Þjóðviljinn - 28.10.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.10.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 28. október 1958 iBlðOVIUINN Otgefandi: Sameinlngarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg. 10. — Sími 7500 (3 línur). * Áskriftarverð kr. 20 á mánuði i Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Aburðarvsrksmiðjan og verkefni • Hér í blaöinu hefur allmjög verið rakinn ferill áburðarverk- smiðjumálsius á Alþingi og meðferð þess öll. Sýnt hefur verið fram á hvermg h'a ósvífnasta aðferð var notuð til að opna þá leið að afhenda áburðarverksmiðjuna úr eign ríkisins i hendur annarra aðila með því að læða breyt'ngartillögu um hlutafélags- form inn í frumvarpið á síðustu stundu, en láta samt standa óbreytt ákvæð: frumv. um eignarrétt hins opinbera, sem þaanig er orðað að ,,verksmiðjan sé sjálfseignarstofnun. Allir vita að það crðalag þýðir sama sem opinber eiga, er eingöngu skal rekin til að þjóna ákveðnu markm'ði, án þess að tilgangurina sé að gera slíkt fyrirtæki nokkurntíma að gróðafyrirtæki. Það hefui einnig verið rákið hér hvernig ráðherrar hafa síðan úr ráðherrastólum gef'ð yfirlýsingar um það, að verksmiðjan sé éign þessa hlutafélags, og þar með leyft sér að lýsa ógilt ákvæði það sem stendur í þriðju grein lagaana, að hún sé sjálfseignar- stofnun, og gefa þannig hluthöfum vopn í hendur til að krefjast eignaréttar á verksmiðjunn' úr hcndum hins opinbera. Þegar sósíalistar bæði á þingi og í blöðum sínum höfðu flett ofan af þessu fjárplógshneyksli, og það var orðið mikið um- ræðuefn: meðal almennings sáu stjórnarflokkarnir sitt óvænna og þóttust eitthvað þurfa að gera til þess að réttlæta gerðir sínar a.m.k. í augum bændastéttarinnar. Var þá tekið það r'áð, ;.:ð hefja fyrir því áróður að bændasamtökin og einstakir bændur gerðust Muthafar í áburðarveriksmiðjunni. Skyldi óánægjan deyfð á þennan hátt. Þarf ekki mikla glöggskyggni til að sjá að það sem bak við þetta liggur er fyrst og fremst það að slæva dómgreind bændastéttarinnar á því hvað langt megi ganga í fjárplógsstarfsem^ á hendur ríkinu, og reyna að fá samtök hennar tii að gerast meðsek í óhæfu eins og þeirri, sem hér hefur átt sér stað. Réttlætiskennd bændastéttarianar í þessu máli á að kaupa fyrir lítilfjörlegan hlut í fyrirtæk'nu. Hlut sem ekki verður séð að tryggi hagsmuni lieanar á nokkurn hátt betur en þeir væru tryggðir með því eignarfyrirkomulagi sem alltaf frá byrj- un hafð’ veríð liugsað og ennþá stendur í þriðju grein laganna. , Sé aú flitið á aðrar hliðar sem einnig snúa að þessu máli sést ennþá be’tur hve litil ástæða er fyrir bændur landsins og samtök þeirra að gína v'ð þessari flugu. Það eru þau verikefai önnur, sm óleyst eru í sambandi við framleiðslumál hennar og afurða- sölumál á fjölmörgum sviðum. Eitt allra nærtækasta dæmið er það cfremdarástand, sem núna ríkir í gevmslu og sölumálum garðávaxta og gróðurhúsaframleiðenda. Það er hart að það skuli þurfa að viðurkennast, að ekki megi verðá allsherjargóðæri um aldt land á einu ári hvað þessa framleiðslu snertir, svo ekki skap- íst jafnframt horfur á því að uppskera sem nemur millj. kr. að verðmæli ónýtist með öllu. Þetta er þó eklci fyr'r það að ennþá sé þessi uppskera of mikil til iananlandsneyzlunnar, heldur ein- göngu fyrir það að hepp'legt geymsluhúsnæði s'sortir á helztu markaðsstöðum landsins þ.e. í stærstu bæjum og kauptúnum, eða •'’erzluaarstöðum. Fyrir garðávexti þarf vönduð, sérstaklega út- búin geymsluhús, svo sýnilegt er að þetta viðfangsefni verður aldrei leyst nema með félagslegum átökum, og þá auðvitað fyrst og fremst þe'rra félagssamtaka sem bændastéttin og bændur al- mennt eru aðilar að. Þetta eina atriði, er þó ekki nema brot af því, sem óhjá- •kvæmilega þarf að leysa á aæstu árum til að trygg.ja fulla nýt- ingu og sölu landbúnaðarframleiðslun.iar, eftir því sem me'ra verður ræktað og framleiðslan vex. Það liggur að vísu ljóst fyrir að bezti markaður landbúnaðarins mun alltaf verða innan- lands, og því er það eitt allra stærsta hagsmunamál bændastétt- ar'nnar að fjárhagsafkoma og kaupgeta almenniags í bæjum landsins sé sem bezt. En lr'nu verður þó ekki neitað að aldrei verður hægt að hnitmiða framleiðslumagn landbúnaðarins við innanlandsþörfina eiua, e.ida gæti honum orð'ð þröiigur stakkur skorinn á þann hátt. Ein höfuðnauösyn íslenz' u þjóðarinnar núna er að halda sem allra flestum einstaklingum cg fjclskyrdúim v'ð ísenzka atvlnnu- vegi. Efling landbúnaðarins er þáttur í að fuilnargja þe'rri nauð- syn. Nýting framleiðslunnar er grundvailarsk'lyrði þess að sú efling geti tekizt. Hér liggur nauðsynlegra verkefn1 f>TÍr félags- sámtökum bænda en að gerast skjöldur slíkrar fjárplógsstarf- semi, sem fram hefur komið í sambandi við áburðarverksmiðju- málið. : ■■■■■■■■•■ ' Flokkur alþýðun nar fimmtán ára Greinin sem hér fer á eftir birtist í Verkamanninum á Akureyri 23. október s. 1., þ. e. daginn fyr'r 15 ára af- mæli Sósíalistaflokksir/s. Við stofnun Sósíalistaflokks- ins fyrir fimmtán árum voru tengdar margar bjartar vonir um sókn og sigur í baráttu al- þýðunnar á íslandi fyrir fram- tíð sinni, fyrir framtíð sem bæri í skauti sínu bætt kjör, aukin réttindi og hvers konar endurbætur til handa verka- mönnum, bændum, sjómönnum, iðnaðarmönnum og öðru vinn- apdi fólki. Samhliða þes&um vonum reis vitundin um loka- takmarkið í sókn alþýðunnar, sósíalisminn, hærra í hugum hennar en nokkru sinni áður. Við stofnun Sósíalistaflokks- . ins byggði alþýðan á dýrmætri og dýrkeyptri reynslu. Áður hafði hún myndað Alþýðuflokk- inn og bundið við hann sterkar vonir, sem brugðust í vaxandi mæli, þar til flestum beztu for- vígismönnum alþýðunnar varð ljóst, að hann yrð; ekki hlut- verki sínu vaxinn og stofnuðu Kommúnistaflokkinn árið 1930. Ekki í þeim tilgangi að sundra röðum alþýðunnar, heldur til þess að tryggja það, að hún ætti yfir þeim stjórnmála’egu vopnum að ráða, sem rutt gætu henni braut til vaxandi áhrifa og valda. Allt starí Kommún- istaflokksins miðaði að því tvennu, að skapa alþýðunni sterka íorystu, sem væri óháð öllum nema umbjóðendum sin- um og að því að sameina hana stjórnmálalega og faglega. Ar- angurinn af starfi Kommúnista- flokksins og þeirra heilbrigðu afla, sem enn bjuggu með Al- þýðuflokknum, v.ar stofnun Sósíalistaflokksins 24. okt. 1938. Fimmtán ár eru ekki langur 'tími í þjóðarsögunni og ekki heldur í sögu einnar stærstu mannfélagshreyfingar og vold- ugustu, sem UPP hefur ris.ið, hinnar sósíalistísku verkalýðs- hreyfingar, en engum getur þó dulizt, að margt hefur áunnizt í baráttusögu íslenzkrar alþýðu á þessu tímabili og að ílokkur hennar, Sósíalistaflokkurinn, hefur haft örlagarík áhrif á þjóðarsöguna á þessu tímabili og að til hans má fekia ííest það sem vel er um þá sögu. Eftir, fjögurra ára '. aráttu tókst Sósíalistaflokknum sð hrinda einræði Alþýðuilokks- ins yfir Alþýðusambandinu og sameina öll íslenzk verkalýos- félög í einu sambandi. Öllu öðru fremur varð þetta undirstaoa þess að á næstu árum, þegar sósialistar fóru með stiórn sam- bandsins, var kaupgjald hækk- að meira en um helming, þótt Alþýðuflokkurinn ■ og einvæð.s- stjórn hans hefði ekkert hækk'- að kaupið í nærri tvo áratugi. Kauptryggingu var komið á hjá hlutasjómönnum. 8 stunda vinnudagur varð samnings- bundinn um aitt-land. ,en áður var 10 stunda vinnudagur ál-" ■ mennastur. Sumarleyfi \ oru knúð á með samningum og síð- ar lögfest. Togarasjómenn fengu 12 stunda hvíldartima viður- kenndan. Á ámnum 1944—1946 tók Sósíalistaflokkurinn þátt í ■stjórn landsirts og mótaði ■stefnu hennar í atvinnumálun- um. Þá varð bylting í atvinnu- iífi þjóðarinnar. Á tveimur ár- um var komið upp nýtizku tog- araflota með 30 skipum, yfir 100 fiskibátar voru smiðaðir eða keyptir til landsins, fisk- iðjuver risu uPP, fullkomnar síldarverksmiðjur voru byggð- ar. Byggingar ábui'ðarverk- •smiðju, . lýsisherzlustöðvar og •sementsverksmiðju voru undir- búnar. Afleiðing atvinnubylt- ingarinnar varð sú, að nú varð skortur á vinnuafli og verka- menn, bændur og millistéttar- menn bættu hag sinn meira og Kveðýa fra Ahureyri hraðara en nokkur dæm; eru til í sögu þjóðarinnar. Eftir að sósíalistar fcru úr ríkisstjórn- inni hefur hver afturhalds- stjórnin af annarri tekið við og kyrrstöðu- og afturhaldsöfl sett mark sitt á þröunir.a, en samt sem áður býr þjóðin enn að þvi mikla átaki, sem gert var fil atvinnulegrar uppbvggingar á þeim tveimur árum, sem ný- sköpunarstjórnin fór með völd. Það varð eitt af fyrstu verk- um Sósialistaflokksins að gera tilraun til þess að fá ábyrgð 'Stórveldann.a fjögurra, Bret- lands, Frakklands, Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna á frið- helgi og fullveldi Islands, en tillögu um þetta báru þing- menn flokksins fram á 20 ára 'afmæli fullveldisins, 1. des. 1938. Þeirri tillögu var ekki sinnt og Island var látið berast eins og rekald inn í átök heims- styrjaldarinnar og þeirra tíma, ■sem fóru í hönd að henni lok- inni. 10. maí 1940 tóku Bretar ís- land herskildi og frá þeim degi hefur landið verið háð erlendu herveldi. Það hefur verið hlut- verk SósíaliStaflokksins að reyna að fylkja þjóðínni gegn þeirri hættu, sem henni hefur staðið af hinni erlendu íhlutun og hinum erlendu herstöðvum. Það var Sósialist-aflokkurinn einn, sem greiddi atkvæði gegn nauðungarsamningnum um her- nám Bandaríkjanna 1941. Það var Sósía’.istat'.okkurinn, sem kom í veg fyrir það, að Banda- ríkjunum -yrðu leigðar hér her- stöðvar um tíma cg eiiifð 1945 og það var hann sem hafði for- ustuna um andstöðuna gegn Keflavikursamningnum og síð- ar gegn því að fsland yrði dreg- ið inn í árásarbandalag það, sem nefnt er Atlantshafsbanda- lag. Og nú í dag stendur Sósíal- istaf’-okkurinn í fýJkingarbrjóstj fyrir _þe:m tugbúsundum Is- lendinga, sem þrá það heitar en n.okkuð annað að sjá land sitt að nýju frjálst undan þeim •hcammi. erlends valds, sem á það hefur verið lagður af .ófyr- irleítinni burgeisastétt, sem gert hefur bandalag við land- ræningjana af ótta við hina rísandi verkalýðsstétt íslands og í fyrirlitlegri von um að tryggja sér vaxandi gróða á hennar kostnað. í stefnuskrá Sósíalistaflokks- ins segir að flokkurinn telji frelsisbaráttu verkalýðsins og allrar alþýðu vera lokaþáttinn í frelsisbaráttu íslenzku þjóðar-' innar og álítur að með sósíal- ismanum og fyrr ekki sé lagð- ur traustur grundvöllur undir frelsi hennar og yfirráð vfir auðlindum landsins. Þetta eru sannindi, sem verða að munast þegar starf Sósíalistaflokksins er metið. Meðan stríð alþýð- unnar við auðvaldsskipulagið- •stendur, er allt í hættu, sem unnið kann að verða í einstök- um átökum. I dag eru kjara- bæturnar sem flokkur alþýð- unnar hefur komið á, í hættu/ í dag er þjóðfre’sið, sem tók_ .aldir' ■að ' vinna, í hættu, í dag er sjálf framtíð vor sem þióðar í hættu. Alþýðan á í höggi við óvin, sem er margefldur og einskis svífst á feigðai'göngu sinni, en hún þekkir mátt sinn og véit, að þegar hann rís í allri sinni hæð, fær ekkert stað'zt. Vegna þeirrar vissu er það fiarri henni að leggja árar í bát, þótt móti blási um stund. Sá, sem veit að hann vinnur stríðið, lætur ekki hugfal’.ast þótt orusta tapist. Fimmtán ára ævi Sósíalista- tlokksins hefur verið tími. harðrar baráttu og um flokk- inn hafa stað’ð stormar og stríð. Andstæð'.ngar hans hafa reynt öll þau brögð, sem þeir gátu upp hugsað til þess að knésetja hartn. Stofnað hefur. verið til taumlausra æsinga gegn flokknum, það hefur verið haft í hótunum um að banna hann og málgögn hans. For- ustumenn flokksins hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir! þátttöku í verkföllum og fyrir forustu sína í sjálfstæðisbarátt- unni. Fylgismenn flokksins hafa fengið að kenna á skoð-- lanakúgunum og atvinnuofsókn- um. Láttaust hefur flokkurinn verið rógborinn og loginn sök- um af margföldum blaðakosti og’ málaliði andstæðinganna. En allt hefur komið fyrir ekki. Eftir fimmtán ára starf stend-. ur flokkurinn einhuga um þá stefnu, sem móíuð var við stofnun hans. Forustu hans. rtijTida nú sem þá mikilhæfustu leiðtogar, sem vaxið h.afa með a’þýðunni. Hann nýtur fylgis þros.kaðasta hluta alþýðustétt- anna, þess hluta þeirra, sem veit hvað hann vill og veit fyrir. hverju hann berst Slíkur f’okkur þarf vissulega ekki að. kvíða komandi dögum. Hann gengur heill og óskiptur til enn harðnandi baráttu fyrir mál- stað alþýðunnar í öruggri vis^u um s'gur. — b. t r l LIGGUR LEIÐIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.