Þjóðviljinn - 11.07.1953, Síða 8

Þjóðviljinn - 11.07.1953, Síða 8
:£) — ÞJÓÐVILJINN---Laugardagur 11. júlí 1953 Sænskir listamenn í Ráð- stiórnarríkjunnm Þekkt borgarablöð lifa á því að rógbera Ráðstjórnarríkin. Ferðamenn, sem þangað koma, hafa aðra sögu að segja. Les- endum Þjóðviljans er vafalaust i fersku minni hin igreinagóða írásögn Guðmundar Böðvars- sonar, sem ibirtist i blaðinu nýlega. Því hefur m. a. verið haldið fram, að listir geti ekki þróazt í Ráðstjórnarríkjunum við það ófrelsi, -sem þar ríki. Ekki hvað sízt hefur þetta ver- ið sagt um tónlistina, sbr. um- mseli Jóns Þórarinssonar, tón- listarráðunauts rikisútvarpsins lyrir nokkrum árum um tón- skáldin í Ráðstjórnarríkjunum. íslendingum hefur að nokkru gefizt kostur a að kynnast rússneskri tón- og sönglist af sendinefndum þeim, sem hér hafa verið á ferðinni á vegum MÍR. Hafa þau ekki verið ó- hagstæð fyrir Ráðstjórnarríkin. Nægir þar að minna á lista- menniria sem komu í síðustu sendinefnd, söngvarann Lísítsí- an og pianóleikarann Kravt- senko, sem skemmtu hér við' almenna hrifningu. Hér kemur hins vegar dæmi um, hvernig eriendum listamanni er tekið í Ráðstjórnarríkjunum og hvern- ig honum lízt á sig þar. Er það sænski óperusöngvarinn Bern- hard Sönnerstedt, sem er ný- kominn úr söngför til Ráð- stjórnarríkjanna. í eftirfarandi frásögn eru rakin viðtöl sem hann átti við sænsk blöð eftir iheimkomuna. Borgaralega sinn- .að fólk þarf ekki ,að óttast, að hér sé um kommúnistaáróður að ræða, þar sem viðtölin birt- ast í ráðsettum sænskum borg- arablöðum: I Óperusöngvarinn Bernhard Sönnerstedt kom í síðastliðnum mánuði .aftur til Stokkhólms úr íör sinni til Ráðstjómarríkj- anna, sem hann fór í boði menntamálaráðuneyfisins í Moskvu, en í förinni hélt hann íimm hljómleika fyrir fullu húsi, þar af þrjá í Leningrad og tvo í Moskva. Þar að auki söng hann sænsk lög í Moskva- útvarpið og ennfremur söng hann á segulband. Sönnerstedt er mjög ánægður með för sína til Ráðstjórnar- rikjanna. — Það var einkar fróðlegt iað kynnast .rússnesk- um tónlistaráhuga, segir hann í viðtali við Svenska Dagbiad- et. Ekki aðeins það, ,að hljóm- ieikasalirnir voru fullskipaðir í hvert sinn, heldur hitt ekki síður :að fólkið skyldi hrærast ■svo mjög með sem það gerði... Einstakur er einnig blærinn á þessum gullnu og hvítu hljómleikasölum, þar sem lát- 3aust búið fólk situr í ljósa- •dýrð kristalshjálmanna. En það kann iað hlusta og það er þakk- látt. Eimm til tíu aukalög varð -ég að syngja á hverjum hljóm- leikum. Allt var gert fyrir okkur sænsku gestina, heldur Sönner- .stedt áfram. Ég fékk að sjá tvær dásamlegar óperusýning- ;ar í Moskva, sem ég mun seint gleyma, ígor fursta og Hovansjtjina. Áheyrendur voru slíkir sem maður hefur nldrei þorað að láta sig dreyma um, segir söngvarinn í viðtali við Dag- ens Nyheter. Meðan á hljóm- leikunum stóð kom hrúga af smámiðum er á voru skrifað- ar óskir, oft á sænsku, t. d.: „Viljið þér syngja sænska sjó- mannsvísu?“ „Álfakóngurinn" (Schubert) og „Porgy and Bess“ (eftir ameríska tónskáld- ið George Gershwin) voru einnig lög sem ætíð var beðið um. Það v.ar aldrei hægt að komast af með minna en fimm aukalög. Eftir hljómleikana komu .allir áheyrendur þjótandi móts við mann til iað þakka ’fyrir sig, í staðinn fyrir að þjóta að fatagéymslunni eins og hér. Ég hlustaði á fílhurmónisku hljómsveitirnar í Moskva og Leningrad, og þær voru undur- samlegar. Stóri salur fílharmón- íunnar í Leningrad, þar sem ■ég sjálfur hélt hljómleika, var líka dásemd byggingarlegrar fegurðar'.. . Undirleikari minn var Rússi. Það var sami mað- ur allan timann. Furðumargir voru þeir, sem töluðu sænsku eða norsku. Þeir lesa skandi- navísk mál í háskólum. Ég hafði auðvitað túlka með mér alls staðar, bæði í Leningrad og Moskva, og sérstaklega tal- aði moskvatúlkurinn óaðfinn- anlega sænsku. í útvarpið 'SÖng ég eingöngu sænsk lög, m. a. „Kung Heimer ooh As- lög“. Til þess að áheyrendur gætu eitthvað skilið var. inni- hald kvæðanna dregið saman á rússnesku ... Gestrisnin var stórkostleg og þó að ég fengi 500 rúblur í vasapeninga var mér aldrei leyft að greiða einn kópek fyrir mig sjálfur. Það var furðulegt hve mikið fólk þekkti til sænskrar tón- listar, segir Sönnerstedt í við- tali við Morgon-Tidn'ngen. Um söngskrána i förinni segir hann lað þar hafi m. ia. verið lög eftir Hándel, Schumann og Schubert. Af sænskum tón- skáldum voru Nyström, Rang- ström, Stenhammar og Söder- man. Einkum þótti mikið var- ið í Söderman og þá sænsk þjóðlög. Sönnerstedt lét ekki hjá líða að afla sér fræðslu um vinnu- skilyrði starfsbræðr.a sinna í Ráðstjórnarrikjunum, og segir um það: Mér finnst að lista- menn séu hátt launaðir þar ■austur frá, m. a. í formi Stalín- verðlauna, sem ekki eru að- eins heiðursmerki heldur einn- ,ig 100.000 rúblur út í hönd. Sjostakóvitsj hefur til dæmis fengið ekki færri en sex slík verðlaun. Við slíkar aðstæður er að minnsta kosti létt að vera æfður listamaður. Útvarp- ið greiddi 130 rúblur á min- útu, svo að annað dæmi sé nefnt. Það var reglulegt ævintýri að fá að koma til Rússlands og syngja, segir sænski öngv- arinn og Rússlandsfarinn að lokum í viðtali sinu við stjóm- arblaðið. # ÍÞRÓTTIR RITSTJÓRI. FRÍMANN HELGASON Ry-— Ekki er ósennilegt að þing Í.S.Í. á Akranesi um s.l. helgi verði lengi í minnum haft, og kemur þar margt til. Góður undirbúningur 'þeirra Skaga- manna og móttökur allar og ekki nóg með það: þeir leystu Sambanöið út með veglegri gjöf sem var stór og fögur mynd af þeirra kæra bæ. Margar tillagna þeirra sem fram voru bornar ættu að geta markað timamót í starfi sam- bandsins og þá ekki sízt að því er varðar fjármálin, því þau hafa alltaf verið þessari stofn- un — Iþróttasambandi íslands — fjötur um fót. Starfsemi stofnunarinnar stendur og fellur með því áð takast megi að finna öruggan tekjustofn. En þessi tekjustofn liggur ekki laus fyrir og hafa þó margir rætt lun þessa nauð- syn og þessu þingi tókst ekki að benda á neitt slíkt og varð fjárhagsáætlunin því svipúð og aðrar hafa verið., sem sagt óör- ugg, en tillögurnar sýna að áhugi er mikill að leysa það mál. Eitt af því sem fuiltrúar utan af landinu munu minnast frá þessu þingi, var það hve lítil áhrif þeir gátu haft á stjórnarkjör, að vísu má því umkenna að illa var mætt utan af . landsbyggðinni. Fulltrúarn- ir frá Reykjavík höfðu undir- búið það og í krafti meirihluta síns tóku þeir ekki tillit til vilja þeirra og áætlun þeirra stóðst. Engan vegin er hægt að kalla það æskilegt og eðlilegt, og lítt til þess fallið að brúa það bil sem oft er talið vera milli Reykjavíkur og landsbyggðar- innar. Ef til vill á þetta enn dýpri rætur en þegar hefur komið í ljós svona opinberlega. Því er ekki að leyna að það kom fram hjá ýmsum fulltrú- um sem þingið sátu, að kosn- ingin hafi í fyrsta sinn borið keim af þjóðmálaflokkapólitík. Við skulum vona að þetta sé ekki rétt, því komist slíkt inn í raðir íþróttahreyfingarkmar að menn séu valdir þar í stöð- ur eftir pólitískum lit en ekki eftir þekkingu og kostum, þá er voði fyrir dyrum, sá voði sem íþróttalireyfingin getur ekki risið undir. Þetta eru því töluvert örlagaríkir tímar sem íþróttahreyfingin er að kom- ast á og tíminn sker úr því hvort henni tekst að hrinda þessum orðróm af sér sem illu heilli hefur á komizt. Það. er því skorað á alla þá sem vilja að pólitískra áhrifa gæti ekki innæi íþróttahreyfingarinnar, að vera vel á verði hvar sem þeir annars standa í flokki eða hvaða stjórnmálaskoðanir sem þeir hafa, og fordæma slíkar aogerðir. Þá vakti það nokkra athygli á þinginu hvernig atkvæðum fulltrúanna frá Reykjavík var skipt. Þeir höfðu sem sagt eitt atkvæði hver, nema Gísli Hall- dórsson formaður Í.B.R. og framkvæmdastjórinn Sigurður, sem höfðu 6 og 5 hvor eða 11 samtals! Sjálfsagt er þetta allt samkvæmt reglum og sam- þykktum. Má dást að hvílíkt eftirlæti fulltrúartiir sýna for- manni sínum og framkvæmda- stjóra og láta þá fara saman- lagt um % hluta allra at- kvæða á þinginu. Það er ekki kröfunum fyrir að fara að þessum atkvæðum sé skipt jafnt milli fulltrúanna. Mun slíkt algjört einsdæmi um eftirlátsemi og góðvild. Gagnr vart framkvæmdastjóranum er þetta alveg sérstök rausn, þar sem hann hefur ekki heimild til að fara með slíkt umboð á ársþingi, ef að er gáð. íþróttakennaraskóla Bslands slitið 30. júní s.l. Minnst 20. ám stasfs Bföms Jakohssonar eg 10 á;a starfsemi- skéians Þann 30. júní sl. fóru fram að Laugarvatni skólaSlit Iþrótta- kennaraskóla íslands. Við þetta tækifæri var þess minnst að liðin voru þá 20 ár frá því að Björn Jakobsson skólastjóri braut- skráði fyrstu íþróttakennarana frá einkaskóla sínum, sem tók til starfa að Laugarvatni 1. okt. 1932 og einnig þess, að nú voru 10 ár liðin frá því að fyrstu íþróttakennararnir brautskráð- ust frá íþróttakennaraskóla Islands, sem stofnaður var með lög- um frá Alþingi 1942. Nú voru brautskráðir 10 piltar sem íþróttakennarar. Frá skóia Björns Jakobssonar og íþróttakenn.araskóla íslands hafa Þá brautskráðst alls 165 íþróttakennarar — 55 konur og 110 karlar. \ Nemendasamband stofnað. í sambandi við þessi tímamót í starfi Björns Jakobssonar fór fram við skólaslitin stofnun nem- endasambands beggja skólanna. Formnður sambandsins var kos- inn Hjörtur Þórarinsson. Eftir að Björn Jakobsson hafði lokið skólaslitaræðu sinni, gekk fram formaður hins nýstofnaða nemendasambands og skýrði frá stofnun nemendasambandsins og tilkynnti, að nemendasambandið hefði 'gjöf að f-æra íþróttakenn- araskóla fslands og bað Fríðu Stefánsdóttur Eyfjörð, sem er fyrsta konan, sem Björn Jakobs- son útskrifaði frá skóla sínum, að afhenda gjöfina. Afhjúpaði þá Fríða St. Eyfjörð brjóstlílcan af Birni Jakobssyni, skólastjóra. Brjóstlíkanið hefur gert Erla ís- leifsdóttir, iþróttakennari, en það er steypt i bronce í Danmörku. Gjafir til skólastjórans. ■'Birni iskólastjóra bárust við þetta tækifæri gj.afir, t. d. frá stjórn íþróttakennarafél. íslands, kven-iþróttakennaradeild félags- ins oig nemendum þeim, sem nú brautskráðust. Auk þessara gjafa bárust blóm og símskeyti. Að loknum skólaslitum var sezt að veizlu, sem skólanefnd íþróttakennaraskólans hélt Birni skólastjóra, gestum og heima- fólki. Voru þær ræður fluttar af Birni skólastjóra, Þorsteini Ein- arssyni, form. skólanefndar, Bjarna Bjarnasyni, skólastj. og Hirti Þórarinssyni, form. nem- endasambandsins. ISerfer^ haffii í Ifyfum Framhald af 1. sáðu. Hafa notið fyrirgreiðslu bæjar- yfir\aldanna. Þrátt fyrir bann Fjárhags- ráðs hafa bæjaryfirvöldin í Vestmannaeyjum ekki talið sér fært að leggja steina í götu þessara ungu og dugmiklu manna, sem neyddust t,il að byggja yfir sig án þess að leyfi Fjárhagsráðg lægi fyrir í hverju einstöku tilfelli. Hefur bæjar- stjómin úthlutað þeim lóðum og samþykkt teikningar að hús- unum eins og venja er þegar ný íbúðarhús eru reist í kaup- stöðum. i • i Rannsókn í fyrra. Fyrir um ári síðan varð vart fyrstu afskipta hins opin- bera af málinu. Munu þá ein- hverjir mannanna hafa verið kærðir og má'ið þá tekið til rannsóknar fyrir atbeina Fjár- hagsr. Eftir það var allt látið kyrrt liggja þar til nú að svo virðist sem það sé ætlun þeirra sem telja sig eiga að gæta laga og réttar á íslandi að láta hart mæta hörðu og draga þetta framtaksama fólk fyrir rétt eins og um glæpastarfsemi væri að ræða! Er almælt í Eyjum að fyrirskipun um þetta muni hafa borizt ti-1 bæjarfógetans frá hærri stöðum og þá vænt- anlega frá Bjarna Benedikts- syni dómsmálaráðherra. Burt með Fjárhagsráð! Lægi vissulega nær að ríkis- stjómin sæi sóma siein í að af- létta byggingabanninu og gefa Fjárhagsráði frí fyrir fullt og •allt, heldur e.n áð láta elta fólk á rönþum og neyða það til f jár- útláta fyrir það eitt að reyna að bjarga sér. Tjónið af starfi Fjárhagsráðs er þegar orðið svo gífurlegt að seint verður fyrir það bætt. Málareksturinn í Vestmatinaeýjum hlýtur að verða til þess að herða á kröf- unni um að Fjárhagsráð verði lagt niður og íbúðarbyggingar á Islandi gefnar frjálsar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.