Þjóðviljinn - 02.09.1953, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.09.1953, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 2. september 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (13L Lýðræðiskempur ganga undir próf Framhald af 7. síðu. „Það væri fróðlegt að vita, hvort Henderson í raun og veru túlkar skoðanir stjórnar sinnar. Hvað myndi verða um Stóra-Bretland, ef Hitler iegði undir sig öll landsvæði austur að Svartahafi?" Undir árslokin 1937 láta B'retar sér ekki nægja með slíkan sendi'herra í Berlín. Þangað kemur einirg brezki utanríkisráðherrann, Halifax lávarður, í eigin persónu til þess að ræða við Hitler sjálf- an. 19. nóv. átti sér sta'ð þýðingarmikil ráðstefna í Ob- erzalzberg, þar sem iþeir hitt- ust stórlaxarnir þrír: Hitler, von Neurath utanríkisráð- herra og Halifax lávarður. Eftir styrjöldina faimst í skjalasafni þýzka utatiríkis- málaráðuneytisins opinberlega staðfest skýrsla um trúnaðar- viðræður þær, sem fóru fram á þessum fundi. Um hlutverk það, sem nazismanum var ætl- að, er þar meðal aimars að finna eftirfarandi yfirlýsingu Halifax lávarðar:, „Honum (Halifax) og öðr- um meðlimum brezku stjórn- arinnar er fullkomlega ljóst, að foringinn hefur unnið mik- ið afrek í Þýzkalandi sjálfu með þvi að útrýma kommún- ismanum í landinu og girða þannig fyrir að hann flæði yfir Vestur-Evrópu, og því meetti nú réttilega skoða Þýzkaland sem varnarmúr vestrænna þjóða gegn bolsév- ismanum". Um tilgang ferðar sinnar til Obersaizberg lýsti Halifax hreinskilnislega yfir því, að hann væri að leitast við að bræða saman lýðræði Vestur- Evrópu og fasisma Mið- og Suður-Evrópu í eina mikla fjórveldablökk. Um skilgrein- ingu Halifax á þessu atriði ségir skýrslan: „Það mátti ekki lita þann- ig út, að Berlín-Rómaröxull- inn né heldur hið nána sam- starf milli Lundúna og París- ar biði nokkurn hnekki vegna ensk-þýzkrar samvinnu, held- ur áttu þessi fjögur stórveldi í sameiningu að leggja grund- völl að varanlegum friði í Evrópu. Ekkert þessara fjór- velda mátti fyrir nokkurn mun standa utan við samtök- in, að öðrum kosti myndi enginn endir verða á núver- andi öngþveitisástandi í álf- unni“. 'Eins og sést á þessu fer því fjáfri, að hugmyndinni um samviriBiu milli iýðræðisríkja og fasistarikja hafi fyrst skot- *' Ið upp í Munchen. Þetta var iöngu undirbúin brezk stjórn- aráætlun ura nýskiptingu heimsins milli þessara fjór- velda, sem látti að framkvæm- ast á kostnað smáríkjanna í Evrópu og stefnt var fyrst og fremst gegn Sovétsamband- inu. Þa'ð átti að sameina tvær höfuðstefnur auðvaidsheims- ins gegn þeim liluta veraldar, er valið hafði sér sósíalismann að; leiðarstjörnu. Til þess að ná þessu marki hvatti Halifax lávarður bein- línis Hitler til að færa út veldi sitt. 1 ræðu, þar sem 'hanin fjallaði um takmörkun vígbúnaðar og afstöðu Þýzka- lands til Þjóðabandalags'ns, 'hélt þessi brezki utanríkisráði- herra áfram að draga upp lín- urnar fyrir hina væntanlegu þýzkui útþenslu og mælti á 'þessa leið: „ÖH önnur mál getum við- táknað sem viðfangsefni varði andi breytingar á skipun Evr- ópu — breytingar, sem hljóta að verða fyrr eða síðar. Undir þennan flokk koma spurning- arnar um Danzig, Austurriki og Tékkóslóvakíu. Stóra-Bret- landi er aðeins um það hug'að, að þessar breytingar komist í framkvæmd með friðsamleg- um hætti og forðað verði á- rekstrum, sem eru jafn-óæski- legir fyrir alla málsparta..". Varla er uncit að marka brautina fyrir ágengni Hitl- ers — það er að segja fyrsta áfanga hennar -— af meiri ná- kvæmni en þarna er gert af utanrikisrá'ðherranum brezka. Hitler gat verið alveg viss í sinni sök, kröfur hans áttu vísan stuðning frá London, þegar allt kom til alls. 1 hæsta lagi voru það fram- kvæmdaatri&in, sem þessa tvo a'ðila greindi lítið eitt á um. Samkomulagsumleitunum þessum yar síður en svo lok- ið meö fundinum í Obersalz- berg. Nokkrum mánuðum síð- ar, 3. marz 1938, snýr brezki sendi'herrann Henderson sér enn til Hitlers í sömu erind- um. Hann byrjar á því að koma sér í mjúkinn hjá for- ingjanum með því að svipta, lýðræðisgrímunni af húsbónda sínum, Ohamherlain, og kynna hann sem eins konar brezka útgáfu af Hitler sjálfum. Eft- ir honum f:nnst þetta bókað: Chamberlain. hafði tekið . sér fyrir hendur að leiða þjóð sína, í stað þess að láta þ.ióð- ina leiða sig. Hann hafði sýnt stórkostlegt persónulegt hug- rekki með þyí að afhjúpa alþjóðleg vígorð um sam- eiginlegt öryggi og annan viðlíka ónytjuþvætting án þess að skeyta hið minnsta um afleiðingar slíkrar ber- sögli. Það væri ekki hlaupið • að því að finna í sögunni tvo menn, sem ekki einungis vildu hið sama, heldur voru á- kveðnir í að framkvæma það á éinu og sama tímabili....“. Vi'ð þetta tækifæri var einn- ig lagt fram af hálfu Breta nýtt, freistandi tilþöð. Brezk stjórnarvöld voru fús til að stuðla að því, að Þýzkaland fengi vænar sneiðar af belg- isku og portúgölsku nýlendun- um í Mið-Afríku. Nú var ekki um að ræða brezka hlutann af Nýju-Gíneu, sem Þjóðverj- ar höfðu gert kröfu til, en Bretar synjað. Þarna voru lönd í annarra eign en Breta, og þá lá allt lausara fyrir. En í þetta sinn er jafnvel foringjanum nóg boðið. Þarna fær hann billegt tækifæri til að leika siðgæðis- postula gagnvart slíku sið- lausu hrossakaupatilböði hins lýðræðissinnáða brezka heims- veldis. Hann svarar: „Þýzka- land óskar ekki að ræna lönd- um frá ríkjum, sem hingað til hafa staðið utan við nýlendu- viðræðurnar. Vel mætti svo fara, að Belgía og Portúgal neitu'ðu að samþykkja slíka ráðstöfun, og trúlega litu þau svo á, að Þýzkaland krefðist þarna hluta, sem það ætti eng- an rétt t:l“. Hitler kom því með þá gagntillögu, að Bret- !and og Frakkland létu í þess stað lausar hinar fyrri þýzku nýlendur. Pólitískur hápunktur þess- ara viðræðna var það, er Hitl- er vék áð fyrirætlunum sínum um að innlima Austurríki. Hánn var hneykslaður yf'r þvi, að brezki sendiherrann í Vín virtist styðja austur- rísku stjórnina í andstöðu hennar gegn þessari ráðstöf- un. Henderson var ekki seinn á sér að reyna að breiða yfir þessa staðreynd og vakti þeg- ar athygli á, a'ð ekki væri alltaf mikið að marka opinber mótmæli. Um þetta er bókaö: „Hann sagði, að yfirlýsing- ar austurríska sendiherrans þyrftu ekki endilega að túika skoðanir brezku stjórnarinn- ar og lagði áherzlu á það, að hann sjálfur, Neville Hend erson, hefði oftsinnis látcð í Ijós samúð sína með ínnlim- unaráformum Hitlers.. . “. Þetta nægði til þess að hleypa skricunni af stað. Að níu dögum liðnum, 12. marz 1938, réðst þýzki herinn inn yfir austurrísku landamærin, og Austurríki var úr sögunni sem sjlálfstætt ríki. Hitler var hvergi banginn. Hann var full- komlega öruggur um hina brezku bakábyrgö. Vitaskuld bar Bretastjórn fram formleg mótmæli. En brátt neyddist hún til að sýna sinn rétta lit. 18. marz af- henti ráðstjómin rússneska orðsendingu til stjórnanna í París, London og Washington, þar sem farlð var fram á, vegna árásarinnar á Austur- ríki, að mynduð yrðu stór- veldasamtök til þess að stöðva frekari ágengni þýzku nazist- anna. Fáum dögum síðar kom svarið frá stjóm Chamberla- ins. Það var þvert nei, ekkert skyldi aðhafzt til að stöðva Hitler. I svarinu er meðal annars komizt að orði á þessa leið: „Tillaga hennar (ráðstjórn- arinnar) virðist gera ráð fvr- ir samningum um sarueigin- legar skuldbindingar til að stöðva árásir — skuldl. ind- ingar, sem stjórn hans hátign- ar vill ekki takast á nendur" Lagið, sem kyrjað var í Downing Street, var greini lega eins konar bergmál frá Berlín: „Gatan frjáis fyrir stormsveitirnar!“ Nazistaher- sveitir Hitlers gátu ósmeykar hald:ð áfram að marséra, eftir afrek sín á Spáni og í Aust- urríki. Chamberlain hafði gerzt opinber verndari þeirra Beinið vlOskiptiun ykkar til þetrr* sem auglýsa f ÞjóO- viljanuru iil eldhússtarfa. Þórsgötu 1 — Sími 7513 nfan Starf einkaritara Flug'vallarstjóra ríkisins er laust til umsóknar. Góö málakunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist skrifstofu minni fyrir 15. sept. n. k. Flugvallarstjóri vikisins, Agiiar KofoeebHaiiseu. Frá barnaskólum Reykjavtkur Börn fædd 1946; '45 og 1944 eiga aö koma til ksnnslu í barnaskólana fimmtudaginn 3. sept. n.k. sem hér segir: KI. 2 e.h. börn fædd 1944 Kl. 3 e.h. börn fædd 1945 Kl. 4 e.h. börn fædd 1946 Skólast j órarmir. B>jóðviljann vantar unglingt til aö bera blaöiö til kaupenda v í SKERJAFIRÐI HÖÐVILJINNv sími 7500 Vinnið ykktir inn peninga með því að selja Þ.jóðviljann í Komio snemma í afgreiSsínna á Skólavörðustíg 19.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.