Þjóðviljinn - 06.09.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.09.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 6. september 1953 Þverröndóff dragf Smáröndóttar dragtir eru al- gengar en iþser breiðröndóttu eru þó til og hér er mynd af einni. Hún er frá Iludson og er mjög skemmtileg, þrátt fyrir breiðu rendurnar, því litarmunurinn á þeim er ekki svo mikill, að séð úr fjarlægð virðist hún vera ein- lit. Rendumar eru látnar snúa þvert nerna á hornunum og vös- unum. Þetta er falleg dragt fyrir háa og granna stúlku. Hann var myrkfœllnn — / Kvöld eitt settist 'óli upp á rúminu sinu, leit biðjandi á mig og sagði: ,,Þú þarf ekki að kveikja myrkrið.“ Hann var 2 V2 árs og þetta var d fyrsta skipti, sem hann lét í ljós myrkfælni. iVið taluðum dálítið saman um þetta og þá kom í Ijós, að hann var hræddur við nokkra litla apa, sem hann hélt fram, að vaeru í herberginu hjá sér, þegar búið vaerj að slökkva, og ’hann var sannfærður um, að þeir mundu éta sig. Okkur kom saman um, að það gæti ekki gengið, og ég ibauð honum að hafa kveikt á litlum lampa við rúmið, en Hollenzkur still ‘QÖM hann var ekki ánægður með það og þóttist viss um, að þá b.vggju apamir í því horninu, sem var í skugganum og vildi hafa alveg bjart. Lengi vel svaf hann a'.itaf við giaðaliós. Við töluðum stund- um um að slökkva en það likaði Ihonum ekki, svo við létum hann eiga sig. Að öðru leyti var hann ekki myrkfælinn t- d. gat hann farið einn á nóttunni fram dimm- an gang á baðið og inn aftur, og á daginn, eftir að tók að dimma inn á stofu og sótt leikföngiu sín, og þegar við spurðum hann, hvort hann vildi ekki að við kveiktum, sagði hann rólega, að þess þyrfti ekki, því hann vissi vel hvar þau væru. *Það þurfti aðeins liós, þegar hann átti að fara að sofa. Þegar hann var rúmlega þriggja ára, fór hann að taia um, að ijósið væri cþægilegt og var hæstánægður með að hafa ljósið af litla lampanum. í hálft ár var hann ánægður með það en þá fór hann að langa til að vera eins og þeir fullorðnu. Pabbj og mamma sváfu ii myrkr- inu og þá vildi hann líka sofa í myrkri, alveg myrkri annars væri maður ekki stór. Nú er öll myrkfælni gleymd, og ef smá rifa er á hurðinni, segist hann alls ekki geta sofið. Það leikur enginn vafi á því, að hollenzka kjusan hefur gefið ihugmyndina að þessu höfuðfati. Þessi kolla fer áreiðanlega mörg- um vel, þvá hún lí’kist svo mjög klæðilega kappanum, sem hjúkr- unarkonurnar foera, én kannske finnst mörgum hún of áberandi. En hún fer vel við ljósgráa kjól- inn með hvlíta stívaða kraganum. Rafmagnstakmörkun KL 10.46-1230 Sunnudagur 6 sept. huorfi Vesturbærinn frá Að- • nVCIll alstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu. Melarnir, Gríms- staðaholtið með flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfirisey, Kapla- skjól ofc Seltjarnarnes fram eftir. Mánudagur 7. sept. hliorfí Hafnarfjörður og ná- ■ nVvlII gTenni, Reykjanes. efíir MARTHA OSTENSO 30. dagur aði. Þögnin hafði haldið innreið sína. Eftir drykklanga stund rauf Mark þögnina. „Þetta líf breytir þér. Þú verður aldrei söm eftir, Linda". SJÖUNDI KAFLI 1 Caleb frétti ekki um ferðalag Júditar og kennslukonunnar á Klovacz búgarðinn. Á hiSin bóginn fékk Elín vitnskju um það og hún brást við eins og hún áleit að hann hefði gert og lét í ljós vanþóknun sína við Amelíu. Þær mægðurnar voru að baka deigbollur, sem Caleb hafði miklar mætur á, þegar hún hóf máls á þessu. „Mér finnst það mjög óviðeigandi — að júdit skyldi fara á sunnudaginn og heimsækja bláókunnugan mann“, sagði hún um leið og hún skar sneið af deiginu. „Og pabbi að heim- an. Ég kalla iþetta að fara á bakvið hann“. „Kennslukonan var með henni og hún er eld’ri en Júdit, Elín“, sagði Amelía blíðlega. „Það getur e'kki sakað neinn þótt þær færu þetta. Júdit gerir svo fátt sér til skemmtunar og hún vinnur baki brotnu". Amelía beygði sig yfir feitina í pottinum og óljós hamingju- kennd gagntók hana. Linda hafði sagt henni hve mikla ánægju Mark Jordan hefði haft af komu þeirra. „Ójá“, sagði Elín og stundi með vanþóknun. „Mér finnst við öll vinna baki brotnu“. „Vitakkuld gerum við það, Elín, og þú þarft líka að gera eitthvað þér til afþreyingar engu síður en Júdit“, flýtti frú Gare sér að segja. „Það liggur í augum uppi. En þú hefur þó far- ið meira en Júdit. Júdit hefur aldrei farið með Marteini til Nykerk, en það hefur þu gert“. ^ r • — rneð beljurnar“, sagði Elín olundar- lega. „En rnér dytti aldrei í hug að stela&t ut til að skemmta mér. Ef hann kæmist að því, hvar hún var í gær? Ef hann fréttir það ein- hvers staðar? Júdit verður eigingjamari með hverjum deginum sem líður. Hún hirðir ekk- ert um okkur hin. Hún hugsar ekki um neitt nema sjálfa sig“. „Svona nú, Elín“, ságði Amelía sefandi. „Þú mátt ekki taka þetta svona. Það var ekkert pukur i þessu. Júddt og kennslukonan skruppu aðeins til að elda kvöldverð handa veslings unga manninum sem býr þama aleinn. Það er ekkert athugavert við það, finnst þér?“ „Uss“, hreytti Elín út úr sér. „Rétt eins og hann sé einhver ættingi! Það er nóg hérna af einmana piparsveinum til þess að Júdit geti verið önnum kafinn alla vikuna". Amelía brosti og sneri deigbollunum í feit- inni með gafflinum. Elín var svo siðvönd, að hún yrði fyrst til að fordæma móður sína ef hún kæmist að sannleikanum. Enn voru dagarnir að lengjast. Caleb var aftur farinn að senda rjóma og smjör til S’.d- ing og það var nóg að gera við að skilja og strokka. 1 garðinum voru óþrjótandi verkefni fyrir Amelíu; hún annaðist viðkvæmustu jurt- imar e'ns og þær væru nýfædd böm. Hún fiýði til starfsins í garðinum undan hinum á- leitnu hugsunum. Caleb var mikið að heim- an og átti viðræður við kyntaótafræðinga og hrossasala; kom heim fullur af yfirlæti og fréttum úr fjarlægum hémðum sem hann stillti sig um að segja heimafólkinu. Skepnuhirðing- in 'kom aðallega í hlut bamanna. Síðan sunnudaginn góða gekk Júdit um eins og í kynlegum draumi, eins og hún gætd varla gert sér ljóst hvað hefði komið fyrir hana. Hún vissi að hún hafði um stundarsakir gist annan heim — heim sem var henni undarlega nátengdur, þrátt fyrir framandleikinn. Einkum heillaði tónlistin hana. Hún rak kýr, mo'kaðí fjósið og lúði garðinn við óma af valsi eða dægurlagi, rétt eins og það væru sinfóníu- hljómleikar sem hljómuðu í hjarta hennar. Og þegar hún áttaði sig, sá hún að Amelía, Elín, Marteinn og Karl liðu áfram jafnsljó og áður við að reita arfa, bera vatn, sinna hrossum og gá til veðurs. Og með óbreyttri framkomu1 sinni gerðu þau Caleb Gare ljóst að öllu var haldið í horfinu á landi hans. Vegna hims vaxandi yfirlætis í stjórn Calebg á búskapnum og hinnar hljúgu undirgefni hinna, var Júdit farin að óttast að einhverjir óhugmanlegir fjötrar reyrðu hana við moldina, þótt hún gerði sér vonir um að losna undan þeim. Sveinn hafði tvívegis hvatt hana til að tala við móður sína um áætlanir þeirra um að ganga í hjónaband. En Júdit hafði dregið það á langinn í þeirri von að eitthvað í framkomu. Calebs gæti mildað hug Amelíu áður en hún tilkynnti henni það. Hún fór aftur til Marteins og spurði hann, hvort Caleb ætlaði að ráða mann í sláttinn. „Ég skal spyrja hann“, sagði Marteinn von- daufur. Hann fór á fund Calebs í hlöðunni, þar semi hann var að taka utan af hrossalyfi, sem hanil hafði nýlega fengið i pósti. „Það er orðið vel sprottið", sagði Marteimt, „Það fer að nálgast sprettuna í fyrra.“ Caleb gaut augunum til hans. Hann tók tapp- ann úr einu lyfjaglasinu og þefaði af því. Sva setti hann tapann í aftur og raðaði flöskunum upp í hillu á veggnum. Fyrst hann svaraði engu neyddist Marteinn til að halda máli sínu áfram án ferkari upp* örvunar. „Mér var að detta í hug hvort ekki værí skynsamlegt að ráða hingað kynblending í heyvinnuna. Þeir setja ekki mikið upp og hey- skapurinn gengur betur en þegar stelpurnar eru einar“. „Það er óhugsandi, Marteinn — óhugsandl í ár. Ullarverðið lækkaði um tíu prósent, eins og 'þú veizt“, sagði Caleb blíðlega. „Stelpurn- ar verða að læra að vinna vel“. Öll sú reiði sem Marteinn gat fundið til kom upp á yfirborðið eins og strókur á lygnu vatnd. ,Ég get ekki skilið að dálítil ull s'kiptí neinu máli“, sagði hann. „Ég kalla þetta vesæla' hagsýni“. Caleb sneri sér við með hægð. „Það skiptir, litlu máli hvað þú kallar það, drengur minn“, sagði hann án þess að breyta um rödd. „Þess- um búgarði verður stjómað á þann hátt sem mér sýnist. Þegar þú ert orðinn nógu gamall til að vita betur, skal ég spyrja þig ráða“. Hann dustaði rykið af höndunum á sér og fór út úr hlöðunni. Marteinn stóð eftir rjóður og sneyptur og fór síðan að leita að Júdit. Hún var að blanda fóður í hænsnahúsinu. „Jæja Júdit. þú getur hætt að hafa áhyggjur út af Elínu. Það verður enginn ráðinn til að hjálpa til við heyskapinn", sagði hann. „Ekki það?“ sagði Júdit. Augu hennar urðu hörkuleg, en hún sagði ekki fleira. Þegar hún var búin að blanda fóðrið fór hún inn í íbúð- arhúsið og leitaði að Amelíu. tátlU OC CAMMt Kúreklnn ætlaði að kaupa sér líftrygg'lngu. Til hans kom umboðsmaður tryggingarfélagsins og spurði hann meðal annars hvort hann hefðl nokkurn tima orðið fyrir alvariegu óhappi eða slysi. Nei, aldrel, svaraði kúrekinn. Reyndar spark- aði hesturinn minn í mig í fyrra og braut nokkur rifbein, og svo beit mlg líka einuslnnl eiturslanga sem...... Og þetta kailar þú ekki elnusinnl óliöpp, liróp- aðl umboðsmaðurlnn. Nel, þau gerðu þetta bæði viljandl, svaraði kú* rekinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.