Þjóðviljinn - 30.10.1953, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.10.1953, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 30. október 1953 l»ing Náttúrulækningafélags Isíasds: Heiístiliæli NJL.FJ. Verðtir í HveragerSi 4. landsþing Náttúrulækningafélags íslands, var háö 1 Reykjavík, dagana 17. og 18. október s.l. Þingið sóttu 31 fulltrúar frá 7 félaasdeildum. Forseti NLFÍ, Jónas Krist- jánsson læknir, setti þángið og minntist látiima félaga, þ.á.m. hins nýlátna, vinsæla biskups Islands, herra Sigurgeirs Sig- urðssonar/ Risu þingfulltrúar úr sætum til virðingar hinum látnu félögum. Þingforsetar voru kjömir þeir Halldór Stefánsson, frv. alþm. og Pétur Gunnarsson, til- raunastjóri, en ritarar þeir Steindór Bjömsson, efnisvörður Landssímans, og Gunnar Jó- hannsson, alþm. Samkv. skýrslu stjórnarinnar hafa félagsdeildir verið stofn- aðar á Akureyri, Akranesi, Blönduósi, Stykkishólmi, Dal- vík, Isafirði, Ólafsfirði, Reykja- vík, Sauðárkróki, Siglufirði og Suðureyri við Súgandafjörð. 1 þrjú sumur hefur verið gerð tilraun með að reka hress- ingarheimili samkv. kenning- um náttúrulækningastefnunnar; hefur það gefið góða raun og flestir farið þaðan aftur glað- ari, léttari lundu og heilbrigð- ari. 1951 og 1953 var heimilið rekið í Hveragerði, en 1952 að Varmalandi í Stafholtstungum. Nú hefur félagið fengið land í Hveragerði undir slíkt fram- ■ tíðarheimili og eru framkvæmd- ir þegar hafnar að því, að koma heimilinu upp. Er ætlunin að gera það í áföngum eftir því sem fjárhagurinn leyfir, en handbært fé Heilsuhælissjóðs er, því miður, af skomum skammti og því mikil þörf fyr- ir traustan stuðning úr sem flestum áttum, því að áætlað er að hælisbyggingin, án hús- gagna og búnaöar, kosti allt að tvær og hálfa millj. kr. Á þinginu kom fram áskorun frá einum þingfulltrúanna til félagsmanna sambandsins, að þeir legðu fram sjálfboðavinnu, eftir því sem ástæður leyfðu, til að koma upp væntanlegri byggingu. Þingið samþykkti að reynt skyldi svo sem hægt væri að hraða byggingu hressingarhæ* 1- isins, svo og skora á allar deild- ir NLFÍ og stjóm sambands- ins, áð éfla sem mest fjáröfl- un til hælisins. Matstofa sú er félagið rak um nokkurra ára skeið hér í bænum, varð að hætta vegna vöntunar á viðhlítandi húsnæði. Útvegun heilsusamlegra mat- væla hefur félagið reynt að styðja eftir föngum. Einn lið- ur í því er áð útvega korn- myllur til mölunar á -korni jafnóðum og nota á, og fá inn- flutt ómalað korn. Þanmig liafa félagsdeildirnar á Akranesi, Akureyri, Blönduósi, ísafirði og Siglufirði fengið slíkar korn- myllur. Hér í Reykjavík hafa nokkrar slíkar myllur verið starfræktar. Er innflutningur korns og heimamölun vafalítið eitin þýðingarmesti árangurinn af starfi NLFÍ og neyzla brauða úr því fer stöðugt vax- andi, Meðal annarra samþykkta, er þingið gerði, var eftirfarandi: „Með hliðsjón af þeirri hættu, sem hverri þjóð stafar af al- mennri ,hófneyzlu‘ léttra, á- fengra drykkja, með tilliti til heilbrigði, vinnuafkasta, um- ferðaslysa, fordæmis ofl., og með því að engar likur eru til þess, að eieyzla léttra áfengra drykkja dragi úr ofneyzlu á- fengis, þá bsinir 4. landsþing Náttúrulækningafélags Islands þeirri eindregnu áskorun til Al-. þingis, að það leyfi á engan hátt sölu áfengs öls í landinu". Önnur tillaga: ,,4. landsþing NLFÍ skorar á háttvirt Alþingi að veita byggingarstyrk tii væntanlegs heilsuhælis NLFl eftir sömu reglum og gilda um styrk til sjúkrahúsa". Þá fól þingið stjórn NLFT að hlutast til um að frumvarp þess ef.nis verði flutt á Aiþmgi hið allra bráðasta, og fylgja málinu eftir. Þingið fól stjórn bandaiags- ins að gera sitt ítrasta til að tryggja innflutning holira mat- væ’.a, og athuga mögulcika á sameiginlegum vörukaupum fyrir allar deildir félag.sam- takanna. Þingið lýsti ánægju sinni yf- ir þeim árangri, er náðst hef- ur með stofnun Pöntunarfélags Náttúrulækningafélags Reykja- víkur og með opnun vamtan- legrar verzlunar þess en sam- þykkti með hliðsjón af lögurn og takmarki NLFÍ. að veralun- in hafi ekki á boðstólum sæl- gæti, tóbak, gos- eða cola- drykki né kaffi. Mikilvægt taldi þingið fyrir útbreiðslu náttúrulækningastefn unnar, að haldin verði sem víðast um landið og á vegum NLFl matre'.ðslunámskeið. sem byggð séu á grundvallarreglum stefnunnar, og að stjórn;n keiti sér fyrir þessu máli. Á þessu þingi var sav.r-. að kjósa Hjört Hansson kaup- mann, heiðursfélaga NLFÍ í til- efni af nýafstöðnu sjötugsaf- mæli hans, en hann var einn af stofnendum félagsins og hef- ur setið í stjórn þess frá upp- hafi og lengst af gegnt þar einna ábyrgðarmestu störfum og tímafrekustu. Þá var Birni L. Jónssyni, veðurfræðingi, sem á liðnu starfsári baðst undan störfum fyrir félagið, vegna anna og tímafreks náms, sem hann hef- Stjéra SB lætar sa Eins og menn ef til vill rekur minni til réði lögregiuþjónn einn sig-á eitt farskipanna í sumar í 1 íerð á skipinu enda mun hann haía gert það í sumarfr.i sínu. Hörð mótmæli bárust frá nokkr- um starfandi farmönnum um þetta atvik og töldu að frekar bæri að ráða til þessa starfa þá farmenn er væru atvinnulausir, en stjórn S. R. svaf þá ó verð- inum sem oftar og lét þetta af- skiptalaust. Ekki lét stjórnin samt við þetta sitia heldur tók hún á rnóti inntökubeiðni frá nefnd- um lögregluþjóni, svo sem starfs- maður félagsins upplýsti þá, og lét háifpartinn í það skína í grein er hann skrifaði í sumar að •slíkt kæmi auðvitað ekki til greina, ef rétt reyndist vera með mann þennan að hann væri lög- regluþ.iónn. Á síðasta fundi í fé- loginu bar stjórn S. R. þrátt f.yrir það upp Inntökubeiðni um mann þennan og lét þess getið að hann væri skráður á trillu einni ’nér í bse er héti „Unnur“. Virðist svo sem stjórnin hafi með þessu verið að reyna að gilda þessar ólöglegu starfsað- ferðir sínar frekar en að hér sé um hugtakarugling að ræða, því enda þótt þessi trilla sé til og maðuri-nn hafi einhvemtíma róið ur s.núið sér að, þökkuð þau miklu störf, sem hann hefur á undanförnum árum leyst af ’nendi fyrir náttúrulækninga- stefaiu.na. I stjórn NLFÍ næsta kjö.r- tímabil voru kosnir: forseti: Jónas Kristjánsson, læknir, end urkjörinn; varaforseti: Grétai Fells, rithöfundur; meðstjórn- endui’: Hjörtur Hansson, kaup- maður; Marteinn M. Skaftfalls. kennari; Böðvar Pétursson, kennari. I varastjórn þeir Steir.- dór Björnsson, Pétur Gunnars- so.n og Klemens Þorleifsson. — (Frá NLFÍ). mfiýkkja ÍigregSa- á henni var hann starfandi á flutningaskipi er hann sótti um inngöngu í félagið og það sem aðalatriði er að hann hefur að aðalatvinnu annan starfa sem sé að vera lögragluþjónn og viro- ist það ekki gefa honum neinn rétt til þess að skipa sér í fé- lag sjómanna, auk þess mun það vera ansi hæpin aðferð að aetia að f.ara að taka alla þá inn í Sjómannafélag Reykjavíkur sem stunda trillubátaútveg sem skemmtun. Sjómenn hljóta að fordæma slíkar aðferðir sem þessar, á sama tím.a og stjórn félagsins gerir engar tilraunir til þess að skipuleggja starfandi sjómenn inn í félagið og lætur þá jafnvel standa í þeim skilningi ,að þeir séu í fé’aginu, þótt þeir greiði ^ukameðlimagjöld til þess eins og fram hefur komið. Jitterbug-keppni Ráðningarskrifstofa skemmti- kraf.ta gengst fyrir jitterbug- keppni í næstu viku og verða þátttakendur frá öllum lands- hlutum. Um helg’na verður háð undankeppni í Reykjavík, Kefla- vík, Akranesi, Akureyri og ísa-- firði og kjósa áhorfendur á hverjum stað tvö pör, sem þátt taka í úrslitakeppninni í Aust- urbæjarbíói í næstu v'ku. Parið, sem þar verður hlutskarpast, hlýtur 2 þús. króna verðlaun og •mun auk þess verða ráðið til að koma fram á skemmtunum í vet ur. RU -língarskrifstofan mun greiða ailan kostnað við ferðir til Reykjavikur fyr'r danspör- in utan af landi og auk þess ferðakostnað þeirra, sem vilja taka þátt í undankeppni en búa ekki á framangreindum stöðum. Þurfa þátttakendur aðeins að hafa samband v'ð skrifstofuna þar að lútandi. Guggin skólaæska — Hungur í Menntaskólanum — Engin ábót — Ásbiörn Pálsson sjöfugur í DAG birtir Bæjarpósturinn tvö bréf um munn og magá. Móðir skrifar: — „Oft er taiað um að skólaæskan sé guggin og þunn"á vangann og margir álíta að of mikið sé á hana lagt með námi og vinnu. Eg held hins vegar að það sé ekki eingöngu áreynslan við námið sem gerir unglingana svona lina og kraftlitía, heldur bein- línis matarleysi. Eg hef átt og á böm í Menntaskólanum í Reykjavík, og ég hef oft undr- azt að þau skuli halda heilsu verandi svöng megnið af deg- inum. Skólinn byrjar liðlega átta á morgnana. Flestir ung- lingar eru lystarlitlir í morg- unsárið og má kallast gott ef hægt er að koma niður í þá brauðbila. Skólinn stend_ur síð- an til klukkan að ganga tva að jafnaði, stundum lengur, stund- xtm skemur, og þá ef eins og bömin hafi ekki lyst á matn- um, enda er matur ekki ævin- íega gimilegur eftir klukku- tíma bið. Að vísu er gefið eitt langt hlé á þessu tímabili, og þá er ætlazt til að nemendur nærist eitthvað. En gera þau það? Eg get ekki með nokkru móti fengið mín börn til að hafa með sér nesti og þau vilja auðvitað ekkj skera sig úr. I staðinn fara nemendurnir nið- ur í næstu búðir, drekka þar ■kóka-kóla eða annað álíka gutl og reykja sígarettu með í stað þess að nærast á einhverj- um heilnæmum mat. Mjólk er auðvitað ekki á boðstólum í þessum sjoppum. Nú hef ég grun um að kennararnir hafi með sér nesti og borði það á kennarastófunni í þessu hléi. Væri ekki eðlilegra, að börnin væru hvött til að hafa meðferð- is nesti og kennararnir hefðu eftirlit með því t. d. á þann hátt að borða nestið sitt inni í kennslustofunurh með böm- unum? Eg get ekki séð, að það sé nein skömm að þvj að hafa mat með sér að heiman, en því miður virðist það vera ríkjandi skoðun hjá ungling- unum, að bað sér fínna að híma við kóka-kóla drykkju en borða brauð og drekka mjólk. Eg vil skora á forráðamenn Menntaskólans að reyna að breyta þessum anda. Þeir gætu hæglega kippt þessu í lag með því að gefa sjálfir gott for- dæmi. Eg veit, að ég tala fyrir munn margra mæðra, sem of- býður þessi hungurganga barn- anna eftir menntabrautinni ár eftir ár, og 'hungrið er áreið- anlega bæði börnunum og . skólanum til ills. — Móðir“. KAFFIHÚSAGESTUR skrifar: — „Kæri Bæjarpóstur. Eg er einn af þeim mörgu sem drekk kaffi mér til hressingar og ánægju. Hef ég lengi fengið mér eftir- miðdagssbpann minn á Adlon, Laugaveg 11. Nú er það svo, ■að til skamms tíma hefur mað- ur getað fengið ábót iaf kaffi eins og sjálfsagt er. í gær, er ég hafði sötrað ,úr könnunni og bað stúlkuna um ábót, fékk ég það svar, að bannað væri að gefa hana. Er ég innti hana eftir þessu, sagði hún, að eig- endur kaffistofunnar, legðu blátt bann við slikri sóun. Nú spyr ég: Er slíkt ekki varhuga- vert, svona rétt fyrir kosning- ar? -— Kaffihúsagestur11, Þann 21 þm. varð Ásbjörn Pálsson Sólheimum Sandgerði, sjötugui’. Hann hefur alið allan sinn a'dur hér í Miðneshreppi og iiQnið hér nlargt þarft verk, Hann er mjög hagur bæði á tré og járn og hefur byggt hér mörg hús, þó aldrei hafi hann til þess Jært, og liefur sannast á honum „að náttúran er náminu ríkari '. Annars hef- ur hann verið okkur hér í Sand- gerði þúsund þjala smiður. Ef kaffikannan lak eða elda- véiin var ekki í lagi, þá var leitað til Ásbjörns á Sólheimum og- aldrei brást hjálpfýsi lians og góðgirni. Ekki safnaíi hann veraldarauði þó oft væri lang- ur vinnudagur, því margt liand- taki'ð vann hann fyrir lítið eða elcki neitt. En þaklcir og lilýjar óskir margra Sandgerð- inga eru honum sendar á þess- um tímamótum ævi liasjé. Bók- hneigður er Ásbjörn meir en almennt gerist og hefur lesið allt er til hefur náðst, jafnt skáldrit sem fræJibækur; sér- staka ánægju hefur hann þó af liverslíonar þjóðlegum fróð- leik og liygg ég að margur blaðamaður hafi farið á ólík- legri staði í leit að gömlum fróðleik og sögnum og sögum en til Ásbjörns á Sólheimum. Kvæntur er Ásbjörn Sigríðí Snorradóttur, góðri lconu, o g eiga þau tvær dætur, Jó.nínu gifta Magnúsi Loftssyni frá Hauklioltum og Sigríði gifta Eggerti Ólafssyni frá Þjórs- ártúni. Þegar Ásbjörn nú lít- ur yfir síci sjötíu ár, þá minnist hann eflaust margra ánægju- stunda og erfiðra, slíkt er hJutskipti þeirra er lifa langa ævi. En ég held hann geti sagt með Þorgeiri í Vík: „Mörgu ég tapaði, mikið ég vann. máske þó fór allt bezt eins og' liantt ákváð, minn eilífi Guð.“ Ásbjörn og Sigríður!* Þökk fyrir nær þrjátíu ára kynni. Grannkoiia. LIGGUR LEIÐIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.