Þjóðviljinn - 24.11.1953, Side 6

Þjóðviljinn - 24.11.1953, Side 6
fi) — ÞJÓÐVIUINN — Þriðjudagur 24. nóvember 1953 þlÓOVIUINN Útgefandi: Bamelningarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigur'ður Guðmundsson. Fréttastjóri: Jón Ejarnason. Biaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarnl Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsniiðja: Skólavörðustíg. 19. — Sími 7500 (3 línur). Askrlftarverð kr. 20 á mánuðl í Reyltjavík og nágrennl; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintaklð. Prentsmiðja Þjóðvlljans h.f. Saltfiskhneykslin Spiliingin í íslenzku þjóðlífi hefur komið einkar ljóst fram í sambandi við saltfiskmálin svonefndu; og þaö er ástæöa til aö rifja þau upp enn einu sinni af gefnu til- efní. Árið 1949 bar einn af trúnaðarmönnum Landssambands íslenzkra útvegsmanna, Geir Zoega, fram mjög þungar sakir á forráðamenn SÍF, þeirrar stofnunar sem hefur haft einokun á útflutningi og saltfisksölu. Lagði hann fram fjölmörg gögn máli sínu til sönnunar, og komu þar m.a. fram þessi atriði: Maðurinn sem á að selja íélezkan fisk í ítalíu, Hálfdán Bjarnason, er einnig kaupandi að fiskinum., meðeigandi í heildsöluhring og smásöluhring. Það er einnig hagur hans <ið kaupa íslenzkan fisk fyrir sem lœgstvero til pess að geta hirt sem mestan milliliðagróða í Ítdtíu. Hann og fé- íagar hans hafa einir setið að íslenzka fisknum sem til Ítalíu hefur verið fluttur, en öðrum fiskkaupendum hefur verið neitað um íslenzkan fisk — og eru, þó mörg dæmi þess að peir hafi boðið mun hœrra verð en Hálfdán Bjarnason og félagar hans hafa greitt íslenzkum sjó- viönnum og útvegsmönnum. Jafnframt hefur svo Hálf- ríán Bjarnason flutt til Ítalíu fisk frá öðrum löndum, vi.a. Fœreyjum, til samkeppni við íslenzka fiskinn, þegar pað hefur verið hagstætt fyrir gróðamöguleika hans. Fyrir þessa starfsemi fær Hálfdán Bjarnason greiddar Taiklar upphœðir héðan að heiman, en þó er hinn annar- Jegi milliliðagróði margfalt meiri upphœðir, enda berst Hálfdán svo á Ítalíu að orðlagt er, og „lánar“ Thorsur- vrium fé þegar þeim liggur á. Samskonar starfsaðferðir hafa átt sér stað í Grikk- landi, en par hefur starfsbróðir Hálfdáns verið grískur braskari, Pipinelis að nafni, og komst Tlior Thors í sam- band við hann með aðstoð fulltrúa Grikkja hjá Samein- uðu þjóðunum, sem einnig lieitir Pipinelis. Þetta eru nokkur atriði í hinum skjalfestu ákærum á ráðamenn SÍF. Eins og menn muna urðu af þessu mikl- ar deilur á sínum tíma í blöðum og á fundum, en eðlileg niðurstaða af þeim deilum gat ekki orðið nema á eina leið í heiðarlegu þjóðfélagi: ýtarleg, óháð réttarrannsókn sem skæri úr um endanlegar niðurstöður. Var sú krafa borin fram hér í blaðinu dag eftir dag, en Morgunblaðið béitti sér af alefli á móti. Þó fékk krafa Þjóðviljans því- L'kan stuðning hjá almenningi, aö henni varö ekki hafn- að á venjulegan hátt. En þá tók við „leikni hinna æfðu stjórnmálamanna“. Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra vissi fullvel að í bessu máli var pólitísk tilvera æðstu manna Sjálfstæðis- ílokksins í veði. Hann greip þá til þess ráðs að fyrir- skipa að vísu „réttarrannsókn“ en fól hana þjóni sínum og spilafélaga, Guttormi Erlendssjmi, og hann vissi full- vel til hvers var af honum ætlazt. Urðu niðurstöður rannsóknarinnar að sjálfsögðu þær að engin ástæða væri til að gera neinar ráðstafanir gegn Hálfdáni Bjarna- syni, Pipinelis hinum gríska og Thorsurunum; þar væri ailt eins og vera bæri. En til þess aö slaka ekki á leikni hinna æfðu stjórnmálamanna var þó talið rétt að hinir venjulegu dómstólar fengju að fjalla um eitt atriöi rann- soknarinnar, 50 þús. kr. leyniþóknun sem reynt var að klófesta á kostnað íslenzkra sjómanna og útvegsmanna '1948. En einnig því máli fylgdi úr hlaði sýknudómur Guttorms Erlendssonar. En þarna brást Bjarna Benediktssyni bogalistin. Þjóð- viljinn hefur rakið þennan anga saltfisksmálsins undan- íarna daga og hann gefur vissulega svipmynd af ömur- legum verzlunarháttum, þar sem milliliðaokur er aðal- atriði, en hagsmunir þjóðarinnar, sjómanna og útvegs- manna algert aukaatriði. Þetta da^mi sýnir almenningi hvernig saltfiskmálið allt myndi líta út ef það væri af- greitt á eðlilegan hátt. Það verður ekki slakað á þeirri kröfu að saltfiskmálið allt fái heiðarlega dómsafgreiðslu. Og sú krafa mun fá íramgang þótt síðar verði. T7L EINARS BRAGA: Ljóðlíst og islenzkur menningararfur Einar Bragi, gamall kunningi minn og lærður maður á skáld- skap og íagrar listir, skrifar um bókmenntir í 257. tölubl. Þjóðviljans undir fyrirsögninni: „Ljóðiist — eða laumuspil“. Þessi grein Einars Braga varð þess valdandi að þær hugleið- ingar mínar sem hér fara á eftir, voru ritaðar niður. Fyrir ca. tveimur árum rltaði ég -smágrein í tímaritið „Vinn- una og verkalýðinn', þar sem ég ekki aðeins spáði því að okkar gamla hnitmiðaða ijóð- form, ferskeytlan, mundi ennþá lifa með þjóðinni langan aldur, heldur færði ég að því rök, að á ö!d hins vaxandi hraða, þá mundi ferskeytlan er tímar liðu skipa meiri heiðurssess sem listform heldur en hún hefur gert nokkurn tíma áður til þessa dags. Nútímamaðurinn, herra stálsins, vélanna og afls frumeindanna hefur þjappað saman á sviði tækninnar þús- undum hestafla og tekið í þjón- ustu sína í gerfi l'tillar véla- samstæðu. Þessi maður hlýtur einnig að tileinka sér hið hnit- miðaða ljóðform, ef hann á ekki að bíða tjón á sálu sinni. Þar með er ég ekki að segja, að hnitmiðað Ijóðform þurfi ævinlega að vera rímað. En ég held að erfitt muni reynast að skapa það í islenzku máli, ef okkar menningarerfðum, svo sem stuðlum og höfuðstöfum, verður á glæ kastað sem ein- skisnýtu, úreltu skrani. Hætt er við að sá sem er hirðulaus um hinn þjóðlega menningararf, sem honum hef- ur verið fenginn í hendur til ávöxtunar og m'etur hann einskis, verði lengi fátækur og illa aflögufær. í þessu tilfell: á sviði andans. Skáidjöfurinn Stephan G. Stephansson sýndi það svo áþreifanlega í „Kol- beinslagi", að íslenzkir skáld- skaparhættir verða a’.drei úr- eltir, því þá er hægt að yrkja nýja hætti, ef hinir gömlu þrjóta, aðeins ef við kunnum að meta þann arf sem okkur hefur verið fenginn í hendur, og slítum ekki tengslin við for- tiðina. Þegar ég les skáldverk eftir Halldór Kiljan Laxness þá dylst mér ekki, að þar er byggt á bjargi þúsund ára 'reynslu is- lenzkra sagna og sögu. Enginn íslenzkur rithöfundur hefur kunnað að meta og notfæra sér okkar andlega arf svo vel sem hann. Það er þetta, ásamt meðfæddri og þjálfaðri snill- ingsgáfu, sem hefur gert hann að því stórmenni bókmennt- anna sem hann er í dag. Dæm- ið um þelta skáld er táknrnent um nauðsyn þess <að við í bundnu sem óbundnu máli byggjum á okkar mikla menn- ingararfi, en slítum ekki bönd- in sem binda okkur fortíðinni á þessum sviðum. E.'nar Bragi heldur því fram, að rímið í íslenzkri ljóðagerð sé að eyðileggia hana. Eg held ekki. Hinsvegar skal ég fúslega játa, að ef svo værj komið sem hann staðræfir, að rímið réði efnislegri bvggmgu kvæð- is einvörðungu þá væri illa komið og ofrímað. Og ég efast heldur ekki um, að h'ægt sé að finna dæmi um slíkt í dag. En það er engin sönnun þess, að okkar þjóðlegi arfur á sviði kvæðagerðar sé úreltur og einskisnýtur. „Hefðbundna islenzka kvæð- ið er að líða undir lok eins og rímnastaglið á öldinni sem leið“, segir Einar Bragi. Lista- skáldið Jónas Hallgrímsson deildi fast á rimnakveðskapinn á sínum tíma, en rímurnar héldu þó velli, því rætur þeirra lágu djúpt í þjóðlífinu, þær voru alþýðleg listtúlkun. Og það sýnir betur en margt ann- að, hve erfitt er að sniðganga þjóðlegar erfðir í listsköpun án þess að bíða sálarlegt tjón, að mörg skáld sem höfðu ýmugust á rímum, urðu að tiieinka sér beztu eiginleika þeirra, svo list þeirra yrði þjóðleg og lifandi, og er Jónas Hallgrímsson ekki þar undanskilinn. Enda er það svo í sann’eika sagt, að hvert einasta skáld allt fram á þennan dag hefur eitt- hvað af rímunum þegið. Við getum flutt inn Parísartízku i klæðaburði og spókað okkur í slíkum fötum á götum Reykja- víkur. En það er ógerlegt að flytja inn erlent iistform án þess að tengja það íslenzkum menningararfi, því öðruvísi vinpur það aldrei þegnrétt. Þetta skildu skáld nltjándu aldar, það var þeirra gæfa. Það sem amar að í dag á sviði ljóðagerðar er ekki að margir vilja halda í hinn þjóð- lega menningararf, svo sem hætti, rím, stuðla og höfuð- stafi, heldur miklu fremur hitt, að á sviði formsins eru mörg ungu skáldanna að slitna úr tengslum við uppruna sinn og fortið, þau kunna ekki að meta þann listarf sem þeim hefur verið fenginn í hendur. Hitt er þó alvarlegast, ef ljóðagerðin á að verða vettvangur lífsflótta, úrræðaleysis og úrkynjunar hnignandi mannfélagshátta, í staðinn fyrir að vera boðberi komandi dags, iúðurhljómur hinnar eilífu þróunar. .Skáld verða að hafa einhvern boð- skap að flytja, eitthvað sem gefur lífinu gildi; án þess verða kvæðin andvana fædd, hvað sem form.'nu liður. Hinsvegar er listíörm ekkert aukaatriði, því einmitt formið setur svip sinn á /býggingu Ijóðsins,* og veldur því hvort skáldinu tekst að ná tökum á hug lesandans eða ekki. Flótti trá þeim menn- ingararfi sem okkur hefur ver- ið fenginn í hendur til varð- veizlu og ávöxtunar á sviði hins bundna máis, er uppgjöf en engin< lausn. í dag sækja margvíslegar hættur að okkur á sviði sjálf- stæðis- og menningarmála. og allt er í óvissu hvernig þeim málum lyktar. En það get ég sagt ykkur sem ennþá viJj.ð vera íslendingar, að sláum við ekki strax í dag skjaldborg um okkar menningarerfðir og vorj- um þær, þá munum við glatasi sem þióð. Köstum þvi ekki okkar þióðlegu listformum i ljóðagerð á glæ, byggjum fra n- tíðina í þessu efni sem öðrum á reynslu kynslóðanna. Slíturn ekki þræðina sem tengia okk- ur fortíðinni. — Jóh. J. E. Kúltl Sjómannaráðst. Framhald af 1. síðu. an físk með liaus og verð ann- arra fisktegunda hækki til sam- ræmis við markaðsverð hverrar tegundar. Ráðstefnan telur lreppilegast að kosin verði nefnd til þess aft fara meft samninga um þessi mál fyrir hönd heildarsamtakanna. enda geri þá ekkert einstakt fé- lag bindandi samninga um fisk- verð eða annað án samráðs vift s'íka nefnd. Þá telur ráðstefnan sjálfsaeían rétt sjómannasamtakanna að fá aðild til samninga með útgerð- armönnum þegar samið er um fiskverð, þar sem ráðningarkjör eru algengust þau, aðí áhöfn skips á vissan liundraðshluta afl- ans og kjör manna því veru- lega undir því komin hvaða verði aflinn er seldur. Ráðstefnan íeggur á það ríka áherzlu a5 ákvæði um þetta veigamikla atriði verði sett inn í alla þá samninga þar sem þaft á við, samkv. framarsögðu. í beinu framhaldi af þessu, telur ráðstefnan naujsynlegt aft iiuian sjómannasamtakanna sé til ákveðin nefnd eða ráft, er fylgist með verð'agi á fiski og öðrum sjávarafurðum, og sam- þykkir að fela væntanlegri samn- ijiigancfnd um bátakjörin, aft gera tillögur um form og fram- (í.ðarskipulag verðlagsráðs sjó- mannasamakanna. Ráðstefnan telur rétt og sam- þykkir að nefnd sú er fari með samninga um hækkaft fiskverft og önnur þau atriði er felast í framangreindu áliti kjaramá'a- nefndar, sé þannig skipuð, aft auk fulltrúa frá Alþýðusambandi íslands sé einn fulltrúi frá A. S. V., einn frá A. S. N., einn frá A. S. A., einn frá Vestmannaeyjum, einn frá félögunum á Suðurnesj- um, einn frá Reykjavík og Hafn- arfirði og einn frá Akranesi. Fulltrúa A. S. 1, sé fa'ið aft hafa samband við féiögin á öll- um viðkomandi stöðum um til- nefningu fulltrúa í nefndina og kalla hana saman til fyrsta fundar.“ Upþsögíi síld- veiðisaJmniiigaíma Þá samþykkti ráðstefnan eft irfarandi uppsögn síldveiðisamn inganna, en þeir eru þrír, og eru Norðurlandssamningarnir aðýmsu leyti þeir hagstæðustu. „Sjómannaráðstefnan telur rétt að sagt verði upp öllum gildandi síldveiðisamningum, með það í huga, að ná fram nokkrum veigamiklum breytingum á ýms- um atriðum samninga og lítur svo á, að æskilegt sé að einn samningur sé gerður fyrir félög- in öll og treystir því ,að góð og nauðsynleg samstaða félaganna n’aist um það mál og telur nauð- synlcgt að sameiginlegri samn- inganefnd verði falið að vinna að þeim samningum á sama tátt og nefndinni um bátakjarasamn- inga.“

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.