Þjóðviljinn - 09.10.1953, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 9. ■október 1953
elmllisþáMitr
Gjöldum líku líkt — en þaS er ekki
sama hvernig það er gert
„Fjögra barna móðir“ send-
ír okkur eftirfarandi:
Eg las greinina um Óla
'iitla á fjórða ári, sem má ekki
vera á'ð þvi áð borða, þegar
maturinn er kominn á borðið.
Eg er áð mörgu léyti sammála
benni: Það er leiðinlegt þegar
Ibörnum er vísað frá með orð-
unum „Eg má ekki vera að
því“ og „Vertu ekki að þessu
Bu'ði". Og vissulega ber að
gæta þess að .tála ekki hrar.a-
lega við barnið, því að þáð
getur komið að þvi, að mað-
ur iðrist þess áð hafa alltaf
vísað börnunum frá sér. Einn
góðan veðurdag liætta þau að
snúa sér til manns og leita til
antiarra með vandamál sín, þvi
að mamma er alltaf önnum
kafin.
Og vissulega ber manni að
taka tillit til þess, að barn
getur verið svo upptekið af
leik sínum, að því gremst þeg-
ar kallað er á það. En að einu
leyti er ég ekki sammála grein-
inni og ég býst við að ég tali
hér fyrir munti þeirra mæðra,
sem eiga fieiri en eitt barn.
Sjálf á ég fjögur börn, á aldr-
inum iy2 til 9 ára, og þótt ég
fegin vildi gæti ég ómögulega
tekið tillit til þess að börnin
eru önnum kafin þegar ég kalla
á þau. Eg hugsa me'ð hrolli
imi líðan foreldranna ef börti-
5n borðuðu heima og borðuðu
öll 'á þeim tíma sem þeim sýnd-
ist. Eg lít svo á að bömin
hafi alls ekki illt af því, að
venja sig á reglusemi, — ég
tel þvert á móti að þau hafi
gott af þvi. Eg held að flest
<böm kunni að meta reglusemi,
því áð hún veitir þeim ró og
öryggi, sem þeim er nauðsyn-
'legt. Og maður þarf stiemma
að gera sér ljóst, að barnið
á eftir að fara í skóla, ef til
•vill í leikskóla, og þegar það
stækkar þarf það að stunda
Rafmagnstakmörkun
KL 10.45-13.30
Föstudagur 9. október
3hvor(í Hlíðaraar og Norður-
nveril mýri, Rauðarárholtíð,
Túnin, Teigarnir, ibúðarhverfi við
Jjaugarjæsveg að Kleppsvegi og
wvæðið þar norðaust’— ■>•1.
vinnu Qieðal vandalausra. Ef
máður venur bamið á það að
gera allt sem því sjálfu sýn-
ist, er því mjög vafasamur
greiði ger. Hvernig fer fyrir
því skólabarni, sem segir þeg-
ar hringt er inn : „Eg má ekki
vera að því, ég er að leika
mér.“
Að visu er ég sammála því,
að manni beri að taka tillit til
anna barnsins, og ijú langar
mig að skýra fiá þeirri aðferð,
sem ég notá. Það ér ekki tíma-
frekt og kostar enga fyrirhöfn
áð gefa börnunum aðvömn 10-
15 mínútum fyrir matartíma
eða háttatíma. Ef bömin koma
inn tíu mínútum fyrir matmáls
tíma og tala um hvað þau ætli
nú að fara að leika skemmti-
legan leik, segi ég: „Það gæti
verið gaman, en þið skuluð
bíða þangað til við erum búin
að borða, þv.í að annars verðið
þlð að hætta í miðjum leik.“
Venjulega sæfta íbömin sig
við þetta og bíða róleg eftir
matartímanum. Ef börnin eru
önnum kafin við að sauma,
lesa eða byggja úr kubbum,
segi ég rólega við þau, að eft-
ir 10 mínútur þurfi þau að
þvo hendurnar og þau verði að
reyna að gera sem mest þang-
að til. En þegar ég kalla actl-
ast ég til þess aö þau leggi
frá sér leikföngin undir eins,
og öll fjölskyldan setjist sam-
tímis að borðum. Á þennán
hátt sjá bömin að móðirin
tekur tillit til anna þeirra, og
þótt börnin viti tæplega hvað
10 mínútur eru langur tími
er þetta engu að síður aðvör-
un.
Og loks langar mig til að
segja eitt við þá foreldra sem
eiga mörg böm: Reyni'ð eins
og unnt er að komast hjá rifr-
ildi og deilum við matborðið
Heima hjá okkur eru máltíð-
imar alltaf mjög skemmtileg
ar. Allir segja frá atburðum
dagsins, en auðvitað er þess
vandlega gætt að maturinn sé
ekki vanræktur; með þessu
móti hlakka bömin til mat-
málstímanna, þegar „gamla
fólki'ð“ hefur loks tíma til að
hlusta á þau og allir em sam-
ankomnir.
Fjögra bama móðir.
A u g I ý s i n g
um söluskáit
Athygli söluslcattskyldra aðilja í Reylcjavík skal
vakin á því, að frestur til aö skila framtali til
skattstofunnar um söluskatt fyrir 3. ársfjóröimg
1953 rennur út 15. þ.m.
Fyrir sama tíma ber gjaldendum að skila skatt-
inum fyrir ársfjórðunginn til tollstjóraskrifstof-
unnar og afhenda hennil afrit af framtali.
Reykjavík, 7. okt. 1952.
Skattsijórinn í Reykjavík
Tollstjórinn í Reykjavík
59. dagur
En, Lánda míai, Ikomdu hingað. Tölum um okk-
ur sjálf til tilbreytingar. Eg hef ekki séð þ'g í
tvo langa daga.“
Linda leit út um gluggann og sá frú Sandbo
á vappi niður við hlöðuna.
4.
Daginn sem Caleb hafði ákveðið að leysa
Júdit úr stofufangelsinu til að hjálpa Marteini
á akrinum, datt Marteinn niður af heystakki og
meiddi sig í öxl.'mii.
Nú var Caleb nauðbeygður til að láta Júdit
lausa og um leið varð honum það mjög óljúft.
Hann fór að brjóta heilann um, hvemig hann
gæti komizt af án liennar. En þá þyrfti hann að
ráða tvo verkamenn, og heyið sem eftir var,
var ekki þess virði.
„Þú hefðir getað gáð niður fyrir fætuma á
þér — alltaf er það eitthvað, — alltaf er það
eitthvað", aiöldraði Caleb í lágum hljóðum,
meðan hann stikaði fram og aftur um setustof-
una, þar sem Amelía var að binda um öxlina
á Marteini, svo að hann gæti farið til læknisins
í Siding. Það var enginn læknir í Yellow Post.
Marteina svaraði engu. Hann vissi hvers
vegna hann hafði dottið niður af stakknum.
Hann liafði verið að grípa Elínu, sem var í þann
veginn að detta aftur yfir sig. Sjón Elínar var
ekki upp á marga fiska þegar út á ákurinn kom.
Caleb ók Marte'ni sjálfur til Nykerk. Hann
ætlaði að sjá um að lækniminn fseri fram á
hæfilega þóknun. Tognuð öxl var annað en
brotin öxl, en þetta voru vandrseði — árans
vandræði. Nú færí heill dagur í ekki r.eitt, þvi
að ekki gat hann hleypt Júdit út nema hann
gæti sjálfur haft eftirlit með henni. Og þurrk-
ur'nn héldist ekki lengi úr þessu. Ef til vill
fær hann að rígna, áður en þeir kæmu heyinu
upp, ef Marteini batnaði ekki bráðlega. Og
Caleb var fúll alla leiðina til Siding. Hann
talaði ék'ki við Martein. Piltinum fannst eins
og hann hefði gert eitthvað af sér og hann
fann meira til þes® en sársaukans í öxlinni.
Læknirinn sá fljótlega að meiðslin vora ekki
alvarleg og hann gerði ráð fyrir að Marteinn
gæti farið að vinna aftur eftir tvær eða þrjár
vikur. Caleb greiddi læknishjálpina og af því að
honum fannst gjaldið fullhátt, talaði hann
ékki orð við Martein á lieimleiðinni.
iUm kvöldið sagði hann Júdþ að taka við
starfi Marteins daginn eftir. Honum var það á
móti skapi, að slysið skyldi neyða hann til að
taka þá ákvörðun, þótt hann hefði áður verið
búinn að ákveða hið sama.
Linda fékk eklki tækifæri til að tala við Júdit,
fyrr en þær voru báðar komnar upp á loftið.
Elín var ekki enn kom;n upp, svo að Linda
laumaðist inn í svefnherbergið til stúlkunnar og
talaði stundarkom við hana í lágum hljóðum.
„Gerðu nú ekkert vanhugsað, Júdit. Mundu
að hann hefur einu s'nni njósnað um þig og
hann mun gera það aftur,“ sagði hún i varúðar
skyni. „Ef ég væri i þínum s[>orum myndi ég
bíða þangað til hann væri búinn að gleyraa
þessu og tilkynna svo afdráttarlaust, að þú
ætlað'r að giftast Sveini.“
Júdit leit undan. Augu hennar voru þrjózku-
leg og það brá fyrir ílóttasvip í þeim. Hún
varð rjóð í kinnum.
„Eg get ekki beðið — lengur en fram yfir
h':rðingu,“ sagði hún stxitt í spuna; fór síðan
að hátta og sneri baki að Lindu,
Linda reyndi að skilja sjónarmið hennar. „Al'
hverju ekki, Júdit?“
„Eg hef mínar ástæður til þess.“
Undirkjóllinn hennar rann niður fyrir brjúst-
in og húji flýtti sér að grípa hann og hylja sig
með honum. Það kom þrjózkusvipur í augu
hennar þegar hún leit á L;ndu. Hún slökkti
á lampanum og .fór upp í rúmið og Linda
eftir í myrkrinu.
SAUTJÁNDI KAFLI
1.
Amelíu virtist óhapp Marteins vera aðferð
örlaganna til að flýta því sem í vændum var.
Þegar Júdit var sleppt úr haldi eftir þá niður-
lægingu sem hún hafði orðið að þola, hlaut það
að verða til þess að hún gerði tafarlaust tilraun
til að strjúka. Kvöldið áður en Júdit átti að
fara út á Akurinn, ákvað Amelía að reyna að
sýna henni fram á að það væri • hættulegt að
sýna frekari mótspyrnu.
Morguninn rann upp þungbúinn og grár, en
það var nógu hvasst t’l að koma í veg fyrir
regn. Júdit kom fyrst niður, þvoði sér við
vaskinn og fór síðan að leggja á borðið. Caleb
var kominn út og Amelía önnum kafin við elda-
mennskuna.
Áður en Caleb fór út sagði hann við Amelíu:
„Þú ættir að segja henni að hún verði send til
borgarinnar ef hún er með einhver asnastrik."
Amelía skildi þetta. Hún yrði umfram hllt að
reyna að halda Júdit heima.
„Þú veizt það, Júdit, að það kemur þér í koll
ef þú óhlýðnast honum núna. Öxin stendur enn
föst í hlöðuveggnum,“ sagði Amelía meðan
þær voru einar í eldliúsinu. „Hann sendir þ:g
til borgarinnar — og þar geta þeir haldið þér
árum saman fyrir svona athæfi. Flanaðu ekki
að neinu, telpa min. Það verður þér aðeins til
ills. Hansi hefur upp á þér hvert sem þú ferð.“
Júdit svaraði engu en hún varð hörkuleg á
svipinn. Hún vissi hvað henni bar að gera.
Hún fór með ikaffikönnuna inn í hitt herbergið
og setti liana á borðið. Svo kallaði hún á hitt
fólkíð.
Eftir morgunverðinn. fór Linda út að fjár-
girðingunni og horfði á eftir fólkinu sem var á
leið út á akurinn: Júdit, Elínu, Karli og Caleb.
Caleb ók í vagninum en systkinin voru fót-
ganganai og ráku hrossin á undan sér. Þetta
minnti Lindu á fanga sem vopnaðir verð;r ráku
áfram.
Amelía sinnti störfum sínum eins og i leioslu
þennan dag; hún var alltaf að hugsa um Júdit.
Hún minnti sjálfa sig í sífellu á það sem í húfi
var og re\-ndi að lierða huga sinn gagnvart
Júdit. Það var undir Júdit komið, hvort skuggi
félli á nafn Marks Jordan.
Amelia var að sligast undan öllum þessum
áhyggjum. En hún mátti ekki láta bugast.
Hagsmunir Júditar urðu að vikja. Júdit var
barn Calebs.
Caleb var úti á engjunum allan daginn og
virti fyrir sér vinnubrögð bamanna. Hann
hafði sleppt hestinum og vagninn stóð í
slrugga. öðru hverju gekk hann til bamanna;
liann var léttur í skapi og talaði til þeirra
uppörvunarorðum.
Júdit vann sleitulaust og hún lét sem hún
heyrði hann ekki né sæi. Aðeins ein hugsun
komst í huga hennar: hún ætlaði að fara eftir
hirðinguna, hvað sem tautaði. Hún vissi nú að
hún átti ekki annars úrkosta. Hún yrði að ná
tali af Sveini og segja honum, hvemig málum
var háttað. Hún gæti beðið nokkra daga. Ilún
GllMLf OC CAMfrN
Ilnefaleikakappinn: Er iangt frá búnlngslier-
berginu tii liringsins?
Mótstöðumaðurinn: Nel, að vísu ekki, en þú
þarft ekkl aö hafa áliyggjur af því: þú geng-
ur ekki til baka.
Finnst þér ekki söngnámið hafa gengíð vel
hjá mér?
Hvar lærðirðu að syngja?
1 bréfaskóla.
í»að hljóta að hafa tapazt mörg bréf.
Sagðirðu mér ekki að þú yrðir aldrei þreyttur?
Jú, ég hætti alltaf áður en til þess kemur. .