Þjóðviljinn - 20.06.1953, Síða 5
Laugardagur 20. júní 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (5
Bcmdaríkjastiórn lætur fram-
kværna „hreinsun bókasafna"
Aliar bœkur höfunda, sem McCarfhy tei-
ur óameriska, eru fjarlœgÓar
A'ö fyrirskipan bandaríska utanríkisráðimeytisins fer
nú fram vandleg ,,hreinsun“ í hundruðum bókasafna
bandarísku upplýsingaþjónustunnar víða um heim.
Af (hillum. bókasafnanna eru
teknar bækur eftir tugi höfunda,
sem úrskurðaðir hafa verið „um-
deildir" eða „óamerískir". Þarna
er bæði um að ræða fagrar bók-
menntir, svo sem lióð og skáld-
sögur, og bækur um heimsstjóm-
mál. Ekki er vitað með vissu
hvað gert er við hið hættulega
lesmál sem fjarlægt er, en ekki
er ólíklegt að bækurnar séu
brenndar.að alkunnri fyrirmynd.
Fá ekki oð
taka fingraf 'ór
Heryfirvöldin í flugstöðvum
Bandaríkjamanna í Bretlandi
hafa heitið því að ekki skuli
endurtaka sig atburður eins og
sá, er fingraför voru tekin af
opinberum, brezkum starfs-
manni, sem vann í herstöðinni.
Fingraförin með ljósmyndum
voru sett í spjaldskrá flugstöðv
arstjómarinnar. Þing sambands
opinberra starfsmanna for-
dæmdi þetta atferli og krafðist
þess að komið yrði í veg fyrir
að bandarískum aðferðum um
rannsókn á stjómmálaskoðun-
um og æviferli sé beitt við
brezka starfsmenn bandaríska
hersins.
Edgar Snotv, Owen
og Tlieödore White,
Skammast sín fyrir.
Hreinsun utanríkisráðuneyth-
ins á bókasöfnunum var ákveðin
eftir að Joseph McCarthy, ö!d-
ungardeildarmaðurinn alræmdi,
hafði ráðizt á upplýsingaþjón-
ustu Bandaríkjastjómar fyrir að
hafa í bókasöfnum sínum erlend-
is „kommúnistískar bókmenntir".
Greinilegt er að ráðuneytið fyrir-
verður sig fyrir þessa ritskoðun,
þvi að reyn.t hefur verið að halda
hreinsuninni leyndri. Walter
Sullivan, fréttaritarj New York
Times í Bonn, höfuðborg Vestur
Þýzkalands, komst bó á snoðir
um hvað er að gerast og skýrir
frá vitneskiu sinni i btaði sinu
11. þ. m.
Bækur um Kína, leyni-
lögreglusögur.
Ekkert tillit er tekið til efnis
bókanna heldur er hreinsað brott
hvert orð eftir höfunda, sem
rannsóknarnefnd McCarthys hef-
■ur lýst óameríska. Til dæmis
þykja leynilögregl.usögur Dashiell
Hammett svo hættulegar, að ekki
sé undir eigandi að þær komist í
hendur bókasafnsgesta. Sérstök
áherzla er lögð á að fjarlægja
öll skrif, þar sem stjóm Sj,ang
Kaíséks í Kína er gagnrýnd.
Bækur eftir Kínasérfræðirífa á
borð við
Lattimore
fyrrverandi fréltaritara Time
Kina, eru á svörtum lista.
Sartre, umboðsmaður KFUM.
Af öðrum höfundum á svarta
listanum má nefna skáldin How-
ard Fast og Langston Hughes,
blaðamennina Walter Duranty
og Richard heitinn Lauterbach.
sem voru fréttaritarar New
York Times og Time í Sovét-
rikjunum, Vera Micheles Dean,
útgáfustjóra hins virðulega Ut
anríkismálafélags i Bandaríkjun-
um og Paul B. Anderson, sem er
Framhald á 11. siðu.
Ösigur óvina verkalýðsins
í Bandarík j unum
Hæstiréttur sýknar Harry Bridges
af öllum ákærum
Einn vinsælasti leiðtogi bandarískva verkamanna, sem
stjórnarvöldin hefa ofsótt í 19 ár, hefur verið sýknaður
af öllum kærum af Hæstarétti Bandaríkjanna og lát-
mn laus.
Það er Harry Bridges, for-
maður sjómannasambandsins á
vesturströndinni. Allt frá því
1934 hafa bandarísk stjómar-
völd' reynt að gera Bridges út-
iægan úr Baudaríkjunum og
senda haiin til Ástralíu, þar
■:ssm ' hann fæddist. Hvað eftir
armað beíur hann verið dreg-
iún fvrir rétt og hann hefur
dvalið langdvöium í baudarísk-
um fangelsum.
F'T‘r no‘;krum mánuðum var
hann dæmdur fyrir meinsæri,
af því að hann hafði lýst yfir
fyrir átta árum, að hann væri
ekki kommúnisti. Um leið var
hann sviptur bandarískum
borgararétti og stóð til að flytja
hann úr landi. En nú hefur
Hæstiréttur breytt dómnum.
Hann úrskurðaði sakargiftirn-
ar fyrndar. Bridges hefur þeg-
ar verið látinn laus. Um leið
voru tveir aðrir menn sýknað-
ir, en þeim var gefið að sök að
hafa gefið fölsk vottorð til að
hjálpa Bridges að ná banda-
rískum ríkisborgararétti.
Togliðífi, leiðtogi ífalskra
kommúnista fagnar sigri
Hinrr glæsilega sigur
vinstriflokkanna í kosn-
ingunum á Italíu, sem
bættu við sig um tveim
milljónum atkvæða síðán
í kosningúnum 1948, ber
ekki sizt að þakka giftu-
ríkri stefnu ítalska kom- .
•núnistaflokksins undir
forystU Palmiro Togliatt-
is, eins glæsilegasta leið-
loga, sem verkalýðurinn
hefur nokkurn
tima átt. —Þeg
ar sýnt var, að
afturhaldsöflin
höfðu beðið ó-
sigur í kosning-
unum gaf Togl-
iatti út yfirlýs-
ingu, þar sem
segir m. a.: —
. „Kommúnista-
flokkurinn hef-
ur unníð nýjan
sigur, mikinn
sigur, meiri en
nokkur hafði
gert sér vonir
um. 1 meira en
fimm ár hefur
Italíu verið
stjórnáð af aft-
urhaldsflokki,
sem beinlínis
hefur lýst yfir,
að höfuðmarkmið hans væri að leggja kommúnistaflokkinn að velli,
eða a. m. k. að einangra hann, stia honum frá fjöidanum. 1 meira en
fimm ár hefur baráttan gegn kommúnismanum verið efst á dagskrá,
grundvallarregla allra stjórnarvalda, og það hefur haft i för með sér
hvers kyns ofsóknir gegn okkur. Samt sem áður erum við ennþá
stærsti, öflugasti, samhentasti og virkasti lýðræðisflokkur Italíu. —
Ofsóknirnar og ranglætið, rógburðurinn og lagabrotin, sem hafa bitn-
að á oltkur hafa ekki stöðvað göngu okkar fram á veg og ekki
megnað að snúa hjóli sögunnar aftur á bak. Hvað sem nú tekur
við, veit þjóðin, að í framtíðinni eins og hingað til munum við leggja
ailan okkar mátt fram í baráttunni fyrir mikilvægustu hagsmun-
um hennar.“
Palmiro Togliatti
Dauðadœmd móðir skrifar börnum sínum
Elsku börnin mín!
Fyrirgefið mér, að ég skrifaði ykkur ekki þegar í stað; en
hjarta mitt kvaldist af tilhugsuninni um að ég mundi
baka ykkur raun. En smám saman hefur. mér skilizt,
að þar sem við höfum nú búið svo lengi við þessar aðstæð-
ur og þar sem þeir sem ykkur annast hafa áreiðanlega gert
allt sem í þeirra valdi stóð til að milda sorg ykkar með
ástúð og skilningi, þá mundi órofin þögn mín um þá at-
burði, sem þið vitið nú allt um, aðeins verða til að auka
á kvíða ykkar. Og nú, þegar fyrsta lota baráttunnar er
liðin hjá og ég hef fengið ró mína aftur, hef ég fundið ríka
þörf hjá mér til að tala við ykkur og draga úr ótta ykkar
um afdrif okkar.
Pabbi átti kost á að heimsækja mig á miðvikudaginn,
þessi sami glaðlyndi, broshýri pabbi sem hann hefur
alltaf vérið, og hann gladdist mjög yfir að hugarró
mín var jafnmikil og hans. Við eyddum ekki einni sekúndu
til ónýtis af þeim dýrmæta tíma, sem okkur var unnað
saman, það megið þið reiða ykkur á, og við hófum strax
að undirbúa næstu lotu. Á morgun eða hinn daginn getum
við rætt við Manny Bloch, verjanda okkar, um þessar fyrir-
ætlanir, og þið getið verið vissir um, að hann mun ekkert
láta ógert til að réttlætið sigri í máli okkar.
Mamma ykkar (ég. held að þið hafið fundið það á ykkur
eftir allt sem á undan er gengið) er í baráttuhug, og
þótt ég viti að þið munið gráta, vildi ég óska að ég
gæti fundið að ég hefði miðlað ykkur, þó ekki væri nema
ögn. af mínu eigin trúnaðartrausti, að ég hafi veitt börnum
mínum örlitla huggun og hvatningu. Því að mig skortir
ekki traust, trúið mér, það er dásamlega voldugt og ó-
haggandi.
Aðeins eitt kvelur mig: mér finnst ég aldrei geta fundið
orð til að lýsa ást minni á ykkur. Og pabbi viður-
kennir, að hann eigi í sömu erfiðleikum.
Ennþá einu sinni: Látið ekkert buga ykkur. Það er enn
margt ógert, og við hefjum starfið án þess að víkja
fyrir nokkrum erfiðleikum.
Mamma ykkar, sem elskar ykkur
Ethel Rosenberg.
Þetta bréf skrifaði Ethei Rosenbergr þegar hún hafði sefið í
ktefa dauðadæmdra í Sing Sing fangeisi í 19 mánuðir sonum
sínum fveimr MíchaeU 10 ára og Roberfr 6 ára