Þjóðviljinn - 03.10.1953, Síða 7

Þjóðviljinn - 03.10.1953, Síða 7
Laugardagur 3. október 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Það var foxn trú að máttug- ar dísir vitjuðu stundum mann- anna barn,a og vígðu þau ný- fædd til mikilla örlaga. Ég er svo heiðinn i hjarta ,að ég get mér þess tii, að haustdag nokkurn fyrir humírað árum, hafi ein af hamingjudísum ís- iands (þó þæ.r dísir geri sér ekki um of tíðföruit) stigið inn í lítinn bæ og snauðan, norður í Skagafirði og mælt undursamleg orð yfir nýfædd- um sveini í fátæklegum reif- um. Ekki vígði hún hann til auðs eða metorða á heimslega vísu, ekki heldur til þeirrar gæfu að hann mætti heill og óskipt- ur þjóna sinni köllun án allr- ar áhyggju. En hún mælti um að hann skyldi hljóta þá gáfu er yrði örlagavaidur lífs hans. Ennfremur að hann skyldi hafa ódeigari hug og hjarta betra en aðrir menn. Hann ólst upp á þeim árum er harðindi og hverskonar ó- áran þjakaði islenzka þjóð svo greypi'lega að stór hluti hennar stökk úr landi sínu til þess að forða lífinu. Byggð þess lands hafði verið teygð á yztu þram- ir, upp um .afdali og heiðar, fram um andnes og útkjálka, um auðnir, sviðnur og köldu- kinnar, þar sem kostir til framfærslu mannlegs lífs stóðu svo höllum fæti við rányrkj- unni, að sá blettur, sem ó- byggður hafði virzt byggileg- ur, var eftir fárra ára búsetu löngum genginn í þá örtröð, að ekki var þar lengur úrkosta ■nema deyja. Mér er tjáð að þær bújarðir fyrir norðan land, sem 'Step- han G. lifði sín æskuár, séu nú allar í eyði. Hljóðar rústir skýla nú kind og fugli fyrir bitru éls og vinda, þar sem hann forðum lék sér ungur sveinn: Á fornstöðvum okkar. er sviplegt, að sögn, tóm sandgröf er þar fr.ammi í dölum — Það segir sín.a sögu um af- komumöguleika og framtíðar- horfur Stephans G. hér heima -að hann og fólk hans skyldu neydd til að draga fram lífið i á þeim stöðum einum er svo rýrir voru að öllum gæðum, að þeir voru i byggð aðeins litla stund eða enga, eftir .að Stephan og foreldrar hans huríu þaðan og vestur ujn haf. Það þarf því ekki lengi að velta fyrir sér þeirri spum- ingu, hvort orðið hefði honum drýgra til 'þroska, að baslast á lítt ’oyggiiegum kotum norð- ur í. Skagafirði,- eins og þá var háttað astæðum her heím.a, eða taka það ráð sem hann og mahgir áðrlr ' hurfu: að: léita* sér anhars og skárri samastáðr: ar.. i f jarlægri. heimsálfu. — Að vísu má_um þetta. deiia og skír.skota til þess óvenjhléga efniviðar sem í manninum lá, en hitt hr líka löngu vitað og oft fram tekið, að margan ung- an og beinan vaxtarsprota hef- ur örbirgðin á íslandj gert .aðeins að kynlegum kvisti. Ne.i, dísin, sem stóð við rúm hans og móðurinnar (ég geri ekkj ráð fyrir að hann hafi átt sér vöggu) hefur séð hvar hentast myndi að fá honum stað til að standa á.1 Ekki, elns og ég. gat um áðan, jUl.. Þess að hann skyldj þár aðeins tína blóm við veginn-—heldur til Þess að honum skyldi þó .gef.ast svigrúm fyrir hönd og huga, þar sem vindar allra átta gátu leikið um hann, þar sem hann gat uppliíað það æv- intýri þrisvar sinnum: að nema land. — Við vitum að skáld- skapur h'ans er ófaríkúr af dá- samlegum náttúrulýsingum. Skyldu ekki þeir tveir: skáld- ið og landneminn, löngum hafa átt yndislega samfylgd um hið ósnortna land. Nú vitum við með sannind- um hver örlög hans urðu. Vit- um það að mestu, þó sumt ekki nægjanlega ljóst. Vitum, að þrátt fyrir alla fátækt, flutti hann með sér frá sínu kalda landj þann arf, sem hann á- vaxtaði upp í ómetanleg verð- mæti. Við vitum að hann gerði sér Ijóst frá hverju hann hvarf: — og þó léztu að fjelmörg- um betur en mér. En hans forna ættiörð varð honum, þrátt fyrir allt sú draumsýn úti |í .fjarlægðinni, sem m.agnaði hann. hinn sí- stritandi búandmann, til ótrú- legr.a, .andlegra afkasta. Svo rílc og eðlileg hefur sköpunargáfa hans og sköp- Stephans G. Stephanssonar Eítir Guðmund Böðvarsson unargleði verið, að hún hefði undir engum kringumstæðum orðið drepin með öllu, en skyldi honum ekki löngum, á langri ævi, í útlegð frá upp- runa síniun, hafa verið ríkur í huga sá metnaður að vera ekki ættjörð sinni gfataður sonur? í>ar um þarf þó engum getum að leiða. Um það eru nógir vitnisburðir frá Stephani sjálfum. Sú fixna orka sem í þcss- um manni bjó og gerir hann ótrúlegastan manna, hl.aut að leita sér' útrásar gegn um .alla eríiðleika. í álfu allra lungu- máia, meðal lítils þjóðarbrots, sem að vísu af ítrasta megni reynir að h-alda móðurmáii sínu Iifaíidi i - ræðu og; riti, eyðir, Steþhán árum síaum. Að 'milcíu “•leýti,! fj'árri þef|n ódá- jnsbrunnum hinnar lifandi nöýrænui sem drýgstir eru t'il' giftuy-og ;í látl.ausu návígi við málbrjál þess lands, sem er sjð neiíiast af mörgúm þ'jóðum, semur hann hvert meistara-" verkið af' öðm : á hinni fomu tungu. Það er sem þessi höfuð- smiður seiði til sín með hei- lögum galdri bin máttkustu orð norrænunnar. Oft er sem þaú berist til hans sem í leiðslu uían úr höfugri fjar- lægð .aldanna, stundum lirjúf sem óunnir gimsteinar, en alit- af sveipuð (öfrum hinnar kyn- bomu göfgi. Svo sérstakt og persónulegt var tungutak hans, svo mátíugt og dulrammt hreim fall ljoða hans, að þeii- hér heima á íslandi, er unnu öllu framar mærðarsleþjunni sem ríkj.andi var i Ijóðsköpun ís- lenzkra skálda (með örfáum undantekningUm) fyrir og um aldamótin síðustu, kölluðu hann torfristumann og orða- •þræl. Fjölmargir Ijóðavinir, jafnt menntamenn sem greind- ir alþýðumenn, hristu höfuð sín ef skáldskap hans bar á góma: — ég les hann ekki, — ég skil hami ekki. Enginn skyldi skilja orð min svo að Stephan hafi ef til vill aðeins ort sakir jieirrar for- dildar að h’jóta sæti á skálda- bekk hinnar íslenzku þjóðar. H.ann var, sem kunnugt cr, and’égur heimsborgari með fá- gætlega giögga' sýn ýfir atburði Hðandi stundar, jafnt sem hinna liðnu alda. Ekkert ís- lenzkt skáld hefur jafn berlegá og ódulið irnánað til orustu við vö’duga aðila á sviðj heims- rná’ianna. Þegar' • réttsýni hsn's c'g 'dómgré'nd ofb'úðu aðfarirh- ár, bá vægði hann hvorki fyr- ir krossi né sverði. né falsaði fyrir sér staðreyndir: Mér virðist sælla að vita mvrkrið svart, það vekur hjá mér löngun eftir birtu. — Enn í dag réttir hann stvrka hönd yíir höf tímans hverju því málefni til stuðnings og framdráttar sem sannur dren-g- skapur er í, baráttumönnum hv'ers góðs málsíaðar til’ ómát- ánlegrar ' hvatningar, Ör'um þeim sem á lífi hans Og verk- um vita nokkur deili með sannindum, en fjandmönnum manníélagslegra hugsjóna æ og ævinlegra til sárr.ar hrell- ingar. Því það er meginstyrk- ur .að vita hann með sér, en ógóður sá málstaður, sem hann mundi aldrei hafa gert að sín- um, Þess vegna eru viðbrögð þeirra manna oft. hin ótrú’eg- ustu, sem innst inni i sam- vizkukvikunni vita sig, um lífs- trú eog siðgæði, standa á önd- verðum meiði við Stephan G. Hver er afstaða þeirra til skáldskapar og boðskapar þess norræna skálds, .er af hvað mestum drengskap og hlífðar-. ’eysi, mestr.i dirfsku og .heilust- um hug, hefur gengið í . berhögg v;ð aft.urhald, þröngsýni, gróða- fíkn. of.beidi . og undir’ægju- hátt? Þau eru öll á eina leið: b£"inan mann, er sökum fals- vvsis og hréinléíka andans, er m.eira meti'nn ’eri aðrir méhn, l'.ann vifja þé:r pjaman éigá rg t;leinka séí. Sé þeim bent á verk Steþhans ’G. og sagt: cvoia leit harm á málið, þá berja þeir sér á brjóst og hrópa: Þetta er fölsk túlkun! hetta hefði Stephan G. aldrei látið sér um munn fara, ef bann hefði uppl'fað atburði dagsins í dag. Hann er okkar skákl og okkar maður! Það sem okkur þykir gott og rétt, hefði honum einnig þótt got.t og rétt! E'n ég vil segja við þessa menn: Góðir'' hálsaiv Gerið yður ekki seka um þá regin firru að leggja yðar orð og meiningar í munn hinum dauða. Segið heldur ekkeit og látið sem ekkert sé, því það gefur yður þó alltént svip nokkurrar greindar. Hinn dauði hefur talað og sagt sitt siðasta orð. Athugið hvar í fylking þér standið og lítið á hvar sjálfur hann stóð. Hy.gg- ið að, ef þér hefðuð verið sam- tímamenn hans, hvort þér hefð- uð þá veitt honum að málum er hann húðstrýkti. stórveldi þau er þér nú mest dáið, eða þegar hunn fagnaði byltingu hrjáðrar alþýðu, sem sleit at sér hlekki kúgarann.a í átökurn sem giltu líf eða dauða. Eða ætlið þér að hann hefði þag- að með öllu, eða samsinnt með yður, hryllilegum ofsóknum gegn þeim, er ekltj h.afa svo hvitt litaraft og sjálfir þér. Eða mundi hann h.afa látið hlutlaust með öllu og samþykkt yður í þögninni, þegar frels- isþrá langþræikaðr.a nýlcndu- þjóða er í dag drekkt í þeirra eigin blóði. Hvar er lof hans um hina blóðidrifnu s’agsmála: hunda sögunnar, ofbeldisseggi og ránsmenn? . Hvenær vissuð þér hann leggja kapp á með slíkum? Reynið að gera yður í hugarlund hversu vel hann hefði fellt sig við hugmyndina um herkvaðningu ungra manna í hans gamla ættarlandi og látið yður gruna hversu dátt hann hefði unað útlendri her- setningu þess sam.a lands. Haf- ið ráð mín, góðir hálsar: Lesið verk Stephans G. og sjá, þér munið skammast yðar og kom- ast að raun um, að aðeins í þjónustu mannbætandi hug- sjóna er skáldi lrft. Sú vitneskj.a sem við höfum um hversdagslíf Stephans G. er að finna í bréfum hans og hingað og þang-að í frásagnav- slitrum þeirra landa vestan- hafs sem höfðu þar af honum . nokkur kynni, ýmist um skemmri tíma eða lengri, og eru þó af þeim fáir einir er nokkuð slíkt hafa í letur fært. Eg veit ekki hvort börn hans hafa nokkru sinni blaðfest minningar sínar um hann. En þau og kona hans hlutu þó að þekkja hann öllu bezt. Og þegar maður hugsar um þenn- an störfum hlaðna bónda, sem krufði til mergjar hin við- kvæmustu mál samtíðarinnar og setti fram skoðanir sínar á þann hátt að engum er mál hans nam, mátti úr minni líða, þá hlýtur sú spurning að verða ófar’ega á baugi í huga manns: hvérja kosti bauð hans eigið heimilislíf • honum til þvílíkia athafna? Því miður verður það ekki á mínu færi að svara ' þeirri spurningu, nenia . .awað getnnt má leiða. Við höfum af þvi öruggar sagnir að hnnn sleit scr út. í líkamlegom þr:n- dpmi fyrir heimili sitt og skyldulið. En meðan líkaminu er ungur er það svo frjóum huga og svo ríkri eðlisgáfu sem Stephans lífsnauðsyn að vera i sifellu að t.ak.ast á vð þrm ver.kefni sem ekki eru hagnýt tak'n í bóndans verkahring. - Sú kviið hefur verið honum svo l.iúf og .köllun hans svo Ijós að . ckki tjáði þar undan að skor- t-ast. ■ Vifi lásum ung skrýfnar sög- ur á bókum um Xanþrppu, i ,isem lét, marga skammahryðj- Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.