Þjóðviljinn - 21.08.1953, Page 6

Þjóðviljinn - 21.08.1953, Page 6
Ö) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 21. ágúst 1953 «EC« (IIÓÍVIUINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundssou. S'réttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Hlakkar í Morgunblaðinu Morgunblaðið víkur í gær í forustugrein að árás þeirri sem bandafíski herinn ætlar að framkvæma á ísland í næsta mánuðii í „æfingarskyni“, en í þeirri árás mun „árásarflotí þungra herskipa og stórra flugvélaskipa . . . iramkvæma fallbyssuskothríð með hlöðnum sprengikúl- um á eyju undan strönd íslands og gera loftárás/r á skot- mörk á íslandi“. Og Morgunblaðiö er ekki í miklum vanda með að skýra hvers vegna Bandaríkin þurfa einmitt að æfa sig með Iþví að gera árás á foland. Þaö segir: „Þær flotaæfingar Atlanzhafsríkjaima sem innan I skamms fara í hönd eru þáttur í bví starf/ þeirra að I tiTggja frelsi sitt og öryggi með hjálp hver annarrar“. Svona einfalt er þetta. Fallbyssuskothríð og sprengjum á að rigna yfir íslenzka eyju, loftárásir verða gerðar á '•kotmörk á íslandi — og þetta framtak Bandaríkjanna er „þáttur í því starfi þeirra að tryggja frelsi sitt og örvggi“ með hjálp ísiands. Þetta er góð og gidd játning, bótt hún komi, óvart, og hún er í samræmi viö fjölmarg- ar yfirlýsingar bandarískra herfræðinga. Þeir fara ekkert dult ,með þáð að ísland á að verða bandarísk útvarð-1 stöð, ef til þess stríðs kemur sem auðvald Bandaríkjanna hefur undirbúið af mestu cfurkappi. ísland á að hagnýta til árása á meginland Evrópu og á íslandi eiga aö bitna jafn afdráttarlaus svör. Og sprengjur þær sem á íslandi dynja verða ekki hagnýttar á Bandaríkin sjálf. Þetta heitir á máli valdhafanna fyrir vestan haf að tryggja frelsi og öryggi Bandaríkjanna — meö hjálp íslands. Qg þaö hlakkar í Morgunblaðinu yfir því aö nú skuli dynja á íslandi sprengjur frá herskipum og flugvélum. það heldur áfram með eftirvæntingartón: „Flotaæf/ngar þær sem fram fara allt frá ströndum íslands til Gibraltar sýna það og sanna að þátttaka lands- ,ns í varnarbandalaginu er meira en orðin tcm .... Flotaæfingarnar sýna það ljóslega að þátttaka íslands í Atlanzhafsbandalaginu er ekki marklaus sýndarleikur“. Fögnuðurinn er miikill og einlægur. Að vísu hafa ,.orð“ hernámsflokkanna og blaöa þeirra verið mörg og stór og mikiifengleg stundum, en mikill hégómi eru þau hjá sprengjuárásum á íslenzkt land frá flugvélum og flota gráum fyrir járnum. Og hernámiö sjálft, eins ánægjulegt og þaö var þó, er „marklaus sýndarleikur“ meöan vopnin nafa ekki talaö eins og þau eiga nú 1 'oks að gera. Þannig eru viöbrögð Morgunblaösins, stærsta blaös landsins, málgagns utanríkisráðherrans, viö atburðum þeim sem vakiö hafa óhug meö þjóöinni allri. En viðbrögð islenzku þjóöarinnar hljóta aö verða önn- ur. Einmitt með þessum æfingum fær hún mynd af þeirri ,,vernd“ sem Bandaríkin hafa fyrirbúiö íslending- um: það er sama verndin sem íbúar Kóreu þekkja af sárustu raun, vernd vopnanna, vernd tortímingar og eýðingar. Eflaust taka þátt í æfingunum hér herskip og flugvélar sem hafa öðlazt sérstaka þjálfun 1 Kóreu og vita nákvaþnlega hvernig á aö haga þeirri vernd sem er . meira en oröin tóm“, meira en „marklaus sýndarleikur“. Einmitt í gær barst út um heiminn fregnin um að Sovétríkin heföu sprengt fyrstu vetnissprengju sína í tilraunaskyni. Sú staðreynd sýnir öllum öðrum betur • hvert gildi vernd vopnanna hefur á þessum tímum, hún sannar hverjum manni sem á eftir snefil af heil- bríigðri skynsemi aö öryggi íslands er 1 því einu fólgiö að friöur haldist 1 heiminum. Því er það sú eina utan- ríkisstefna sam íslenzk getur talizt að 1-eggja allt sitt fram til þess að stuðla að friöi og góöri sambúö þjóða í heiminum, að afvopnun og ströngu eftirliti með múg- drápstækjum. Eina raunhæfa öryggisstefna íslendinga er aö segja sig tafarlaust úr hernaðarbandalagi ameríska auðvaldsins og hrekja bandaríska hernámsliðið af landi brott. Og skilningur á þessu er nú stöðugt að aukast. Þess veröur ekki langt aö bíða aö litiö veröur á þá menn sem brjóstumkennanlega sjúklinga sem æpa upp yfir eig í stjórnlausum fögnuöi út af því að yfir íslenzkt land eigi aö rigna sprengjum og tundurskeytum. Bjöm Jóíissos, formaðui Verkamannafélags Hkureyrarkaupstaðar: Bygging fullkomins hraðfrystihúss á Akureyri hrýn og aðkallandi nauðsyn I eyrum ókunnugra lætur ur sú staðreynd k.ynlega í eyrum að á Akureyri er ekk- ert hraðfrystihús fyrir sjáv- arafurðir. Þessi staðreyuid er íþeim mun ótrúlegri þegar þess er gætt, að allt í kring um landið, í því nær öllum þorpum og kaupstöðum, þar sem útvegur er stundaður að noKkru marki eru frystihúsin talin eitt af frumskilyrðum hans og atvinnan, sem þau veita uppistaðan í atvinnulíf- inu. Ástæðurnar fyrir því að hér er ekkert frystihús til nauð- synlegustu geymslu á kjöt- birgðum gætu verið þessar: f fyrsta lagi að verkafólk hér í bæ hefði svo mikla at- vinnu, að það annaði iþví ekki að fullvinna aíla togaranna og bátanna, önnur að rekst- ur hraðfrystihúss væri slík firra af fjárhagsástæðum, að ekkert vit væri í honum og þriðja að hlutdeild Akureyr- ar væri svo lítil að ekki væri hér starfsgrundvöllur fyrir frystihús af iþeim sökum. Engin þessara ástæðna er hér fyrir hendi. Verkamenn hér hafa árum saman barizt við geigvænlegt atvinnuleysi, stundum meginhluta ársins. Undanfama vetur hefur tala atvinnulausra skipt hundruð- um. Fjöldi þeirra hefur dreg- ið fram lífið á hungurskömmt um við óarðbært klakahögg. Aðrir hafa hrakizt í leit að bjargræði burtu frá heimil- um sítium. Enn aðrir hafa síðustu missirin yfirgefið bæ- inn fyrir fullt og fast og flutzt með fjölskyldur sínar til Rvíkur og Suðurnesja. Allmikil leynd hefur hvílt yfir rekstrarafkomu hrað- frystihúsanna, en sú almenna skoðun, að afkoma þeirra hafi verið viðunandi eða vel það, þrátt fyrir framleiðslu- bönn og misjafnt árferði, er staðfest með þeirri reynslu, sem fengizt hefur af relistri þeirra frystihúsa, sem rekin eru af opinberum aðilum og verða að gera meira eða minna grein fyrir reikningum sínum. Hlutdeild Akureyrar í sjáv- arútveginum hefur jafnan verið allmikil. Héðan eru nú gerðir út 4 togarar og 8 bát- ar. Á s.l. ári veiddu 3 togar- ar Útgerðarfélags Akureyrar 12% af öllum þeim fiski sem saltaður var í landinu og fóru þó 11 söluferðir til Bret- lands. Af þessu má ráða að hlutur Akureyrar í sjávarút- vegóan er það mikill að með öllu er óeðlilegt að hér sé ekki hin fyllsta aðstaða til þess að fullverka þann afla sem skipin bera .aö landi, jöfnum höndum til söltunar, frystingar og herzlu. Enginn liinna þriggja rök- semda, sem ég að framan gat um gegn byggingu og rekstri hraðfrystihúss hér í bænum er því fyrir hendi. •Hver er þá ástæðan ? Hún er engi*i önnur en sú að kyrrstöðu- og afturhaldsöfl- unum í bænum hefur enn tek- izt að hefta framgang frysti- hússmáisins, eins mesta nauð- synjamáls okkar Akureyringa og þannig bakað útgerðinni í bænum, bæjarfélaginu og verkamcíinurn bæjarins ómet- anlegt tjón. Björn Jönssou Þegar, sýnt var orðið að „einstaklingsframtakið" mundi ekki ráðast í byggingu hraðfrystihúss og stóraukið atvinnuleysi verkamanna knúði á fastar en áður, hóf Sósíalistafélag Akureyrar baráttu fyrir því að bæjar- stjórn tæki forustu í málinu. Rltaði félagið bæjarstjóra bréf, í okt. 1951, og skoraði á hana að bcita sér fyrir rnálinu og athuga möguleika á samvinnu bæjarins, Útgerð- arfélags Akureyringa og K.E.A. og jafnvel fleiri að- ila, um byggingu og rekstur hússins. Árangurinn varð sá í fyrstu, að kosin var 5 manna nefnd til athugunar á málinu og tók hún þegar til starfa. Lét hún gera áætlun um byggingarkostmað ásamt áætlun um rekstursafkomu. Annaðist Gisli Hermannsson verkfr. hjá Sölumiðstöð hrað- frvstihúsanna það verk. í rekstraráætluninni var gert ráð fyrir að unnið verði úr 9000 lestum hráefnis á 100 dögum og framleiddar 15 smál. af fiskflökum á 12 klst. eða 30 smál. á sólarhriog, ef unnið væri á vaktaskiptum. Gert var ráð fyrir að 120 manrs hefðu þarna atvinnu miðað viö 12 tima vinnu eða. 240 manns, ef unnið væri í tveimur vöktum. Vinnulaun yrfn þá samkv. áætluninni á 4. millj. króna áriega. Byggingaráætlunin var mið- uð við að byggt verði 2040 fermetra hús eða 7000 rúni- metr?. með öllum nauðsynieg- um véla- og áhaldakostnaði. Var áætlað að slíkt hús kost- aði 4.2 millj, kr. Er nefndn hafði lokið störfum skilaði hún svofelldu áliti til bæjarstjórnar: „Nefndin telur, að hrað- frystihásbygging, sarnkv. á- ætlun Gísla Hermaiinssonar, mundi hafa mikil áhrif til úrbóta uni atvinnuástand á Akureyri og gæti að veru- legu leyti útrýmt atvinnu- leysi í bænum um skeið. Enn fremur telur nefndin, að i-eksturinn mundi auka mikið afkomuöryggi Krossa- nesverksmiðjunnar með hlið- sjón af vinnslu verksmiðj- uinar úr fiskúrgangi frá frystihúsinu, sem er 70-75% af fiskaflanum. Að þessu at- huguou leggur nefndin til að bæjarstjórn beiti sér fyr- ir þrí, að hafizt verði handa, svo fljótt sem unnt er aff undirbúa byggingu hrað- frystihúss, og afli fjár til byggingarinnar fyrst með því að leita til ríkis- stjórnar og lánsstofn- ana um lán íil framkvæmd- aima. Nefndin telur heppi- legt að félag verði stofnað um hraðfrystihúsið og að aðilar að því verCj bærinn og útgerðaríyrirtæki í bæn- um“. Þetta einróma nefndarálit fulltrúa allra flokkanna var lagt fyrir bæjarstjórn í jan. ’52. 1 bæjarstjórninni gætti þá þegar þeirrar sömu andúðar, svartsýni og tregðu sem á þeim árum þegar gósíalistar börðust fyrir því að stofnað yrði hér til togaraútgeroar, en sú barátta stóð samfleytt í heilan’ áratug. Vísaði bæjar- stjórn málinu aftur til nefnd- arinnar á þeim grusidvelli, að hún kannaði möguleika á láni til byggingarinnar og léti gera teikningu af væntanleg- um byggíogum. Meirihluti bæjarstjórnar fór ekki dult með andúð sína, þegar í byrj- un, og liefur síðan staðfest haoa við ýms tækifæri. M.a. hafa bæjarfulltrúar sósíalista flutt tillögur um byrjunar- framlög til frystihúsbygging- arinnar í samb. við afgreiðslu fjárhagsáætlunar þrjú s.l. ár, en þær tillögur hafa allar verið felldar með 6 afturhalds atkvæðum gegn 5 atkvæðum sósíalista, Alþýðuflokksmanna og Helga Pálssonar (for- manns útg.fél. Ak.). Því fer fjarri að allar rök- semdir fyrir byggingu frysti- húss á Akureyri séu taldar fram í því nefndaráliti, sem •birt er hér að framan. Við þær mætti bæta ýmsum mjög veigamiklum atriðum. Þcgar Akureyrartogararnir fiska í salt eða herzlu geta iþeir ekki hagnýtt sér svokall- aðan aukafisk (karfa, stein- bít, ýsu ofl.j og er hann að jafnaði látinn fara fyrir borð eftir hvert tog, vegna þess að ekki er hægt að gera verð úr honum. Hjá bæjar- togurum Rvíkur nemur and- virði þessa afla. oftast 20-40 þús. kr. í veiðiferð, Frysti- hússkorturinn rýrir því ekki lítið, aðeins að þessu leyti, a.flahlut togarasjómanoa og afkomu útgeröarinnar. Frystihús mundi draga úr þeirri miklu áhættu fyrir út- gerðina, sem er því samfara að hafa svo einhæfa fram- leiðslu sem nú er (aðeins salt- fisk og harðfisk. Það mundi Framihald á 11. síöu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.