Þjóðviljinn - 08.09.1953, Side 8

Þjóðviljinn - 08.09.1953, Side 8
Árið 1951 tókst franska hershöfðingjanum deLattre að koma upp 1500 varðstöðvum franslm liersins í Viet-Nam, m.a. við yegi þá, sem höfðu mesta hernaðarþýðingu. Myndin er af einni sííkri varðstöð við fjölfarinn veg í norðurhluta iandsins. JOSEPH STAROBIN: IViet-Nam sækir fram tii sjálfstæðis og frelsis Ho Chi Mính — sjálfstæðislietjan óbugandi Sagan um ,,Hó frænda“, eins og unga fólkið nefnir hann eða „IIó föður okkar“ eins og bændurnir nefna hann, er ein þeirra srgna, sem enginn getur sagt, nema Hó sjálfur. Þeir eru ekki margir mennirnir á okkar viðburðarí'ku öld sem hafa lifað jafn- æfintýraríku lífi og Hó Chi Minh. Og. hann á enn alltof annrí'kt að sköpua sögu til þess að gefa sér tóm til að skrifa hana. Og það einkennilega er, að öll líkindi eru til að hann gefi sér held- tir ekki tóm til þess þegar hann hefur umnið úrslitasigur í hinni miklu baráttu sinni. Laugardag einn í marz var farið með mig ríðandi laciga skóg- arleið, og vissi cg ekki annað en ég ætti að hitta varaforsætis- ráðberrann, Pham Van Dong. Þegar ég sveiflaði mér upp háa rHgann upp í kofann, var varaforsætisráðherrann þar, en einn- ig annar maður, er sat á trébekk þar sem á hann bar birtu frá lampanum. Þetta var Hó forseti, hann stóð á fætur og heilsaði mér hlýlega: ,,How do you do?“ Hann er í hærra lagi, 63 ára varð hann 19. maí. Dálítið lot- legur orðinn, hæruskotið hárið stroikið aftur frá breiðu enni, skörp augun yfir háum kinnbeinum. Skeggið gisið eins og oft er á Asíubiium; þegar hann hlær skín í hvítar, sterkar tennur. Hann er í óbreyttum jakka og buxum, klæddur eins og bóndi. Siðar um Ikvöldið, er hann fór niður brattan stigann, mátti eng- jnn rétta honum hönd. Hann sveiflaði sér á bak hesti sínum og reið einn af stað út í myrkrið. Hvers virði er þessi maður byltingu Viet-Nam þjóðarinnar? Hó Chi Minh er fyrst og fremst hugrakkur ættjarðarvinur, sístarfandi og óbilandi baráttuhetja fyrir frelsi og sjálfstæði þjóðar sinnar. Rétt nafn hans, Nguyen Ai Quoc, sama og föður haos, þýðir nokkumveginn sama og „Jóhannes ættjarðarvinur", en átthagar hans í Nghe-An-sveitinni, í norðurhluta Truong Bo, var miðstöð frelsisbaráttunnar um aldamótin. Undir því nafni ritaði hann hinn víðfræga bækling sinn: ,,Á- kæra á nýlendustjórn Frakka". Það var hann, sem 1919 kom til Versalahallarinnar, einn af stjómmálaleiðtogum Viet-Nam, til að krefjast sjálfstæðis fynr þjóð sína af Georges Clemenceau, Lc-oyd George og Woodrow Wilson, en auðvitað vildu þeir ekki hlusta á mál bans. Það var hann sem lagði grunninn að einni fyrstu tilraun sem gerð var til að safna nýlenduþjóðtmum til samfylktrar baráttu gegn heimsvaldadrottnuninni, með stofnun samtaka er nefndust Iuber Colonial Union of Peoples of Color, og lifðu skamrna hrið fyrst eftir heimsstyrjöldina fyrri. Sem stofnandi Kommúnistaflokks Indó Kína 1930, sama ár og bændumir í átthögum hans gerðu uppreisn og stofnuðu ,,sovét“, naut Nguyen Ai Quoc mikils álits. Hann var fremsti kommúnistaleiðtogi lands síns, Já allrar Suðaustur-Asiu. Og hann er það enn þann dag í dag. í ágúst 1945 átti leppkeisarinn Bao Dai einskis annars úr- kosta en að leggja niður völd, vegna þrýstmgsins frá fólkinuJ Hkrcmes 'FssrS ísiandsmeistari RITSTJÓRl FRÍMANN HELGASON VaiiFí Val 3:2 í skemintilegum Seik Það var engan veginn hag- stætt veður sem úrslita leikur þessa 40. Islandsmóts fór frarn í, en eigi að siður var hann frá upphafi til enda skemmtilegur og „spennandi". Áhorfendur létu sig heldur ekki vanta fremur en fyrri daginn þegar Akranes leikur og það þótt suðvestan kalsa- veður væri með skúrum, og þeir fengu vissulega skemmt- usi fyrir inngangseyrinn. Gangur leiksirs. Valur vann hlutkestið og 'kaus að leika undan vindinum. Til að byrja með er leikur- inn nokkuð þófkenndur, elns og menn séu að leita fyrir sér. Valsmönnum tekst illa að hefja knöttinn undan vindin- um, spörkin verða of löng og auðveld fyrir vörn Akraness. Þeim tekst ekki að leika inn undir vítateiginn og skjóta. Fyrsta tækifærið sem Valur fær er á 4. mín. Sigurður er kominn innfyrir á ská vlð markið en dettur er hann ætlar að skjóta og litlu síðar á Ein- ar skalla á mark A'kraness sem kom ofan á marknetið. Það er Halldór í liði Akraness sem fær fyrsta tækifærið, áhlaupið gengur fram hægramegin og hann kemst innfyrir, en skaut langt framhjá. Fyrstu '10 mín. lá heldur á Akranesi, sem þó gera áhlaup við og við. Á þrettándu mín fær Valur horn á og gkall hurð nærri hælum að mark yrði, og 4 míin. síðar annað horn og á Einar Halldórs þá hörku skot yfir. Af og til bregður fyrir allgóðum samleik hjá báðum og voru Akurnesingar oft all nærgöngulir þó opið færi gæf- ist ekki. Það er ekki fyrr en á 24. mín að fyrsta markið kemur og ger ir Þórður það eftir áhlaup frá hægri, nær knettinum með ó- skiljanlegu móti frá Sveini Helga, og skorar af stuttu færi. Línuvörður veifar þar sem Þórður tók knöttinn með sér með hendinni en dómarinn sá það ekki og tók ekki tillit til línuvarðar'.tns. Eftir 5 mínútur jafnar Haf- steinn Guðm. með föstu skoti, sem Magnús gat ekki bjargað. Hörður á líka gott skot eftir Skemmtilegan samleik með Sig- urði, en það fór rétt framhjá. Undir lok hálfleiksins gera Skagamenn harða hríð að marki Vals hvað eftir annað, án þess að þeim takist að skora. Nokkrum mín. fyrir leikhlé spyrnir Sigurður Sig- urðs. hátt fyrir mahkið með þeim árangri að knötturinn dettur inní markið rétt fyrir aftan Magnús, og þar með lauk hálfleiknum 2:1 fyrir Val. Þetta jók spenninginn, og spumingin varð: tekst Vals- mönnum að halda þessu, margt er til í knattspymu, fæstir munu þó hafa gert. ráð fyrir því. , SíSarl Iiáifieilcur. Síðari hálfleikur hófst með só'kn Vals sem var fljótt hrund ið og hafin gagnsókn, og eftir 3 mín. er horn á Val sem ekk- ert verður úr og á næstu mín anmað sem Halldór sparkaði fyrir aftan. Á 4. mín er dæmd aukaspyrna á Val rétt við víta- teig. Ríkarður spyrnir í „vegginn“ sem Valsmenn höfðu gert og Ríkarður fær hann aft- ur og spyrnir gegnum smá- smugu er komið hafði á „vegg- inn“ og í mark 2:2. Næstu 8 mín. gerðist lítið. Það hallaði heldur á Val án þess að Akranesi tækist að skapa sér opin tækifæri. Nú hófst bezti kafli Vals í þessum leik, sem helzt í 12 til 15 mín. Þeir halda uppi sókn með góð- um samleik, en þeim tekst aldrei að opna svo vörn Skaga- manna að hættulegt væri og var Dagbjartur þar mestur þrándur. Eftir það áttu A’kur- nesingar margar harðar sóknar lotur með nokkuð góðum sam- leik uppbyggðum af fram- vörðunum, Sveini Teits og Guðjóni. Fór knötturinn gegnum netið ? Á 23. mín. dæmir dómarinn mark, sem aldrei musi upplýs- ast hvort var mark eða ekki mark. Knetti er sparkað frá marki, Dagbjartur spyrnir honum hátt til baka og þegar knötturinn stöðvast er hann í markkiu fyrir aftan Helga. Rétt áður hafði línuvörður veifað fyrir rangstöðu á Ríkarð sem var inni í markteig er hinn svífandi knöttur kom. Dómarinn tók þetta ekkí til greina, en benti á miðju. Þá mótmælta Vals- menn og segja að knötturinn hafi farið ineií markið gegnuro netið fyrir aftan þverslá,, og benda á gat sem þar var kom- ið sem þeir segja, að knottur- inn hafi farið í gegnum. Guð- jón vill ekki taka 'það til greina, og lætur byrja af miðju. Eftir leikinn uppiýsir Guðjón og fleiri ábyrgir mer.n að þetta gat á netinu hafi ekkl verið í leikbyrjun og gatið var nákvæmlega í þeirri stefnu se:r. knötturinn kom niður. Það verður því sterkur grunur, sem því miður verður víst aldrei hægt að staðfesta að knötturinn hafi farið „bak- dyramegin“ í markið. Varla verður þó sagt að Guðjón hafi ,,gatað“ á þessu verkefni, svo einstætt er þetta. Það væri þá helzt á því að hafa látið leikinn halda áfram og vita af þessu gati á neti marksins og eins að athuga ekki óhreinindi við slitna möskvana. Eftir þetta hefur Akranes leikinn alveg í hendi sinni og gerir hvert áhlaupið á fætui mjög fallega. Það voru aðeins fá og kraftlaus áhlaup af Vals hendi. Það fór þó svo að Skagamönnum tókst e'kki að skora meir í leiknum. Úrslit leiksins eru réttlát. Lið Akraness var heilsteyptara og hættulegra í sókn sinni. Þc vafi leiki á fyrsta og þriðja markinu, breytir það ekki þeirri staðreynd að Islands- meistaratitillinn 1953 fór til bezta félagsins. Það skal líka viðurkennt að leikur Vals var betri en búist var við sem varð til þess að kringum þennan úrslitaleik vat góð ,,stemmning“ og skemmti- leg óvissa langan hluta leiks- ins. Liðin. I leiik þessum bar óvenjuiít- ið á Ríkarði, en fyrir því sá Halldór Halldórsson, sem fylgdi honum fast eftir. Þó var þai svo að ,,tríóið“ bar uppi sókn- ar þungann, sérstaklega vai Þórður harður og vann mörg einvígin við Svein Helga. Pétui hefur átt betri leiki án þess að vera neitt slakur í þessum leik Útherjamir voru veikusti menn sóknarinnar, Halldót sótti sig þó í síðari hálfleili og slapp vel frá honum. Þórðut J. virtist ekki eins jákvæður pg í vor. Sveinn Teits og Guðjór Framhald á 11. síðu. Hið umdeiida gat. — Fór knötturinn hér í gegn? Og hvernig kom gatiO í leiknum?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.