Þjóðviljinn - 30.10.1953, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.10.1953, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVTLJINN — Föstudagur' 30. október 1953 jBIÓOyiUINN í Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundssea Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Bitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsnúðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuðl í Reykjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. X ____________________________________ ' Míunda þingið Níunda þing Sameiningarflokks alþýöu — Sósíalista- flokksins er hafið. Hvert þing Sósíalistaflokksins márkar spor í ævi hans, spor í baráttu alþýðufólks á íslandi fyrir bættum kjörum, óskertum mannréttindum, nýju lífi. Undir merki Sósíal- istaflokksins skipar sér djarfasti og stéttvísasti hluti ís- 'enzkrar alþýðu, þar á ekki einungis alþýðan, heldur þjóðin öll þá framvarðarsveit, er hiklaust vísar leið til framtíðarlands sjálfstæðis og almennrar velmegunar. Norysta Sósíalistaflokksins í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar undanfarna áratugi mun ætíð varpa ljóma á baráttu og nafn hins unga alþýðuflokks, er sagnfræðingar al- frjálsrar þjóðar taka að skrá og meta hina nýju og erfiðu sjálfstæðisbaráttu íslendinga, gegn Bandaríkjunum. Það er ekki einungis í sögu verkalýðshreyfingarinnar á íslandi sem hinn 15 ára flokkur hefur komið við sögu á þann hátt að þess mun lengi minnzt, heldur gætir djúptækra og farsælla áhrifa af fimmtán ára starfi Sósíalistaflokks- ins mjög í sögu þjóðarinnar á þessu árabili, sjálfri fslands- sögunni. Að sjálfsögðu vekja þær staðreyndir sem hér er minnt á, áköf mótmæli andstæöinga Sósíalistaflokksins, jafnt hinna opinberu verjenda arðráns og ranglætis auðvalds- skipulagsins og þeirra hjálparmanna sem telja það holl- ast 'verkalýðshreyftngu að hefja þar til valda beina er- indreka auðburgeisa landsins og hafa nána samvinnu í verkalýðsmálum við verstu óvini alþýöusamtakanna. Raunar er hatursáróður þeirra afla gegn Sósíalistaflokkn- um ótvíræð bending um að flokkurinn sé á réttri leiö. Til úrslita sker framtíðin ein úr. Og óhræddur léggur Þjóð- viljinn þær staðreyndir, sem vikið var að um áhrif Sósíal- istaflokksins, í dóm framtíðarinnar, dóm íslandssögunn- ar. Andstæðingar Sósíalistaflokksins leggja nú mikla á- herzlu á það í áróöri sínum, að Sósíalistaflokkurinn sé á undanhaldi, að þeim sé að takast að framkvæma fyrir- mæiin erlendis frá um ,,einangrun“ hans. Sé því þannig fariö, aö andstæðingar Sósíalistaflokksins trúi þessum á- róðri sjálfir, eiga þeir eftir aö verða fyrir miklum von- brigöum. Sókn íslenzkrar alþýðu til velmegunar og ó- skertra mannréttinda, sókn djarfasta og framsýnasta hluta þjóðarinnar til óskerts sjálfstæðis og fullveldis ís- lands er ekki lokið. Og enn sem fyrr jnun Sósíalistaflokk- urinn standa í fararbroddi þeirrar sóknar, í fylkingar- brjósti í því mikla stríöi. Stundarfyrirbæri eins og at- kvæðatap flokksins 1 kosningunum í sumar, breytir þar engu um. Þaö er því ráðlegast afturhaldi íslands og hin- um erlendu húsbændum hernámsflokkanna að láta ekki þennan eina uppörfunarvott stíga sér til höfuös né draga af honum of víðtækar ályktanir. Þeir munu komast aö iaun um, að Sósíalistaflokkurinn stendur sterkur og ein- huga nú á níunda þingi sínu, að marxistískur flokkur, sem kann að læra jafnt af áföllum og sigrum, verður ekki .,einangraður“ samkvæmt erlendum fyrirmælum til her- námsflokkanna íslenzku. Áróöurshugmyndin um einangr- un Sósíalistaflokksins er því ekki annað en óskadraumur hernámsflokkanna á íslandi og hinna bandarísku hús- bændg, þeirra, en veröui' aldrei veruleiki í íslenzku þjóölífi. Þjóðviljinn býður fulltrúana á níunda flokksþingið vel- komna til þings og óskar þeim allra heilla í hinu ábyrgö- armikla starfi þeirra. Þekkirsína! Fjandinn þekkir sína! Morgunblaðið þakkar í gær Har- aldi Guðmundssyni vörn hans fyrir hernámsliðið, árásir hans á „skaðsamlegu baráttu“ Sósíalistaflokksins gegn hernámsspillingunni. Þakkir þessa aðalblaös Bandaríkj- leppanna til Haralds Guðmundssonar sem verjanda her- námssamningsins bregða að vísu nokkuð undarlegu ljósi á „baráttu“ Alþýðuflokksins gegn hernáminu og kosn- ingaboðskap frambjóðanda hans í Reykjavík: Burt meö herinn! Undir því kjöroröi flaut Haraldur Guömundsson á þing, — til þess að veröa einn aðalverjandi hernámsins og hljóta lof fyrir í aðalmálgagni Bandaríkjaauövaldsins á Íslandi. Við verðum að kynnast hvert öðru Hæða ílutt á lunái heiiuslnðamefudas inuar í Búdapesf Ræðu þá, sem hér fer á, ef fc- ir, flutti sovétrithöfimdurinn VVanda Wasiléwska á fundi heimsfriöarnefndarinnar í Búd- apest. Birtist hún í nýútkonmu hefti af tímaritinu MIR en I’jóðviljinn tekur sér bessaleyfi til að birta hana eiiinig og væntir að þannig nái hinn tímabæri boðskapur Iiennar um aukin samskipti og vináttu þjóðanna til enn fieiri les- enda en elia. Ilöfundurinn er þeklctur rithöfundur og hef- ur skáldsaga hennar „Kegnbog- inn“ komið út í íslenzkri þýð- ingu. ★ ——-------- Kæru vinir. Mér finnst þess varla þörf að fara enn á ný að ræða um, hve menningartengsl milli þjóða og gagnkvæm kynnj í vísindum eru mikilvæg fyrir eflingu friðarins, og hve íundir eins og .þessi hafa mikið gildi fyrir það málefni, sem oss öllum er svo kært. Sjálf erum við lifandi sönn- un þess, hverju persónuleg kynni og vinátta fá áorkað. Fyrir fáum árum, þegar við hittumst í fyrsta skiptið á frið- arþinginu í París, vorum við ennþá ókunnugt fþlk, sem kvíði um framtíð mannkynsins og óskin að koma í veg fyrir nýja styrjöld höfðu sameinað kring- um eitt borð í einum salar- kynnum. Samstarf okkar þau ár, sem liðin eru frá þessum fyrsta fundi, hefur tengt okkur sterkum böndum vináttu og gagnkvæms skilnings. Þessari vináttu er það að þakka að lörid okkar og þjóðir hafa orð- ið okkur n'ákomnari og skiln- ingur okkar á högum þeirra hefur vaxið. -Fyrir mér er Brasilía i dag ekki einungis kynjaland Amazonfljótsins' heldur einnig ættjörð Jorge Amados. Alsír er ekki aðeins pálmar og eyðimörk eins og sjá má á myndum, heldur einn- ig heimaland Buchama, Þegar ég beið eftir úrslitum ítölskp kosninganna var áhugi mian ekki eingöngu bundinn við stjórnmálin, heldur fyigdist ég einnig með ,af persónulegum á- huga vegna þess að vinir vorir Nenni og Sireni áttu þar hlut að máli. Lönd, sem við þekkt- um ,af bókum og myndum ng gerðum okkur hinar og þe=s,ir hugmyndir um, hafa nú b'.rzt okkur í lifandj fólki, sem við hittumi virðum og eiskum. Kynni okkar af, mörgum lönd- um og þjóðum. hafa fengið á sig persónuiegan blæ, og því eigum við að þakka, að það. sem okkur var áður aðeins svipdauf hugmynd er nú orðið lifandi veruleiki. Að þjóðirnar kynni hver annarri árangur sinn og afrek í vísindum og menningu er sama vináttustefn- an færð út á meðal fjöldans. Slik stefna er okkur öllum nauðsynleg, og málefni friðar- ins er hún sama og lifsloft. Við erum ekki ein um ,að skilja þetta. Þetta skilja einn- ig hinir, sem ekki hugsa um frið heldur styrjöid og blása að glóðum óvildar og haturs miili þjóða. Hver er tilgangurinn með hlægilegum sýningum eins og þeirri sem hr. Tupini hélt í Rómaborg? Hver er tilgangur- inn með hindrunum eins og þeim, sem sovétmálverkið „Hvíta ,tönnin“, máluð eftir sögu Jack Londons átti að mæta í Sviss? Hvað vakti fyrir Adenauer-stjóminni með að banna sýningar á sovétfræðslu- myndinni ,,Kazakstan“? Hver er tilgangurinn með aðförum eins og beim að ræna þá menn vegabíéfum, sem ekki hafa þrotið annað af sér en að ferð- ast til Sovétríkjanna? Allt þetta sannar aðeins eitt og hið sama — að þeir, sem vilja strið og róa að því öllum ár- um, eru dauðhræddir við það að þjóðirnar skiptist á menn- ingarverðmætum, að þær kynn- ist hvrer annarri, skilji hver aðra . og virði, því sú stefna miðar aðeins að einu marki, friði. En ef myrkravöldin vilja vinna að hatri og sundrung meðal þjóða, gagnstætt vilja meiri hlúta mannkynsins — þeim mun meir verðum- við að kosta kapps um að tefiá gegn þeim öllu, sem við álitum satt, ómissandi og rétt. Síðustu árin hafa hundruð eriendra sendinefnda ■' heimsótt Sovétríkin, Eins og áður eru bækur erlendra höfunda gefn- ar út í milljónum eintaka og erlend ieikrit sýnd í hundruð- um leikhúsa. En við álítum -að ailt þetta sé ekki nóg. Eink- um nú á tímum, þegar v.ilji vináttu og friðar grípur meir og meir um sig meðal þjóða um allan heim. Sovétfulltrú- amir hafa rétt til að lýsa því yfir hér á þessum fundi frið- arráðsins, að aukin kynni við aðrar þjóðir, vísindi þeirra og menningu, eiga hinu víðtæk- asta fylgi að fagna meðal sov- étþjóðanna. í ár fengum við heimsókn frá. pólsku óperunni, og Moskvtibúar tóku listflutningi hennar með miklum fögnuði. En okkur.væri kært að taka á móti gestum frá söngleikahús- um fleiri þióða. Og ég er í engum vafa um það að viða um heim vildu menn gjarnan sjá okkar óperu . og okkar ballett. Kínversk leikhús hafa sent okkur gesti, sem leikið hafa fvrir troðfullu húsi, en við viijum'igjárnan taka á móti gestum frá leikhúsum fleiri landa ogtsenda þangað ,í stað- inn gesti frá leikhúsum okkar, sem við erum stolt af. Fyrir skömmu áttum við kost á að heyra sænska tónlistarmenn og söngvara í Leníngrad og Moskvu, en. við viljum gjarnan fá f'.eira tónlistarfólk frá fleiri þjóðum. Það er ósk okkar að stúdentar frá fleiri löndum en Póllandi, Piúmeniu qg Búlgaríu eigi þess kost að dvelja hjá Framhald á 11. síðu lummp Valdiraars Jóliannessonar bónda í Teigi í Vopnafirði. Fæddur 14. sepfember 1893. Dáinn 19. október 1953. Ei stóð þinn bœr við hárra lima hlé. En hjarta þitt var œ meö-góðum brag; og því er skyggt og hljótt um liugans vé og lirím á jörð í Vopnafirði í dag. Viö kœttumst oft að koma til þín heim, því kveðju þinni lýsti aluð hlý. Og sofinn ertu einn af mönnum þeim, sem allir kysu að mœttu vakna á ný. Þau ytri metorð reynast fallvalt fé og furðu mörgum auður slysaþing. Hin œðsta manndáð œtlum vér aö sé að iðka skyldu í sínum verkahring. Því stendur þú að síðsta vígi vel — er veröld sér þitt starf til enda leitt. Og ég, sem þreyti gátu um gröf og hel um gráan dag á hausti, veit það eitt: sem gafstu lífi gull í lófa sér, er garður dauðans einnig betri af þér. Bjarni Benediktsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.