
★
Það eru þeir flokkar, Sjálf-
stæðisflokkurinn, Framsókn og
Alþýðuflokkurinn, sem eiga
sök á þessu ástandi:
9 Almenn lánsfjárkreppa
sköpuð í landinu, samkvæmt
fyrirmælum ríkisstjómarinnar
til Landsbankans. Seðlavelta
landsins minnkuð um lielming,
miðað við dollar frá 1949 til
1953 (úr 25 millj. dollara í 12
inillj. dollara).
• Alger stöðvun á almenn-
mn lántini banka til húsbygg-
inga.
• Stöðvun á lánum til nýrra
framleiðslufyrirtækja.
• Atvinnurekstur stöðvaður
vegna lánsfjárskorts.
• Möguleikar til gjaldeyris-
öflunar látnir ónotaðir vegna
skorts á rekstursfé til atvinnu-
fyrirtækja (sbr. siglingu tog-
ara með óunninn afla á er-
iendan markað).
★
Það er í beinu samhengi við
alla baráttu Sósialistaflokksins
í þessum málum, að hann nú
fyrir þessar kosningar leggur
áherzlu á eftirfarandi:
1. Gerbreyting yerði
á lánsfjárstefnu bánk-
anna. Hún verði miðuð
við þarfir íslenzks at-
vinnulífs.
2. Lán til útflutnings-
franileiðslu séu miðuð
við óhindraðan rekstur.
Vextir af framleiðslu-
lán um_ stó riækkaðir. _
3. Lán, sem miða að
aukinni framleiðslu í
landinu hafi sérstakan
forgang.
4. Lán, sem miða að
því að greiða fyrir af-
urðasölu, skulu og hafa
forgang og veitast með
sérstökum kjörum.
5. Lánastarfsemi til
íbúðahúsabygg'inga og
annarar gagnlegrar
fjárfestingarstarfsemi
sé hafin að nýju og að
bví stefnt, að allir hafi
næga atvinnu og öll
orka þjóðarinnar sé
hagnýtt til framleiðslu
og uppbyggingar lands-
ins.
★
Það ríður á að fólk skilji,
að lánsfjárerfiðleikarnir eiga
sér pólitískar orsakir. Á láns-
fjárkreppan að halda áfram að
þjaka íslenzki .atvinnulíf og
setja iafnt einstaklingum og
fyrirtækjum framleiðsluat-
vinnuveganna stólinn fyrir
dyrnar. Það er ein þeirra
spurningá, sem hver kjósandi
verður að íhuga, áður en hann
gengur að kjörborði 28. júni.
Við sem métnfiælum .
Quantus Tremor est futurus
Quando judex est venturus
ÞAÐ ætti ekki að vera ýkja
mikill vandi fyrir heiðarlega
þenkjandi fólk að kjósa í þetta
sinn. Að visu eru flokkarnir
sem bjóða fram fleiri nú en
áður. Þessum línum mun eink-
um stefnt að nýju flokkunum
og það athugað hvort þeir veita
færi á því sem efst er í huga
fjölmargra af fyrri kjósendum
borgaraflokkanna gömlu: að
mótmæla aúðmýkingarstefnunni
sem þeir flokkar hafa mætt
amerískum ágangi með og- jafn-
framt að lýsa áliti sínu á
dugleysi stjórnarvaidanna á öll-
um sviðum. Fáir eru í vafa um
það að fyigið mun renna strítt
undan þéim flokkum sem bera
ábyrgð á aumingjaskapnum og
þrælsháttum þeim sem því
valda að Islendingar eru nú
í sínu eigin landi sem „lág-
kynjaður mannflokkur" eins og
fulltrúi íslenzku ríkisstjómar-
innar í mannréttindanefnd Sam-
einuðu þjóðanna kallaði af
smekkvísi b'ökkumenn og Ind-
verja í landj hins illa Malans
sem þarna á sýnilega öflugan
og siðferðisþroskaðan meðmæl-
anda. Það eru flokkarnir sem
samþykktu að gera íslenzkt
land áð æfingasvæðaim fyrir
vígsveitir þeirrar nýju atóm-
sólar sem runnin er upp fjvir
„viniun okkar í vestri“: Mae
Carthy (sem er þegar orðið
skammarheiti með öllum siðuð-
tun þjóðum) — og væntanleg-
um stökkpöllum fyrir árásir
í austur. Þessir flokkar sem
hafa komið því svo fyrir að
íslenaingar eru nú óæðri út-
lendum drápsmönnum í eigin
landi heita ósköp fögrum nöfn-
run sem eru raunar öll öfug-
mæli er orka sem naprasta háð:
S jálfstæðisflokkur! Framsókn-
arflokkur! Alþýðufiokkur! —
Þeir eru nú ófáir fyrri 'kjósenda
þessara flokka sem vilja ákaf-
lega gjaman hefna sín á þeim
fyrir að hafa selt landið und-
an ís!endingum. Hvernig geta
þeir náð hefndum, hvað geta
þessir menn kosið ?
'Einn allra flokka sem nú
ráða þingsætum hefur Sósíal-
istaflokkurinn barizt hatramm-
lega gegn öllum þeim svikum
sem framin hafa verið á síð-
ustu árum viö íslenzkt fólk af
mönnum með umboð frá því.
Einn hefur hann barizt af öll-
um mætti til að varðveita ís-
land og veitt öflugt viðnám
ásælni Ameríkana.
Nú bjóða tveir nýir flokkar
fram. Einn kallar sig lýðveld-
isflokk; þar hafa runnið sam-
an furíailegar dreggjar úr ýms-
um áttum, framgjarnir puð-
pólitíkusar úr gömiu borgara-
flokkunum með særðan metnað
og brosttia drauma um stjórn-
málafrægð, er hafa troðizt und-
ir í valdastreitunni innan hinna
ýmsu flokka, eru farnir að
reskjast sumir án þess að sjá
hilla undir þau sætu völd sem
þá di’eymdi uhga: flest eru
þetta memti sem voru svo lítil-
sigldir og ómerkilegir að þeir
komust ekki í neinar mik’ar
stöður til að geta svikið þjóð
sma svo um raunaði og öfunda
sáriega þá sem náóu völdum
og gátu framið landráð í veru-
legum stíl. Ekkert tengir sam-
an þá sundurleitu hjörð sem
þar hefur oltið í einn hrauk
úr öllum áttum nema þrálátur
metnaðarkláði og ellimóð svart-
asta afturhaldssemi. Það er ó-
þarft að orða það hve fráleitt
væri að kjósa þessa legáta til
að mótmæla amerískum yfir-
gangi og ræfildómi stjórnar-
valdanna og óhollustu þeirra
við ís’enzkan málstað, þessi
flokkur fær eitthvað af heild-
sölum frá Sjálfstæðisfloldrnum
item rykföllnum söfnurum gam-
alla bóka sem hafa enga. hug-
mynd um framvindu sögunnar
og hálfgalna „holy rollers" úr
píramídasöfnuðinum sem hósí-
anna og halelúja ákaft við
hverri amerískri firru sem
býðst, fólk sem þýöingarlaust
er að ætla að Iijósi nokkurn
málstað sem þrifnaður er að.
Þá er þjóðvarnarflokkur sem
•hefur ýmsa mæta menn í röðum
sínum er vilja vel en liafa ekki
nægilegt þrek til að stága spor-
ið til fulls svo þeirra, verði not
til þurftar málstað íslands sem
þeim er ljóst að er í liættu
statt og þeir vilja flestir vinna
fyrir að hyggju minni. Þeir
hafa ráðizt í framboð á eigin
spýtur sem mun þrátt fyrir
góðan ásetnmg varla stýra
lukku. Bæði er að sá flokkur
hefur engan traustan ginmd-
völl, svífur í lausu lofti með
góðum meiningum og áformum
en vantar jarðsamband, það
er ekki hægt að reka stjórn-
málaflokk með óljósum tilfinn-
Frámhald á 11. siðú.