Þjóðviljinn - 09.10.1953, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.10.1953, Blaðsíða 12
 BÓtaaétgáfa í tilefni sexlugsafmælis ’áls ísólfssonar á mánudag Dr. Páll ísólfsson veröur sextugur n.k. mánudag, 12. október. í því tilefni veröa haldnir hátíöartónleikar í Þjóö- leikhúsinu, hafin sala á hijómplötum, er dr. Páll hefur leikið inn á fyrir H.M.V., og gefin út nokkur verk hans á nótum. Hátíðartónleikamir Það eru Tónlistarskólinn og Ríkisútvarpið í sameiningu, sem gangast fyrir tónleikunum á mánudaginn í Þjóðleikhúsinu. Hefjast þeir kl. 20.30 með ræðu Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi. Að lokinni ræðu Davíðs hefst þáttur Tónlistarskólans með því að skólanum verður afhent brjqstlíkan af Páli Isólfssyni, sem Sigurjón Óiafsson mynd- höggvari hefur gert. Þá leika Jórunn Viðar og Rögnvaldur Sigurjónsson píanóverk eftir Pál, Jón Nordal leikur verk eftir sjálfan sig, og Bjöm Ólafsson, Þorvaldur Steingrímsson, Jón Sen og Einar Vigfússon leika þátt úr strokkvartétt op. 18 nr. 1 eftir 'Beethoven. Þáttur Ríkisútvarpsins hefst með ávarpi útvarpsstjóra. Þá flytja Karlakórinn Fóstbræður og Sinfóníuhljómsveitin undir stjórn Jóns Þórarinssonar tvo kafla úr Alþingishátíðarkantötu Páls. Sinfórúuhljómsveitin leikur þessu næst Passacaglia í f-moll fyrir stóra hljómsveit eftir Pál og er Olav Kielland stjórnandi. Að lokum mun Páll fsólísson flytja ávarp. Hjómpldtuútgáfan í tilefni afmælis Páls ísólfs- sonar hafa um 30 vinir hans hlutazt til um að gert yrði sér- etakt albúm um 6 hljómplötur er Páll hefur leikið inn á fyrir His Masters Voice í Allra sálna kirkju í Lundúnum. Eru þessar hljómplötur farnar að koma út í alþjóðaútgáfu H.M.V. og er fyrsta piatan væntanleg á mark- að um ;al!ian heim í lok þessa mánaðar en síðan kemur ein piata út á mánuði. Mikili heiður Hér er um mikinn heiður fyr- ir dr. Pál og þjóð hans að ræða, því að plötumar eru gefnar út með rauðu merki, en á því merki koma aðeins fram heims- fræg:r snillingar. Tónlistarráðu- nautur útgáfunnar í Lundúnum hefur láíið svo um mælt í bréfi til umboðsmanns hér, ,að dr. Páil sé tvímælalaust meðal fremstu núlifandi organista og stórfenglegur Bachtúlkandi. Tölusett og árituð Þau 400 albúm, sem koma til landsins með Gullfossi í dag, verða öll tölusétt og árituð af Páli. Albúmin verða -aðeins gef- in út á nöfn og skrifa allir kaupendurnir undir ávarp um leið og þeir taka við albúmun- um, en verðið er 325 krónur. Sala á albúmunum hefst á morgun í verzl. Fálkanum Laugavegi 27, Helgafelli Lauga- vegi 100, Bókaverzl. Sigf. Ey- mundssonar, Bókum og rit- föngum Austurst. og hjá Lárusi Blöndal. Á sunnudaginn geta þeir sem óska vitjað þeirra í Tónlistarskólann við Laufásveg og þangað komi þeir, sem hafa skrifað sig fyrir þeim áður. Eingöngu verk eftir Bach Hljómplöturna): verða eins og áður segir 6 að tölu og ein- göngu með verkum eftir Joh. Seb. Bach, en þau eru þessi: Toccata og fúga í d-moll, Prelú- d'a og fúga i d-moll, Pastorale í F-dúr, Prelúdía og fúga í Es- dúr, Prelúdía og fúga í c-moll og. þrír sálmforleikir: Ó, höfuð dreyra drifið, In dulce jubilo og Jesús Kristur, lausnari vor. Nótnaútgáfa í tilefni afmælis Páls Isólfs- Framhald á 3. síðu. Iðnþingið sett á laugardaginn Iðnþing ísltendmga, hið 15. í röðinni, verður sett í Tjarnar- kaffi á morgun ld. 2 e.h. Þingið sjálft verður hinsveg- ár háð í nýju iðnskólabygging- unni. Leggur stjórn Lands- sambands iðnaðarmanna 15 mál fyrir þingið, og eru þau þessi: 1. Upptaka nýrra félaga, 2. Iðnbankinn, 3. gjaldeyris- og innflutningsmál og afkoma i'ðn- aðarmanna, 4. þátttaka iönað- armanna í stjórnmálum, 5. frumvarp til laga um iðnskóla, 6. tollar og skattamál, 7. rétt- indi verknámsskólanna, 9. báta- smíði og innflutningur báta, 9. frumvarp til iðnaðarlaga, 10. brot á iðnlöggjöfmni, 11. nýjar iðngreinar, 12. iönáðarmála- stofnunin, 13. alþjóðasamband- ið, 14. framtíðarhorfur iðnað- arsamtakanna, og að lokum önnur mál er fram kunna að koma. Stjörnubíó sýeir mynd /- í dag hefjast sýningar á þrí- víddafkvikmynd í Stjörnublíói. Er það amerisk mynd, Maður í myrkri, tekin með sömú að- ferð og þær tvær þrívíddar- myndir, sem nú er verið að sýna hér, og þurfa áhorfendur því að nota sérstök gleraugu. Næsta kvikmynd, sem Stjömu- bíó sýnir, verður hins vegar sýnd með svonefndrþ „Wide sereen“ aðferð. Eru þá notuð sérstök sýningartjöld og linsur, en áhorfendur lausir við gler- augun. ________________________ \ Fyrsti haustsitjér inn í Reykjavík Fyrsti snjór haustsins i Reykjavík kom í fyrrinótt í myndarlegu hagléli um tvöleyt- ið sem þakti göíurnar hvítum snjó á skammri stundu, en vit- anlega tók þann snjó fljótlega upp, en fjiallahringurinn um- hverfis Reykjavík var hvítur í gær. Föstudagur 9. október 1953 — 18. árgangur — 227. tölublað Þrlggja vlkna orlol réttlætlskrala Frumvai-p sósíalistanna Karls Guöjónssonar og Gunn- ars Jóhannssonar um þriggja vikna orlof og nokkrar lagfæringar aörar á orlofslögunum, kom til 1. umræöu á fundi neðri deildar Alþingis í gasr. Flutti Karl framsöguræðu, fyrstu ræöu sína á þingi. Var ræðan sköruleg og einbeitt, flutt blaðalaust, og bar því órækt vitni að hér hafði alþýðumálstaðnum bætzt dugmikill liðsmaður í þingsölunum. Framsögumaður rakti í að- aldráttum efni frumvarpsins. Hér væri lagt til að Alþingi staðfesti þá breytingu sem vannst á orlofinu í verkfallinu mikla í fyrrahaust og þó nokkru meira, enda færi vel á því að Alþingi verði ekki síðast allra til að viðurkenna rétt vinnandi manna. í verkföllunum vannst viður- kenning á 5% orlofsfé, en það svarar til 15 daga orlofs. í frumvarpinu er farið fram á 6V2%, sem svarar til þriggja vikna orlofs. Þetta er orðin ein- dregin krafa verkalýðssamtak- anna, og væri æskilegt að Ai þingi fengist til að samþykkja hana án þess að til þyrftu að koma löng og erfið verkfalls- barátta. Karl minnti á, að frumvarp um þriggja vikna orlof hefði áður verið flutt af þingmönn- um sósíalista, og hefðu þau einnig falið í sér þær breyt- ingar sem þetta frumvarp kveð- ur á um, að gerður sé ótvíræð- ur réttur hlutarsjömanna til orlofs, og lenglng á fyrningar- tíma orlofskrafna. Nýmæii væri það hinsvegar að hér væri lagt til, að orlof verði greitt eftir launaupphæð í eftirvinnu, næturvinnu og helgidagavinnu engu síður en í dagvinnu. En það ákvæði er í núgildandi orlofslögum, að or- lof á þá vinnu skuli ekki greitt í hlutfalii við launagreiðsiur, heldur eins og um dagvinnu væri að ræða. Að lokinni umræðu var frum- varpinu vísað til 2. umræðu og heilbrigðis- og félagsmálanefnd- Aðgöngumiðar að skemmtun sovét- listamannanna seldust á hálftima Eftirspurnin eftir aðgöngumiðum að ballettsýnihgu og einsöng rússnesku listamannanna í Þjóðieilchúsimi var gífurleg í gær. I Bókabúð ERON 1 Bankastræti seldust miðarnir upp á hálftíma — og þeir sem gripu í tómt skömmuðu jafn- vel afgreiðsiufólkið fyrir að hafa ekki fleiri miða!! Miðar voru einnig seldir í Bókaverzlun Lárusar Biön- dal og slcrifstofu MÍR frá kl. 5—7 í gær, og var þar síðasta tældfærlð til að fá miða á þessa skemmtun í Þjóðleikhúsinu. Sumir þeirra sem höfðu farið bónleíðir til búðar hjá KRON og Lárusi Blöndal freistuðu gæf- unnar þar — og löngu áður en skrifstofan var opnuð var komin þar löng bíðröð! Næst skemmta sovétiista- menuiruir í Austurbæjarbíói — sjá auglýsingu á 3. síðu. Aruni saman hefur skortur á athafnaplássi fyrir fiskibátana hér í Reykjavíkurhöfn verið mildð vandamál. Hafa þrengsiin valdið vélbátunum miklum erfiðleikum — og smærri bátarnir, triilubátamir liafa verið algerð horareka, því þeim hefur hvergi verið ætlaður staður, smábátahöfn engin til — því enginn getur lagt bát sínum við einhver fögur orð bæjarstjórnarmeirihlutans. Á sama tíma og fiskibátarnir eru í vandræðum með at- haínapláss hefur eih bátabryggjan verið lögð undir bandaríska. herinn dögum saman og hervörður látinn gæta þess að slorugir íslendingar séu ekki að leggja fiskibátum upp að Iistisnekkjum hersins. Það er alkunnugt að báta- flotinn hefur haft mjö.g erfiðar aðstæður til að athafna sig hér í Reykjavíkurhöfn, og hefur það margsinnis verið rakið hér í blaðinu. Hann hefur landað afla sínum við verbúðarbryggj- urnar og oft orðið að bíða lengi til þess að komast að, en þegar eftir löndunina hafa bátar verið reknir burt með harðri hendi svo að nýir kæm- ust að. Maður skyldi ætla að ekki væri á þessi vandræði þætandi, en þó virðast forráðamenn hafnarinnar vera þeirrar skoð- unar — því þeir hafa undan- farið afhent Loítsbryggju b.andarísku dátunum sem hér hafa verið að jafna sig eftir æfinguna mikiu og málalok hennar. Við Loftsbry.ggj u eru jafnan afgreidd þau skip sem flytja vörur út um land, en þau hafa nú verið hrakin það- an yfir á hið þrönga athafna- svæði bátanna. Hefur þetta orðið til þess að lalveg hefur keyrt um þvert hak fyrir báta- flotann, erfiðleikamir hafa magnazt um allan helming og bátamir orðið að bíða svo mörgum klukkustundum skiptir eftir því .að fá að skipa afla sínum á land. En á meðan haía 1—2 ame- rískir lúxusbátar verið við Loftsbryggju undir hervemd og þar hefur verið nóg rúm fyrir aðra báta. En herraþjóð- inni finnst það að sjálfsögðu vanheigun ,að hafa báta hinna innbornu við „sína“ bryggju, og hafnarstjór.a finnst sjálísagt að reykvíski bátaflotinn víki fyrir dátalýðnurq. Hann verður að fá þeim mun greiðari aðgang að höfninni hér sem landgang- an mikla á Hornströndum mis- tókst herfilegar. VerÖur formaður Starfsmannafé- íags Keflavíkurflugvallar rekinn? Sú frétt kom frá Kefiavík í gær að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Kaninn ræki þá Stefán Valgeirs- son, formann Starfsmannafélags Keflavíkurflugvallar og Böðvar Steinþórsson — ef það væri ekki þegar komið ií framkvæmd. Reynist þetta rétt er hér auðsjáanlega um beina hefndarráðstöfun að ræða gegn þeim vegna forustu þeirra fyrir Starfsmannafélaginu— og reynir þá á styrk hins unga félags og samheldni ísíendinga á flugveilinum. ísafirði. Frá fréttaritar,a Þjóðviljans. Nokkuð hefur 'snjóað hér undanf.arið og tepptist vegur- inn yfir Brejðdaisheiði fyrir síðustu helgi. Var hann síðan ruddur og umferð hófst á ný, en nú hefur snjóað svo að um- ferð mun hafa teppzt aftur. I gær var slydduveður niður að sjó vestra. — Allir ibátarnir liggja enn í höfn. Kartöflugeymslur Svo virð'st sem stjórnarvöld- in séu eitthvað farin að rumska með það að koma þurfi upp kartöflugeymslum — nú þegar farið er að snjóa í Reykjavík og fjallahringurima er orðinn hvítur. Öllum sem þurfa á kartöflu- geymslum að haida er bent á auglýsmgu á 11. síðu Þjóðvilj- ans í dag frá ræktunarráðunaut bæjarins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.