Þjóðviljinn - 04.10.1953, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.10.1953, Blaðsíða 10
10) - ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagiir 4. október 1953 eimilisþátínr V a nt a r þig s k 6? Ef þú þarft að fá þér nýja skó, þá er ýmislegt sem þú þarft að hafa hugfast. Skó þarf fyrst og fremst að velja eftir laginu. Maður þarf - að ganga í skóm og þá skiptir miklu máli að þeir séu þægi- legir — það er enginn smáræð- is tími sem þú ert í skónum, og það er hreint ekki þægilegt ef þeir þrengja að fæti.num. Mundu þa'ð, að fyrst og fremst þarf skórinn að vera mátulegur. Flestar konur vita mæatvel, hvers konar skór henta þeim bezt, en oft freist- ar tízkan þeirra til að reyna nýtt lag, sem reynist svo mjög óþægilegt í notkun. Það er nauðsynlegt að taka tiliit til lagsins á fótunum, forðast tá- mjóa ^kó, lef maður liefur breiðan fót, forðast mjög opna skó ef maður hefufi lítinn hæl, því áð þá lappar maður skóna, og öklabönd eru ekki heppileg handa þeim sem hættir til að bólgna um öklann. Hugsaðu þig vel um og rfjaðu upp allt í sambandi við fæturna á þér, þegar þú ert að máta skó. Það margborgar sig, því að ekkert er gremjulegra e.n að kaupa skó, sem rejmast ónothæfir. Því oftar sem þú kaupir skó því öruggari verðurðu í val- inu og' þýí kemúr þaö oft fyr- ir, að köna sem sjaldan hefur efni á að kaupá sér skó, verður ringluð þegar liún kemur inn í verzlunina og gleymir mörgu af því ísé'm hún lera að hafa í hugav J^Éar ’íhun ijvelur ’-pér, skó. Mundu fíaö ' til dæmfk, 'að McCall sniðin heimsirægu komin Einkaumboð: Bergstaðastræti 28, sími 82481. þú þarft að ganga nokkur skref yfir gólfið með bá'ða skóna á fótunum, í stað þess að máta þá einungis e'ns og sumir gera. Auðvitað er ekki nauðsynlegt að máta báða skóna á öllum þeim samstæðum sem ma'ður mátar, en áður en þú tekur enda.nlega ákvör'ðun, áttu að ganga yfir gólfið í skónum sem þú hefur valið þér. Mátaðu sþóna utíanyfir sams konar sokka og þú ætlar að nota við þá, létta skó yfir nælon- sokka, vetrar- og gönguskó yfir uilarsokka. Ef þú ert. að leita að göngu- skóm sem þú ætlar að nota. há- leista v’ð, skaltu hafa háleista með þér og fara í þá, áöur en þú mátar skóinn. Annars getur verið erfitt að átta sig á, hvað skórinn þarf að vera mikið of stór. Ekki sælgæti Nú á dögum kemur þa'ð sjaldan fyrir að maður sjái f'mm ára barn, sem ekki er i:ieð holur í tönnunurr skrifar Grete Holst tanrila;knir í danska tímaritið Börn Til þess cru margar ástæður. I fyrsta lagi er þýðingarmikíð hvort móðir'n hefur um meðg.öngu- tímann fengið kraftfæðu, víta- min og kalk. Það hefur eínnig mikið að segja, hvorc barnið er brjóstabam eða pelabarn, því að kjálkar brjóstabarnanna stypkjast miltfu meira J\úð þaðþ að ^júga. „Ogj svo sfk'ptiý miklu , máli hvort fæða bamsins hef- ur verið rétt samansett, bæði hvað snertir næringarefni og gerð, því að tennurnar eiga að bíta af matnum og tyggja hann vel og vandlega í stað þess að brosa með þeim eingöngu. Holst tannlæknir varar við sælgætisáti. Það ver'ður aidrei of oft endurtekið, að sætindi eyðileggja matarlyst bainsins á heilnæman mat og um leið vei’ða tennurnar fyr’r skaðleg- um áhrifum af sykri, sem allt- af er í munmnum. Börn hafa enga þörf fyrir sætindi, þau sakna þeirra ekki meðan þau þekkja þa,u ekki. Foreldranrr verða sjálfir að sti'Ia sig um aö borða sætindi í viðurvist barnsins- Sæt’ndi á að nota á hátíðum og tyllidögum, svo sem afmælisdögum, og aðeins í smáum stíl. Auðvitað er það ekki hver einstakur moli sem eyðileggur teimumar heldur stöðug notkun. Grethe Holst nefn:r clæmi um foreldra sem gefa ui'gbörmmum hunang á túttuna éðá 'gefa þeim brjóst- sykur 'jm leið og þ u sofna miðdegishu inn_______ Rafmagnstakmörkun Kl. 10.45-12.30 Sunnudagur 4. október 3L_.lj Ulíðarnar °g Nqrður- nveni mýri, Rauðarárholtið, Túnin, Teigarnir, íbúðarhverfi við Laugarnesveg að Kleppsvegi og svæðið þar norðaust”' **<• • Mánudagur 5. október I |fi|A»(í Austurbærinn og mið- •*« nVeril bærinn milli Sporra- brautar og Aðalstrætis, Tjarnar- götu, Bjarkargötu áð vestan og Hringbraut að sunnan. Villigœsir eftir MARTHA OSTENSO 55. dagur „Júdit . . . .“ hvíslaði Sveinn og kyssti hana á eymasnepilinn. „Ég er dálítið hrædd í kvöld“, tautaði hún. Hann vafði hana örmurn með ákefð. Tíminn varð að sælli eilífð. Bekvið t.rjáþyrpingu við þjóðveginn hafði Caleb stöðvað vagninn og þar beið hann. Hann sat þolinmóður og horfði heim að Sandbo- búgarðinum, þangað til hann sá Svein fara heimanað og ríða yfir hagann í vesturátt. Þá batt hann hryssuna við tré og læddist gegnum kjarrið í -sömu átt og Sveinn hafði farið. Hann fór sér hægt og gætti þess að stíga ekki á þurrar greinar. Þegar hann nálgaðist tjörn- ina heyrði hann mannamál. Nú sá liann hvar þau rátu í íaðmlögum á t jamarbakkanum. Caleb strauk hendinni með hægð niður andlitið. Hann snen sér við og gekk hljóðlaust til baka, þangað sem hrýssan var bundin. 3 Næsti dagur leið eins og ljúfur draumur hjá Júdit. Hún var að sæikja hænsnafóður itm í hlöðuna og hún hugsaði um Svein og fram- tíðaráætlanir þeirra. Sveinn hafði verið dásam- legur kvöldið áður; talað öðru vísi við hana en hann var vanur. Það hafði næstum verið ó- mögulegt að standa upp og kveðja hann. Bráð- um þyrftu þau ekki framar að kveðjast. Þau byggju í snotru liúsi í borginni; Sveinn færi til vimiu á hverjum degi en á kvöldin yrðu þau ,síuium og alla, nóttipa. • • ; í Það var eins og þetta væri loks að verða íið veruleika, að Caleb, náútgripiírriif; 'nioldin,' svitinn, rykið væri að hverfa fyrir fullt og allt. Ilún leit upp og sá skugga faila á hlöðugólfið. Caleb stóð í dyr- .unnm.; .. i >, ... ^údit' rét,ti «r. sér.. Húri sá andlit hans; það var 'eins og það ‘væri' liöggvið í stein. Hann hafði séð þau — hún vissi það samstundis. Hann haíði fundið þau — njósnað um þau. Hann gekk inn í lilöðuna. Það var eins og Júdit væri lömuð. „Jæja — hvað geturðu sagt þér til vamar? Hvað geturðu sagt þér til varnar ?“ Hann gekk nær henni og setti undir sig hausinn. Júdit hreyfði sig ek’.n. Hún horfði á gólfið fram- undan. Skammt frá henni lá lítil öxi með stuttu skafti. Hún hafði dottið niður af veggn- 4 „Hún er í hlöðunni", sagði Caleb, þegar fjöl- skyldan sat við Ikvöldverðinn og ekkert hafði verið minnzt á Júdit. Hann hefði ekki þurft að segja þetta. Allir visu hvar hún var. Öllum liafði verið sagt að koma nálægt hlöðunni. „Jæja, hvað eigum við að gera við hana, ha? Hvað eigum við að gera rið hana, mamma?“ sagði hann blíðlega við Amelíu, sem var ná- föl og kom ekki upp orði. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og setti upp dómarasvip. „Hér eru engir dómstólar í nágrenninu", hélt hann áfram í lágum liljóðum eins og hann. væri að tala við sjálfan sig. „Og við verðum sjálf að fckera úr þessu — skera úr þessu sjálf". Marteinn, Elin, Karl og Amelía sátu í kring í herberginu, eins og þegar þau hlustuðu á prédikanir Calebs þegar hann kom frá Yellow Post á sunnudögum. Karl hafði sagt kennslu- konunni hvað komið hafði fyrir og henni hafði brugðið hræðilega. Hún hafði farið til Sandbo- fjölskyldunnar í þeirri von að hún fyndi Mark og hlýju og skilning hjá honum. „Það hefur verið gerð morðtilraun hér á bænum“, hélt Caleb áfram hljómmikilli röddu. „Það hefur verið fi’aminn glæpur. Á okkur hvílir sú ábyrgð að ákveða refsingu handa. glæpamanninum. Fyrst og fremst verðið þið að fara út í hlöðu og líta á vegsummerki. Amelía, þu ferð með bömin með þér út í hlöðu. Ég bíð hér“. Amelía Marteinn, Elín og Karl fóru orða- laust. Þau fóru inn í hlöðuna og sáu hvar Júdit lá á hlöðugólfinu. Amelía gat með erfið- ismunum stillt sig um að leysa hana. Þetta var hræðileg stund. Marteinn varð langleitari þegar hann sá öxina á kafi í fúnum veggnum. Júdit hreyfði sig ekki og leit ekki á þau. Föt hennar voru í óreiðu og það vom moldar. og skítaklessur í hári hennar. „Júdit". sagði Elín sem stóð í dyrunum. Júdit svaraði ekki. „Jæja þá —“ sagði Elín. En hún titraði frá hvirfli til ilja. Þau gengu aftur inn í húsið. Caleb sat í sömu stellingum og hann hafði setið þegar þau fóru út. Þau settust aftur í stólana. „Kvað \arstu að flækjast þama úti í kjarr- inu? Með Sandbostrálaium, svei, svei. Þú ætl- ar að veroa gála eins og hún móðir þín, ha? Komdu hingað og ég skal sýna þér hvort það borgar sig að vera ósiðsamur“. Hann gekk skrefi riær henni. Júdit beygði sig niður og þreif öxina. Hún rcíti úr sér eins og elding og fleygði öxinnj af Öllu afli í áttina til Calebs. Um leið lokaði hún augunum og þegar hún opnaði þau uftur, stóð hann hokinn fyrir framan hóna og straulc hendinni yfir skeggið. Öxin' stóð í veggnum fyrir aftan höfuð hans. „Svona ætlaðirðu að hafa það. Jæja“. Hann tók undir sig stökk, tók um úlnliðina á Júdit og sneii hana niður í gólfíð. Sv'o greip hann kaðalhön'c af veggnum og rigbatt hana. Júdit var of lömuð yfir sinum eigin at- liöfnum t.il ao veita mótspvrnu. Brátt fór hún að titra frá hvirfli til ilja. Iíún vissi að hann var farinn út. Hún var ekki hrædd viö hann sjálfrar sín vegna. Esi hann færi til Amelíu. Amelía vur varnarlaus gagnvart honum. Hann væn vitstola af bræði. Nú var öllu Iokið .... allt var vonlaust .... ekkert framundan nema jörðin, skepnurnar, mykjan .... Hún lá kvrr þangað til skuggamir voru orðnir langlr; þang- að til ulnliðir hennar voru orðnir rauðir og þrútnir eftir reipið og mykjuklessur í liárinu. „Það er hægt að meðhöndla þetta mál á margan hátt“, hélt hann áfram hátíðlegur á svip, „Eg miuntist áðan á borgina. Þið sáuð líka aðra aðferð í hlöðunni áðan. En það er til ein aðferð enn —- ef til vill ætlar Amelia að segja ytókur hver hún er —“ liann leit með hægð á Amelíu og hélt annarri hc-ndinnj fyrir niðui’andlicið. Amelía sat eins og stirðnuð. Nú var komið að því. Nú yrði Ma rk Jordan að borga fyrir andartak3brjálsemi Júditar. Nei, eitis og guð var yfir henni — fyrr dræpi hún hann — eng- ina fengi að vita hvers vegna. Ofc CAMPfi, >Iu?!ur nokkur uekk tll fallesrar aficreiðshi- stú'ku í stóru erleridu vörulnisl, og maeltl: TJniCfni, iíg er húinn að týna komrnul minni í þvogiuuii hér imii. Má ég kjá framan í yður eitt augnatolik? * En <11 hveis í ósköpunum let.llð I»ér að gera I»að, ekkl finnið þér þó konuua yðar á meðan? sagðl búðarstúlkan. Nei, en hún er vön að skila ser fljótlega ef ég gef mig að faJIegri stúllcu, svaraði aumingja maðurinn. f sama biii bar týndu konuna að. Sltáld verða áð beita ímynduriarafUnu: hann verður að telja sér trú um að fólk lesi ljóðin hans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.