Þjóðviljinn - 24.11.1953, Qupperneq 3
Þriðjudagur 24. nóvember 1953 — ÞJC®VILJINN — (3
16. þing Farmannasambandsins
16. þing Farmanna- og íiskimaimasanibands íslands var sett
í Tjarnarcafé föstudaginn 20. nóvember kl. 14.
Forseti sambandsins Ásgeir
Sigurðsson skipstjóri setti þing
ið með ræðu og minntist þeirra
sjómanna, sem látið höfðu líf
sitt við skyldustörf sín á sjón-
um, og einnig biskupsins herra
Sigurgeirs Sigurðssonar, sem
. var mikill vinur sjómannanna
og bar hag þeirra mjög fyrir
brjósti. Risu þingmenn úr sæt-
um sínum.
Rétt til þingsetu liöfðu 38
fulltrúar frá 14 félögum, en
nokkrir fulltrúar voru ókomnir
við þingsetningu.
Þingforsetar voru einróma
kjörnir Þorsteinn Árnason vél-
stjóri, Ólafur Þórðarson skip-
stjóri og Steindór Ámason,
skipstj. og ritarar þingsins Guð
mundur Jensson og Geir Ólafs-
son.
Forseti flutti síðan skýrslu
stjórnarinnar en að því loknu
var kosið í fastanefndir.
Á dagskrá 16. þings voru m.
a. þessi mál:
Vitamál; Landhelgismál;
Kennslu og réttindamál sjó-
manna; Útvegsmál, svo sem:
Fiskveiðar á fjarlægum miðum;
Hagnýt kennsla fyrir unglinga
við störf á sjó og landi; Bylgju
lengdir talstöðva; Skattamál
sjómanna; Fiskmat og fisk-
verkun; Loranstöðvar; Fiski-
rannsóknir; Aflaverðmæti sjáv-
arfangs; Líftrygging sjómanna;
Stærð véla í fiskibátum; Síld-
arleit; Síldarútvegsnefud; Veð-
urathuganir og veðurþ-jónusta;
Hafnarmál; Kvikmyndun bar-
áttusögu ísienzkra fiskimanna
o.fl.
Á láugardag komu flest dag-
skrármálin til fyrstu umræðu
og nefnda.
Á sunnudag sátu nefndir
þingsins að störfum. í gær
komu svo málin. tii annarrar
umræðu. Þingið mun standa
yfir fram í miðja næstu viku.
,,Kammeptónleikar“ útvarps-
ins þriðjudaginn 17. nóvember
hófúst með Strengjafjórleik í
Fvdúr, óp. 96, eftir Dvorak.
Undirritaður átti þess því
miður ekki kost að vera við-
staddur þessa tónleika, en
hlýddi á þá í útvarpi, 1 þeim
milliliö fer að visu alltaf eitt-
hvað forgörðum, til að mynda
ýmislegt í tónblæ og jafnvægi
radda, en margt varðveitist
eigi að síður, svo sem hljóð-
fall og hrynjandi og allt hið
tímabundna í samleik hjóð-
færa. Meðferö þeirra fjór-
menninganna Björns Ólafs-
sonar, Josefs Felzmanns, Jóns
Sen og Einars Vigfússonar á
verkinu var fjörleg og hressi-
leg og yfirleitt snurðulítil, að
því er virðast mátti. Sama
máli gegnir um bláaturshljóð-
SkagfjörSsskáfÍEiiB byggður i 3umar
St.ióm F erðafélags Islands
skýrði blaðamönnum í gaer frá
starfsemi Ferðafélagsins á þessu
árj, i hófi í Skíðaskálanum. Starf-
semin var margþætt. Var þátt-
taka i ferðum félagsins á annað
færakvintett eftir Carl Niel-
sen, eifistaklega fallegt og
skemmtilegt verk, sem þeir
léku Emst Normann, Paul
Pudelski, Egill Jónsson, Hans
Ploder og Herbert Hribersch-
ek.
Jón Þórarinsson kynnti
verkin stuttlega, áður en þau
voru leikki.
Björn Franzson.
Harvey — eða kanínan
Næsta leifcrit Þjóðleikhússins verður frumsýnt á
fimmtudagskvöld. Er það' bandarískur gamanleikur, eft-
ir skáldkonuna Mary Chase. Nefnist það Harvey — eftir
kanínu sem er óaðskiljanlegur fömnautur aðalpersón-
unnar.
þúsund manna, og er það meira
en undanfarin ár.
Framkvæmdáátjóri fé'.agsins,
Lárus Ottesen, skýrði frá því að
í sumar heiði verið steyptur
grunnur að nýju sæluhúsi fé'ágs
ins í Þórsmörk, verður það byggt
í minningu Kristjáns Skag-
fjörðs. Þetta Vérður staersta
sæluhús félagsins, 60 fermetrar
og verður með rúmum og legu-
plássi fyrir 48 menn. Jón Viðis
teiknaði skálann, eins og'-flesta
aðra skála félagsins. Síðar verð-
ur sagt nánar irá starfsemi fé-
lagsins.
Foreldravika
Leikriti þetta var frmnsýnt
í Chicago árið 1945, og hefur
Kronfélagar!
Komiö fötunum tímanlega til hreinsunar
fyrir hátíðarnar.
Fatapressa KRON
Hveríisgötu 78 — Sími 1098
Fatamóttaka:
Grettisgöíu 3 — Borgarholtsbraut 29, Kópavogi
síðan verið sýnt víða um heim,
meðal annars á Norðurlöndum
og í London. Aðalpersónan,
Dawd, er undarlegui' náungi í
augum heimsios, -og kanína
nokkur er förunautur sem hann
skilur ekki við sig. Fjallar leik
ritið að miklu leyti um viður-
eign sálsýkisfræðmga við mann
þennan, sem uppástendur að
ekki séu aðrir menn með meiri
mjalla en hann. Þjóðleikhús-
stjóri tók fram í viðtali við
fréttamenu í gær að leikritið
væri ekki farsi, heldur ósvik-
inn gamanleikur og bókmennt-
ir.
Indriði Waage er íeikstjóri
og leikur hann jafnframt eitt
hlutverkið. Aðalhlutverkið
leikur Lárus Pálsson, en Arn-
dís Björnsdóttir fer með hlut-
verk systur hans.
Aðrir leikendur eru þessir:
Herdís Þorvaldsdóttir, Regina
Þórðardóttir, Guðbjörg Þor-
bjamardóttir, Anna Guðmunds-
dóttir, Rúrik Haraldsson, Bald-
vin Halldórsson, Haraldur
Bjömsson og Klemens Jónsson.
Karl Isfeld þýddi leikritið.
Leiktjöld gerði Konráð Péturs-
- son.
Barnaskólamir í bænum hafa
boðað til foreldraviku. Það er
að segja, i þessari yfirstand-
andi viku er foreldrum bo'ðið
að heimsækja barnaskólana á
meðan kennsla stendur yfir, og
sjá hvað þar fer fram. Skól-
amir ætlast til, að foreldrarnir
fái að sjá börn sin við starf
í skólunum og kynnast kenn-
urum þeirra; enn fremur munu
foreldrunum verða sýndir sjálf-
ir skólarnir og gerð grein fyrir
starfsskilyrðum þeirra og þeim
hlunnindum, sem þeir bjóða
nemendum sínum. Síðasta dag-
inn verður svo samkoma með
foreldrunum, þar sem sennilega
verða rædd ýms mál skólunum
viðkomandi.
Þessi tilraun skólanna að ná
til foreldranna í samstarfi er
ákaflega gleðileg. Foreldrar og
skólar eru þeir tveir aðilar,
sem uppeldi æskunnar hvílir
mest á, liggur því í augum
uppi, hversu nauðsynleg er
samvinna og skilningur þeirra
á milli. Vonandi verður þessi
skólavika til þess, að stofnúð
verði foreldrafélög við alla
barnaskólana, Laugarnesskólinn
hefur þegar ri&ið á vaðið, því
þar hefur nú þegar verið stofn
að slíkt félag.
Ég vil alvarlega hvetja for-
eldra til þess að notá þetta
tækifæri til að kyimast skól-
unum og ræða vandamál upp
eldisins við kenuara barna
sinna.
Aðalbjörg Sigurðardóttir,
Frá Alþingi
Framhald af 1. síðu.
um hvíldi nú afkoma Islend-
inga.
Nú væri löngu hljótt um risa
áætlanir afturhaldsins sem það
hefði talað mest um fyrstu ár-
in eftir að nýsköpunarstjórn-
inni var steypt, nú væri ekkert
eftir nema eiaokunarheimildir,
sem ættu að gera ríkisstjórnar-
flokkunum fært að skipta
einnig á milli sin fjárfestingar-
framkvæmdum, hvað sem liði
•hagsmunum þjóðarinnar, fé-
sýsluklíkur íhalds og Fram-
sóknar skyldu græða.
Eftir ræðu Einars koma Ólaf-
ur Thors, hvorki meira né minna,
fram á vigA'öllinn. Hann kvaðst
orðimi óvanur að tala á þing-
fundum, léti sér nægja að segja
álit sltt á flokksfundum og í rík-
isstjónjinni. En nú teldi hann
sér skylt að gi* pa inn í umræður.
Hann hefði mikilvægar upplýs-
ingar að flytja alþingi, leynitil-
lögur Sósíalistaflokksins við til-
raunir til stjórnarmyndunar eftir
að nýsköpunarstjórnin féll.
Þegar hér var komið, geyst-
ist Eysteinn inn í þingsalinn, en
liann sitar venjulega á hleri í
hiiðarherbergjum. Var andlit
hans hlakkandi eftirvænting, og
er O'.afur fór að fletta leyni-
skjalinu, æsti Eysteuin félaga
sinn með örvandi framiköllum:
Lestu meira, lestu það alit
En eitthvai varð Clafur stirð-
læs, las þrjár smáglefsur sem
hann sagði áð ætti að sanna
að sösialistar Ivéfðu viljað a'lt
ófrelsi fjárhagsráðs og meira til.
En afturkastið varð
snöggt og sárt! Einar
Olgeirsson upplýsti, að
hið mikla leyniskjal
og bomba Olafs Thors
væri prentað orðrétt í
tímaritinu Rétti, ár-
ganginum 1947!
Allt leystist upp í reyk! Ey-
ste:nn lauroaðist út með von-
brigðasvip, og leyniskjalið, sem.
átti að sanna sekt Sósíalista-
flokksins reyndust hinar stór-
merku tillögur um framhald ný-
sköpunarinnar, sem lagt var
fram við tilraunir til stjómar-
myndunar 1946. Hrakti Einar og
Lúðvík Jósefsson lið fyrir lið
tilraunir Ólafs til útúrsnúnings
á tillögum sósíalista og sýndu
fram á að fjárhagsráðslögin og
framkvæmd þeirra væri atger
andstaða við tillögur sósíalista.
Mun Clafur Thors sjaldan eða
aldrei hafa skollið jafnrækilega á
rassinn í umræðum á Alþingi,
svo gera má ráð fyrir að hann
reyni að standa upp í dag með
því að breiða stærsta letur Morg-
unblaðsins yfir eina stærstu og
broslegustu skyssu sina í opin1
berri framkomu.
Umræðu varð enn ekki lokið.
► ■ »...» ■ » ♦ ♦ ♦ « »
Lítið imi í hina nýju bóka- og ritfangaverzlun Máls
og menningar á Skólavörðustíg 21.
Nýi bókaflokkurinn er kominn