Þjóðviljinn - 23.06.1953, Qupperneq 8
:g)' — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagxir 23. júní 1953
VéistjóraféSag IsSands
FraifihaldsaðalfQÐdar félagsins
verður haldinn fimmtudaginn 25. júní k!. 20.00 í fundar-
sal Slysavarnafélags Islands, Grófin 1.
Félagsmenn fjölmennið!
Stjórniin.
gar- ®g miEiniEigar-
Reykjavík, 19. júní 1953.
Stjórnin
Álagstakmörkun dagana 21. til 28. júní frá kl. 10.45
—12,30:
Sunnudag 21. júní ..... 3. hverfi
Mánudag 22. júni ...... 4. hverfi
Þriðjudag 23. júní .... 5. hverfi
Miðvikudag 24. júní ... 1. hverfi
Fimmtudag 25. júrn .... 2. hverfi
Föstudag 26. júní ............ 3. hverfi
Laugardag 27. júní..... 4. hverfi
Siraumurmn verður rofinn skv. þessu þegar
og að svo mikiu leyti scm þörf krefur.
Sogsvirkjunin
Umsóknir um styrk úr sjóðnum þurfa að vera komnar
til sjóðsstjórnarinnar fyrir 15. júlí n. k.
Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu sjóðsins, Skál-
holtsstíg 7, opin alla fimmtudaga frá kl. 4—6 síðdegis.
Sími 81156. [ .
• Stjórnin.
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS.
AUKAFUNDUR
Með því að aðalfundur félagsins h. 6. þ. m. var eigi
lögmætur til þess að taka endatilega ákvöroun um til-
lögu félagsstjórnarinnar varðandi innköllun og endurmat
hlutabréfa félagsins, er hér með boðað til aukafundar
í H.f. Eimskipafclagi Islands, er haldinn verður í fund-
arsalnum í húsi félagsins í -Reykjavík, fimmtudaginn 12.
nóvember 1953, kl. 1,30 e. h.
D a g s k r á :
Tekin endanleg ákvörðun um innköllun
og endurmat hlutabréfa félagsins.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöf-
um og umboðsmönnum hluthafa dagana 9. til 11. nóv.
næstkomandi á skrifstofu félagsins í Reykjavík.
Athygli hluthafa skal vakin á því, að á meðan ekki
hefir verið tekin endanleg ákvörðun varðandi þetta
mál, er ekki hægt að taka á móti hlutabréfum til þess
að fá þeim skipt fyrir ný hlutabréf.
# ÍÞRÓTTIR
RlTSTJÓRl. FRÍMANN HELGASON
Siiieppisi Reykjavflíur vi aðra
landshlnia
Utankæjarmetm iöpuðu meS aðeins 5 siiga mm
Kosnmgaskrifstofa sósíalista,
Hafnarfirði
Um helgina 13. og 14. gerð-
ist merkisviðburður í sund-
málum okkar. Þar sem í fyrsta
lagi var vígð Sundhöll Hafnar-
fjarðar og í öðru lagi í því
sambandi keppni sundmanna úr
Reykjavík og sundmanna úr
öðrum landshlutum.
Við opnun Hallarinnar talaði
Þorsteinn Einarsson íþrótta-
fulltrúi og lýsti tildrögum og
byggingu, en Erlingur Pálsson
setti mótið með stuttri ræðu.
Slíkt mót hefur einu sinni ver-
ið haldið áðúr og unnu Reyk-
víkingar þá með töluverðum
stigamun.
Nú fóru leikar svo að Reyk-
víldngar unnu með aðeins 5
stiga mun eða 370ya gegn
365y2.
Árangur á móti þessu var
ekki séi'lega góður, og fæst af
fólkinu virtist vera í fullri
þjálfun. Undantekningar voru
þó Helga Haraldsdóttir I.A.
Helga Haraldsdóttir KR og
Kristján Þórissoa Rvík, Pétur
Kristjánsson var líka góður í
400 m. sundinu.
Fjarvera góðra sundmanna
skemmdi heildaráhrif mótsins
•þó það hafi ef til vill ekki haft
mikil áhrif á loka stigatölurnar.
Það var veikleikamerki að
Reykvíkingar tefldu ekki fram
mönnum á 3 brautir í keppn-
inni og í mörgum tilfellum í
þessu móti mun hafa verið
stillt upp í riðlana aðeins til að
fylla þá án þess að sú sund-
hæfni 'komi til sem á svona
móti er samngjamt að kref jast.
Það verður líka að vara við
því að láta sömu unglingana
Ikoma fram í allt að 6 sundgr.
í svona móti. Eðlilegra væri að
binda þátttöku hvers eins við
ákveðinn fjölda sundgreina.
Það ætti ekki að ofgera og með
því komast fleiri að.
Það er ástæða til að gleðj-
ast yfir þeim árangri, sem orð-
ið hefur í sundmu út um landið
síðustu árin og þá sérstaklega
í Keflavík og á Akranesi, og
em þar mjög góð efni.
I Reykjavík virðist þetta
standa meira í stað. Það er at-
hyglisvert fyrir reykvíska
suddmenn að þeirra menn vimia
yfirleitt keppni í eldri aldurs-
flokkum en utanbæjarmenn í
yngri flokkunum. Þetta er dá-
lítið alvarleg bending, því æsk-
an er það sem koma skai.
Nokkra athvgli vakti það að
Kristján Þórisson skyldi keppa
fyrir Reykjavík þar sem hann
hefur keppt fyrir UMF Reyk-
dæla þ.á. Eðlilegast er. að líta
á þessa keppni sem liéraða-
keppni a.m.k. hvað Reykjavík
s«iertir sem kemur fram sem
íþróttahérað.
En um slíka keppni segir í
10. grein Móta og keppenda-
reglna Í.S;1: Keppni á vegum
Héraðssambanda: „Rétt til
þess að keppa fyrir héraðssam-
band á hver sá íþróttamaður
sem hefur keppnisrétt fyrir
löglegt íþróttafélag í héraðinu.
Engian íþróttamaður má keppa
fyrir meira en eitt héraðssam-
band á sama almanaksári“.
Þess má geta að Kristján vaan
200 m. og 400 m. bringusund
•og var einnig í boðsundum.
Það er vel farið að sundmót
þetta hefur verið tekið upp, en
sennilega ætti að velja því ann-
an tíma, en það ætti að vera
til eflingar sundíþróttinni í
landinu.
Það undarlega skeði að áhorf-
endur voru fáir þó þarna væri
tvöföld hátíð og bendir til að
áhugi sé ekki mikill fyrir sundi
í Hafnarfirði.
Tékkóslóvakíu
Sverre Strandli kastaði
sleggju nýlega 59.69 m., sem er
bezti árangur í ár í þeirri grein.
Var það á móti í Södertálje.
Næstir koma Tékkinn Maca
með 58,25, Nemeth 57.82 og
Csermak 57.08. Nú er Strandli
í Búdapest og leggur til
keppni við þá Nemeth og Cser-
mak.
Tii gamans má geta þess að
Strandli dundar við fleira en
sleggjukast. Heima í Brandval
kastaði hann kringlu 38.96 m.,
stökk þrístökk 13.03 og lang-
stökk 5.98 m.
Frjálsiþrótfir
1.
er flutt í Góðtemplarahúsið, sími 9273. AJlir stuðn-
ingsmenn Magnúsar Kjartanssonar eru hvattir til
að hafa sem bezt samband við skrifstofuna þá fáu
daga sem eftir eru til kosninga.
Svíinn Roland Nilson sem
stundar nám í iBandaríkjun-
um keppti nýlega á móti í
Champaign þar sem keppendur
frá 10 háskólum kepptu. Hann
vann kúluvarpið með 16.61 m.
og kastaði kringlimni 49.99 m.,
sem hvorttveggja er vallarmet.
Landi Rolands, Svángsta-
Svenson, stökk yfir 2.00 m. í
hástökki.
Aðalathyglina í augnablikinu
hefur sovéthlauparinn Alexand-
er Anoufriev vakið með því að
komast í annað sætið bæði í
10.000 m. og 5000 m. á heims-
afrekaskránni, næst á eftir
Zatopek í 10000 m. Tími hans
er 29. 23.2 og 13.58.8 og er
það aðeins 6 sek. lakara en
heimsmet G. Hágg og hafa þeir
einir hlaupið vegalengdina und-
ir 14 mín. 3. er Zatopek á
14.03.0.
Þýzki hlauparinn Schade
virðist ekki kominn í fulla þjálf
un Hann hefur tapað þrisvar
í röð keppni á 5000 m. og var
síðasta keppnin við finnska
hlauparann Hannu Posti. Tínii
hans var 14.27.4, eu Schade var
14.36.0 mín.
Frakkksid 1:0
Svíþjóð og Frakkland áttust
nýlega við í knattspyrnu og
fór sá leikur fram á Rásunda-
leikvellinum í Stokkhólmi.
Markið kom er 17 mínútur voru
af fyrri hálfleik og setti Nils-
Ake það. Frakkar sóttu fast
til að byrja með. Svíar léku
mun betur en móti Belgíu án
þess þó að ná verulega góðum
leik.
Ávasp kvsima
Framhald af 3. síðu.
lagið, við gengum í það 3Q.
marz, 1949, þrátt fyrir allmikla
andspyrnu af hálfu fólksins. 1
fyrsta sinni í sögu íslenzku
þjóðarinnar var húa nú komin í
hernaðarbandaiag. Leiðtogarnir
gc,rðu þó allt sem þeir gátu
til að taka af sárasta brodd-
inn, þeir sögðu að ísland
skyldi aldrei verða hersetið á
friðartímum og að Islendingar
sjálfir þyrftu aldrei að gegna
herþjónustu.
I maí 1951 komu fyrstu arn-
erísku hersveitirnar til Islands
og siðan hefur amerískt her-
lið verið í landinu. Nærvera
þessa herliðs virðist að eki-
hverju leyti hafa opnað augu
þjóðarinnar fyrir því sem er að
gerast, og þegar tveir af ráð-
herrunum minntust á nauðsyn
þess að stofna íslenzkan her
um síðustu áramót, reis svo
mikil mótmælaalda upp í land-
inu að ráðherrunum fannst
hyggilegast að taka orð sín
aftur. — Það hafði aldrei kom-
ið til mála að stofna íslenzkan
her, — sögðu þeir. Eq það eiga
nú líka að vera kosningar í
sumar og ráðherrarnir vita að
hemaðaráform hefðu ek'ki
heppileg áhrif á kjósendur.
Það lítur samt sem áður út
fyrir að þessi hugmynd um að
hervæða Islendinga hafi gert
andstöðu þjóðarinnar gegn
hverskonar her virkari. Fjölda-
samtök hafa hafizt handa, sem
kalla sig: Þjóðareiningu gegn
her í landi. Samtök þessi héldu
ráðstefnu dagana 5.-7. maí,
þátt í þeirri ráðstefnu tóku
52 félagssamtök og . f jöldi ó-
félagsbundins fólks. Á ráð-
stefnu þessari ríkti framúr-
skarandi einhugur og almenn-
ingur tengir miklar vonir við
þessi samtök.
Það er þvi, þrátt fyrir allt,
von mín og trú, að íslenzka
þjóðin sé að vakna, og að hún
muni hér eftir sem jafnan áð-
ur vera meðal þeirra sem
hjúkra og líkna en ekki hinna
sem eyða og leggja í rústir.
Að lokum ríl ég fyrir hönd
hverrar einustu íslenzkrar
konu lýsa yfir djúpri samúð
með þeim nýlenduþjóðum sem
verja tilveru sína fyrir vopn-
uðum yfirgangi árásarríkja. Ég
vil óska og vcna að árangur-
inn af þessu þingi verði sem
allra mestur. Við, Í3lenzkar
konur viljum leggja réttinda-
og mannúðarmáli lið, við viljum
sameinast ýkkur í baráttunni
fyrir friðnum, baráttu lífsins
gegn dauðanum.
Lifi friðurinn í heiminumí
María Þorsteinsdóttir