Þjóðviljinn - 06.09.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.09.1953, Blaðsíða 6
$) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 6. september 1953 --— gUÓOVILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Kitstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. __________________________________________________ Að ganga á fjérum fétum Fyrir nokkrum dögum skýrði Morgunblaöið svo frá áö bandarískur vísindamaður heföi ,,kveðiö upp þann úr- skurö, aö innri bygging mannsins væri þannig úr garöi gerð, aö manninum væri eðlilegast aö vera láréttur, og þá ganga á fjórum fótum.“ Fannst bláöinu kenning þessi aö vonum mjög athyglisverö og rakti nákvæmlega afleið- ingar hennar á ýmsum sviðum. Taldi þaö einsætt aö þeg- ar yrðu dregnar af henni rökréttar ályktanir í raun: ,.Fyrst vísindin hafa komiö fram meö þessa kenningu, er ekkert annaö fyrir okkur áö gera en aö viöurkenna staö- reyndina og breyta eftir henni.“ Blaöið gerir þó ráÖ fyrir því að einhverjir kunni að veröa tregir í fyrstu, en þaö veit jafnframt ráöiö sem dugar: „Líklega myndi alltaf fiim- ast fólk, sem ekki vildil aðhyllast hina nýju amerísku kenningu — heldur myndi þáö halda fast viö það göngu- lag, sem forfeöur þess hafa notað. En þá yröi aö stofna heilsuverndariögreglu til þess að fá fólk til að hlýöa.“ Ýmsum kann aö virðast þessi kenning nýstárleg, en þó er hún það ekki þegar betur er áö gáð. Að visu hsfur lítiö fariö fyrir því fram tiil þessa að göngnlag ferfætlinga væri þjálfaö, en við hitt hafa Bandaríkjamenn lagt hina mestu rækt að efla þaö hugarfar sem yfirleitt er taliö einkenna férfætlinga. Og þegar hugarfarinu hefur verið breytt ætti hitt að vera minnstur vandinn að gera skrokkinn hæfilega beygöan og álútan. Sérstaklega veröur þaö auö- velt ef Bandaríkjamöimum tekst aó hagnýta þá tækni: sem þeir hafa mesta ást á til aö jafna hús við jöröu, þannig aö fólk veröi aö hafast viö í hellum og jaröbyrgjum og öörum þeim vistarverum som til þessa hafa veriö talin hæfa dýr- um merkurinnar, líkt og nú tíökast í Kóreu eftir mikil á- tök til verndar frelsií ,lýöræði og öðnim fögrum dyggðum. Ráöamenn Bandaríkjanná hafa náö miklum árangri meö þein-i iðju sinni aö efla með þegnunum andlegt á- stand ferfætlinga, enda er ekkert til sparaö. Útvarp, sjón- varp, bókaútgáfa, kvikmyndir, tímarit: á öllum sviðum er lögö á það megináherzla að bægja burt þeim þáttum heila- starfseminnar sem taliö er að aðgreint hafi menn frá dýrum. Herma fróöir menn t.d. aö sívaxandi hluti banda- j-ísku þjóðarinnar sé aö vera ólæs, menn kunni að vísu aö stafa og kveða aö en forðist að hagnýta þá þekkingu; helzt lesa menn nokkrar setningar í samhengi ef þær fjalla um morö og glæpaverk. Er þetta aö sjálfsögöu mjög mikilvægur áfangi í undirbúningi þess að þegnarnir byrji aö ganga á fjórum fótum. Hitt er svo rétt sem Morgunblaöið segir aö ýmsir hafa reynzt tregir til aö fylgja þessum nýjasta árangri banda- rískra vísinda. Sífelldlega eru t.d. aö berast fregnir um þaö aö veriö sé áð dæma menn til fangelsisvistar fyrir að hafa lesiö heimskunn vísindarit um þjóöfélagsmál og hvatt áðra til aö gera slíkt hið sama. Ýmsir þeir sem fjærstir eru orönir ferfætlingum í iðju sinni hafa flúið land hinna ferfættu vísinda. Og eins og kunnugt er hafa stjórnarvöld Bandaríkjanna afhent mikinn hluta fang- anna sem látnir hafa verið lausir í Kói’eu „heilsuverndar- lögreglu“ þeirri sem Morgunblaðiö talar um. Hafa þeir veriö lokaöir inni á sérstökum hælum, og hafa litlar fregn- jr borizt af því hversu margir þeirra eru orðnir ferfættir síðan. En þótt ýmsir erfiðleikar séu á vegi vísindanna geta þau þó einnig sýnt mjög mikilvægan árangur bæöi innan lands og utan. Okkur íslendingum er t.d. mjög nærtækur hópurinn viö Morgunblaöiö, sem ræktað hefur meö sér hugfafar taminna merkurdýra af þvílíkri alúö og virkt aö fram úr skarar. Hafa þeir valiö sér til fyrirmyndar ferfætlinga þá sem nákomnastir hafa veriö mönnum og hlýðnastir eftir hæfilega þjálfun og ögun. Enda bregzt 1 ’vðni þessa hóps aldrei á hverju sem gengur. Og þótt þeir séu ekki enn farnir að ganga á fjórum fótum á al- mannafæri svo vitaö sé, þrátt fyrir efalausar æfingar innanhúss, hafa þeir þó náð fullkomnun í þeirri ferfættu list að dilla rófunni án afláts og gæta þsss þá vandlega aö hafa hana hvorki hringaða né sperrta, því íslenzkir smaiahundar hafa einatt átt til aö bei’a þá stirfni viö ó- hunnuga sem sízt sæmir hernuminnj þjóð. Eftir áratiiga starf í þágu verkalýðsins bíður þeirra nú ævilangt fangelsi Marsh, dómari við sambandsdómstólinn í Pittsburgh í Bandaríkjunum, hefur kveöið upp dóm yfir Steve Nelson og fjórum öðrum kommúnistaleiötogum, sem fyrir skömmu voru fundnir sekir um að hafa lesiö og hvatt aðra til aö lesa fræðirit um marxisma. Dómurinn var fimm ára fangelsi. Marsh dómari hefur vaí'alaust haldið, þegar hann kvað upp dóminn, að nú væri þessu máli lokið, segir Sam Russel í Daily Worker lí London. En hafi svo verið, bætir hann við, heíur hon- um glej'mzt að taka með í reikn- inginn, að hér er manni að mæta, sem í þrjú ár hefur vakið á sér heimsathygli fyrir hugrekki og hetjuskap. í þrjú ár hefur hann og fjölskylda hans orðið að þola allar þær ofsóknir, sem banda- ríska afturhaldið hefur getað hugsað upp. Mellon og Morgan. Að baki ofsóknanna eru tvö stærstu auðfélögin í Piftsburgh, sem eiga og stjórna borginni, Mellon- og Morganhringirnir. Þessi tvö auðfélög hafa á þrem árum Kóreustyrjaldarinnar grætt að eigin sögn 5000 milljónir doll- ara aðeins á eignum sínum í Pittsburgh. Það er Því engin furða, þótt þessir auðhringir telji sig hafa ástæðu til að of- sækja Steve Neleon og félaga hans, sem barizt hafa gegn þessu stríði. Aðalvitnið lögregluspæjari. Áður en þessi dómur var kveð- jnn upp, hafði Nelson verið dæmd ur I 20 ára fangelsi eftir sérstök- um fylkislögum um „uppi-eisnar- áform“. Aðalvitnið í þeim mála- fer.lum var lögregluspæjari, að nafni Ovetic. Sá maður hafði áður komið við réttarsögu Pitts- burgh. Árið 1950hafði hann mætí sem 'VÍtni ákæruvaldsins í mál- um gegn verkalýðsleiðtogum, eft- ir kolaverkfallið ,í Pittsburgh 1950, sem beint var gegn Mellon- hringnum, eiganda eins af stærstu kolanámufélögunum, Pittsburgh Consolidation C°al Co. Tii að hræða verkamenn til hlýðni Meðan á verkfallinu slóð, setti macarthynefnd Pittsfourghs, fé- la'gsskapur sem kallarN«ig Ame- ricans Battiing Communism, á svið „réttarhöld“, ,þar sem Cve- tic bar vitni og gaf upp nöfn 292 vertkamanna í Vestur-Pensii- vaníu, sem hann kallaði komm- únista. MeUonhrmgnrinn gaf b'öðum Pittsburgihs fyrirmæli um að. gera sem mest úr iþessu. Nöfn þessara verkamanna voru birt í 'blöðimum með þeim afleið- ingium, að 90 voru reknir úr vinnu þegar í stað og 60 aðrir á næstu vikum. Margir þeirra voru framarlega í verkalýðshreyfingunni, formenn verlcalýðsfélaga, trúnaðarmenn á vinnustöðvum og í verksmiðjum. Lei'gðir glæpamenn réðust á heimili þeirra, .brutu og bröml- uðu. Brottrekstrarnir og ofbeid- isaðgerðimar urðu til að draga úr baráttuþreki verkfalismanna. Gegn verkalýðshreyfingunni Það er athyglisvert, að 'þegar 20 ára fangelsisdómurinn var kveðinn upp yifir Steve Ne'son á fyrra. þá stóð yfir verkfa;!l í stáliðnaði Pittsburghs. Leigu- pennar aftunhaldsins sögðu í blöðunum, að verkfallið stofnaði landvöi’nunum í hættu. Það var þetta sem Steve iNelson var sak- aður um. Árásinni á hann var engu að síður beint gegn verka- lýðshreyfingunni sem slíkri. Verkalýðsforiugi af a ævi Steve Neison 'hefur eytt allri ævi sinni í baráttu fyrir réttind- um alþýðu. Ungur gerðist hann smiður og varð félagi í verkalýðs félagi. Hann átti 'Þátt í tilraun verkamanna í Jones og Laughlin verksmiðjunum í Pittsbu'rgh til að mynda samtök gegn einkalög- reghi kola- og stáliðjufélaganna. Steve Nclson. Hann var rekinn úr vinnunni. Atvinnulaus lagði hann af stað til kolanámuhéraðanna í Pennsil- vaníu og vann þar að því að koma á fót samtökum námu- manna og atvinnuleysingja til að krefjast brauðs, vinnu, öryggis og atvinnuieysisstyrks. Yfirmaður bandarísku sjáf- boðaliðanna 'Hann var í hópi þeirra fyrstu Bandaríkjamanna, sem gerðust sjálfboðaliðar i her spænsku al- þýðustjórnarinnar. Það var árið 1937. Hann hækkaði þar ört í tign og varð að lokum ofursti í al'þjóðaherdeildinni, yfirmaður 3000 (bandarísbra sjálfboðaliða. Hann er nú tfimmíugur að aldri. 25 ára fangelsisvist er ævilangt fangelsi. Auk hans hlutu fimm ára dóm fyrir að hafa lesið marxísk fræði- rit eða hvatt aðra til að lesa þau fjórir félagar hans: Meðal þeirra Benjamin Caneathers, einn af leiðtogum svertingja i Pittsburgh, 62 ára gamall og berklaveiikur. Fimm ára fangelsisvist mundi verða honum að toana. Jim Doi- sen, einn kunnasti blaðamaður við Daily Worker í New York, 67 ára að aldri og heilsuveill. Hann mundi heldur ekki lifa af fimm ára fangelsi. Vináttufundur á heimsmótinu í Búkarest. Pólslt stúlka ræðir við nýja vlni frá Líbanon

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.