Þjóðviljinn - 30.10.1953, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.10.1953, Blaðsíða 7
Föstudagur 30. október 1953 — ÞJÓÐVILJINN — (T í hinni löngu íangelsisvist sinni rituðu Rósen- bergshjónin hvort öðru mörg bréf, og einnig verj- anda sínum Emmanuel Bloch. Þessi bréf hafa nú verið gefin út í bók, og varpa skæru ljósi á hina miklu harmsögu og hið tigna hugrekki þessara hjóna. Þjóðviljinn birtir í dag fáein bréf og bréfkafla úr bókinni. 12. ágúst 1950 Vinur. Eg tala við þig hverja nótt áður en ég sofna, og ég græt yfir því að þú skulir ekki igeta heyrt itil mín. Og ég segi við sjálfa mig að tilfinn- ingum þínum sé eins farið. Við megum ekki missa hvort annað né heldur börnin okkar, kæri; við megum ekki glata sjálfum okkur. Eg reyni sífellt að rifja upp fyrir mér ham- ingju okkar öll þessi ár, og ég er haldin svo ákafri þrá að byrj.a á ný hið fyrra líí okk- ar. Allar dýpstu hugsanir mínar eru helgaðar þér, og þú ert um- vafinn ást minni, vinur ... —• Ethel. '25. október 1950 Veiztu að á föstudaginn eru liðnar 11 vikur síðan ég sá börnin okkar. Ótrúlegt, hræði- legt. Hver er sök okkar að verða fyrir slíkri óhamingju? Oll okkar samvistarár höfum við lifað góðu og heilbrigðu lífi .. . Vertu sterkur vegna ímín, ég þarf svo mjög á styrk- leika þínum að halda. — Ethel. 10. apríl 1951 (eftir dauðadóm- inn 5. apríl). Þú ert vissulega mikil og góð kona . . . Nú finn ég betur en nokkru sinni að lífið hefur ver- ið þess vert að lifa því, vegr.a þess að þú stóðst við hlið mér. Eg trúi því statt og stöðugt að við séum betrí manneskjur vegna þess að við létum engan bilbug finna á hugrekki okkar í hinum ströngu yfirheyrslum, né þegar dómurinn var kveð- inn upp yfir okkur saklausum. Öll þessi ósannindi, allur au- virðileikur og rógur þessa við- urstyggilega samsæris fær ekki hrætt okkur, heldur ljær okk- ur aukinn þrótt þar, til rétt- lætið hefur náð fram að ganga. — Julie. 18. april 1951 Vina. Þeir hafa flutt þig til Sing Sing einungis af grimmd og hefnigimi. En við vitum að dómsmálaráðuneytinu mun ekki takast að vinna b'ug á líkamlegu né andlegu þreki okkar, þannig að það geti not- að okkur sem peð á pólitisku taílborði. .. Eg sting upp á að við gerum okkur stránga óætlun um iest- ur og skriftir, um sjálfsnám og fleira í þá átt. Það er eina leiðin til að standast þessar raunir, og til að varðveita jafnvægi sálarinnar. — Julie. 25. aprj.1 1951 Það er hryllilegur sannleiltur að mál okkar er notað sem til- efni til að ráðast gegn fram- farasinnuðu fólki og til að kveða niður gagnrýni á undir- búning undir atómstyrjöld. Okkar persónulega barátta er tengd hinni almennu friðarbar- áttu. Við vitum það, og má vera að einhverntíma verði einhverjum fleirum það ljóst. — Julie. 25. jú f 1951 í morgun v.ar ég í alltof miklu *uppnámi til að geta fundið •svör v:ð spurningum barnanna okkar eru þau heimsækja okk- ur í næstu viku. En hér er þó dæmi um það hvernig- ég hef gert mér sam- tal okkar í hugarlund. Eg skrifa þér það i eintalsförmi: Það er auðvitað ekkert létt að vita um dauðadóminn en hvai’fla þó ekki huganum til hans öðru hvoru, en við skul- um ímynda okkur hann á þessa leið: Við vitum að það getur ekið á okkur bíll og orðið okk- ur að bana, en það má ekki _ verða til þess að við séum alltaf full ótt.a við bíla. Þið sjáið að við erum nákvæmlega eins og við höfum alltaf verið, nema við búum undir öðru þaki en þið. Við erum sorgbitin yfir þvj að vera skilin frá ykkur, en við vitum líka að við erum sak- laus og það hefur verið framið óréttlæti gagnvart okkur — af fólki • sem leysti sín' eigin vandamál með því að skrökva upp á okkur. Hugsið um þetta fólk alveg ■eins og ykkur sýnist — aðeins ef hugsanir ykkar valda ykkur JvvSx;: Bósenbergslijónin kveðjast hinzta sinni Frelsisgyðjan bandaríska — eins og kjörum hennar er nú komið ekki þjáningu og hryggð. Eg vildi að þú værir kominn til að hjálpa mér að hugsa. — E'thel. i 29. júlí 1951 Já, ef Michael spyr mig ekki um hvernig dauðadómnum verði fullnægt, hiýtur þú að verða að svara því. Þú skalt bara segja að það sé -kvaia- laus dauðdagj í rafmagnsstól, en auðvitað höidum við að til þess komi aldrei. En við sk-u’- urn ekki vera hrædd, og þá verða drengirnir það ekki heldur. Ást min fýlgir þér. — Ethel. 25. október 1951 Það er ekki auðvelt fyrir sak- laust fólk að sitia ’í skuega dauðans án þess að bogna ein- hvers staðar — en, ástin mín, við erum hér einmiít vegna þess að við neituðum að láta bugást. Við liö’dum áfram að standa upprétt, ásamt Ölluro þeim er berjast fyrir velsæmi, frelsi, íriði og sönnu réttiæti. Mundu einkunnarorð okkar, vina: hugrekki, traust og skilningur. — Julie. 25. febrúar 1952 (er náðunar- beiðni hefur verið hafnað). Það er erfitt -’'að láta nokkuð í ljós nema andúð á því hve stjórnin virðist leggja1 mikið kapp á að deyða okkur sem fyrst. Það virðist augljóst skilgreining okkar á pólit’sku eðli máls okkar hafi iarið und- arlega nærri hinu rétta. Mig svíður í hjartað vegna drengjanna okkai’. — Ethel.- 3. janúar 1953 (til verjand- ans). .. . Svo urðu 'þeir ,að fara, ,og þegar ég hjálpaði Michael í frakkann, greip hann skj-ndi.- lega um báðar hendur. mínar, lax:t höfði og stamaði fram: Þú verður að koma heim. Allt- af þegar ég fer að há'.ta kem- ur kökkur upp í hálsinn á mér. .. Þegar ég var aftur orð'nn einn í klefanúm og dýrnar hrókkn- ar í lás' að báki mér var eins og eitthvað brotraði h:ð innra með mér, cg ég grét eins og barn yfir scrg drer.gjanna minna. Eg sneri baki við járnrimla- glugganum o.g starði fast á steinvcggina. er luktu ;um mig á allar hliðár, cg ég leysti kvöl mina upp í tárum. —- Julie. 11. fsbrúar 1353 ft'l verjand- an.s er Eiserhow;er hafði háfnað nýrri náðurarbeiðni). Það'ér acgljóst að má’ ,okkar er fvrst og íremst -notað ti! að ha’da pól'tískum andstæðing- um í skefjum og í.'l að tryggja. stjómmálalega eindrægni. Slíkt leiðir aðeins til lögreglu-. Fraxnhald á H. cíðu. ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.