Þjóðviljinn - 15.09.1953, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 15.09.1953, Qupperneq 8
8) — ÞJÓÐVILJINN — Þrjðjudagur 15. september 1953 ----- JOSEPH STAROBIN: Viet-Nam sækir fram til sjálfstæðis og frelsis „heldur er hún hreyfing sem tjáir brýnustu þörf og kröfum núverandi ástands í Viet-Nam. Eins og allar nýlendur og hálfnýlendur þarfnast Viet-Nam nýrra og öflugra efnahagssambanda, er geta ýtt undir framfara- þróunina. Það þarfnast lýðræðis og lýðræðisstjómar, er afnemi hina hálflénsku lögreglustjórn heimsvaldasinna. Það þarfnast friðar. Því 85 ára lénsskipulag og nýlendustjórn hefur fært því stöðugan ófrið, stríð í þjónustu erlendra dollara, stríð er leggur Viet-Nam í rúst. Fólkið væntir þess, að sjálfstæði landsins flytji því allt þetta ,en sjálfstæðið er meira, það er söguleg, brýn nauð- syn. Lýðveldið Viet-Nam ber í sér fyrirheit um allt það sem fólkið dreymir, og það hefur, meira að segja á striðsárunum, náð mikl- nm árangri. Hvers vegna er fyrirmælum Hó Chi Minh hlýtt? Hvers vegna greíðast skattar, hversvegna eru peningaseðlar stjórnarinnar góður gjaldmiðill, hvers vegna eru bréf borin út með reglu (20000 daglega!)? Hvers vegna leitar unga fólkið til skóganna þúsundum saman til að lifa þar harðneskjulegu fórn- fúsu lífi? Hvers vegna berjast ömmurnar og gráskeggjaðir öld- ungar með kjörorðið „Doc Lap“ (sjálfstæði) á vörunum? Það er vegna þess að í sjálfu frelsisstríðinu er þetta fólk orðið frjálsara, lahdbúnaðurinn afkastameiri, þjóðleg menning hefur verið endur- vakin, heiðarleiki og regla og réttlæti hefur hafizt til valda. Hvað hefur svo iBao Dai og stjóm hans að bjóða? Lýðræði? Götur Saigons og Hanois mora af lögreglu, fangelsin eru troðfull, um það sér hinn illræmdi forsætisráðherra Ngyen Van Tam. Efnahagsleg framför? Ekki fer mikið fyrir henni í þeim lands- hlutum sem Frakkar ráða. Rís er ræktaðúr eins og áður, af vatn- nærðu bændafólki við sömu hálflénsku skilyrðin og áður, og séldur til Hongkong eða Japan á verði sem erlendir spákaup- menn ákveða. Gúmmí ? Það er enn unnið af hungruðu vinnufólki gúmmíekranna og verð þess ákveðið á hvikulum heimsmarkaði. Anþrasítkol Hongayr og Dong Trieux streyma til Japans og frönsku auðfélögin hirða ágóðann. Það er stór gróði af sements- verksmiðjum Haiphongs vegna þess að verið er í óða önn að reisa virki handa erlendum hermönnum svo þeir eigi hægar með að skjóta vietnamska alþýðumenn. Allt er þetta sníkjugróður, gróðinn fellur í hlut erlendra fyrir- tækja, sem ekki verja auð sínum til fjárfestingar í Viet-Nam. Nokkrir broddborgararnir í Viet-Nam fá að sitja í stjórn erlendu ^ f’u'gfélaganna, og þeir geta orðið forstjórar kvikmyndahúsa í bandarískri eigu sýnandi kvikmyndir sem enga skírskotun eiga til fólksins. En 80% þeirra vara ,sem inn eru fluttar til Viet-Nam, konas» enn frá Frakklandi, dýrar vörur, —- það var viðurkennt í opinberrí skýrslu frönsku stjórnarinnar 1951. Frönsk verzlun- arfélög verzla við Viet-Nam fyrir hálfan milljarð dollara ár- lega. Gróði af 25 gúmmí-, tin- og kolafélögum og bönkum óx úr 332 milljónum franka 1946 í 6 milljarða 104 milljónir árið 1950. Fólkinu er íþyngt með hvers konar lamandi sköttum, reiðhjóla- skatti, fæðingaskatti og dánarskatti, skemmtanaskatti. Fjár- hættuspil eru alstaðar iðkuð, skipulögð af stórum hringum, sem ausa peningum í fjárhirzlur keisarans. Mútur eru viðtekin regla og hver sem er getur í Hanoi keypt sér blíðu hinnar vietnamsku ástkonu franska hershöfðingjans Salahs, ef hann vill greiða 30000 pjastra. Skækjuiifnaður, einkenni ,,einstaklingsframtaks“ í hrynj- andi þjóðfélagi, dregur þrótt úr æskulýðnum. Hin svívirðilega „verzlun með pjastra" er skarpasta dæmið um spillingu efnahagslífsins. Hún fer þannig fram: Franski þjóð- bankinn greiðir 17 franka fyrir hvern indókínverskan. Þá er hægt að kaupa á svartamarkaði í Saigon fyrir 8 franka. Þannig getur hver sá sem á þess kost að eignast pjastra í Saigon og koma þeim í franska banka, tvöfaldað peniogaeign sína. Og hafi maður dollara er hægt að kaupa frankann enn ódýrar! Stríðið í Viet-Nam sýnir þessa furðulegu svikamyllu: Það er ekki nóg með að ríkissjóður Frakklands rambi á gjaldþrotsbarmi vegna fjárausturs í morðfyrirtækið (og bandarískis skattþegnar verða líka að borga það!) heldur verðlaunar ríkissjóður Frakk- lands hvern þann gróðabrallara og spákaupmann sem upp sprett- ur undir stjórn Bao Dai og meira að segja í sjálfum franska hernum. Sjálfstæði? Það er hreint sagt þjóðsöguhugtak í Saigon og höfuðstaðnum Dalat á hálendinu; þar má „næturklúbbakeisar- inn“ sjaldnast vera að því að sinna nokkrum stjómarstörfum, hann á oftast annríkt við veiðar eða skemmtisiglingu. Ráðherrar hans stunda stjómarskrifstofur sínar og reyna að synda milli Frakka og Bandaríkjamaima, en ákvarðanimar eru teknar í París V Akrctnes - Refkfavík gerðu Idfnfelll 2:2 eftlr jtxfnan leik Það fór svo að Akranesliðið fór ósigrað úr viðureignum sinum við reykvíska knatt- spymumenn á þessu sumri. Nú á sunnudag voru það bæjarlið- in sem áttust við, í bæjakeppni sem endaði með jafntefli. Veðurskilyrði til knattspyrnu voru slæm, sunnan rok og regn sem þó hægði heldur og stytti upp í síðari hálfleik. Báðir geta vel við unað þessi úrslit. — Akranes hafði vindinn og regn- ið móti sér í fyrri hálfleik og veitti svo harða mótstöðu áð leikurinn var nokkuð jafn og það er Akranes sem gerir þetta eina mark sem gert var í hálf- leiknum eftir 10 mínútna leik; var það Ríkharður sem það gerði með föstu skoti. Eftir aðeins 2 mínútur í síð- ari hálfleik gerir Pétur Georgs mark eftir að Helgi hafði misst knött sem kom af löngu færi. Tveim mínútum síðar skallar Bjarni Guðnason yfir Magnús í mark : Akraness. Veður tók nú heldur að batna. Hvort sem það var ástæðan eða Akranes- ingar hafi tekið of nærri sér i fyrri hálfleik, þá tóku Reyk- víkingar að ná meiri og meiri tökum á leiknum og áttu af og til lengri sóknaraðgerðir á vallarhelmingi Akraness. Þó áttu Akranesingar oft falleg áhlaup_ og sum all hættuleg. Áhlaup Akranesinganna voru líka betur uppbyggð en Reyk- víklnga. Það var eins og það ivantaði frískleikann í þá. Yfir- leitt voru Skagamenn frískari og líflegri. Aðalmunur þeirra var að þeir leika allir með all- an tímann, með því er hægt að ibyggja upp áhlaup. Leíkur Reykjavíkurliðsins einkenndist meir að einstaklingsframtaki, án verulegrar samábyrgðar í samleik; þó brá oft fyrir lag- legum samle’k, en hann gekk ekki nógu leikandi létt vegna þess að menn voru kyrrstæðir. Þegar 25 mín. voru af leik tekst Gunnari Gunnarssyni að jafna með föstu skoti út við stöiig. Bæði ]:ðin áttu opin „Allt um íþróttir ‘ komið út .Tímaritið Allt um íþróttir, ágústhefti er nýkonrð út. — Flytur ritið ýmsar greinar og má þar nefna: 4—5 heimsmet í hættu. Ársþing ríkisíþrótta- sambanda Norðurlanda. 60 fet er takmárkið í kúluvarþinu. Þá eru þar greinar um he;m- sóknir Austurríkismanna og B-1903. í þættinum „íslenzk- ir íþróttamenn“ er Sveini Teitssyni gefið orðið. Auk þess er mynd af Sveini á forsíðu ritsins. Þá er fréttadálkur með ér- lendum íþróttafréttum. tækifæri; Þórður var eitt sinn kominn innfyrir en beið of lengi, Reynir var líka kominn innfyrir eci skaut beint á mark- mann. Það verður varla sagt lengur að vörn Akraness sé veik. Hún átti þarna í höggi við 3 landliðsmenn að viðbættum Bjarna Guðnasyni sem er alveg við liðið og í þessum leik var bezti maður framlinunnar, og gátu varizt með sama árangri og landliðsvörnin aftasta að viðbættum Halldóri, sem stend- ur nærri lands'iðinu, varðist gegn hinum rómuðu framherj- um Akraness. Sem sagt, lið Akraness er . alltaf að verða jafnara og jhfnara. Og þó Rík- harður sé tekinn dálítið ,,úr um ferð“ eins og Halldór gerði, hefur þáð ekki lengur áhrif á leik liðsins. Sveinn Teitsson var tvímælalaust bezti maður liðsins og er i augnablikinu bezti framvörður landsins. — Þórður var ekki eins lákafur og oft áður. Pétur og Halldór voru góðir og Guðmundur Jóns son sýndi að hann er í fram- för. Þó Halldór fylgdi Rík- harði sem skuggi þá gerði Rík- harður margt vel og byggði i'PP. BakvÖrðunum Ólafi og Sveini tókst allvel að halda landsliðsútherjunum „niðri“. Dagbjartur hefur oft látið me'ra á sér bera, og ef til vill hefur hreyfanleiki Bjarna ver- ið því valdandi. Guðjón Finn- 'boga var ekki eins drífandi í leik og oft áður en slapp þó vel frá honum. Magnús verður varla sakaður um mörkin. ReykjavíkurFðið hans Gunn- laugs féll nokkuð vel saman, og það merkilega hefur skeð, að sjaldan eða aldrei mun jafn lítið hafa verið um lið deilt og þetta. Bezti maður sóknarinnar var Bjarni Guðnason, hreyfanlegur, vann og barð:st sem „víkimg- ur“ (í tvöföldum skilningi). * . Tilraunin með Svein Helga og Hörð Felixson sem inn- herja má segja að tekizt hafi nokkuð vel. Hörður er leikinn j og hugsar leik sinm en vantar meiri hraða. Gunnar átti oft góð tilþrif þó enn sé hann. nokkuð laus á köntunum. Reyn ir hefur oft verið betri en í þessum leik. Halldór Halldórs- son var bezti maður varnar- imnar. Einar Halldórsson lék nú aftur á sínum gamla stað, miðframvörð, og gerði það frísklega og hafði í fullu tré við Þórð. Þó Sæmundur sé farinn að reskjast slapp hann vel frá leiknum. Hann hefur að vísu ekki sama frískleika og fyrr. Annars er það svo með Sæmund, að ég minmist ekkl að hafa séð hann eiga lélegan. leik í öll þessi herrans ár sem. hann hefur leikið og keppfc og mun slíkt nærri eins dæmi. Karl náði ekki eins góðum tökum á Guðmundi og gera mátti ráð fyrir. Aldrei þessu vamt virkaði hann nokkuð hik- andi. Svipað var um Hauk sem. ekki náði tökum á Halldóri. Auk þess sem báðir gerðu sig seka um staðsetningarveilur. Helgi í markimu varði oft vel nema hvað hann missti í eitt sinn knöttinn með örlaga- ríkum afleiðingum. í heild var þetta skemmtileg- ur le’kur og áhórfendur þótt- ust líka fyrirfram vita það og komu 3-4000 og urðu ekki fyrir vonbrigðum. Dómari var Haukur Óskarsson og hafði góð tök á leiknum. 1364 kr fyrir 11 rétta Þátttaka jókst um Vj I s'íðustu leikviku jókst bátfc- táka getraunanna um rúmlega þriðjung, en fiöldi þátttakenda jókst öllu meira. í þetta sinn tókst engum að gizka réttilega á ■ ,alla 12 leikina, en einn seðill reyndist með 11 réttúmi óg fyrii- hann hlýtur eigandinn 3164 kr. Vinningar skiptust þannig: 1. vinningum kr. 1070 fyrir 11 rétta (1) 2. vinninigur kr. 49 fyrir 10 rétta (43) Rátta TÖðin á 26. seðlinum var: 1X2—1IX— Xll—111. H a f n a r f j ö r ð « r Þjóðviljann vantar ungling eða rosk- inn mann til að bera blaðið til kaup- enda í Hafnarfirði. Upplýsingar gefur Kristján Eyíjöið, Merkurgötu 13, sími 9615. Þjóðviljinn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.