Þjóðviljinn - 20.06.1953, Side 8

Þjóðviljinn - 20.06.1953, Side 8
gy _ ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 20. júní 1953 íslandsmótið: Akranes þakkaði fyrlr síðast, og vann KR 4:0 Það mátti sjá á áhorfenda- íjöldanum, sem kominn var á .völlinn á auglýstum tíma, að eftirvænting var mikil í sam- bandi við leik þennan. Þó urðu þeir að bíða 10 mín. eftir að ieikur hæfist. Akranes á mark- val og kýs að leika á suður- mar.kið undan dálitlum ská- íhliðarkalda. Til að byrja með eru liðin dálítið hikandi eins og þau séu að þreifa fyrir sér. Akranes á fyrsta hættulega áhlaupið, þar sem Þórður kemst upp að endamörkum vinstramegin, en Bergur tekur skotið. Næst er það KR sem fær tækifæri en 'Sigurður Bergsson hittir illa og skotið fer framhjá. Á 15. mínútu kemst Þórður Þórðar- son inn fyrir og upp að enda- mörkum hægra megin, sendir knöttinn fyrir markið, Ríkharð- ur nær honum ekki og hann fer til Þórðar Jónssonar sem ÍÞRÓTTIR RlTSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON skýtur, en knötturinn lenti á fæti varnarmanns. Litlu síðar á Gumiar Guð- manns skot er straukst yfir stöng. Leikurinn er ekkert ójafn, þó manni finnist sem hættan sé meiri við mark KR, en Bérgur leikur vel með úti á vítateign- um. Á 31. mínútu fær Akranes horn, Halldór tekur það mjög vel og Ríkharður skallar í mark. Aðeins 4 minútum síðar gerir Halldór einleiksáhlaup, vann einvigi við Guðbjörn, hleypur upp að endamörkum og leggur hann fyrir fætur Þórðar Þ. sem hefur ekkert fyrir að ýta honum inn fyrir línu. Þetta dró nokkuð úr KR- ingum, án þess þó að um ,press‘ væri að ræða. 1 byrjun síðari hálfleiks á Ólafur Hannesson gott skot, sem skríður rétt fyrir ofan stöng. Aðeins mínútu síðar er Þórður kominn út til hægri, búinn að hlaupa alla af sér og sneiðir knöttinn með vinstri fæti utanfótar fram hjá Bergi, er hlaupið hafði fram. 3:0. Aftur á Ólafur Hannesson skot rétt yfir stöng og litlu síðar á Þorbjörn skot, sem hann tekur beimt úr miðju frá Ólafi, en það var einnig of ihátt eða straukst ofan við þverslá. Það var eins og „huldir verndar- vættir“ bægðu allri hættu frá marki Akraness. I síðari hálf- Framhald á 11. síðu. J ónsmessumðt íC-listans í dag laugardaginn 20. júní efna sósíalistar á Suðurlandi og bandamenn þeirra til glæsilegustu skemmtunar ársins í Tivolígarðinum í Reykjavík Dagskrá: Mnrnash rmmíun: Kl. 2 Tivolígarðurinn opnaður. Kl. 4 Þjóðdansar — dansílokkur Ungmennafélags Reykjavíkur sýnir undir stjórn Þuríðar Árna- dóttur. Eftiihermur — Gestur Þorgrímsson skemmtir börnunum með eftirhermum og söng. Barnasaga — Guðbjörg Þorbjarnardóttir les sögu fyrir börnin. Töfrabrögð og búktai — Baldur Georgsson og kumpáninn Konni skemmta börnunum. Barnaleikir — Rokkrar ungar stúlkur fara með börnin í leiki. Kröldshemmtun: r Kl. 8.30 Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Kl. 9. Skemmtunin sett: Ingi R. Helgason lögfr. Kórsöngur: — Söngkór verkalýðsfélaganna í Reykjavík undir stjórn Haralds Guðmundssonar syng- ur: 1. Fylgd, lag eftir Sigursvein D. Krist- insson. 2. íslendingur mundu það, lag eftir Sigursvein D. Kristinsson. — Jón Múli Árna- son syngur einsöng. Eftirhermur — Gestur Þorgrímss. skemmtir Harmonikkuleikur — Guðni Friðriksson frá Akureyri leikur einleik á harmonikku. Ávarp frá Andspyrnuhreyfingunni: Hall- grímur Jónasson, kennari Þjóðdansar — dansflokkur sýnir undir stjórn Þuríðar Árnadóttur. Fjöldasöngur — Söngkór verkalýðsfélag- anna syngur ísl- sönglög og Lúðrasveit verkalýðsins leikur undir. Handknattleikur —Æskulýðsfylkingin gegn íslandsmeisturunum ÁRMANN KLÉ Einsöngur: Jón Sigurbjörnsson syngur — 1 F. Weisshappel leikur undir. Upplestur: Gerður Hjörleifsdóttir les Morg- unljóð. Einsöngur: Einar Kristjánsson syngur — F. Weisshappel leikur undir. Gamanvísur. Dans dansað á palli til kl. 2 og fyrir dansinum leikur góð hljómsveit, ókeypis inn á pallinn. Kvikmyndir verða sýndar í tjaldi allan tímann. Smámyndir, íþróttamyndir, skemmtimyndir. Ferðir í Tívolígarðinn verða á 1 0 mínútna fresti frá Búnaðarfélagshúsinu. CS0K.*> Bezta F$kemmtun ársins

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.