Þjóðviljinn - 17.07.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.07.1953, Blaðsíða 7
Föstudagur 17 jölí 1953 — ÞJÓÐVILJINN — "(7 A. Duncker Jensen: V instrisirmaðir rithöfund- ar í Bandaríkjunum eftir 1945 Bókmenntagagnrýnendur borgarablaðanna hafa síðustu árin verið vanir að láta í Ijós gleðiblandna undrun í hvert sinn sem bandarískt skáldverk - ræðst með gagnrýni á eitthvert venjulega iþröngt svið banda- rísks þjóðlífs. Þama igetið þið sjálfir séð, hvað mönnum leyf- ist í Bandaríkjunum. — Það er eins og þeir, sem líta á Banda- ríkin sem höfuðvígi lýðræðis- ins í heiminum, undrist, að enn skuli finnast þar lýðræðissinn- ;ar. Þetta er þó engan veginn ó- blandin ánægja, því að sömu gagnrýnendur nota verk þessa lýðræðissinnuðu höfunda fil að toreiða yfir þau kjör, sem vinstrisinnaðir rithöfundar verða að sætta sig við í Banda- ríkjunum sem stendur. — I Þýzkalandi voru líka lýðræðis- sinnar, sem tókst að birta verk sín allt fram í febrúar 1933. Hefði maður bent á þessa rit- höfunda sem eins konar sönnun um styrk lýðræðisins í Þýzka- landi, hefði maður gert sig sek- an um fölsun, Margir af hinum þekktu toandarísku rithöfiundum milli- stríðsáranna eru í dag þreyttír eða hræddir. Hin mildari ár voru þeir eins konar „konung- •leg stjóimarandstaða“ gegn auð- valdinu. Þeir voru gjarman hæðnir og uppreisnargjarnir — þá — en núna, þegar íímarnir eru ekki lengur mildir, eru þeir orðnir linir. How.ard Fast sneri máli sinu til þeirra, þegar Martinsville negrarnir sjö voru tekmir af lífi. Hann vaíkti athygli þeirra á ,21 negra sem sátu og biðu eftir dauðadómi hvítra kvið- dómenda fyrir afbrot, sem eng- inn hvítur maður hafði nokk- urn tíma verið líflátinn fyrir. Hann ræddi um 50 negraher- menm, sem hvítir hershöfðingjar höfðu dæmt í 20 ára fangelsi í Kóreu fyrir smávegis heraga- brot: „Starfsbræður mínir. Ég sný mér til ykkar. Ég sný mér til ,,heiðvirðra“ og „samvizku- samra“ manna. Ég sný mér til John Steinbeck og Arthur Mill- er, til Erskine Caldwell og Ernest HemingAvay, til Lillian Hellman og Irwin Shaw og Vinccnt Shean og Budd ■ Schulberg, til Archibald. Mac- Lcish, Carl Sandburg og Upton Sin.clair, John Hersey og allra hinna í hinum stóra þögla flokki. Bkki með bæn —- tími bænarinnar er liðinn — heldur með aðvörun. Nema því aðeins að þið mótmælið þeirri ó- svinnu, sem er að gerast í Ameríku, mun ykkar eigin fílabeinsturn öryggis og and- varaleysis hrynja í náinni fram- tíð. Og sá skattur, sem þið verðið að greiða, verður ekki Pablo Neruda Orð PABLO NERUDA: „Skáld- skapurinn er eins og frelsið, í föstum tengslum við fangelsin," eiga við um verk vlnstrisinnaðra rithöfunda í Bandaríkjunum. inn taki bækur hans upp á sína arma. Dos Passos hrópar á stríð i tímaritum Luces. Síðasta verk hins mikla rit- höfundar Carl Sandbui-gs „Remembrance rock“ er — eins og sa'g't hefur verið — skáld- saga d eðlilegium litum. Og svo framvegis. Róttækir rithöfundar eiga erfitt með að koma bókum sín- Margir a£ hinum þekktu bandarísku rilhöfundum miL'sstríðsáranna eru í dag þreyttir og bræddir. I dag koma bækur djörfustu rithöfundanna ekki út í stærst- um upplögum. Segir A. Ðuncker Jensen bókavörður í þessaxi grein sinni um róttæka rithöl'unda í Bandaríkj- unnm, sem margir hvérjir eru lítt þekktir á íslandi. minni en Hitler tók af mennta- mönnum Þýzkalands. Aðeins kröftugt hróp af reiði og við- bjóði getur baett fyrir það brot, : sem þið fremjið með þögn ykk- ar.“ ;En þeir eru önnum kaínir við að Iosá sig við þá sannfær- ingu, sem þeir voru nógu frakkir að boða, meðan tím- arnir voru blíðari. Irwin Shaw lof.ar FBI og New York Times hátíðlega, að stríðsádfiilu leikrit sitt frá 1936 „Grafið þá dauðu“ skuli aldrei framar verða sýnt hvorki í Bandaríkjunum né erlendis. I skáldsögu sinni „Kalt loft“ kaupir hann sér aflausn fyrir gagnrýni sína á kommúnista- ofsóknunum með því að leiða bókina inn á þá braut, að hún verður frekar gagnrýni á hin- um ofsóttu en ofsóknarmönn- um. Hemingway og Steinbeck leita aftur til goðsagnanna til að þeim verði ekki á að segja of mi-kið. Caldwell neitar að gera ann- að en segja hnittinyrð; um heim, sem er að farast — og verður vart bj.argað. Hersey gerir iðrun og yfirbót í skáldsögu sinni „Veggurinn" með því ao láta algjörlega vera að minnast á innlegg kommún- ista í baráttuna í gyðingahverf- inu í Varsjá. Vincent Shean er kominn á kaf í indverska dulspeki og hef- ur við það öðlazt þá lífsskoðun sem mun ékki hrinda honum frá dálkum ,fLifes" og „Times" og ekki koma . í veg fyrir, að „Book-of-the-month“ klúbbur- um á framfæri við .amerísk bókafoi'lög, sem mega sín nokk- urs. Ein siðasta smugan var hið stóra útgófufélag í Boston, Little Brown & Co-, sem sagði nýlega upp eina forstjóranum sínum, af því að hann vildi gef.a út 'bækur eftií Howard Fast. Því næst sendi útgáfu- félagið kaupendum sínum bréf, viðurkenndi yfirsjón sína og lofaði, að slíkt skyldi aldrei henda aftur. Alveg sérstök félagss'amtök með mikið fjármagn að bök- hj.arli hafa gert það að sér- grein sinni að ráðast á vinstri- sinnaða rithöfuinda og e.vði- leggja þau útgáfufélög, sem gef.a út bækur þeirra. Þessi félagssamtök fá oft að láni hug- myndir hjá hinum hálffasist- isku samtökum uppgjafaher- manna „American Legion", sem einnig lætur ávallt til sín taka i kynþáttaóeirðum. Samtökm senda út bæklinga og fregn- miða í milljónaupplögum, svo og viðtöl „Eitur , í bókum vorum" sem eru send út um 120 útvarpsstöðvar með aðvör- unum um að kaupa ekki á- .kveðnar baakur. Þannig var ráðist á. Little, Brown & C°. fyrir „áfturhvarfið" fyrir að hafa m. a. gefið út ,.The aul- umn garden" fiftir Lilljan Hell- man, .íHugsjónir og hindur- vitni“ eftir Dunham' og „Our rfijected children“ eftir Albert Deuteh. Það '. er unnið markvisst: að því að þrengja- sjóndeildarhring toókélskra manna. .Bækur eru ekki aðeins settar skör lægra en sjónvarpið, heldur eru þær stundum beinlínis taldar glæp- samlegar. I andkommúnistíslkiu kvik- myndtnni „Sonúr minn, John“, sem okkur' hefur ennþá verið hlíft við, fellur grunur á mann af þeirri ástæðu einni, að hann er „bókelskur". í d'ag sitja mai-gir í fangelsi fyrir þá sök eina, að iþeir lásu bækur — eins og ákærandinn sagði ber- um orðum — inefnilega rit eftir Marx, Engels, Lenin og Stalin. Og var það ekki Eisenhower forseti, sem reis á fætur o.g til- kynnti heiminium, þegar hann Var ikjörinn rektor Columbia háskólans, að hann hefði ekld lesið bók í mi'u ár? Bókaverðir í New York eru einkennandi fyrir þróunina. Þeir byrjuðu á iað fjarlægja bók Fasts „Tom Paine borgari" og réðust cþví næst á bækur Arthurs Millers (Sölumaður deyr) og Laiuru Hobson (Okkar á milli sagt). Hámarki sínu náði hreinsunin, þegar fjarlægð var bókin „Connecticut Yankee eftir Mark Twain. Það er sorgleg staðreynd, að i mörg ár hafa verið ófáanlegar heildarútgáfur á ensku af verk- um Dreisers, Jack Londons og Upton Sinclairs, en í Ráðstjórn- arríkjunum .hafa verk þess.a höfunda í áður nefndri röð komið út í iy2 milljón, 12 og 3 milljónuni eintaka.' — Það er einnig sorgleg staðreynd, að að- eins er hægt að fá nokkurn veig inn fiullkomna mynd af Mark Twain af rússneskum útgáfum. (Fram aðH950 komu 5 milljón- ir eintaka). Flestar andheims- veldisgreinar hans hafa ekki verið endurprentaðar í Banda- ríkjunum, síðan þær voi-u fyrst birtar í amerískum tím.aritum fyrir hálfri öld, og mörg hand- rit hans — þrátt fyrir kröftug- ar áskoranir — fást ekki gefin út og liggja í þagnarþey í skrif- borðsskúffum Twainf jölskyld- unnar. í dag kom bækur djörfustu rithöfundanna Bandaríkjun- HOWARD FAST um ekkj út í stæi'stum upplög- um. Að minnsta kosti hundrað kennarar við æðri skóla hafa tekið þann kostinn -að segja af sér heldur en gef-a hinni póli- tísku .lögreglu og rannsóknar- nefndum upp’ýsingar um sig og starfsbræður sína. Einn þeirra, máski mest metni bók- menntagagnrýnandinn í Banda- ríkj.unum, próf.essor F. O. iMalthiessen, kristmn sósíalisti — eins og hanh sjálfur kallaði sig - framdi- sjálfsmorð vegna .á'kafrar árásar blaðanna á hann ..vegna ■ þátttöku hans í friðarhreyfingunni og bókar hans um alþýðulýðveldin. Dalton Trurnbo, Albert Maltz og Howard Fast — alR kunnir rithöfundar — og margir miðui- þekktir — Ring Lardner, Law- son og Jerome — voru dæmdir í langv.arandi fangelsi, af því að þeir neituðu að svara spurn- ingum óamerísku nefndarinnai- um stjórnmálaskoðanir sinar, Nokkrir vinstrisinnaðir rit- höfuridar reyna að gef-a út bæk- ur sínar sjálfir með þeim ár- angri, að þær verða hlutfalls- lega mjög dýrar, t. d. kostar skáldsagan „A man without shoes“ eftir John Sanford rúma 14 dollara eða rúmar tvö hundruð krónu'i' íslenzkar. Bók- in fjallar um þroskaár un.gs manns í skóla og er full af skemmtiiegum innskotum, eins' og t. d. hið hugsáða viðtal við Georg Washington, sem segir- heilmikið um lýðræði. Siðan fer fréttamaðurinn og „þegar þjónninn opn.að.i dyrnar, sá ég, að.hann var þræll". Eða orða- senna söguhetj-unnar við kenn- ara: „Þér talið alltaf um sann- leikann, en þér kennið okkiur- ekki sannleikanm. Við komust sjálfir -að raun um, að stjórnar- skráin er byggð á eign, ekki lýðræði, að spánsk-ameríska stríðið var háð vegna sykur- pliantekranna en ekki hinna soltnu Kúbu-búa. En auðvitað; stoðar ekkert að maður viti þetta um sykurplantekrumar. ef maður getur ekki þolað soltna Kúbiubúa". Aðrir róttækir rithöfundar verða að vinna í verksmiðjum og skxifstofum, heldur en beygja sig fyrir hinni opinberu iog óopinberu ritskoðun á verk- um þeirra. Þannig er Alexand- er Saxton járnbrautarverka- m-aður á daginn og skáld á nóttunni. Þekktasta verk hans er skáldsagan „The -great mid- land“ um bandariska járn- brautarverkamenn 1912—’41. Eiinnig verður negrarithöfund- urinn Lloyd Brown að vinna í verksmiðju á d-aginn. Ævisaga ha-ns í stuttu máli: Alinn upp á barnaheimili, vann með valt- ara, var í bandaríska flughern- um í striðinu, hnepptur í varð- hald eftir styrjöldina fyrir starf í þágu stéttarfélags. Kunnasta verk hans er „Iron city“, skáld- saga um tilraunir pólitískra fanga til að fá hrundið dauða- dómi yfir negra. Maður gleym- ir ekki negranum Zachary og hinni síbrostnu von hans um að verða eimlestarstjóri og stýra „The 'glory train“ um landið. Það er 1 jóð aim von sjá.lfs mannkynsins. Aðrir negrahöfundar, sem líta svo á, að negravandamáliA sé hagræint, en ekki eins og Richard Wright, að það sé sál- rænt, eru t. d. Willard Motley (Lifðu hátt —deyðu ungur, Við börð’jmst í myrkri), og Lang- ston, sem er þekktastur fyrir ljóð sín, en hefur einnig skrif- að ágæt verk 1 óbundnu máli m. a. h.ið 'bráðs'kemmtilega tví- tal „Si-mple speaks his mind“. þar sem ne-grinn Simple segir á harlemmáilýzku skoðun sina á öllum og öllu. (Það var svei mér heppilegt, að Adam, og Ev;a voru ekki negrar. Við hefð- um aldeilis fengið i baukinn fyrir þetta syndafall"). .Simple á ekke.rt s.aimeiginlegt með hin- um vonsvikn-u negrum, sem. við Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.