Þjóðviljinn - 23.06.1953, Page 7
Þriðjudagur 23. júni 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7
r kosið nm tilveru 02 tr
Á kjósendafundinum er Finn-
bogi Rútur Valdimarsson hélt að
Hlégarði í Mosfellssveit 19. þ. m.
talaði Hallgrímur Jónasson kenn-
ari og var eftirfarandi útdráttur
skrifaður upp eftir ræðu hans á
fundinum.
Það er aðeins einföld og ljúf
skylda sem ég inni af höndum
með því að tala hér í kvöld. Ég
er ekki í neinum flokki, en alla
tíð síðan fyrst komu fram kröfur
um erlendar herstöðvar á Islandi
hef ég verið eindreginn andstæð-
ingur' þess að á nokkurn hátt
vaéri slakað til fyrir þeim kröf-
um. Ég hef einnig verið fullkom-
lega sannfærður um að hið eina
afl sem getur hindrað slíkt og
hrint af okkur erlendri ágengni
er afl sameinaðs fólks, fólks sem
er sammála um þetta atriði, án
tillits til þess í hvaða flokki eða
stétt það er og án tillits til mis-
munandi hugsunarháttar að öðru
leyti.
Sundraðir megnum við
lítils — Sameinaðir .erum
við sterkir
Ég o. fl. stofnuðum á sínum
tíma Þjóðvarnarfélag íslands og
ætluðum að safna þangað öllum
sem væru sömu skoðunar og við
í þessu máli, öllum sem væru
gegn hernámi og hersetu. Það
tókst ekki nema um skamma
stund. Marg'ir sem voru á móti
þessu í hjarta sínu voru svo háðir
flokkunum sem að hernáminu
stóðu að þeir á næstu árum slitn-
uðu úr félaginu. Atburðirnir er
síðan gerðust urðu þess valdandi
að þeir urðu vonlausir og hafa
horft aðgerðalausir á framkvæmd
þess er þeir voru á móti.
Svo leið og beið fram að nýjum
kosningum, en þá komu fram á
sjónarsviáiÖ tveir nýir fiokkar.
Ánnar þeirra, Þjóðvarnarflokkur-
inn, hefur á stefnuskrá sinni
sarha málið og við í Þjóðvarnar-
félaginu beittum okkur fyrir.
Hitt var vitanlegt að frá fyrstu
tíð hafði einn gömlu flokkanna
ætíð verið eindreginn andvígur
hernáminu.
í vetur varaði ég mína
gömlu góðu félaga við því
að fara út. í flokksstofnun
einmitt á fyrrnefndum grund-
velli: sundraðir mættum við okk-
ar lítils, sameinaðir værum við
sterkir.
Ég hef aldrei spurt neinn: hvar
ertu i flokki, mér kemur það
ekki við. Það sem skiptir máli er:
ertu með eða móti her. Vitanlega
var ekki farið að mínum bending-
um, en ég sagði við mína gömlu
félaga: Ég vona þið eigið eftir
að vinna gott verk og þarft, enda
þótt ég óttist að það verði ekki
eins gott og þið óskið; óttist að
sundraðir spillum við hvorir fyrir
öðrum. Svo lét ég málið afskipta-
laust.
Vægast sagt furðulegt
framboð
Einn var sá maður er ætíð
reyndist okkur í Þjóðvarnarfélag-
inu gamla hinn bezti hvenær sem
á reyndi og ætíð var boðinn og
búinn til að leggja okkur lið, —
sá maður var Finnbogi Rútur
Valdimarsson.
Þegar ég svo frétti að mínir
gömlu félagar hefðu boðið fram
móti honum, gegn ö'lu því fylgi
sem hann átti kost á að lá, varð
ég' vægast sagt undrandi. Þess
vegna hafði ég orð á, að það væri
skyldudrengskapur að leggja hon-
um það lið er ég mætti. Það er
aðeins lítill vottur endurgreiðslu
fyrir allt það lið sem hann veitti
Þjóðvarnarfélaginu.
Ölafur Thórs og sósíal-
istar 1944 og 1953
Er það undarlegt að heiðarlegt
fólk tryði svardögum manna um
að aldrei skyldu vera hér erlend-
ar herstöðvar á friðartímum?
Þetta hafði aldrei gerzt hér.
RæSa Hallgríms Jéisa§§©iiar kemiara
/
a
Stjórnarflokkarnir og Alþýðu-
flokkurinn standa nú berskjaldað-
ir gagnvart eiðrofum sínum. Þeir
eiga ekkert svar til varnar, —
nema eitt: að þetta hafi verið
betra en annað afl í þjóðfélaginu:
sósíalisminn, kommúnisminn.
Þessir flokkar segja að ekkert sé
hættulegra en sósíalisminn, ekk-
ert sé fjandsamlegra Islandi en
að styðja kommúnista. Þeir séu
óalandi og óferjandi í þjóðfélag-
inu.
íslenzkir sósíalistar eru
hvorki betri né verri nú en
þeir voru á árunum 1944—
1946. Um þá ríkisstjórn hafa
allir orðið sammála að hun
liafi að verulegu leyti mótazt
af starfi og stefnu sósíalista.
Formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, Ólafur Thórs, hefur marg-
oft lýst því í blöðum og út-
varpi að aldrei hafi betri rík-
isstjórn setið að völdum á ís-
landi.
Skrökvaði Ölafur þá eða
skrökvar hann nú?
Hvernig á að rökstyðja það að
sú ríkisstjórn er mótaðist af
starfi og stefnu sósíalista sé
bezta ríkisstjórn er setið hafi hér
að völdum, en sósíalistar séu
verstu og hættulegustu menn
þjóðfélagsins?!
Árið 1944 stofnuðum við lýð-
veldið. Þá voru sósíalistar að
vaxa. Þeir störfuðu að lýðveldis-
stofnuninni ásamt öðrum flokk-
um, voru samþykktir til þess
ágreiningslaust. Þá minntist ekki
jnokkur lifandi maður á að þeir
j sætu á svikráðum við þjóðlega
'farsæld. Enginn nefndi annað en
þeir hefðu verið fullkomlega hlut-
j gengir við stofnun lýðveldisins.
j Nú kveður við í blöðum stjórnar-
flokkanna og Alþýðuflokksins:
þessir menn mega ekki koma ná-
lægt neinu máli né ráða neinu.
Spyrjið þá að því hvernig þetta
megi samrýmast.
Var Ólafur Thórs að skrökva
að okkur þegar hann Iofaði
sósíalista, eða er hann að
skrökva að okkur þegar hann
níðir þá?
Eða eru kannski allir þessir
flokkar að skrökva vegna þess
að þeir hafa fengið fyrirskipun
um það frá Bandaríkjunum?
Ég' er ekki í efa um svarið.
Hvaða stórveldi eiga nú
í stríði?
Svo er enn eitt sem þessir
flokkar segja til viðbótar: Sósíal-
istar eru angi af og fytgjendur
erlends stórveldis sem er miklu
hættulegra en það bandaríska.
Rússagrýlunni er sífellt hampað
framan í okkur. Rússar eiga áð
vofa yfir okkur eins og hræfugl.
Þess vegna þurfum við varnar-
her. Síðast á lýðveldisdaginn
aotaði forsætisráðherranp tæki-
færið til að stagast á þessu, Það
á að vera lífsspursmál að hafa
hér varnarher.
Þegar þið ræðið við kunningja
ykkar skuluð þið spyrja þá hvaða
stórveldi eigi í stríði í dag, — og
hvar.
Ilverjir eiga í stríði á Mal-
akkaskaga? Það eru Bretar.
Vinaþjóð okkar, Bretar. Við
hverja eru þeir að berjast? Við
uppreisnarmenn semviljakoll
varpa ensku stjórninni? Við
samlanda sína? Nei, við þjóð
sem er þeim á engan hátt
skyld. Þjóð sem aðeins vill
lifa í frelsi og ekki una því
lengur að vera nýlenduþjóð.
Hverjir berjast í Indó-Kína?
Það eru Frakkar. Við hverja
eru þeir að berjast? Við þjóð
sem óskar þess að fá ofurlítið
meira frelsi, frið, óskar þess
að fá að hafa ofan í sig og
þurfa ekki að horfa á börnin
s,ín hrynja niður úr hungri og
pestum.
Nei, sannleikurinn er sá,
hvort sem rnaður er hlynntur
Rússum eða f jandsamlegur, þá
eru Rússar eina stórveldið í
heiminum í dag sem ekki á í
striði.
Bandaríkjamenn búast
ekki sjálfir við árás á
ísiand
En setjum nú svo að þeir séu
eins óttalegir og stjórnarflokk-
arnir á íslandi vilja vera láta.
Hvernig er þá öryggi okkar hér?
Jú, það er hér bandarískur her.
En eru loftvarnabyrgi í Reykja-
vík eða á Reykjanesskaga? Nei,
það talar enginn um að slíkt
þurfi að vera. Slíkt er þó eitt
það fyrsta sem hver þjóð er býst
við árás gerir.
Nei, í þess stað eru Banda-
ríkjamemi að byggja yfir sig í-
búðarhverfi allt umhverfis sjálf-
an flugvöllinn í Keflavík! Ein-
mitt þar sem hættan lilyti að
vera mest — ef einhver hætta
væri og einhver byggist við árás!
Nei, það er enginn hér sem á von
á árás. Meðan stríð er ekki vakið
er cngin hætta á árás hér, en
komi stríð er okkur búin marg-
falt geigvænlegri hætta en cf við
værum óvarðir.
Blöðin í Bandaríkjunum fara
heldur ekki dult með það, að hér
sé ekki ástæða til að óttast árás.
Sá flokkaher kosfaði
baráftu í 700 ár
Stjórnarflokkarnir lifa 1 þeirri
trú að til sé nógu heimskir menn
til að trúa því að hér sé hafður
her til varnar okkur.
I vetur skaut upp máli er ekki
hafði verið ymprað á fyrr, að
íslendingar þyrftu líka að stofna
her.
Þjóðinni brá við þetta meira
en flest annað og margt hefur þó
óvænt komið fyrir. Flest hefur
það komið að þjóðinni óviðbú-
inni, — án þess að stjórnarvöldin
segðu þjóðinni frá því fyrr en
það var orðin staðreynd.
Hugmyndinni um stofnun inn-
lends hers var svarað með öflug-
um mótmælum um allt land.
íslendingar áttu einu sinni
flokkaher. Það var á mestu ó-
gæfuöld íslands, Sturlungaöld-
inni, Hvað leiddi flokkaherinn
af sér? Það að þjóðin glataði
sjálfstæði sínu, — og það kost-
aði hana baráttu í næstu 700
ár að endurheimta það. Slíkt
leiddi flokkaherinn af sér þá.
Mesta f jarstæða sem sögð
hefur verið á íslandi
Hvað átti að gera með þenna
her nú? Það var nokkuð óljóst.
Þegar stjórnin sá viðbrögð þjóð-
arinnar brugðu þeir við: herinn á
að leysa bandaríska herinn frá
störfum; nú skulum við, minnsta
þjóð í heimi, verja okkur fyrir
voldugasta her í heimi! Allir
menn s?m hafa einhverja álykt-
unargáfu skilja að þetta er mesta
fierstæða sem sögð hefur verið
á íslandi.
Nei, það lá annað á bak við
þá uppástungu foringja tveggja
stjórnarflokka (sem nú eru farn-
ir að hnakkrífast á yfirborðinu)
um að stofna hér innlendan her.
Það var hugmynd, sem mun eiga
að framkvæma ef þessir flokkar
fá ekki nú í kosningunum þá á-
minningu sem er lífsnauðsyn fyr-
ir þjóðina, líf hennar og íarsæld,
að þeir fái. Hljóti stjórnarflokk-
arnir ekki þá áminningu nú má
guð vita nema eitthvað af ykkur,
sem nú heyrið mál mitt, verðið
orðnir um þetta leyti að ári hluti
í íslenzkum her undir erlendri
stjórn.
Ráðherranefndin sem flaug til
Bandaríkjanna 1949 spurði að því
hvort það væri talið mjög nauð-
synlegt að við gengjum í Aclanz-
hafsbandalagið. Þeim var svarað
að það væri auglýsing i því og
það væri metnaðarmál. Ætli það
væri ekki talið auglýsing og
metnaðax-mál ef það brytist út
stríð, áð senda einnig okkar ís-
lenzku drengi til að drepa menn,
berjast á vettvangi er væri þjóð-
inni viðbjóður?
Örlagaríkustu kosningar
í allri okkar sögu
Þessar kosningar eru einhvei'j-
ar þær örlagaríkustu í allri okk-
ar sögu. Ég hygg að flestir ís-
lendingar séu á móti núverandi
ríkisstjórn og stefnu hennar í
þessu örlagaríkasta máli þjóðar-
innar: setu erlends hers og her-
stöðvum í landinu. Margir kunna
að hafa stei'kar taugar til sinna
gömlu flokka. Margur kann að
hugsa sem svo: Á ég ekki að
kjósa minn gamla flokk, þrátt
fyrir þetta?
Ef þið gerið það verður það
tekið bókstaflega sem yfirlýs-
ing um að allt sem stjóx-nin
gerði sé gott, og hún skuli
halda áfram á sömu braut.
Framhald á 11. síSu.
Morgunblaðið í gapastokknum'-
Vill það nú viðurkeima að bátagjaldeyr-
iriíin sé óiöglegur 0» ríkisstjórnin
sé sek um stórfelldan þjófnað?
Morgunb’aðið gerir þá vit-
leysu sl. sxxnnudag að reyna
að verja ó’.ögmæti bátagjald-
eyrisins og segir:
.. .Til þess þarf hvorki lög
eða stjórnarskrárákvæði að
leyfa útvegsmönnum að selja
bátagjaldeyrisskírteini sín, sem
þeir hafa sjálfir aflað“.
Þetta er rangt hjá Morgun-
blaðinu.
1 13. gr. laga um fjárhagsi'áð
stendur:
„Enginn hefur rétt til að
selja erlendan gjaldeyri nema
Landsbanki íslands og Cftvegs-
banki íslands h.f., fxó er póst-
stjórninni heimil slík verzlun
innan þeirra takmarka, sem
ríkisstjórnin setur“.
Síðast í 13. gr. stendur: ..Ráe
herra setur með reglxxgerð fyr-
rmæli til tryggitigar því, að is-
enzk útflutningsverðmæti verði
rreidd méð erlendum gjaldeyri,
ir renni til bankanna. Enn-
fremur ákvæíi um það, að allur
annar gjaldeyrir sem mena
eiga eða eignast renni til
þeirra“.
Það er því alveg greinileg-t
að með lögin er ótflytjendum
bannað að verzla með gjaldeyri
sem mönnum kann að finnast
slíkt rétt eða. rangt, skynsam-
legt eða heimskixlegt, þá eru
það lög að bankarn’r skuli hafa
þennan einkarétt.
Og fxessi lög liefur ríkis-
stjórnin fyrirskipað fjárhags-
ráði að brjóta með útgáfu aug-
lýsingarinnar um bátagjaldejT-
inn 7. marz 1951.
Álagið, sem nó nemur 150
milljónum króna, er því ólög-
legt, og ríkisstjórnin sek um
að hafa látið taka þetta fé
í heimildarleysi, hvort sem
menn svo vilja kalla sl kan
verknað þjófnað, rán eða ann-
að.
En af h'erju er ekki far’ð í
dómstóla lan-dsin.s með svona
mál, spyr Mogginn.
Réttilega spurt.
Það er af þvi að cnginn
maður i laml nu treystir dóm-
urunum til að dæma ráðherra
seka, þegar ÞEIR brjóta lög.
'Enginn maður leitar því réttar
síns í þessu efni, þolir heldur
óréttimi, Svona er traustið á
réttarfarinu orðið.
Þegar dómsmálaráðherrann,
sem var ráðherra yfir íslandi
um a'damótin, Alberti, hafði
stolið allmifclu fé, ákærði hann
sig' sjálfur og var dæmdur.
Ea nú er svo komlð að dóm-
arar þora ekki e:nu sinni að
kalla dómsmálaráðherra fyrir
rétt til að rannsaka hvort þeir
fremji lögbi-ot — heldur þiggja
bara hús af þeim og dæma svo
r-anga dóma.
•k
Ef þau lögbrot, sem Moi’gun-
b’aðið nú ver í bátagjaldeyris-
irJálinu, væru ekki lögbrot,
hcldur lög þá hefði ríkisstjórn-
in rétt til ‘þess að gefa hverjum,
sem á rétt til þess að se-.ja
gjaldeyri á hvaða verci sem er.
— Með lcgbrotum ríkisstjórnar-
innar er verið áo ryðja braut
fyrir allslierjarbraski heanar
með gengi og gjaldeyri.
Svo er hér með skorað á
Morgunb'aðið að vit.na í þau
lög er heimili rikisstjórninni
bátagjaldeyrisskipulagið — eða
sitja með lögbrotsorðið á ríkis-
stjórninni e’.la.