Þjóðviljinn - 06.09.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.09.1953, Blaðsíða 7
Sunnudagur 6. september 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Einíng í bará ttunni fyrir bæftum kjörum og friði íslendingor munu eiga fulltrúa á jbr/ð/a þingi Alþióðasamhands verklýBsféíag- anna sem nú er undirbúiS um allan heim Þjóðviljinn hefur nú um skeið skýrt nokkuð frá undirbúningnum að þriðja þingi Alþjóðasambands verklýðsfélaganna (W.F.T.U.), en það verður hald- ið í Vínarborg 10.-21. október n.k. Þing þetta verð- ur mjög mikilvægur áfangi í baráttu verklýðs- samtakanna um allan heim og hvarvetna er unnið c.ð því af kappi að undirbúa störf þess sem bezt og íryggja sem víðtækastan árangur þeirra. Fréttamaður Þjóðviljans sneri sér til Björns Bjama- sonar, formanns Iðju, og bað hann að skýra lesendum Þjóð- viljans nánar frá þinginu, en Bjöm hefur um alllangt skeið tekið virkan þátt í alþjóð- legu samstarfi verklýðshreyf- ingarinnar. Honum sagðist.j þannig frá: — Þetta þing var boðað með bréfi framkvæmdaráðs- ins í apríl s.I. Það er ólíkt öðrum þingum sem • haldin hafa verið, fyrst og fremst*j að því leyti að öllum verk- lýossamtökum er boðið að^ taka þátt í því, ekki ein-! vörðungu meðlimum alþjóða-' sambandsins heldur einnig þeim sem ern innan annarra sambanda eða ekki hafa nein alþjóðleg tengsl. Einnig er ráð fyrir því gert að ákveðnir vinnustöðvahópar geti kosið og sent fulltrúa á þingið. — Hver hafa orðið við- brögð Alþjóðasambands frjálsra verklýðsfélaga ? -— Nokkru eftir að boðað hafði verið til þingsins sendi framkvæmdaráðið þriðja sam- vinnutilboð sitt til Alþjóoa- sambands frjálsra verklýðs- félaga (I.C.F.T.U.) og ós'kaði eftir því að tilnefndir yrðu menn til þess að ræða um hugsanlegan grundvöll að ein- hverri samvinnu. Ekkert svar hefur enn borizt við þessari málaleitan, en verkalýðurinn hefur svarað fyrir isitt leyti. Má sérstaklega geta þess að flestöll verklýðssambcnd Englandi hafa þegar sam- j þykkt ályktanir þar sem ein- dregið er hvatt til slíkrar samvinmi og helzt sameining- ar. Sósíaldemókratískir verka- menn á Norðurlcndum sendu sérstaka sendinefad á þing Alþjóðasambands frjálsra verklýðsfélaga, sem haldið var í Stokkhólmi, og báru fram kröfu um það að þingið yrði 'við óskum friðarráðstefnunn- ar í Osló um samvinnu til verndar friði. Og fjölmargar hliðstæðar samþykktir hafa borizt víðsvegar að úr heim- inum. — Hvernig hefur hiani nyju tilhögun þingsins verið tekið° — Sem dæmi um áhuga verkalýðsins fvrir þessu þingi má nefna að í Guatemala, þar sem kjörin eru mjög bágborin, hafa verkamenn þúsundum saman heitið að gefa ein dag- laun til þess að kosta fjöl- menna sendinefnd á þingið. Kjörin þar eru svo bág að verkamenci mega ekki missa heil daglaun í sömu vikunni, heldur verða að skipta henni á margar vi'kur. Þetta er að- eins eitt dæmi, en 'þegar er vitað að á þinginu muni mæta fulltrúar fyrir meira en 100 milljónir verkamanna, en í sambandinu sjálfu eru um 80 milljónir. Og enn eru stöðugt að berast tilkynningar um þátttöku frá félögum sem eru utan sambandsins. Mjög víða eru starfandi nefndir til að undirbúa að senda fulltrúa, il laganna í Reykjavík, Dagsbrún og Iðju. Mun óhætt að fullyrða að fulltrúar verði sendir bæði frá Dagsbrún og Iðju og ef til vill frá einhverjum fieiri sam- tökum. Nú í vikunni mun koma. út bæ'kling- ur um þingið og al- þjóoasambandið og verður hann seldur til þess að hafa upp í kostnaöiau við að senda fulltrúa. Menn úr. sambandi bryta og skips þjóna á vesturströnd Bandaríkjanna ræða þátttöku sína í þriðja þingi Alþjóðasambands verkaiýðsfélaganna — Hver verða megin verk- efni þingsins ? — Höfuðviðfangsefninverða Di Vittorio forseti Alþjóðasambands verkalýðsfélaganna safna fé, dreifa ritum og upp- lýsingum um þingið o.s. frv. — Hver verður svo þátt- taka Islands? —- Boð um þátttöku munu hafa borizt Alþýðusambandi íslands, fjórðungssamböndun- um, Fulltrúaráði vertrlýðsfé- að skapa sem víðtækasta ein- ingu í hagsmunabaráttunni og baráttunni fyrir friði, en þau verkefni eiga nú fyllstu sam- leið. Afleiðingar vígbúnaðar- kapphlaupsins bitna fyrst og fremst á verkalýðnum og rýra kjör hans og varðveizla frið- arins er mikilvægasta hags- munamál allrar alþýðu. Það er nauðsynlegt að íslenzkur verkalýður eigi fulltrúa í þess- um samtö'kum og taki þátt í hinni alþjóðlegu baráttu. — Væri ekki ráð að rifja upp í örstuttu máli sögu al- þjóðasamtakanna ? -— Alþjóðasambandið var stofnað í október 1945, og að því stóðu öll mikilvægustu verklýðssamtök heims'ns, að undante'knu bandaríska sam- bandinu AFL sem lýsti þá þegar yfir því að það myndi ekki taka þátt í neinum verk- lýðssamtökum þar sem Sovét- ríkin væru aðilar. Þetta víð- tæka samstarf verkalýðsins hélzt, þar til marsjall'kerfinu var komið á laggimar, en þá var það klofið samkvæmt fyr- irskipun Bandaríkjastjórnar. Fulltrúar Bandaríkjamanna og Breta báru þá fram kröfu um að alþjóðasamband'ð lýsti yfir því að það styddi ma.rsj- allkerfið, en meirihluti mið- stjórnar taldi afstöðuna til þess vera einkamál hvers landssambands um sig. Þegar þessari ’kröfu Bandarikja- manna og Breta fékkst ekki framgengt klufu þeir alþjóða- samtökin og stofnuðu svo- nefnt Alþjóðasamband frjálsra verklýðsfélaga. Auk þess er svo til Alþjóðasam- band kristilegra verkamanna, en það er mjög fámennt. Al- þjóðasamband verklýðsfélag- anna hafði frá upphafi mið- Louis Saillant aðalritari Alþjóðasambands verkalýðsféiag’anna stöð í París, en 1951 var h -nni vísað úr la.ndi þar, tii að revna að lama starfsenu Verlifa-.lsmenn í frönMiu Be nauí tve rhsm: ð útnsun i fundi. í vcrkföliunum mik’.u í Frakklamp birt- Ist glöggt árangur'nn af baráttu Alþjóðasam- band’s verka'ýðsfélag- anna fyrir einingu verka manna, þrátt fyrir á- greining um stjórnmála- skoðanir. sambandsins og gera það heimilislaust. Fluttist þao þá til Vínar og hefur haft þar aðsetur síðan. — Hefur þessi klofningur ekki leitt til hliðstæðrar sundr ungar itinan ýmissa landa? •— Jú, í mörgum löndum skiptist verklýðshreyfingin milli sambandanaa. I Frakk- landi og ítalíu er meginþorii verkalýðsins innan alþjóða- sambandsins, en færri í hinum marsjalllöndunum. I Banda- ríkjunum er samband hafnar- verkamanna á vesturströnd- inni í sambandi flutninga- verkamanna sem er deild í alþjóðasambanditiu og sama. máli gegnir um samband mat- sveina og skipsþjóna. Verk- lýðssamgand Mið- og Suður- Ameríkuríkjanna, C.T.A.L. er í alþjóðasambandinu, og þar hefur Bandaríkjunum tekizt mjög erfiðlega að kljúfa. Sama máli gegnir um Kúbu. Meginþorri Asíuríkjanna er í alþjóðasambandinu. I Iadlandi eru þrjú sambönd, eitt þeirra í alþjóðasambandinu, en öli hafa þau tilkynnt þátttöku sína í þessu þingi. Tvö sam- bönd í Japah hafa þegar sagt sig úr ,,frjálsa sambandinu“ og hefur annað þegar gengið í alþjóðasambandið og búizt er við að hitt geri það á þing- inu. — Hverjir eru forustumenn alþ jóðasambandsins ? — Forsetinn er di Vittorio. aoálritari ítalska vérklýðssam- bandsins, og aðalr'tarinn hef- ur frá ijpphafi verið Frakkinn, Loiús Saillant. Fyrsti forseti al'þjóðasambandsins var Bret- inn Sir Walter C'.triae, en. hann sagði af sir þegar klofn- ingurir.n var framkvæmdur. —- Hvað er búizt við að margir fulltrúar mæti til þings ? — Það er gert ráð fyr'r að þeir verði c ki færri en 1500, og er það lang fjölmennasta þing sem sambrnd'ð liefur haldið. Gcrir verkalýðurinn ura allan heim sér hiaar mestu von'r um áranguy þingsins, að þar verCi stigin stór skref til að koma á sem víðtækastri einingu og halda áfram sókninnj til bættra líís- kjara og friðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.