Þjóðviljinn - 03.10.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.10.1953, Blaðsíða 4
’4) — ÞJÓÐYILJINN — Langardagur 3. október 1953 Það er okkur í sannleik mik- ið bamingjueíni að hlotnast sérstakt tækifæri að minnast Stephans G. Stephanssonar á þessum dögum. Sagnir síðari iíma munu hefma að í þessari viku skyldi afl morðvopna fyrsta sinni reynt með skipu- légum hætíi í landhelgi ís- lénzkrar þjóðar, á'fjöllum henn- ar og ströndum. Þær fyrirætl- .anir eru táknrænar um alla aðstöðu íslendinga á þessum árum. og mætti vera að skuggi þeirra græfist dýpra í hjarta iandans en hann má óra fyrir á líðandi stund. Fyrir fáum nóttum gerðu hæstráðendur okkar til sjós og lands sams- konar sáttmála við böðul stórr- ar þjóðar suður i álfu og t*ir höfðu áður látið okkar valds- menn undirrita. Síðan s'tjum við í augum þeimsins á sama l>ekk og banamaður spænsks lyðræðis: Okkar mennt og hanr, vopn hafa gengið upp í sömu einingu. En ef við litumst viðar um veröldina, þá eru vítt um álfur háð eyðingar- stríð gegn þjóðum sem ekki fá lifað lengur án frelsis. En í stórum fundasölum og á fjöl- mennum þingum er samið af stjómkænsku um líf og heill k.vnslóðarinnar, rætt spaklega um það hvort Þ.ióðum skuli verða lífs auðið, þráttað um það hvort varið skuli einum milljarðinum fleira eða færra til morðs og vígs; Skugg; þess- >arar helaldar grúfist yfir Is- land, þungur og geigvænn. Og í undrun og ótta sækir þessi spum á hugann: hvað veldur slíkum fimum, hví er sjá'íu lífi íslendina hætta búin? Og þá rennur skyndilega sá dagur að við teljum okkur skyldug að minnast þessa manns, nefna nafn hans; leit- um okkur styrktar í verki ha::' og lífi. Við sáum fyrir iöngu að hann er mikið l.iós ifir þessu landi Hann skín okkur aldrei skærar en nú, er við sitjum i skugga vigs og oks, því hann bar öðrum rr.önni'm gleggra skyn á tök stríðs. á nauðsyn friðar. á heigi sja'f- stæðis. Hann lifðf sjálfur stór- félidasta morðskeið sögunnar fram að þeim líma, varði drjúgum hluta verks síns og listar gegn styrjöld og kúgun, fýrir frið og J’sjálfs'æði — og skildi þeíta allt heiðri hugsun og diúpu viti. Fvr'r lif og skáldskap Stephans G. Step- hansso.rir mætti okkur bæði vjerða ljósari aðstaða okkar í heiminum i dag og skylda okkar til baráttu gegn 'peim öflum sem nú eru að toríima söma okkar, mennt og frelsi. Má og vera að aidarafmæli þessa manns eigi ekkj an.nað éýindi brýnna við íslenzká nú- tímakynslóð en minna hana á pokkur orð hans um strið og frið, hvernig hann brást við er heimstríð dundj yfir’ kvn- slóð hans sjálfs, yíir hugsjón hans og andlegt þrek. í kvæðinu Vopnahléj frá 3915 yrkir Stephan um skáld er „... sungu há'.fan aldur / frið á jörð, um samúð, sátt og kærleik / svo sem kristnir menn. En tóku að belja / her- söngvana hver í sínu lagi Z hávært, strax og fyrsta skdið glurndi". Að rikisrétti tald'.st Stephan G. Stephansson lengst- alm þegn þjóðar er ianga hríð hafði ástundað styrjaldir með miklum sigurvinningum, og greip enn nokkrum sinnum víg- reif ti'l vopna um daga hans. Frá föðuriandselsku sjónar- miði styrjaidartíma hefði hon- um verið sá einn kostur sam- boðinn að „belja hersöngvana" með öðrum skáldum í réttlátu stríðj þjóðarinnar. En Step- han valdi annan kost — því hvenær sem í odda skarst var hann Þegn í ríki réttar og friðar en ekki heimsveldisins brezka. Engiendingar höfðu ekki lengi háð ‘ morðstrið sitt gegn Búum en þe.ssi fátæki kanadabóndi af íslenzku for- eldri hóf upp raust sina og bannfærði yfirvöld sín þeim orðum sem enn í dag brenna heitum loga. Hann nefndi Búa- stríðið „höfuðglæp“ Breta,. og kvað allt.jSem þessi þjóð hefði þó gert heiminum gott eiga „helga heimting á“ að fá níð um hann. Stephan gleymdi þeirri styrjöld aldrei, og vék stundum að henni síðar í bréf- um sínum af þungri -beiskju. Sjálfur skildi hann mætavel óréttmæti Þessa striðs, en um leið skildi hann vopnasigur hinum æðri skilningi friðar og bróðemís: „Ó, Bretland, trúðu ei tál það &■/ þú takir svona heimsins lönd / með eldi og sverði, er sigri spá. / Nei, sverðið sker ölj hjartabönd. / í heimsvald þitt þú heggur seint / upp hugi lýða... / Ef þvílikt veldi vextj nær, / á vizku og bróðurhug það grær“. Það er að sannast á þessum dögum, og veraldarsagan hefur leitt rök að því fyrr, að engin þjóð verður sannfærð með sverði þó hún verði lögð að velli með þvi um stundarsakir. Það verður ekki reiknað hve mikið tjón fasismi Malans i Suðurafríku vinnur brezka stórveldinu um þessar mundir. Stephan G. Stephansson mundi kalla hann heimafengna hefnd Búastríðsins — raunar ekki þá fyrstu. Fimmtán árum eftir >að Stephan orti Transvaal skall á önnur styriöld er tók yfir mik- inn hluta heimsins, með til- heyrandi föðurlandsást um all- ar jarðir, allsherjar útböði allrar skyldurækni gagnvart guði og fósturjörð, yfirþyrm- andi mælskuflóði og fjallháum rithaugum um réttlætið, ábyrgð þegnsins, endurgjald fórnar- innar, dýrð vopnsins. En Step- han G. Stephansson hafði ekki breytzt á þessum fimmtán ár- um. Fyrstu ummæli hans um heimsstyrjöldina 1914—1918 getur að lesa í bréfi til Jóns frá Sleðbrjót, rituðu 6. sept- ember 1914. Þar segir svo með- ■al annars: „Þetta Norðurálfu-stríð kom óvænt og var þó fyrir 'löngu sjálfsagt. Fyrirkomulagið, sem er, gerði það óhjákvæmilegt. Þegar þjóðir og einstaklingar bjargast á því einu að lifa af annarra brauði, verða vopnin að sker.a úr því, hver eigi að éta eða láta étast. Meðal ein- staklinganna innan ríkjanna er þetta reglað niður með því, sem kallast landslög og rétt- ur, og þó ranglát séu, er til möguleiki að breyta um. Þjóð- irnar, það er að segja ,auð- vald og konungar, verða að drepast á -um þetta, Bretland er nærri búið að éta upp það, sem ætt er af heiminum, og Vilhjálmur vitóði sér hvað set- ur, með sama lagi. Þjóðverjinn hefir engan á að lifa, honum er að duga eða drepast. Auð- vald og aðall allra landa fagna stríði, allt var komið út í óvið- ráðanleg uppþot öreiga alþýðu. Hernaðaræðið slær þessu nið- ur um stund“. Veturinn áður hafði Stephan ort kvæðið Ass- verus, heitið eftir hinum forna yfirguði assýrísku herþjóðar- irinar. „í mér var óhugur, ótti um framtíðarfrið í heimi vor- um. Mér vaktist upp margt ískyggilegt, sVo sem brugg stórveldanna svo nefndu . . . mér fannst sem heimurinn stæði á öndinni og friðurinn á glóðum. Upp úr þessu kvað ég Assverus", sagði hann í rit- gerð sex ár-um síðar. Assverus þennan nefnir höfundur í kvæðislok „afturhaldsins anda“ og lætur hann segja um sjálf- an sig: „Gríp með krumlum heimsku og illra heilla / hug og sálir, jafnvel góðra manna“. Og hann heldur áfram: - „Viti kenndj eg leiðir til að ljúga / lýti ,af því sem stendur fyrir sönnu /. .. Alþýðunnj sel ég kött í sekknum, / sjóðum ek í Fáfnisbæl; .auðsins“. Þvílíkur. er í einu andi afturhalds og eðli stríðs. En hvergj gerir Stephan G. Stephansson jafnýtarlega grein fyrir viðhorfi sínu til stríðs og friðar og |í kvæðinu Vopna- hléi. Er það fyrir allr.a hluta sakir eitt höfuðkvæði skálds- ins. Að formi er það sam.tal tveggja manna af andstæðum þjóðum í styrjöldinni. í stuttu orustuhléj veitist þeim færi að ræðast við yfir valinn. Fyrr én varir nefna þeir hvom annan föður og son, tveir alþýðu- menn er ,att hefur verið sám- an til víga. Samtal þeirra snýst einvörðungu um það strið sem þeir eru nú þátttakár,í. Það kemur á daginn að Þeir eru ekki að berjast fyrir föður- lönd sín: „Eg á hvergi fet af föðurlandi" kveður annar. Hinn segist aðeins vera „mask- aðs-vara þeirra herra / sem að ráða verkastund og verði, / vinnugögn og bæj.ar-rúmið eiga“. Annar fór í stríðið eftir lögum lands síns: „Manndráp eru skyldunám hjá okkur". Hinn átti um styrjöld eða at- vinnuléysi að velja. Framleiðsl- an hrúgast upp, verksmiðjum er lokað. „Heimurinn sagður ofbirgur af öllu / öðru en gjaldi, sveltan stæði af nægt- um / ... Sá er orðinn fyrsti fyrirboði / fyrir stríði: skortur á öllu nógu“. Þannig ræða þeir saman lengi, tveir öreigar er ekki hafa vald á sjálfra sín örlögum, leiksoppar í hönd- um „einvalds" og harðstjóra", styrjöldin er „þjóðríkjanna haturs-kapp um markað, / til að fleyta ómegð sinni á öðr- um / allsþurfandi og smærri — svo þau bítast / ekki um frelsi, en villimanna verzlun". Við sögðum að Stephan G. Stephansson hefði ekki breytzt á þessum fimmtán árum millí Búastriðsins og heimstyrjald- arinnar. Það er rétt á þann vgg að hann lét ekki fremur en fyrrum espast til nemnar þjóðrembingsfullrar föður- landsels'ku út nf stríðinu. Öðru nær — hann var enn scm forð- um þegn friðar og réttar frem- ur en Eng’.akóngs. En vit hans hafði dýpkað, þekking hans aukizt -—- i réttu hlutfalli við það sem málavextir voru flæktir gerr en fyrr. Vitaskuld voru Stephani ljós rök Búa- stríðsins, og hann víkur að þeim í kvæði sínu. Þó eru þau tæpast höfuðatriði þess. En í Vopnahléi leggur hann sig fyrst og fremst í framkróka um að leiða fram sjá!f,a, und- irrót stríðsins: markaðsbarátt- una, efnahagsöngþveiti auð- skipulagsins. Styrjöld er enn- fremuý úrræði valdhafa 'gegn kurr og yfirvofandj uppsteit kúgaðrar alþýðu. Hún gerir ekki annað meðan hún fellur á ví'gvöllunum. Soitin skal hún fá ómælda skammta af þjóð- rembingi, endalausar prédik- anir um fórnarskylduna við föðurlandið — sem er henni þrælajörð. Alþýðunni blæðir, auðvaldið græðir. Þannig stend- ur Stephan G. Stephansson á hreinum marxiskum skilnings- grundvelli í afstöðu sinni til. heimsstyrjaldarinnar fyrri. Hún er ekki barátta réttlátr- ar þjóðar 'gegn ranglátrj þjóð, heldur auðvaldsglíma um mark- aði, ein aðferð þess til að halda lattþýðunni niðri, villa henni sjónir um eðlileg mark- mið baráttu sinnar. Hún er ekki sízt afvegaleiddur kurr hins kúgaða. Það þurfti að- eins réttlátan mann til að skilja Búastríðið. Það þurfti einnig sósíalist,a til að skilja rök heims'tyrjaldarinnar. Hér reis Stephan G. Stephansson hæst. Hugsun hans var ætíð vaxin vandamálum tímans. Stephan G. Stephansson orti á styrja'ldarárunum mörg fleiri kvæði í svipaða stefnu og Vopnahié. Sum þeirra komu út. i tolöðum og tírriaritum. Hann Safnaði þeim saman, ásamt nokkrum sem ekk; höfðu áð- ur birzt; og voru þau gefin ú.t í bók sumarið 1920. Það var Vígslóði. Út af þeirri bók v-ar gerður mikill hvellur meðal Vesturíslendinga, og slapp höf- undurinn við fange]si og pin- ing fyrir það eitt að brezk yf- irvöld voru ekki Jæs á tungu .höfu'ndarins. Blaðið Lögberg reið á vaðið með grein 21. okt- óber 1920. Segir þar svo með- ,al annars: „ ... en hvergi höfum véi* séð hrúgað saman annarri eins bölsýni, Ijótum hugsumim og ■að því e.r virðist fráleitum stáð- Frarxji. á 6. síðu Stephan G. Stephansson í raðustólt á lslendingadegi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.