Þjóðviljinn - 08.10.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.10.1953, Blaðsíða 7
— Fimmtudagur 8. október 1953 — ÞJÓÐVILJINN — {%- -fc Alþingi her oð seg/o i/pp hernamssamningnum: og hrugðið miskunnarlausri birtu á afsakanir og foisrök AiþýðufEokksins. SfáSfsfœðisflokksins og Framsóknarflokksins um nauðsyn þess Framvarp Sósía'Jstaflokks- ins lun uppsögn hernáms- samnings'ns var birt á for- síðu blaðsins í gær, en þar er kveðið svo á að samn- ingnum frá 1951 skuli sagt upp með tilskildum fyrir- vara og sé cndurskoðun að- e'ns fonnsatriði. í eftirfar- andi greinargerð frumvarps- ins er fyrst rakin reynslan af samningnum fyrstu tvö árin en þó sérstaklega fferð grein fyrir þe'm nýju við- horfum sem skapazt liafa í heimsmálunum á síðastliðnu ári og styðja mjög kröfuna um uppsögn sanmingsins. „Síðan „vamarsamningurinn“ milli íslands og Bandaríkjanna var gerður, hinn 5. maí 1951, og ísland var aftur hernumið af amerískum her, cru nú liðin tvö og háift ár. Höfuðástæður Þess, að flm. þessa frv. telja fullkomlega timabært að segja honum upp, eru þessar: GerBur á röngum, for- sendum I. Það hefur sýnt sig, að sá ótti, sem kann að hafa verið ríkjandi í hugum allmargra þingmanna, sem tóku á sig á- byrgð á sam"ningsgerðinni og hernáminu, sem henni fyigdi, um, að ný heimsstyrjöld og vopnuð árás á ísland væri al- veg yfirvofandi á hverri stundu, var ástæðulaus með öllu, heilaspuni einn og blekk- ing, sem viss öfl höfðu reynt að ata á og koma inn hjá þing- mönnum, er voru kallaðir sam- an til' leynifunda til þess að samþykkja hernámið að þjóð- inni forspurðri, þvert ofan í stjórnarskrá landsins og þvert ofan í allar þær yfirlýsingar, sem þjóðinni voru gefnar 1949 og áður, um, að aldrei skyldi koma til hersetu á Island: á friðartímum. Það er því lióst. nú, að samn- ingurinn var gerður á fölskum forsendum. Þingmenn voru féngnir til að samþykkja hann með tolekkingum um yfirvof- andi heimsstyriöld, sem ekki hefur komið og er nú ólíklegri en nokkru sinni fyrr vegna sí- vaxandi máttar og áhrifa frið- araflanna í heiminum. Hœttan af hernáminu. - Samningsrof II. Það hefur sýnt sig svo á- takanlega, að því þarf ekki að lýsa, að sá ægilegi háski, sem sjálfstæði þjóðarinnar, íslenzkri menningu og tungu og siðferði uppvaxandi æskulýðs cr búinn af hemámi jslands af hálfu er- lends stórveldis og setu þús- unda erlendra hermanna rétt við bæjardyr höfuðborgarinnar og í henní sjálfri, er jafnvel miklu meiri en menn gerðu sér grein iyrir, áður en hið nýja hernám hófst fyrir hálfu öðru ári. III. Samningurinn sjálfur og viðbótarsamningur sá, sem hon- um fylgdi, hefur verið vanefnd- ur og þverbrotinn af hálfu hins erlenda samningsaðija, Banda- ríkjanna. { honum og máia- myndaákvæðum hans heíur ekki reynzt neitt hald gegn þeim hættum, sem af herset- unni stafa. Bandarikin lofuðu Því há- tiðlega í samningnum sjálfum að framkvæma skyldur sínar samkvæmt honum þannig að stuðla svo sem írekast mætti verða að öryggi íslenzku þjóð- arinnar og hafa ávailt i huga, hve fámennir íslendingar eru. Og enn fremur lofuðu þeir, að ekkert ákvæði samningsins slcyldi skýrt þannig, að það raskaði úrslitayfirráðum Islands yfir islenzkum málefnum (8. gr. samningsins). Þessi loforð hafa verið efnd þannig, að islenzkir menn og konur geta ekk; iengur verið örugg fyrir árásum, líkams- meiðingum og nauðgunartii- raunum amerískra hermanna á opinberum skemmtistöðum, á götum úti' eða jaínvel í híbýl- um sínum. Bandarikin sýna tiliitssemi sína til fámennis Islendinga með þeim hætti að láta þús- undir he:-manna Þæða . yfir Reykjav'k á nótt sem degi, stór- auka húsnæðisvandræðin þar með því að ýfirkaupa leigu- húsnæði handa yíirmönnum hersins, sem þykir þægilegra að búa þar með fjölskýldur sínar en á Keflavikurflugvelli. taka heiiar hæðir íbúðarhúsa eða heil bús á leirru fyrir einka- skemmtistaði handa hernmh og ólifnaðarbæli og koma þannig þvi óorði á höfuðborg Isiands úíi um heim. að spiiling og ó- lifnaður sé hér meiri en dæmi séu til; þar sem verst er stórborgum. (sbr. ummæli ame- ríka herprestsins á Keflavíkur- ílugvelli í viðtali við erlent ^blað). í 4. gr. viðbótarsamningsins um réttarstöðu liðs Bandaríkj- anna og eignir þeirra er á- kveðið, að hermenn í hernáms- liðinu .skuii vera einkennis- kiæddir. Þetta ákvæði hcfur verið þverbrotið af sjálfri yfirstjórn hernámsliðsins, beinlínis í. þeim tilgangi að auka varaarleysi og öryggisleysi íslendinga fyrir hættum hernámsins. Herinn rœBsf á Reykjavik Þegar allt framferðí hernáms liðsins og yfirg.angur hér í bæn- um keyrði svo úr hófi, að það hafði vakið réttmæta reiði og fordæmingu alls almennings i landinu og alveg sérstaklega reykvískra borgara, sem urðu að horfa upp á Það og þola daglega, greip herstjórnin sjálf til þess ráðs að birta aug’ýs- ingu í aðalstöðvum hersins þess efnis, að hermenn skyldu af- klæðast einkennisbúningum sín- um á feroum sínum í Reykja- vík. Þetta tiitæki herstjórnarinnar hér mun ver.a algert einsdæmi og ekki eiga sér nein for- dæmi jafnvel þar, sem ame- rískt hernámslið dvelur í sigr- uðum löndum, en það er alkunn staðreynd, að amerískir her- menn eru .alisstaðar óvinsælir og illa liðnir, hvar sem þeir dveljast utan heimalands sins, og hafa allsstaðar fulla ástæðu til að dyija einkenni hcrs síns og þjóðernis. En hér á að heita svo, að þeir dveljist samkvæmt gerðum samningi við varnar- lausa smáþjóð, ailsendis óvana hermennsku og vopnabui'ði. í samninginn vantar að vísu öll skýr ákvæði til verndar Is- lendingum sjálfum i viðskipt- um þeirra við hernámsliðið, o» var rækilcga bent á það af sásíaiistum í umræðum um sanminginn hér á Alþingi. En þegar samningsákvæði eins og það, .að hermenn í hernumdu landj skuli bera einkennisbún- ing hers síns til aðgreiningar frá innlendum mönnúm, er jafnvel þverbrotið opinberlega af yfirstjórn hersins, einmitt þeg'ar Það er orðin krafa al- þjóðar, að reglur séu settar til að reis.a rönd. við spillingará- hrifum, sem af hernum stafa, þá er það augljóst, að í slíkum í - samningi er engin. vörn eða vernd og að hann er óþolandi, enda hefur því meir.a að segja verið haldið fram af þeim, sem lengst ganga í þjónustuséminni, Alþýðublaðinu og utanrikis- ráðherranum, — að engin ís- lenzk- lög séu til og engin lög heldur hægt að setja(!), sem reisi fullnægjandi skorður við flakki óeinkennisbúinna ame- rískra dáta utan samningssvæð- •anna svokölluðu, t. d. í höfuð- stað Islands. En sú vörn er Þó til, eft- ir að öll þjóðin hefur fordæmt framkomu hernámsliðsins og reynslan hefur fært henni heim sanninn um hina geigvænlegu hættu af dvöl þess hér á landi og þá ómótmælanlegu stað- reynd, að hún er jafn óþörf sem hún er háskaleg, ,að segja upp þessum samningi, sem gerð- ur v,ar á fölskum forsendum, með blekkingum og í blekk- ingaskyni, en auk þess hefur reynzt gersamlega haldlaus gagnv'art hinum erienda samn- ingsaðila. Bandarikin standa ekki v/ð samninga Sá samningsaðili, Bandar'ki Norður-Ameríku, hefur nú sýnt Islendingum það með fram- kvæmd fjögurra milliríkjasamn- inga, hvernig hann heldur gef- in loforð og gerða samninga við eina af minnstu og varnar- lausustu þjóðum heimsins: I. I herverndarsamningnum frá 1941 lofuðu Bandaríkin að hverfa burt frá Islandi með allan her,af!a sinn á landi, í lofti og á sió þegar að ófriðn-. um loknum. Bandaríkin sviku þetta há- líðlega loforð, neituðu að hverfa burt héðan með her sinn og 1 röfðust ár'.ð 1945 herstöðva á íslandi til 100 ára. II. Þau neituðú að fal'a frá hsrstöðvakröfunum og fengu Keflavhursamninginn árið P46. Hver einasta grein þess pamnings, sem til framkvæmda gat komið, var þver'orotin þau 5 ár, sem hann gilti. III. Árið 1949, þegar ísland var tekið í -Atlantsbafsbanda- lag:ð. gaf utanríkisráðherra Bandaríkjanna út hátíðlega yf- irlýsingu ,,í embættisnafni fyrir hönd Bandaríkjanna og fyrir hönd allra banda'agsþjóðanna11, þess efnis, að „það skyldj aldrei koma til mála, að fram á það yrði farið við íslendinga að h'af.a erlendar herstöðvar á Is- landi á friðartímum“. Þannig orðað flutti utanrikisráðherra íslands (einnig í embættisnafni)' þetta hátíðiega loforð Banda- ríkjanna til Alþingis og ís- lenzku þjóðarinnar, þegar ver- ið var að fá okkur í Atlants- hafsbandalagið í marz 1949. Þetta loforð, sem auðvitað átti að hafa samningsgildi og var samningur í sjálfu sér, . var haldið svo, að í m,aí 1951 var herstöðv.anna krafizt og þær teknar. Ekki nvernd" heldur her- nám IV. Um það var gerður „varnarsamningurinn", sem nú er í gildi og hefur verið hald- inn svo sem alþjóð er kunnugt og nokkuð hefur verið drepið á hér að framan. Þessi er reynsla íslendinga af samningum við Bandaríkin. Það er grundvallaratriði, sem allir milliríkjasamningar og all- ur þjóðaréttur byggist á, að „samninga ber að halda“. Þetta grundvallarariði og þessi forsenda allra ríkja- samninga hefur sannanlega brostið í öllum hinum þýðing- armestu samningaviðskiptum Islands og Bandaríkjanna, eins og hér hefur verið sýnt, og er Islendingum auðvelt að sanna þetta fyrir öllum heimi, hve- nær sem er. Efndir þeirra fjögurra samn- inga, sem hér er minnt á, sýna, að Bandarikin hafa ekki hirt um að halda orð eða anda þeirra samninga, sem þeir hafa gert v:ð Island. Framkvæmd þessa samnings sýnir þó allra skýrast, að það er ekki vernd eða Öryggi Is- lendinga sem smáþjóðar, sem fyrir þeim vakir, heidur her- nám Islands í anda amerískr- ar hernaðarstefnu og vegna hern aðarþarf a B.andaríkj anna án minnsta tiilits til smæðar og veikrar aðstöðu islenzku þjóðarinnar. Með öðrum orð- um, það er íramkvæmd hinna ógrímuklæddu herstöðvakrafna, frá 1945 og ekkert annað. Það var ekki vilji né tilæt.!- un íslenzku þjóðarinnar 1945 né 1951. Þess vegna ber að segia þessum samningj upp þegar í stað. FriBarhorfur aukast Frumvarp þetta var, sein fyrr segir, flutt á síðasta þingi, en stjórnarflokkarnir hindr- Framhald á 11. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.