Þjóðviljinn - 14.10.1953, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 14.10.1953, Qupperneq 6
«) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 14. októbír 1953 --- dlÓCVIUlHi Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundssoo. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 10. — Sími 7500 (3 linur). Áskriftarverð kr..20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 onnars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Mikið og brýnt nauðsynjamál Sú furðulega ákvörðun var tekin af rikisstjórn og alþingi með setningu laganna um fjárhagsráð að svifta lslend:nga rétt- inum til þess að byggja íbúðarhús. Þessi ákvörðun var tekin af þáverandi stjórnarflokkum, Alþýðuflokknum, Framsóknarflokkn- um og Sjálfstæðisflokknum gegn einarðri og harðvítugri and- stöðu Sósíalistaflokksins. Undirrótin var ákveðin krafa erlends stórveldis, Bandaríkja Norður-Ameríku, um að fá úrslitaáhrif á fjárfestingu og efnahagsþróun á íslandi. Þegar íslendinga.r voru sviftir réttinum til að byggja var yfrstandandi djarfasta sóknin sem þjóðin hafði nokkru sinni hafið fyrir því að ibyggja varanleg og vönduð íbúðarhús í landi sínu. Byggingarstarfsemin á nýsköpunarárunum einkenndist af sömu bjartsýninni og athaftiaviljanuni og yfirleitt setti mark sitt á þetta tímabil á öllum sviðum þjóðlífsins. Þaó yar stefn^ verkalýðshi'eyfingarinnar og flokks hennar, Sósialistaflolíks’ns, sem var aflgjafi framkvæmdanna á sviði íbúðabygginganna eíns og i öðrum þáttum þeirrar miklu framfaraöldu sem gekk yfir þjóðlif íslendinga 1944-1946. Með byggingabanninu urðu algjör umskifti. Og afleiðingar þess eru nú komnar í ljós og birtast í nfkilli og vaxandi neyð á sviði húsnæðismálanna. Og svo furðuleg hefur afstaða núver- andi stjórnarflokka verið að þeir hafa afnumið bind’ngarákvæði þúsaleigulaganna án þess að fella niður byggingabannið. Þe'r hafa leyft húseigendum að segja fólki upp húsnæði og reka það út á götuna án þess að veita því nokkurn rétt eða möguleika til þess að byggjá yfir sig. Þeir hafa með öðrum orðum bann- að mikium fjölda fólks allar bjargir í þessum efnum, enda segja nú afleiðingamar til sín: Fólk verður ýmist að sætta sig við að búa í gjörsamlega ófullnægjandi húsnæði eða láta rýja sig inn að skyrtunni með okurleigu sem er gjaldgetu alls þorra al- mennings með öllu ofvaxin. Formaður Sósíalistaflokksins, Einar Olgeirsson, hefur nú flutt á alþngi frumvarp um alhliða lausn húsnæðisvandamálsins i kaupstöðum og kauptúnum landsins. Er þetta frumvarp Einars án alls efa eitt gagnmerkasta málið sem lagt hefur verið fram á þingi. Mun verða fylgzt lúeð afdrifum þess af vakandi athygli af miklum f jölda fólks sem nú á við böl húsnæðisneyðarinnar að striða. Höfuðatriði frumvarpsins eru þau að alþingi tryggi með lagasetningu rétt landsmanna til íbúðarhúsabygginga og gerðar verði raunhæfar ráðstafanir til að gera þann rétt gildandi í framkvæmd með ákveðnum aðgerðum þjóðfélagsins. Samkvæmt frumvarpinu skal hver íslenzkur ríkisborgari sem ekki á sjálfur íbúð sem hæf er til íbúðar fá rétt til að byggja sér íbúðarhús' með einni íbúð, eða stæiTa hús, byggi hánn með Öðrum. Á hann kröfu á að fá til þess aðstoð frá því opinbera, samkvannt nánari fyrirmælum laganna. Skal réttur þessi m;ð- ast við sömu stærð íbúða og miðað er við í núg’ldandi lögum um verkamannabústað’. Þá er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að hverjum íslenzkum ríkisborgara sé tryggður réttur til að byggja íbúðarhús til sölu eða leigu, sé innfluiningur á bj-gg'ngarefni frjáls. Er lagt til að innflutningur þessi sé frjáls svo fremi sem innfluttrngur nokk- urra vara er það, Sé hins vegar innflutningur á bygg'ngarefni háður takmörkunum eru ákveðin fyrirmæli í frumvarpinu um að þeir gangi fyrir sem ekki eiga sjálfir íbúð. í frumvarpinu er byggingaraefndir kaupstaða og kauptúna ekyldaðar til að leyfa slikar íbúðabyggingar, samræmist þær kröfum til heilsusamlegra íbúða og mæla út lóðlr til byggingar slíkra íbúðarhúsa, eða gefa mönnum kost á að byggja á sömu Ióð allt að þriggja hæða hús. Þarf ekki að sækja um önnur leyfi til byggingamefndar og öll ákvæði, sem takmarka slíkar bygg- ingar við veitingu fjárfestingarleyfa eni niður felld. Upp í frumvarpíð er tekið allt það markverðasta úr bygg- ingarlöggjöf nýsköpunaráranna, svo sem ákvæðið um skyldu ríkisins til að Ieggja fram fé til aðstoðar bæjarfélögum t:l út- rýmingar heilsuspillandi íbúða. Er frumvarpið eins og fyrr segir allt hið markverðasta og hér um mikið og brýnt nauðsynjamál að ræða, sem marka myndi ný tímamót í baráttu almenn'ngs fyrir því að koma upp yfir sig og sína mannsæmandi íbúðum. næði það íram að gánga á alþingi. Frá matvöruverzlun KRON, Skólavörðustíg 12. Félagsmenn KRON 5802 09 hafa nær þríðjung bæjarbúa á framfæri sínu ViStal viS Isleif Högnason, framkvœmda- stjórn Kaupfélags Reykjavikur og nágrennis í síðustu viku birtist hér í blaðinu viðtal við Björn Jónsson, félagsmálafulltrúa, um nýbreytni í starfsemi Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis, — pöntunardeild þess, sem þegar hefur náð allmiklum vinsældum. Varð / b'aðið þá þess áskynja, aé marga lesendur þess fýsti a’ heyra meira um starfsem' þess. Sneri það sér til fram kvæmdastjóra KRON, ísleif Högnasonar, um viðtal urr kaupfélagið og hag þess urr þessar mundir. Var það auð- sótt mál. Starfssvið KRON — Hve umfangsmikil er starfsemi KRON? hefjum við viðtalið. — Sala brýnustu lífsnauð- synja hefur frá upphafi ver- ið aðalhlutverk félagsins. svarar Isleifur. — 1 dag rek- ur það 15 matvöruverzlam'r, pöntunardeild, vefnaðarvöru- og skódeild, bókabúð, bús- áhaldabúð, fatahreinsun, fið- ur- og dúnhreinsun, efnagerð og kornmyllu auk bifreiða- verkstæðis, sem annast við- hald bifreiða fé'agsins. Þá rekur fé'agið kjötvinnslu i smáum stíl. — Hvað er helzt í tíðindum af starfsemi félagsins? — Á þessu ári hafa litlar breytingar orðið á rekstrin- um. Þó má geta þessa: Bif- - reiðaverkstæði tók til starfa í byrjun þessa árs, kornmyll- an síðar á árinu. Endurbæt- ur og breytingar á fatahreins- uninni hafa verið gerðar og fullnægir hún nú ströngustu kröfum um fatahreinsun. Kjötvinns’a var hafin, að v'su í smáum stil, eins og ég sagði áður. Aðal’ega er þar fram- leitt álegg fyrir kjötbúðir fé- lagsins. Þá tók félagið í sina ísleifur Högnason þjónustu um stundarsakir tvo danska sérfræJinga til leið- beiningar í efnagerðinni og liefur það orðið til þess að vörugæðin hafa verið bætt allverulega, enda fer - sa’a efnagerðarinnar ört vaxandi. Loks má get.j þess, áð s’- áramót hætti fí'agið starf- rækslu braulgerðarimai-, sem félagið hafði rekið um tvegg.ja ára skeið. Ástæða þess var sú, að fyrirtækið; sem rekið var í leiguhúsnæði, var ekki hagkvæmt félaginu. Brauðút- sölur félagsins í úthverfum bæjarins fá þró láfram ágætar vörur brauðgerðarinnar, sem nú er rekin af einstaklingum þeim, er keyptu brauðgerðar- vélarnar. Þáttur félagsmarmanna — Hve margir eru félags- menn KRON? — Um síðustu áramót voru þeir 5802, flestir heimilisfeð- ur. Á framfæri þeirra eru tæplega 20 þúsimdir, eða nær þriðjungur bæjarbúa. — Á hvem hátt taka þeir virkan þátt í starfsemi fé- lagsins ? — 1 fyrsta lagi með því að verzla í búðum og við sér- fyrirtæki félagsins. Enda þótt ( um mikil vanhöld sé að ræða, þannig, að ýmsir félagsmenn rækja ekki þá sjálfsögðu skyldu við félagið að skipta við það á öilum þeim sviðum sem félagið lætur þjónustu í té, á það fjö’da ve’unnara, sem styíja starfsemi þess með ráðum og dáð. Auk þeirra starfsmanna félagsins, sem jafnframt eru félags- merei, eru deildarstjórnir 15 að tölu, hver skipuð 3 fé- lagsmönnum, sem láta rekstur og viðgang félagsins til sín taka. Það skal þó játað, að mikið skortir á. að féiags- starfið sé eins gott og á verður kosið, en orsakir þess er of langt mál að rekja hér og sízt af ö!)u ber að saka me'ðlimahópinn um misfellur í því efni. —- Hvert er álit þitt. á samstarfi forráðamanna SlS við forystumenn kaupmanna- stéttarinnar? — Eins og þú veizt greínist FramÞald á 11. eiðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.