Þjóðviljinn - 03.09.1953, Blaðsíða 10
' 10) — ÞJÓÐVILJINN —Fimmtudagur 3. september 1953
elmllisþáÉtiir
VHIigœsir
eftir MARTHA OSTENSO
37. dagur
Ausfurþýzk tizka
í dag sýnum við þrjár tíz-ku-
myndir frá Austurþýzka lýð-
veldinu. Fyrst er fallegur sum-
arkjóll úr fílabeinslitu ekta
silki, pilsið 'er fellt og rúnn-
skorið, og blúnda í hálsmálinu
og framan á ermunum. Brfitt
er að segja, hvórt harin verður
aðeins í tíkku í ár eða á ein-
hverja framtíð fyrir sér.
Þá er skemmtileg dragt úr
mosgrænu ullarefni. Litli krag-
inm, föllin á öxlunum og vas-
arnir gefa jakkanum fallegan
3vip. Síðast er frakki sem er
mjög hlýr og þægilegur. Hann
er eins einfaldur og hann getur
verið og algjörlega óháður öll-
um tízkubreytingum.
Gólf, sem ekki þa;f að
bóna
Verið er að taka í notkun
nýjan skóla í Árhúsum. Katr-
inebjergskolen. Gólfin í honum
hafa verið lögð með sérstöku
plastefni, sem reynzt hefur
sérstaklega sterkt. Það þarf
Rskan og nælonsokkamir ekki að bóna Þau heldur aðeins
strjú'ka yfir þau úr köldu vatni.
Flestar vitum við, að nælon-
sokkar þola e’kki mikinn hita
en ekki er vist, að allar viti,
að aska getur líka eyðilagt þá.
Ef aska úr sígarettu fellur á
sokk, eyðileggst hann ekki
strax, en á þeim bletti er þráð-
urinn orðinn veikari og slitn-
ar fljótlega.
Rafmagnstakmörkun
Kl. 10.45-12.30
Fimmtudagur 3. september
hvorfí Nágrenni Reykjavík-
n nVvlll ur, umhverfi Elliða-
ánna vestur að markalínu frá'
Flugskálavegi við Viðeyjarsund,
vestur að Hlíðarfæti og þaðan til
ejávar við Nauthólsvík í Fossvogi/
Laugarnes, meðfram Kleppsvegi, ■
Mosfellssveit óg Kjalarnes, Árnes-|
og Rangárvallasýslur.
Slifna af hcimilisvélum
Ameríkanj var nýlega spurð-
ur að því, hvort amerískar hús-
mæður ættu e’kki góða daga,
þar sem þær hefðu allar þess-
ar heimilisvélar, sem eiga að
spara tíma og vinnu. Hann
sagði:
— Fólk ofmetur amerísku
heimilisvélarnar. Húsmóðirin
verður alltaf að gæta vélanna
og þær freista hennar ti! að
vinna meira en er nauðsynlegt.
Það hefur komið í ljós, að
hjá fjölskyldum, sem hafa
þvottavélar, er þvegið þrisvar
sinnum oftar en hjá þeim, sem
ekki hafa þær. Ekkert er eins
þreytandi og heimilisvélar.
Linda. Hún hafði verið svo ófær til að bera þá
byrði sem aldrei hafði létzt eitt andartak. í
hjarta sínu hrópaði hún á eilífa líkn frá enn
grimmilegri afleiðingum gerða sinna, refsingum
þeim sem Caleb hafði fyrirbúið — framkvæmd
þeirrar hótunar hans sem skall á hug hennar
eins reglulegt og óheillavænlegt kallmerki.
Eftir nokkrar mínútur skýrðist hugur henn-
ar. Hún hafði séð Mark Jordan. Hann var heims
maður, ef til vill voru vinir hans menn, sem
kröfðust virðingar og litu á hann með virðingu.
Hver var hún, óbrotin sveitakona, að ætla sér að
vita hvert líf hans væri eða hverjar kröfur
það gerði til hans? Andlit hans var hreykið, til-
finninganæmt. Hann mætti aldrei fá að vita
þetta. Fyrr myndi hún láta Caleb brjóta sig
en að hann fengi að vita þetta, börn Calebs
mættu visna og falla eins og rotnaðar jurtir
eftir frost — allt mátti glatast. Mark Jordan
var sonur föður síns, sonur eina mannsins sem
hún hafði nokkru sinni elskað. Elín, Marteinn,
Júdit og Karl, þau voru aðeins afkvæmi Calebs
Gare, þeim mátti fórna. Hún myndi beygja þau
og venja við jörðina eins og ambóð, alveg eins
og Caleb ætlaðist til af henni. Hún skyldi ekki
miðla málum eftirleiðis í þeirra þágu. Iíún
myn’di horfa á þau þoma og visna í ófrjósemi
og eldast löngu fyrir tímann, en hún myndi
loka hjarta sínu og í henni myndi ekki finn-
ast nein meðaumkun þótt æska þeirra væri eyði-
lögð. Andlit Amelíu fölnaði og harðnaði þar
sem hún kraup í garðinum. Greinileg breyting
hafði færzt yfir hana.
Hún bar ábreiðuna með sér inn og hugsaði
með sér að það væri ^ónauðsynlegt að skýla
tómötunum næstu nótt. Loftið virtist sjáan-
legt og nákomið, eins og fyrir rigningu. Hún
leit á sáðsléttuna og rúgakrana handan við
beitiengið. Það yrði geysileg uppskera í ár. Allt-
af áður hafði grózkan ýtt við henni,. snortið
lífrænan, skapandi streng innra með henni
sem annars hljómaði ekki í þessu fáþrotna lífi.
Nú dofnaði yfir henni við að sjá þetta. Grózkan
— með dauðann í kjölfari sínu. Henni fannst
allt í einu líf sitt hafa náð loikamarki, eins og
öll árin fram að þessu hefðu verið púputímabil,
aðdragandi. Á milli hafði ekkert gerzt — aðeins
upphaf og endir.
Hún fór inn og tók til að fægja ofninn með
svörtum klúti af miklu kappi.
2.
Áður en leið á löngu varð framkoma Am-
elíu jafninnhverf og undirgefin og andrúms-
loftið á Gare heimilinu féklc á sig sama blæ
og áður. Það var eins og staðurinn héldi
niðri í sér andaeium eftir rólegt andvarp.
Linda gerði ráð fyrir að það sem komið
hefði Amelíu úr jafnvægi væri úr sögunni
í biii, og þvi bar hún upp við hana spurningu
einn daginn. Frú Gare var að safna eggjum
í hlöðunni og vegna þessað það var sunnudag-
ur hafði kennslukonan tekið að sér að hjálpa
henni.
„Frú Gare. Mark Jordan hefur mikinn hug
á að koma hingað að heimsækja mig og
hitta fjölskylduna um leið. Heldur þú að
herra Gare myndi leyfa þá heimsókn?“
Amelía var viðbúin slíkri spurnkigu. Hún
brosti til Lindu og hristi höfuðið.
„Ég er hrædd um að það yrði aðeins til
að æsa bömin upp, ungfrú Archer, og auka
á vandræði. Herra Jordan myndi tala um
ýmislegt sem við getum ek’ki einu sinni leyft
okkur að hugsa um".
„Jæja“, sagði Linda. „En viltu leyfa Júdit
að koma með mér til hans? Hann býr aleinn
og það væri góðverk að elda handa honum
mat öðru hverju“.
Amelía leit snöggt á hana og síðan undan.
, „Júdit gæti gert sér erindi þangað, en þú
skalt ekki minnast á það við föður hennarí*,
Hún vildi að Mark Jordan fengi vilja sínum
framgengt.
„Ég skal gæta þess, frú Gare“, sagði Linda
þakklát. Hún fálmaði í heyinu og fann eitt
egg, sem hún lagði varlega í skálitia hjá hin-
um. Hún hafði þá notalegu tilfinningu, að þær
væru í samsæri gegn Caleb.
Hútri fór inn með eggin og gekk síðan út í
kartöflugarðinn þar sem Júdit var að lú. Sólin
slcein á beran koll stúlkunnar og á sterklegan,
hunangsbrúnan hálsinn. Heitur, rykmettaður
blær bærði þurr kartöflugrösin. Rykið hafði'
hlaðizt upp sitt hvorum megin við nefið á Júdit
og handleggirnir á henni voru grá;r af ryki.
Hún krosslagði handleggina og lagðist fram a
lújárnið um leið og Linda nálgaðist.
„Dálítið ævintýri, Júdit“, sagði Linda lágt,
„Annað kvöld borðum við kvöldverð hjá Mark
Jordan — manninum sem þú sást mig með I
Yellow Post“.
Júdit varð þungbúin. Á morgun var sunnuw
dagur. Á sumnudögum fór Caleb venjulega I
heimsókn til einhvers íslenzku bændanna og
kom ekki heim fyrr en síðla kvölds.
„Sagði mamma að ég gæti farið?“
Linda sagði henni hvað Amelía hefði sagt.
Júdit þagði stundarkorn en ákvað síðam að
opna hug sinn fyrir kennslukonunni. <
„Má Sveinn koma líka?“
„Það væri alveg prýðilegt. Þá verður þettá
regluleg veizla. Bara að Elín og Marteinn gætu
komið líka. Þau geta aldrei skemmt sér“.
„Nei“, sagði Júdit festulega. „Þau hefðií
enga ánægju af því. Og þau mega ekki vitá
að Sveinn kemur líka — að minnsta kosti ekkí
Elín. Sveinn vill kvænast mér, Linda, og flytja
til borgarinnar“.
Linda virti hana þegjandi fyrir sér andar-
tak. Stúlkan hafði breytzt eitthvað upp á síð-
kastið. Hún var ekki eins ofsaleg í framkomu
sinni við skepnumar og ekki eins afundin við
liitt fólkið og hún hafði verið. i
„Og ætlar þú að gera það?“ '
„Já — áður en langt um líður. Hafðu ekkí
orð á því við neinn“.
Linda fór burt og Júdit hélt áfram að lú.
Hún horfði gremjuaugnaráði á víðáttumikil
kartöflubeðin. Matarb:rgðir fyrir einn vetur í
viðbót — vetur ískaldra morgna við gegningar
og vatmsburð. Einn vetur í viðbót við hömlur
og vaxandi óánægju og vonlausa drauma um
betri tíma. Einn vetur í viðbót undir oki Calebg
Gare ..... nei, allt annað var eftirsóknarverð-
ara.
Meðan annimar á heimilinu fóru vaxandí,
hugsaði Júdit æ meira um leið til undankomu.
Hún gaf gaum að Elínu, Amelíu og Marteiní
og jafnvel Karli sem var nú að komast inn í
hlutverk sitt, og hún sá að þau beygðu sig
öll spurnarlaust undir okið. En í sjálfri sér
fann hún framandi glóð, einhverja skuggalega,
óstýriláta vem, sem átti ekkert sameiginlegt
lífinu í kringum hana. Ýmist var hún gagntekin
óendanlegri vorkunnsemi gagnvart Amelíu fyr-
ir hið óskiljamlega umburðarlyndi hennar eða
UUil OC CAMPM
Kennari: Hvað eru mörg- bein í mannslikaman-
um?
Nemandi: Ég hef 900.
Kennari: Það er talsvert meira en flestir aðrir
hafa.
Nemandi: Ég borðaði líka sáld um hádegið.
Söivi Helgason málaðl stundum myndir aí
sjálfum stér og teiknaðl þá jafnan geisiabaug
i kringum höfuðið á sér.
Maður nokkur spurðl hann hvers vegna lianð
gerði það.
Ósköp geturðu spurt barnalega, svaraðl SöivL
<lsl. fyndhi).